Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 TEXTI: GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON Þeir sem erindi eiga að físki- sælum stöduvötnum landsins komast vart hjá því að gefa fugli gætur er himbrimi nefn- ist. Hann gistir frekar vötn til fjalla, en þó er hann ekki ótíður við vötn á láglendi. Það virðist hins vegar vera skilyrði að gnægð sé silungs í viökomandi vatni. Brjálæðis- legur hiátur himbrimans og tregaþrungin gaul hans eru einhver þau áhrifamestu sem rjúfa öræfakyrrðina á heiðum frammi. Fyrrum töldu menn illa anda vera á ferðinni, einnig að gólin væru útburð- arvæl. Himbriminn er eitt af einkennum íslenskra öræfa, kyrrðin er þar ekki rofín af mörgum hljóðum, en án ein- manalegs góls himbrimans væru íslensk öræfí ekki söm. Himbrimi i hreiðri viö (slenakt tjallavatn. Forvitnilegur flugdreki fjallavatnanna Himbriminn er mjög auð- jiekktur. Hann á einn náskyldan frænda hér á landi, lóminn, en himbriminn er mun stærri fugl og að flestra mati fallegri. Hann er einn af stærstu fuglum lands- ins, yfirleitt 75—83 sentimetrar á lengd og 3—4 kílógrömm á þyngd. Hann er því á stærð við gæs. í sumarfiðri sínu, eins og flestir sjá hann, er hann geysi- lega skrautlegur, þó ekki marg- litur. Hann er svart/hvít-tíglótt- ur að ofan, gljásvartur á höfði og hálsi og með svart- og hvítrák- óttan hálskraga. nefið er fyrir- ferðarmikið, stórt; þykkt, hníf- laga og hnífbeitt. A veturna sker fuglinn sig ekki eins úr, hann er þá á söltu vatni, dökkgrábrúnn að ofan, en hvítur að neðan, á framhálsi og vöngum. Greint er í stuttu máli frá varpháttum himbrimans í hinu nýja riti Landverndar, sem fjall- ar um íslenska varpfugla. Þar segir: „Himbrimar koma á stöðuvötnin jafnóðum og ísa leysir í maí. Varptíminn hefst í maílok og ungar sennilega víðast hvar orðnir fleygir upp úr miðj- um ágúst. Fer þá að losna um himbrimann af varpstöðvunum, en á stórum vötnum sjást þó himbrimar fram eftir nóvem- ber.“ Við þetta má bæta, að síð- suniars eru brögð að því að himbrimar safnist í smáhópa á fiskisælum vötnum, til dæmis hefur greinarhöfundur séð allt að níu stykki saman í hóp á Torfavatni á Snæfellsnesi um miðjan ágúst. Himbriminn verp- ir yfirleitt tveimur eggjum, þau eru stór og hreiðrið alveg á blá- vatnsbakkanum. Hreiðurgerðin þykir ekki fjölbreytileg, helst að fuglinn troði nokkrum gegn- blautum vatnagróðursflyksum undir eggin. Hreiðurstaður himbrimans er valinn af illri nauðsyn, fætur hans eru aftast á skrokknum þannig að hann er að heita má ófær til gangs. Þess í stað rennir hann sér af hreiðrinu beint út í vatnið. Þetta sést best á fuglinum er hann flýgur, þá skaga fæturnir aftur frá honum og er það raunar eitt af grein- ingareinkennum hans og það, ásamt því hversu lágt hann ber háls og höfuð á flugi, er það sem greinir hann frá skörfum, fljúg- andi á löngu færi. Himbriminn er álíka fimur að lenda á vatni og hann er að ganga. Kemur eins og sprengja á fullri ferð með bringuna á undan og skellur í vatnið með gríðarlegum gusu- gangi. En klaufalegur er him- briminn ekki á sundi, þar er hann á „heimavelli" ef svo mætti að orði komast. Ungarnir fara fljótlega að taka sundtökin er rakinn er af þeim, en oft má sjá foreldrahlutverkið blómstra hjá þessum stóru og glæsilegu fugl- um, er þeir synda tígulega áfram með litlu hnoðrana sína á bak- inu. í riti Landverndar er drepið á stærð himbrimastofnsins á ís- landi. Þar segir: „Aldrei hefur farið fram nákvæm talning á himbrimum eða lómum hér á landi. Út frá þeim upplýsingum sem fyrir liggja um útbreiðslu og fjölda má þó álykta stofnana gróflega. Slík áætlun bendir til þess að varpstofn himbrima sé í mesta lagi 300 pör.“ Það er í raun ekki gífurlega stór stofn og fyrir hefur komið að olíumengun út af ströndum Vestur-Evrópu hefur grandað himbrimum sem vafalítið hafa verið af íslenskum uppruna, enda er tegund þessi hvergi varpfugl í Evrópu nema á Islandi. Himbriminn er banda- rísk tegund og verpir bæði þar, í Kanada og á Grænlandi auk ís- lands. Himbriminn er fiskæta og lif- ir hann mest á silungi. Yfirleitt er það smásilungur sem hann nærist á, en hann getur þó torg- að stórum bita þegar hann á annað borð kemst í feitt. Til dæmis greinir Birgir heitinn Kjaran frá átökum himbrima og gríðarstórs urriða í Veiðivötn- um, en félagi Birgis var vitni að hamaganginum. Sá hann hvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.