Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 Talað hefur verið um „efnahagsundur“ á Taiwan, þar sem þjóðartekjur hafa vaxið að meðaltali um 9,4% á ári á 15 ára tímabili samkvæmt opinberum skýrslum. Þó hefur dregið nokkuð úr þeirri aukn- ingu tvö síðastliðin ár, orðið um 5,5%. Því hefur valdið kreppan á heimsmarkaði, segja hei En hverju þakka heimamenn þennan góða árangur? Fyrst og fremst því hve vel hafi til tekist með nýtingu einu auðlindar lands- ins, hinna vinnufúsu handa. Ein- staklingsframtakið hafi fengið að njóta sín og framleiðslan því beinst inn á réttar brautir, þar sem mestrar arðsemi er von. Ríkisvaldið hlypi ekki til og bjarg- aði fyrirtækjum, sem illa væru rekin, þau yrðu að sjá um sig sjálf. „Efnahagsuppbyggingin gengur fyrir hjá okkur," sagði varaforseti utanríkisviðskipta. „Við álítum að slíkt sé forsenda fyrir aukinni velmegun, auknum lífsþægindum og aukinni félagslegri aðstoð." Tæknivæðing nauðsyn Sama viðkvæðið var raunar hjá öllum viðmælendum mínum, efna- hagsuppbyggingin væri númer eitt. Og í þeirri hröðu tækniþróun, sem nú væri í heiminum, þyrfti að leggja mesta áherslu á tæknivæð- inguna. „Við verðum þar að til- einka okkur allar nýjungar og það strax,“ sagði hagfræðiprófessor, sem ríkisstjórnin hafði kvatt í Minningarhöllin um Chiang Kai-shek í Taipei. Stendur hún í fögrum garði, sem enn hefur ekki verið lokið við, þegar myndin var tekin. TAIWAN sjálfstætt lýðveldi? Risaskip í smíðum hjá China Shipbuilding Corp. í Kaohsiung. „Nei, við getum ekki svikið allt þetta fólk“ þjónustu sína. „Ef við drögumst aftur úr er öllu lokið. Stöðugleiki er okkur nauðsyn. Við verðum um- fram allt að halda verðbólgunni niðri, þar sem hún skekkir alla mynd efnahagsmála." Taiwan-búum hefur tekist að fá fjölmörg erlend fyrirtæki til að fjárfesta í landinu. Byggist það á ódýrum og góðum vinnukrafti, því ekki er um góðgerðastarfsemi að ræða. Þá eru fyrirtækin skatt- frjáls fyrstu fimm árin á meðan á uppbyggingu þeirra stendur og ýmsar aðrar ívilnanir eru veittar. Vinnuþrælkun? — Nei En hvernig er með verkafólkið? Ríkir ekki vinnuþrælkun? Ekki vildu viðmælendur mínir sam- þykkja það. Kínverjar væru í eðli sínu mjög iðjusamir og settu ekki fyrir sig 48 stunda vinnuviku. Launin væru að sjálfsögðu lág á evrópska vísu, en lífskjör almenn- ings á Taiwan væru nú þau næst- bestu í Asíu, aðeins í Japan væru þau betri. Þeir sögðu að verkföll væru bönnuð, en það þýddi þó ekki að ekki væri hægt að semja um kaup og kjör. Slíkir samningar ættu sér stað innan fyrirtækjanna. Fyrir- tæki, sem rekin væru með góðum hagnaði, greiddu allt upp í sex til niu mánaða laun í bónus á ári. Ef { alvarlegur órói væri meðal verka- fólks á einhverjum vinnustað, gripi ríkið inn í og sáttasemjari skipaður til að setja niður deilur, en vinna stansaði aldfei. Opinberir starfsmenn fá ekki frí utan lögskipaðra frídaga fyrstu þrjú árin. Eftir það fá þeir tveggja vikna aukafrí, sem lengist í 3 vik- ur eftir 6 ár og í 4 vikur eftir 10 ár í starfi. „Skugga“-sendiráð Það liggur í augum uppi að utanríkisviðskiptin eru einn snar- asti þátturinn í tilveru Taiwans sem sjálfstæðs ríkis, eða eigum við heldur að segja ríkishluta. Auk hráefnis verða Taiwanar að flytja inn matvæli, og það verður allt að greiðast með útflutningi iðnaðar- varnings. Eiga þeir þar í sam- keppni við ýmsar Austur-Asíu- þjóðir eins og t.d. Suður-Kóreubúa og Japana, en auk þess eru þeir illa settir vegna þess hve fá ríki viðurkenna stjórnina. Aðeins 20—30 ríki hafa stjórnmálasam- band við stjórn „Lýðveldisins Kína“, og af þeim einungis þrjú, sem verulegu máli skipta, Suður- Afríka, Saudi-Arabía og Suður- Kórea. Aðeins eitt „ríki“ í Evrópu er í þeim hópi, en það er Vatikan- ið. Taiwan-stjórnin hefur þó komið sér upp „skugga“-sendiráðum i mörgum löndum í formi verslun- arskrifstofa, en þeir geta ekki átt nein opinber viðskipti við þau lönd, sem viðurkenna Peking- stjórnina. Byggjast því öll við- skipti þeirra á sambandi við einkaaðila í hinum ýmsu löndum. Eykur það og á erfiðleika þeirra hve tafsamt er að fá vegabréfs- áritanir til annarra landa. Verða þeir að senda umsókn til viðkom- andi sendiráðs í Hong Kong og þurfa oft að bíða 4—6 vikur áður en áritun fæst. „í viðskiptum er þetta mjög bagalegt, því oft þarf að hafa þar hröð handtök." Ekki bætir og úr skák að inn- flutningskvóti hefur verið settur á vörur frá Taiwan í ýmsum lönd- um, t.d. í EBE-löndunum. Segja Taiwanar að þar gæti þrýstings frá Peking-stjórninni, sem reyni að spilla fyrir þeim á allan hátt. „Margir, sem við eigum viðskipti við, vilja ekki að við merkjum vör- una „Made in Taiwan". Það er eins og þeir vilji fela viðskiptin við okkur, sennilega af ótta við meg- inlandsmenn." Þrátt fyrir allt þetta verður þó ekki annað sagt en utanríkisvið- skipti eyþjóðarinnar þarna í austrinu gangi glatt, því ég hef fyrir satt, að hún flytji meira inn og meira út en meginlandsrisinn. „Ef Kínverjar stæðu sameinað- ir, með náttúruauðlindir megin- landsins en þjóðskipulagið, kraft- inn og tæknimenntunina, sem hér ríkir, stæði landið Japan ekki að baki," varð einum samferðamanni mínum að orði. Singapore taki við af Hong Kong Varaforstjóri utanríkisvið- skipta sagði að viðskiptajöfnuður- inn hefði verið landsmönnum mjög hagstæður á undanförnum árum, þótt dálítill samdráttur hefði orðið á sl. ári. Ætti það rætur sínar að rekja til þeirrar efnahagskreppu, sem í heiminum er. Japan, Bandaríkin og Hong Kong væru stærstu við- skiptalöndin. Vöruskiptajöfnuður- inn hefði verið mjög hagstæður hvað Bandaríkin og Hong Kong varðaði en óhagstæður gagnvart Japan. Stafar það af hinum gífur- lega innflutningi á hráefnum það- an. Taiwönum er ljóst að þeir glata mikilvægum markaði, ef Peking- stjórnin tekur við stjórn Hong Kong, og er nú unnið að því af fullum krafti að efla viðskipta- sambandið við Singapore, þar sem ætlunin er að Singapore taki við af Hong Kong. Þá telja landsmenn og víst að mikill fjöldi athafna- manna, sem nú starfa í Hong Kong, flytji starfsemi sína til Tai- wan. Hefur komið til tals, og um það fara nú fram umræður, að stofna á Taiwan fríhöfn í líkingu við Hong Kong og Singapore. — En er ekki hugsanlegt, ef Peking-stjórnin breytir ekki stjórnarháttum í Hong Kong, að Taiwanar haldi viðskiptum sínum þar áfram? „Nei, við munum engin viðskipti eiga við Hong Kong, ef kommúnistarnir á meginlandinu fara þar með stjórn, aldrei að ei- lífu.“ Aðeins eitt Kína Fram til ársins 1971 fór Lýð- veldið Kína, þ.e. Taipei-stjórnin, með atkvæði Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, en þá var Peking- stjórnin viðurkennd sem fulltrúi Kína og „Lýðveldið Kína“ hvarf úr samtökunum. Þá og raunar löngu fyrr höfðu verið uppi hugmyndir um að Taiwan gerðist sérstakt ríki og lýsti yfir sjálfstæði. En þær hugmyndir voru ekki Taiwan-búa sjálfra heldur annarra ríkja með Bandaríkin í broddi fylkingar. Slíkt kom ekki til greina að mati stjórnar „Lýðveldisins Kína“, þar sem hún væri eina löglega stjórn ríkisins alls. Taiwan væri fylki í Kína og því yrði ekki breytt þótt uppreisnarmenn kommúnista hefðu náð völdum á meginlandinu. Shanghai-yfirlýsingin, þegar Nixon Bandaríkjaforseti var í SIÐARl HLIÍTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.