Morgunblaðið - 16.01.1983, Side 7

Morgunblaðið - 16.01.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 7 IIUGVEKJA eftir Pétur Sigurgeirsson biskup Þegar Jesús vann fyrsta kraftaverk sitt, var hann að fagna með fagnendum í brúð- kaupi. Upp kom mikið vanda- mál í brúðkaupinu, sem Jesús leysti með kraftaverki sínu. Þetta gerðist í Kana í Gyð- ingalandi. Það er lítill bær svo nærri Nazaret, að hægt er að sjá á milli staðanna. Jesús var boðinn í brúðkaupið ásamt Maríu, móður sinni. Af ýmsu má ætla, að María hafi verið tengd brúðhjónunum. Til er rit, sem segir, að hún hafi ver- ið móðursystir brúðgumans. Jósefs er ekki getið. Ritskýr- endur telja, að hann hafi verið dáinn, og að þar sé að finna skýringu á því, hvers vegna ekkert er um Jesúm vitað 18 ár af ævi hans (frá því að hann var 12 ára í musterinu og þar til hann kemur þrítugur fram á sjónarsviðið og er skírður í ánni Jórdan). A því tímabili hafi hann verið fyrirvinna fjölskyldunnar í Nazaret. (Jes- ús átti fjóra yngri bræður: Jakob, Jóse, Júdas og Símon, og systur, sem ekki eru nafngreindar) Mark. 6,3. í Gyðingalandi var það skylda elsta sonarins að taka við starfi föðurins, ef hann féll frá. Jósef hafði smíðaverk- stæði í Nazaret, enda er Jesús í einu guðspjallinu nefndur smiðurinn. Frásagan um brúðkaupið sýnir, að María bar meiri um- hyggju fyrir því, sem þar gerð- ist en ætla má af venjulegum boðsgesti. Það má m.a. sjá af því, hve vandamál brúðkaups- ins skiptir hana miklu máli. í Gyðingalandi er vín eitt af því, sem tilheyrir veisluföng- um brúðkaups, enda er það al- gengur drykkur í suðrænum löndum líkt og vatn og kaffi hjá okkur. „A Austurlöndum var vín nauðsynlegt, en drykkjuskapur talinn mikill viðbjóður. Vín sitt drukku menn blandað vatni þannig, að á móti hverjum tveimur hlut- um víns kom þrír af vatni." (Barcley.) Nú vildi svo til, að vín þraut í veislunni. Skortur vista í brúðkaupsveislu gerði gest- gjafanum og brúðhjónunum mikla hneisu. Gestrisni var heilög skylda og að láta eitt- hvað vanta gat orðið til ævar- andi skammar. „Þeir hafa ekki vín,“ segir María við son sinn. Það má kenna sársauka í orð- unum. Þetta var ástæðan til þess, að Jesús vann kraftaverkið að breyta vatni'í vín, og það er fyrsta kraftaverkið, sem vitað er um, að Jesús hafi unnið. Hann hafði þá kallað til sín fimm lærisveina, er þar voru viðstaddir. Vín — áfengur drykkur — veldur örðugleikum. Þar er um alheims vandamál að ræða, sem hver þjóð hefur við að stríða. Og af þessu vandamáli verður margur maðurinn fyrir böli, sem er þyngra en tárum taki. Sökum gerólíkra lands- gæða og lífshátta á íslandi og í Israel skapast ólík viðhorf til þessa máls. Það minnir á, hve nauðsynlegt er að útleggja Ritninguna með varfærni, þar sem um viðmiðun ólíkra að- stæðna er að ræða, til þess að merking orðanna og andi þeirra komist til skila og grunntónninn haldist. Vín var ekki handa öllum í brúðkaupinu í Kana. Því er oftar á hinn veg farið hjá okkur, að vín er yfirfljótandi. Það veldur skaða. Það er bölið, sem við okkur blasir. Og það þarf ekki síður kraftaverk að gerast til þess að bægja þeim vanda og voða frá dyrum. Hér á landi er vín haft um hönd í veislum og í tilefni há- tíðar, og verður þar hver og einn að ákveða hvort heldur vera skal. Tilkynningu heyrði ég í útvarpinu, að á Þorláks- messudag hefði verið selt áfengi í áfengisversluninni í Reykjavík fyrir átta milljónir króna. Ætla mætti að þar hafi heldur verið „of en van“ af áfengum drykkjum. Vínið og vanda- málin Jóh. 2.1—11 Þegar vín er á boðstólum í brúðkaupum eða öðrum veisl- um, er það fyrirhyggjuleysi að hafa ekki jafnframt óáfengan drykk fyrir þá, sem ekki neyta áfengis. Það er margur maður, sem veigrar sér við að biðja um hann sérstaklega. Einkum eru það unglingar, sem færast undan slíku umstangi. Þetta getur haft ófyrirséðar afleið- ingar fyrir þann, sem er veikur fyrir víni. í merkilegri skýrslu, sem ég fékk frá landlækni um neyslu áfengis og fíkniefna í landinu, bendir hann á, hve nauðsyn- legt sé að fylgja ábendingum Alþjóða heilbrigðisstofnunar- innar um hömlur á sölu áfeng- is o.fl. Það er nauðsynlegt, að fylgt sé þeim reglum um áfengi, sem fyrir eru. Ef svo er ekki gert, er erfiðara um vik með annað viðnám gegn ofneyslu áfengis, sem er mikið þjóðarböl. Það er óþarfi að lýsa hér þeim skaða og böli, sem ofneysla áfengis er íslending- um. Nú er meiri nauðsyn en nokkru sinni fyrr að lækna þjóðfélagið af þessu meini. Maðurinn þarf meir en nokkru sinni fyrr á því að halda að vera allsgáður. Hugsum til dæmis um farartækin og vél- menningu nútímans, sem krefst allrar athygli og ná- kvæmni. Ótalin eru þau slys og vand- ræði, sem verða á heimilum af völdum víndrykkju. Dæmin, sem bera vott um skaðsemi áfengis, eru svo mörg og marg- vísleg, að það er áreiðanlega gott ráð jafnt fyrir heimili og einstaklinga að neyta ekki áfengis og hafa það ekki um hönd. Sérhver hjón þurfa að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika, þó að ekki sé af völdum áfengis. En drykkjuskapur torveldar og margfaldar þá erfiðleika, sem fyrir eru, og það leiðir svo aftur til enn meiri vandræða. Hjón þurfa að ganga í gegnum ýmislegt til þess að geta sam- lagast hvort öðru. „Það er mjög mikilsvert að muna, að hversu innilega sem mann hafa þráð hjónabandið, verður alltaf fremur erfitt fyrir mann og konu að ná gagnkvæmum skilningi. Hversu heitt sem þau unnast og hversu gáfuð sem þau eru, komast þau að raun um það, að minnsta kosti fyrst í stað, að hvort um sig stendur gagnvart ókunnri persónu, sem á eftir að koma því mjög á óvart.“ (André Maurois.) Þegar á reynir í lífi hjóna sem einstaklinga er það leiðin að leita hjálpar og leiðsagnar, rétt eins og Jesús var kvaddur til ráða forðum í brúðkaupinu. „Kjörinn til kraftaverka er kærleikurinn einn,“ kvað skáldið frá Fagraskógi. Hvergi er það nauðsynlegra en í svo náinni sambúð sem hjóna- bandið er, að kærleikurinn fái þar að hafa sín áhrif. „Andaðu frá þér kærleika eins eðlilega og blómin ilmi sínum og láttu alla í návist þinni draga að sér þann guðlega andblæ." Kristur vinnur áfram kraftaverk með kærleika sín- um. Þess vegna er á hann kall- að til þess að blessa brúðhjón- in og fylgja þeim á ævinnar braut. I brúðkaupssálminum stendur: l*u eilífi (iiiós son, er heims b«ttir hag ver hjá þessum brúóhjónum gestur í dag. (), seg: „Ykkar heimilisvinur eg verð og vöróur og leiótogi á ævinnar feró.“ l'inn frióur og náó þeirra farsæli ráó. Stundum er vitnað í það, að Salómon konungur hafi sagt: „Hóflega drukkið vín gleður mannsins hjarta." Mér vitan- lega er sú setning ekki í ritum hans. Þó má þetta til sanns vegar færa, því að allt kann sá er hófið kann. En hjá Salómon er aftur á móti að finna við- vörunarorð gagnvart áfengi, eins og víða í Biblíunni. í Orðs- kviðum Salómons stendur: „Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra." (23. 31 og 32) Sagt er frá því, að stórskáld- ið Ibsen hafi gefið syni sínum og tengdadóttur Biblíu í brúð- argjöf. Þessi ummæli lét skáldið fylgja gjöfinni: „Orð Jesú eru ekki aðeins háar hugsanir, heldur vegamerki lífsins. Þau eru grundvöllurinn til þess að byggja líf sitt á.“ Það þarf enginn að lesa lengi í Biblíunni til þess að komast að raun um þetta. Verötrygging veitir vörn gegn verðbólgu - en hefur þú hugleitt hversu mikla þýöingu mismunandi raunvextir hafa fyrir arðsemi þína? Yfirlitið hér að neðan veitir þér svar við því. VEROTRYGGÐUR SP*RNMXJR - SAMANBUROOR A ÁVðXTUN Verötrygging m.v.lánskjaravisitölu Nafn- vextir Raun- ávöxtun Fjökli ára til að tvöf. raungildi höfuðstóls Raunaukning höfuðst. eftir 9 ár Veðskuldabréf 3% 8% 9ár 100% Sparisk. ríkissj. 3.5% 3.7% 19ár 38 7% Sparisjóðsreikn. 1% 1% 70ár 94% 100% Verðtryggð veðskuldabréf Dæmi um raunaukningu höfuðstóls eftir 9 ár. Verðtryggð sparískirteini ríkissjóðs Verðtryggður sparisjóðsreikningur Jerðbréfamarkaöur Fjárfestingarfélagsins hefur víötaeka eynslu í verðbréfaviðskiþtum og fjármálalegri ráðgjöf og ■niðlar þeirri þekkingu án endurgjalds. w VcrðbréíainarkaÖur Fjárfestingarfélagsins ^■l Lækjargötu12 101 Reykjavik ^S' lönaöarbankahúsinu Simi 28566 Gengi verðbréfa 16. janúar 1983: VERDTRYGGÐ RIKISSJOÐS: 1970 2 flokkur 1971 1 flokkur 1972 1 flokkur 1972 2 flokkur 1973 1 flokkur A 1973 2 flokkur 1974 1 flokkur 1975 1 flokkur 1975 2 flokkur 1976 1 flokkur 1976 2 flokkur 1977 1 flokkur 1977 2 flokkur 1978 1 flokkur 1976 2 flokkur 1979 1 flokkur 1979 2 Uokkur 1980 1 flokkur 1980 2 flokkur 1981 1 flokkur 1981 2 flokkur 1982 1 flokkur 1982 2 flokkur VEÐSKULDABREF ^ Solugengi MED LÁNSKJARAVÍSITÓLU: pr. kr. 100 Sötugangi nafn- Ávöxtun 10 526.80 m. V. vaxtir umfram 9 198.61 2 afb./ári (HLV) varötr. 7 976.10 1 ar 96.49 2% 7% 6 759.44 2 ar 94.28 2% 7% 4 850.42 3 ár 92.96 2’ *% 7% 4 467.69 4 ar 91.14 2’i% 7% 3 084.35 2 534.93 5 ar 90.59 3% 7% 1 909.79 6 ar 88.50 3% 7’ 4% 1 810.03 7 ar 87.01 3% 7’ 4% 1 445.77 8 ar 84.85 3% 7' »•/• 1 341.35 9 ar 83.43 3% 7’ »•/. 1 120.10 10 ar 80.40 3% 8% 909 45 910.63 99 87 15 ar 74.05 3% 8% 715.54 718 70 99 56 603 16 607.72 99 25 466.25 471.53 98 88 348 54 354 10 98.43 274.07 279.26 98 14 234.72 243 13 96.54 174.31 182.09 95.73 158 54 159.19 99 59 115.78 116 39 99 48 VEROTRYGGO HAPPDRÆTTISLÁN , Soluqenqi RIKISSJOÐS pr.ltr.V- VEDSKULDABREF ÓVEROTRYGGO: Solugengi m.v. nafnveiti (MLV) 12% 14% 16% 11% 20% 47% 1 ar 63 64 65 66 67 81 3 ar 44 4 ar 38 5 ar 33 B — 1973 C - 1973 D — 1974 E - 1974 F — 1974 G — 1975 H — 1976 I — 1976 J — 1577 1 fl — 1981 3 266.14 2 777.76 2 403 13 1 808.03 1 808 03 1 198.59 1 142 08 869 00 808 57 16150 Ofanakrád gengi er m.v. 5% évöxtun p.á. umtram varötryggingu auk vinn- mgavonar Happdraattiabréfm aru gef in út á handhafa. Veróbréfemarkaður Fjá ríest ingarfélagsi ns Lækjargötu12 101 Reykjavik lónaóarbankahusinu Simi 28566

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.