Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 Victoria á barnaskólaámnum, áður en hún varó „snobbuó og leióinleg“. Victoria Principal — Pam Brokk- geng bernsku- ár Það gekk á ýmsu hjá Dallas-stjörnunum á æskuárunum Það er ekki tekið út með sæidinni einni saman að fara með stór hlutverk í vinsælum sjónvarps- þætti og það hafa konurnar í Dallas fengið að f reyna, ekki síður en Larry Hagman og aðrir karl- |«é leikarar í þættinum. Frægðinni fylgir sá baggi að W vera sífellt á milli tanna fólks og einkalífið fer undir I smásjá slúðurdálkanna, sem eru eitt vinsælasta blaða- “ efni í Bandaríkjunum. Leikkonurnar í Dallas-þáttunum eru að vonum mjög umtalaðar, enda þykja þær bráð- huggulegar og margir telja að þær eigi drjúgan þátt í vinsældum þáttanna ekki síst vegna útlitsins. Og um talið er hluti af þessum vinsældum, þar sem einkalíf- ið er dregið fram í dagsljósið í blöðum og tímaritum. I þeirri samantekt sem hér fer á eftir er fjallað nokkuð um bernsku- og unglingsár Dallasstúlknanna. Forseti nemendafélagsins, Linda Grey. Linda Gray — Sue Ellen DAÐURDRÓSIN VICTORIA Victoria Principal, 'sem leikur Pam, hina siðprúðu og nánast full- komnu eiginkonu Bobby Ewing, er hvorki siðprúð né fullkomin í einkalífinu, ef marka má frá- sagnir af henni. Á unglingsárum sínum var hún dæmalaus daður- drós, sem beitti kyntöfrunum til að fá það sem hana langaði í og hún þurfti ekki annað en að smella saman fingrunum til að strákarnir féllu flatir að fótum hennar. Staðreyndin var hins veg- ar sú, að hún kunni betur við eldri menn en unga stráka að því er heimild okkar segir. Þegar Vict- oria var í gagnfræðiskóla stundaði hún um skeið þá atvinnu að fylgja ríkum, eldri herramönnum í sam- kvæmi, starf sem kallað er „party-escort" á máli Ameríku- manna og einnig eru sögur á kreiki um, að hún hafi á laun átt stefnumót við suma af kennurnum sínum. Þetta stöðuga daður í Victoriu, auk þess sem hún þótti snobbuð, varð þess valdandi að hún naut ekki vinsælda meðal skólasystkina sinna, en hún kærði sig kollótta. Hún hafði hvort eð er engan áhuga á samneyti við þau, en hugsaði um það eitt að komast áfram í lífinu, — verða stjarna, og það tókst henni svo sannarlega eins og við þekkjum. Victoria fæddist 3. janúar árið 1950, á Fukuoka í Japan, þar sem faðir hennar starfaði í bandaríska flughernum, en vegna starfa hans í hernum var fjölskyldan á flakki um heiminn þegar Victoria var krakki. Hún var feimin sem lítil stúlka, en feimnin fór af henni á unglingsárunum, um það leyti sem hún hóf nám í „Chicopee Compre- hensive" gagnfræðaskólanum í Chicopee í Massachusetts. Ein af skólasystrum hennar þar fullyrðir að Victoria hafi á þessum árum talið sig vera skyggna og gædda yfirnáttúrulegum krafti, en vitað er að hún hellti sér út í dulspeki, lófalestur og annað kukl á ungl- ingsárunum. Skólasystirin segir ennfremur að „Vicki hafi einnig þróað með sér annað áhugamál á þessum árum, — þ.e. karlmenn. — Hún sneri strákunum um fingur sér og þegar hún hafði húkkað þá gaf hún þeim spark fyrir einhvern nýjan, sem átti flottari bíl og meiri peninga", — segir vinkonan fyrrverandi. Og önnur skólasystir bætir við: — „Hún var kæn og slóttug og kunni þá list að daðra við karlmenn. Hún var litli sæti engillinn með hornin á enninu ...“ Talsvert fjaðrafok varð þegar upp komst að Victoria hélt við ökukennarann sinn, giftan mann sem gaf henni þann vitnisburð að hún væri „vitlaus í eldri menn“. Skömmu eftir þetta flutti fjöl- skyldan til Homestead i Florida og Victoria stundaði nám í South Dade-menntaskólanum. Hún gerði stormandi lukku meðal strákanna í Homestead, en mörgum skólafé- lögum hennar fannst hún vera snobbuð og drjúg með sig. — „Ein af ástæðunum fyrir því að hún var óvinsæl var að hún var svo sér- stök“, — segir David Kross, sem kenndi henni leiklist í South Dade. — „Hún var afar fögur og hafði yfir sér meiri yfirborðsfágun en hinir krakkarnir í bænum", — segir David. Victoria gaf engan gaum að strákunum í Homestead, en átti hins vegar stefnumót við eldri for- ingja í flugstöð hersins í Home- stead, þar sem hún bjó ásamt for- eldrum sínum. Og það var á þess- um árum sem orðrómur um sam- band hennar við kennarana komst á kreik og einnig um starfa henn- ar sem „samkvæmis-stúlku", en auk þess kom upp leiðindamál út af myndatöku, þar sem hún sat fyrir helst til fáklædd. Myndir þessar hafa nýverið birst í víðlesn- um tímaritum og ollu talsverðu fjaðrafoki. Skólafélagar hennar frá Homestead minnast þess einn- ig, að hún hafi á þessum árum haldið því fram að hún væri borin til mikils frama og hún vriðist ekki hafa verið í neinum vafa um frægðina sem beið hennar. Ári eftir að hún útskrifaðist úr menntaskóla steig hún stórt skref í áttina til þessa frama, sem hún var sannfærð um að biði sín, en það var þegar hún fór til Evrópu og fór að búa með auðjöfrinum Bernie Cornfeld, stjórnanda fyrir- tækis, sem velti milljörðum og með auði sínum og samböndum tókst honum að ryðja brautina fyrir Victoriu með þeim árangri sem við nú þekkjum. VANDRÆÐABARNIÐ BARBARA Barbara Bel Geddes leikur Miss Ellie í Dallas-þáttunum og í því hlutverki er hún hin viljasterka kona, öryggið uppmálað, sem með festu sinni heldur Ewing-fjöl- skyldunni saman. Líf hennar hef- ur hins vegar síður en svo vérið dans á rósum og sérstaklega var bernskan henni þungbær. Þegar hún var fimm ára gömul, árið 1927, var heimili hennar leyst upp er faðirinn, Norman Bel Geddes, yfirgaf fjölskylduna, en hann var þekktur leiktjaldahönnuður. Við það fór tilfinningalíf stúlkunnar úr sambandi og hún var einatt til vandræða bæði heima hjá sér og í skólanum. Fyrrum skólafélagar hennar segja að hún hafi átt í stöðugum illdeilum við skóla- systkini sín svo og kennara og meðal annars nefbraut hún einn kennarann, ef marka má heimild okkar. Hin rótlausa Ckarlene tlu ára gömul. Fáir spáðu henni miklum frama á þessum árum. Charlene Tilton — Lucy — „Barbara var illa liðin og frek og reyndi alltaf að fá vilja sínum framgengt með yfirgangi," segir Nancy Rickert, æskuvinkona Barböru, sem ólst upp með henni í sömu götu í Millburn í New Jers- ey, en þar bjó Barbara frá því fað- ir hennar stakk af og þar til hún var fimmtán ára gömul. Skólafé- lagi hennar frá unglingsárunum gefur henni svipaðan vitnisburð: — „Hún var ráðrík og ofsafengin og alltaf var hún potturinn og pannan í ólátunum. Hún reyndi líka að stjórna okkur krökkunum og fá okkur til að láta illa. Eitt sinn gekk hún upp að kennara- borðinu og lamdi forfallakennara einn í andlitið með pennastokk með þeim afleiðingum að kennar- inn nefbrotnaði," segir þessi fyrr- um skólafélagi Barböru. Eftir að faðir hennar yfirgaf heimilið lagðist móðirin í þung- lyndi og jafnan síðan grúfði mikil sorg yfir heimilinu, eftir því sem nánir fjölskylduvinir segja og telja þeir að þetta hafi verið ástæðan fyrir slæmri hegðan stelpunnar. Hún var öryggislaus og þráði athygli hinna fullorðnu. Það er vissulega erfitt fyrir menn að ímynda sér Barböru í þessum ham þegar við virðum hana fyrir okkur nú, rólega og yfirvegaða í hlutverki Miss Ellie. Barbara hafði leiklistina í blóð- inu og hún virðist snemma hafa ákveðið að hasla sér völl á því sviði. Henni tókst oftast að pota sér í aðalhlutverk á skólasýning- um enda þótti hún sýna ótvíræða hæfileika. Eftir að móðir hennar náði sér af þunglyndinu urðu þær mæðgur mjög samrýndar, en ein- mitt þá varð Barbara fyrir versta áfallinu, — móðir hennar dó úr krabba þegar Barbara var fimm- tán ára. Faðir hennar var þá kvæntur aftur og hún hafði lítið sem ekkert samband við hann, þannig að skyndilega var hún orð- in ein og yfirgefin í heiminum. Hún átti að vísu eldri systur, sem bjó í New York, en lítið samband

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.