Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 25 sambandi á meðan á útsendingu stóð til að geta notið þess er fræg- ustu tvímenningar þöglu kvik- myndanna, Stan Laurel og Oliver Hardy, betur þekktir sem Gög og Gokke, sýndu snilld sína. Fyrsti þátturinn af tuttugu með Gög og Gokke, „Brókarlausi systursonur- inn“, leiftraði af húmor eins og hann gerist bestur. Furðuleg uppátæki tvímenninganna, sem hafa fengið fleiri til að veltast um af hlátri á þessari húmorlausu öld en öðrum hefur tekist ef undan er skilinn meistari Chaplin, náðu há- marki þegar aumingja Steini (Stan Laurel) komst hvað eftir annað í vandræði klæddur í skota- pilsi. Þættirnir með Gög og Gokke munu njóta almennra vinsælda þrátt fyrir hrollvekjurnar og klámið í vídíóinu en spólur með slíku efni eru því miður algengar á Helena Eyjólfedóttir heimilum manna. Sjónvarpið á þakkir skildar fyrir að leyfa sjón- varpsáhorfendum að kynnast Gög og Gokke og ný kynslóð íslendinga hlær nú hressilega í skammdeg- inu. „Löðrið" kom á sjónvarpsskerm- inn klukkan hálf níu þetta laug- ardagskvöld eins og fyrri laugar- dagskvöld í vetur og þynnist stöð- ugt. Burt er rétt einu sinni að tapa vitglórunni. Ég kem ekki lengur auga á húmorinn í þessum þætti, Spþll um útvarp og sjönvarp sem fór þó vel af stað í byrjun. Sjónvarpsdagskránni laugardag- inn 7. janúar lauk svo með endur- sýningu á kvikmyndinni „Illur grunur" frá árinu 1942. Leikstjóri Alfred Hitchcock. Myndin ber flest einkenni Hitch- cocks, er spennandi frá upphafi til enda. Sónvarpið mætti gjarnan sýna fleiri kvikmyndir Hitch- cocks, þær eru margar í háum gæðaflokki. Eftir hádegi sunnudaginn 9. janúar hóf göngu sína nýr umræðuþáttur í útvarpi, „Frá lið- inni viku“. Umsjónarmaður Páll Siguróur Pótur Björnsson Heiðar Jónsson og gestir hans í þessum fyrsta þætti Ólafur Sig- urðsson, fréttamaður, Margrét Björnsdóttir, kennari, og doktor Óttar P. Halldórsson, prófessor. Umræður voru meðal annars um tíðarfar síðustu daga og annar doktor, doktor Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, gerði grein fyrir stöðu þjóðarbúsins við áramót. Viðlagið við þá skýrslu: „Viðskiptahalli, greiðslubyrði, skuldasöfnun, skulda. „Nú er lag, félagar," sagði Kjartan ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, forðum er kosningaúrslit voru Alþýðubanda- laginu hagstæð. Vinstri stjórnin skilar af sér með hækkandi sól og þá verður viðlagið líka annað. Um- ræðuþáttur Páls Heiðars byrjar vel. Dagskrá sjónvarpsins sunnu- daginn 9. janúar var með hefð- bundnum hætti fram að kvöldmat. Hugvekja, Húsið á sléttunni og Stundin okkar. Þátturinn af Ingallsfjölskyldunni, „Blindir á ferð“, fyrri hluti, fjallaði um Ingrid Borgmann (hlut- vorid Qoldu Moir mannleg vandamál af hlýju og skilningi. Þorsteinn Marelsson og Ása Ragnarsdóttir stjórna nú barnatímanum í sjónvarpinu í stað Bryndísar Schram. Það er enginn viðvaningsbragur hjá Ásu og Þorsteini og engu líkara en að þau hafi setið á skólabekk hjá Walt Disney. Þátturinn er öðru- vísi uppbyggður en í tíð Bryndísar og Þórðar húsvarðar og þá til bóta. Meira er nú um skemmtileg- ar teiknimyndir og brúðurnar Holla og Kalli eru ágætar fígúrur og höfða til barna á öllum aldri. Dagskránni í sjónvarpi þetta sunnudagskvöld lauk með banda- rískri sjónvarpskvikmynd, „Kona er nefnd Golda“. Þar var kominn síðari hluti leikinnar heimildar- myndar um ævi Goldu Meir (1898—1978) sem var utanríkis- og forsætisráðherra ísraels á miklum örlagatímum í lífi þjóðarinnar. Golda leysti verkefni sín þannig af hendi að hún var dáð af þjóð sinni og er hún kvenréttindakonum allra landa fyrirmynd og tákn um það hversu konur geta komist langt í „karlmannaþjóðfélagi". Snilldarleikur Ingrid Bergmann í hlutverki Goldu Meir er mjög eft- irminnilegur. Hún glímdi við þetta hlutverk sjúk manneskja og átti stutt eftir ólifað en leikur Ingrid í hlutverki Goldu ber hróð- ur hennar hátt um ókomin ár. Mánudagur 10. janúar í útvarpi og sjónvarpi var í þynnra lagi eft- ir hátíðarhöldin í ríkisfjölmiðlun- um um helgina og fátt sem ástæða er til að geta nema þá að i útvarpi flutti Árni Böðvarsson þátt um daglegt mál og er þátturinn ómissandi öllum þeim er vilja fylgjast með íslensku máli dag frá degi. I þættinum um daginn og veg- inn ræddi doktor Gunnlaugur Þórðarson aðbúnað á sundstöðum, prófkjör stjórnmálaflokkanna, stjórnarskrármálið og fjölmargt fleira og fór svo hratt yfir að minnti á íþróttafréttamann er lýsti spennandi landsleik í knattspyrnu. Sjónvarpsmyndina mánudags- kvöldið 10. janúar sá ég ekki, sofn- aði að vísu út frá byrjuninni þar sem ráðvillt húsmóðir starði hug- fangin á sjónvarpspredikara á sjónvarpsskermi sem ræddi trú- mál líkt og ómerkilegur sölu- maður sem reynir að þrengja vöru sinni inn á kaupendur. Slíkir menn eru mér ekki að skapi. Þriðjudagskvöldið 11. janúar var sýndur fjórði og síðasti þáttur bresku sakamálamyndarinnar „Hví spurði enginn Evans"? eftir sögu Agötu Christie. Spennan var “ mikil frá upphafi til enda og góður húmor innan um og leikur mjög góður í helstu hlutverkum. Áð- dáendur Agötu Christie geta glaðst yfir því að bráðlega hefst í sjónvarpi nýr flokkur mynda, sem byggður er á smásögum hennar. Miðvikudagskvöldið 12. janúar var þáttur í sjónvarpinu um nób- elsverðlaunaskáldið Gabriel Garcia Marqúez, frá sænska sjón- varpinu. Spjallað var við rithöf- undinn, lesið úr bók hans „Liðs- foringjanum berst aldrei bréf“, og brugðið upp myndum frá þjóðlífi í Suður-Ameríku. Gabriel Garcia rifjaði upp bernskuminningar, ræddi um lífið og dauðann. Tók síðan að lýsa hrifningu sinni með sósíalismann og fram- kvæmd hans. Gabriel Garcia er frábær rithöfundur og á nóbels- verðlaunin skilið en víðsýnn og frjálslyndur getur sá maður ekki talist sem tekur upp hanskann fyrir ógnarstjórn Castros á Kúbu. í beinu framhaldi af þættinum um nóbelsskáldið kom „Dallas“ og enn er verið að rekja raunir þessa ólánssama fólks með JR í farar- broddi sem allan sólarhringinn er að reyna að græða peninga en fær aldrei nóg. Eg skora á sjónvarpið að hlífa þjóðinni við frekari hörm- ungum þessa ógæfusama fólks. Meðal annarra orða, hvar var Lucy? dekurbarnið í Dallasþátt- unum sem er sífellt skælandi. Tónlistarefni útvarps og sjón- varps fór fyrir ofan garð og neðan hjá mér og lítið var um jazz í dagskránni. Bráðum kemur betri tíð. Vernharður Linnet og Jón Múli munu brátt gleðja jazzgeggj- ara í fjölmiðlum samkvæmt áreið- anlegum fréttum. Ólafur Ormsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.