Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 PlKfgUi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið. Eitt helsta keppikefli frið- arhreyfinganna í Vestur- Evrópu hefur Verið að Atl- antshafsbandalagið hætti við þau áform að setja niður með- allangdrægar kjarnorkueld- flaugar frá Bandaríkjunum í Evrópu sem mótvægi gegn SS-20 eldflaugum Sovétríkj- anna og til að framfylgja þeirri stefnu bandalagsins að við hvers konar áras skuli bregðast með stigmögnuðum aðgerðum þannig að árásarað- ilanum sé ljóst að hann stefnir út í gjöreyðingarstríð leggi hann til atlögu. Þegar Atl- antshafsbandalagsríkin tóku ákvörðun um þessa endurnýj- Un á kjarnorkuvopnununum í Vestur-Evrópu var jafnframt ákveðið að teknar skyldu upp viðræður við Sovétmenn um að þeir tækju niður þær kjarn- orkueldflaugar sem einungis er beint gegn Evrópuríkjum. í þessari tvíþættu ákvörðun bandalagsins er byggt á þeirri meginstefnu sem fylgt hefur verið síðan 1967, að það fari saman að vera búinn undir hið versta og semja um afvopnun án þess að minnka eigið ör- yggi, andstæðingurinn ljái ekki máls á því að draga sam- an seglin nema honum sé mætt af festu og svarað í sömu mynt ef því er að skipta. Nú berast um það fregnir frá Sovétríkj- unum, að ráðamenn þar séu til þess búnir að fækka SS-20 eldflaugunum og vilja þeir að sú fækkun sé svo mikils metin af Atlantshafsbandalaginu, að hætt verði við endurnýjun á kjarnorkuherafla þess í Evr- ópu. Á þessa hugmynd hefur ekki verið fallist af vestrænum þjóðaleiðtogum og halda þeir enn við svonefnda „núll-leið" sem fylgt hefur verið síðan viðræðurnar um niðurskurð meðallangdrægra kjarnorku- eldflauga hófust í Genf undir árslok 1981. Með þessari leið er stefnt að því markmiði að allar meðallangdrægar eldflaugar Sovétmanna sem beint er gegn Evrópu verði fjarlægðar, að öðrum kosti komi hinar nýju bandarísku eldflaugar til Evr- ópu í lok þessa árs og byrjun þess næsta. Ef farið hefði verið að tillög- um friðarhreyfinganna væru Atlantshafsbandalagsríkin nú þegar fallin frá áformum sín- um um að endurnýja kjarn- orkueldflaugar sínar. Þá hefði ekkert knúð Sovétmenn til þess að setjast að samninga- borðinu í Genf og með öllu er óraunhæft að búast við því, að þeir hefðu viðrað hugmyndir um að fækka SS-20 eldflaug- unum. Reynslan sýnir því mið- ur, að ekki er unnt að byggja á þeirri óskhyggju sem felst í röksemd friðarhreyfinganna, að sýni Vesturlönd fordæmi með því að halda að sér hönd- um muni Sovétmenn draga saman seglin. Sovétríkin eru tækifærissinnað hernaðar- veldi, stjórnendur þeirra þurfa ekki að taka tillit til almenn- ingsálits heima fyrir og ráð- stafa fjármunum til vígbúnað- ar í samræmi við þá kenningu sem Leonid Brezhnev hélt á loft skömmu áður en hann féll frá, að sovéski herinn væri ástmögur þjóðarinnar og ætti að fá allar óskir sínar uppfyllt- ar. Hvað svo sem líður ítökum Sovétmanna í friðarhreyfing- unum á Vesturlöndum er ljóst, að krafa þessara hreyfinga um einhliða afvopnun eða aðgerð- arleysi vestrænna ríkja þjónar aðeins hagsmunum Sovét- manna. Sömu sögu er að segja um þá stefnu sem Alþýðu- bandalagið hampar, nú orðið að vísu aðeins á flokkslegum tyllidögum, að ísland eigi að segja sig úr Atlantshafsbanda- laginu og rjúfa varnarsam- starfið við Bandaríkin. Þetta eru hinar köldu stað- reyndir sem menn standa frammi fyrir, þegar rætt er um stríð og frið nú á tímum og ríkisstjórnir allra Atlants- hafsbandalagsríkjanna viður- kenna þær í reynd. En þessar ríkisstjórnir starfa við allt aðrar aðstæður en einræðis- herrarnir í Kreml, þær þurfa að sannfæra kjósendur um réttmæti stefnu sinnar og afla henni fylgis og í þeirri baráttu eru ekki allir jafn vandir að meðölum eins og dæmin sanna. Að sjálfsögðu er það æðsta von íbúa lýðræðislandanna að þeir þurfi ekki að verja ómældum hluta tekna sinna til að standa undir herkostnaði og fram- leiðslu á nýjum vígvélum. Og engan þarf að undra þótt mörgum þyki þegar nóg að gert á því sviði. Með moldviðri áróðurs er svo reynt að villa mönnum sýn. Röksemdafærsl- an er til dæmis á þessa leið: í Bandaríkjunum situr ríkis- stjórn sem er altekin hræðslu við Sovétríkin og vill vígbúast af öllum mætti og fórna öllu fyrir ný vopn. Þessi ríkisstjórn vill þó ekki aðeins sýna Sovét- mönnum í tvo heimana heldur einnig bandamönnum sínum innan Atlantshafsbandalags- ins. Vestur-Evrópuþjóðirnar verða að hafa vit fyrir henni og þess vegna verða þær að leggja sig fram um að sýna Sovétmönnum vinarhót. Til að sanna þetta mál er síðan gripið til þess ráðs að gera sem mest úr öllum málum sem stuðlað geta að ágreiningi á milli Bandaríkjanna og Vest- ur-Evrópu en gera sem minnst úr því sem er ámælisvert fyrir Sovétríkin eins og ofbeldinu í Póllandi og innrásinni í Afg- anistan. Við íslendingar þurf- um ekki að leita út fyrir land- steinana til að kynnast þessum áróðri hann veður hér uppi hjá samanburðarfræðingum fjöl- miðlanna. Þessi röksemdafærsla tekur á sig sveiflur og allt er týnt til henni til framdráttar í áróð- urstríðinu. Almenningur má hafa sig allan við vilji hann skilja kjarnann frá hisminu. Miðað við stóru orðin sem höfð voru uppi um ágreininginn út af gasleiðslunni miklu frá Sovétríkjunum á síðasta ári hefði átt að vera búið að splundra Atlantshafsbanda- laginu nú þegar. Og nú sýnast sumir álíta að afsögn Eugene Rostows, yfirmanns afvopnun- arstofnunar Bandaríkjanna, muni eyðileggja Atlantshafs- bandalagið. Þetta er fráleit einföldun. Hitt skiptir mestu nú um stundir að Atlantshafs- bandalagsríkin sannreyni, hvort um viðhorfsbreytingu sé að ræða hjá Sovétmönnum eða hvort hinir nýju herrar í Kreml séu aðeins teknir til við að leika sömu áróðursplötur og forverar þeirra. Afvopnun og áróður í Reykj avíkurbréf *►♦»♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 15. janúar ♦♦♦♦♦♦♦♦<■ Landgrunns lögin 1948 vegvisirinn Fyrr á tíð vóru fiskveiðihags- munir íslands vel tryggðir. Á 17., 18. og fyrri hluta 19. aldar vóru fiskveiðimörkin talin fjórar vikur sjávar. Ein vika sjávar jafngilti fyrst 8 sjómílum, síðan 6 og loks 4. Fiskveiðimörkin vóru því fyrst 32 sjómílur, síðan 24 og loks á 19. öld 16 mílur. Á síðari helmingi 19. aldar virðist ekki hafa verið fram- fylgt nema 4 mílna fiskveiðimörk- um. Frá upphafi vóru útlending- um bannaðar veiðar í fjörðum og flóum. í Norðursjávarsamningi 1882, sem Danmörk gerðist aðili að, var kveðið á um 3ja mílna landhelgi, en hann er ekki talinn hafa náð til íslands. Árið 1901 var síðan gerð- ur samningur milli Bretlands og Danmerkur um tilhögun fiskveiða á hafsvæði umhverfis Færeyjar og ísland, sem ákveður 3ja mílna landhelgi. 1937 er haldinn í Lundúnum fundur um möskva fiskneta og lágmarkslengd ýmissa fiskteg- unda, sem leiddi til milliríkja- samnings um þessi efni. í október 1943 taka íslendingar þátt i ráðstefnu, einnig í Lundún- um, um nýjar og víðtækar reglur um eftirlit með fiskveiðum á N-Atlantshafi og N-íshafi — og einnig um verndun á ungfiski. Þeir sitja og samskonar ráðstefnu 1946. Þar var gengið frá samn- ingsdrögum um þetta efni. íslendingar stíga e.t.v. stærsta gæfuspor sitt á þessum vettvangi með setningu landgrunnslaganna nr. 44/1948, en með þeim „var lagður hornsteinn að framtíðar- stefnu íslendinga hvað snerti fisk- vernd og hagnýtingu fiskimiðanna við landið. Hafa útfærslur fisk- veiðilandhelginnar í 4 mílur 1952, 12 mílur 1958, 50 mílur 1972 og 200 mílur 1975 jafnan verið fram- kvæmdar á grundvelli laganna. Þá hafa aðrar þær stjórnunaraðgerð- ir, sem framkvæmdar hafa verið í því skyni að vernda fiskstofna og fiskimið, oftast verið byggðar á landgrunnslögunum. Sýnir þetta bezt hve lögin hafa verið sett af mikilli framsýni," sagði Matthías Bjarnason, sem var sjávarútvegs- ráðherra er við færðum fiskveiði- landhelgina út í 200 mílur. Það var Ólafur Thors, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem hafði forystu um að landgrunnsmálin vóru tekin upp, og réði hann Hans G. Andersen, síðar sendiherra, sem sérfræðilegan ráðunaut. Að ósk Ólafs samdi Hans landgrunns- frumvarpið um vísindalega vernd- un fiskimiðanna umhverfis ísland. Hann hefur síðan verið aðal tals- maður íslendinga á alþjóðavett- vangi í hafréttarmálum. Fyrsta skref- id 4 mílur Árið 1949 er haldinn í Wash- ington ráðstefna um gerð samn- ings um fiskveiðar í Norðvestur- Atlantshafi. í lok hennar var gengið frá hliðstæðum samningi og í Lundúnum 1946. íslendingar fengu tekið inn i samninginn ákvæði um að hann skyldi ekki skerða kröfur samningsríkja að því er varðar mörk landhelgi eða fiskveiðilögsögu strandríkja. Hér var í fyrsta sinni gerður grein- armunur i millirikjasamningi á eiginlegri landhelgi og fiskveiði- lögsögu. Var það mikill styrkur málstað íslendinga. ísland full- gilti þennan samning 1950. Árið 1949 er fiskveiðisamningn- um við Breta frá 1901 sagt upp og féll hann úr gildi 3. októþer 1951. Fyrsta framkvæmdin á grund- velli landgrunnslaganna var reglugerð um verndun fiskimiða fyrir Norðurlandi í júní 1950. Samkvæmt henni var dregin grunnlína um yztu sker og fyrir mynni flóa og fjarða, en marklín- an sjálf sett fjórum mílum utar. Á svæðinu vóru allar veiðar með botnvörpu og dragnót bannaðar, jafnt íslendingum sem útlending- um. íslendingum var þó heimil síldveiði á svæðinu að tilteknum skilyrðum fullnægðum. Haagdómstóllinn kvað í des- ember 1951 upp dóm í deilumáli Norðmanna og Breta um grunn- línur fyrir ströndum Noregs. Árið eftir gefa íslendingar út reglu- gerð, sem kom í stað reglugerðar- innar frá 1950, og að hluta til er reist á þessum dómi. Efni hennar var það að dregin var grunnlína umhverfis landið frá yztu nesjum, eyjum og skerjum og þvert yfir mynni flóa og fjarða, en sjðan sjálf markalínan fjórum mílum utar. Á svæðinu vóru bannaðar allar botnvörpu- og dragnótaveið- ar og útlendum einnig hverskonar aðrar veiðar. Viðkomandi ráðu- neyti gat takmarkað fjölda veiði- skipa og hámarksafla hvers skips, ef það taldi ofveiði boðið heim. Sækja varð áfram um leyfi til sumarsíldveiða fyrir Norðurlandi. Reglugerð þessari var mótmælt af ýmsum þjóðum en ekki hafðar uppi mótaðgerðir. Hinsvegar ákváðu brezkir togaraeigendur og fiskkaupmenn að setja bann á löndun íslenzks fisks í Bretlandi, en á þessum tíma seldist um fjórð- ungur botnfiskafla íslendinga þar í landi. Þessi aðgerð kom okkur afar illa meðan á henni stóð. 12 mílur — 50 mílur Fyrsta hafréttarráðstefna Sam- einuðu þjóðanna var haldin í Genf 1958 og þar gengið frá fjórum samningum: Um landhelgi og að- liggjandi svæði; samningi um út- hafið; samningi um fiskveiðar og verndun lífrænna auðæfa hafsins; og samningi um landgrunnið. Samningarnir vóru undirritaðir af íslands hálfu en ekki fullgiltir. Þeri náðu ekki til þess, hver víð- átta landhelginnar skyldi vera. í framhaldi af þessari ráð- stefnu, í júní 1958, er gefin út reglugerð um 12 sjómílna fiskveiðilögsögu við ísland. Ýmsar ríkisstjórnir mótmæltu henni en létu mótmælin nægja, nema sú brezka, er neitaði að virða út- færsluna í verki sem í orði. önnur hafréttarráðstefnan var síðan haldin í Genf 1960 og þingað um breidd landhelgi og víðáttu fiskveiðilögsögu. Engin tillaga var þó samþykkt. Bretar viðurkenndu síðan 1961 12 mílna landhelgi en fengu skammtímaheimildir (3 ár) til veiða á takmörkuðum svæðum innan landhelginnar. Svipuð sátt var gerð við V-Þjóðverja. Árið 1964 halda Évrópuþjóðir ráðstefnu í Lundúnum um fisk- veiðimál og leiddi hún til fisk- veiðisamnings í marz það ár. ís- lendingar undirrituðu ekki samn- inginn, sem ekki samrýmdist þeirra sjónarmiðum. Þeir sóttu engu að síður ráðstefnur í Lund- únum 1965 og 1966 um alþjóðlegar siglingareglur og fiskveiðar á N-Atlantshafi. Þeir fengu því framgengt að reglur samningsins, þ.e. framkvæmd þeirra, skyldi í höndum hverrar þjóðar innan landhelgi hennar. í júlí 1972 er gefin út reglugerð um 50 mílna fiskveiðilandhelgi ís- lands. Hvorki Bretar né Þjóðverj- ar virtu útfærsluna fyrst í stað, en samkomulag tókst 1973, um tak- markaðar, tímasettar veiðiheim- ildir, er féllu niður 1975. Mikilvægasti áfanginn Síðasta, stærsta og mikilvæg- asta útfærslan var síðan fram- kvæmd 1975, er reglugerð var gef- in út um 200 mílna fiskveiðiland- helgi. Samkomulag náðist fljót- lega við V-Þjóðverja, en deilur við Breta hörðnuðu og stjórnmála- sambandi milli ríkjanna var slitið um tíma. íslenzk stjórnvöld kærðu yfirgang Breta bæði til fastaráðs Atlantshafsbandalagsins og ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Bretar urðu fyrir miklum þrýst- ingi, ekki sízt frá þjóðum Atl- antshafbandalagsins, í þá veru að virða gjörðir íslendinga, og sættir tókust loks með svokölluðu Osló- arsamkomulagi, að loknum utanríkisráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins, er tryggði í einu og öllu viðkomandi íslenzka hagsmuni. Samkomulaginu fylgdi skýlaus viðurkenning Breta á 200 mílna fiskveiðilögsögu íslands. Matthías Bjarnason, sem var sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar er útfærsl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.