Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 Jörgen Bruun Hansen Myndlist Bragi Ásgeirsson Góður gestur gistir nú landið og er að þessu sinni með myndverk í farangrinum, er hann sýnir þessa dagana og fram til 16. dags mán- aðarins í húsakynnum Nýlista- safnsins. Er hér um að ræða Jörgen Bruun Hansen, sem í dag- legu tali nafnist rétt og slétt Jörgen Murer, og svo mjög hefur það viðurnefni festst við persón- una, að fjöldi manna þekkir hann ekki undir skírnarnafninu! Jörgen hefur komið hingað nokkrum sinnum áður, lesið upp úr ljóðum sínum í Norræna hús- inu, miðlað nemendum Myndlista- og handíðaskólans af yfirgrips- mikilli þekkingu sinni í gerð hvers konar veggmynda. Hann er múr- ari að mennt og þekking hans á handverkinu er slík, að hann sér- hæfði sig í að aðstoða listamenn við að setja upp alls konar tegund- ir veggmynda. Loks hafnaði hann sem kennari við listaháskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann er virtur, elskaður og dáður af nem- endum sínum enda maður óvenju- lega hreinskiptinn í orði og á borði. Skáldgáfuna mun Jörgen hafa fengið frá móður sinni er hafði það m.a. að orðtæki, að eini- berjagreinar og birkinæfrar væru það fallegasta er til væri undir sólinni. Faðir hans og frændur margir voru múrarar svo þetta liggur í blóðinu í karllegg. Hvaðan hann hefur þetta einstæða skop- skyn og lífsgleði, sem hann er gæddur veit ég hins vegar ekki. Þá er Jörgen mjög róttækur í skoðun- um og gætu grafalvarlegir lífs- spekibræður hans hérlendis lært mikið af þessum síbrosandi eld- fjöruga manni. Jörgen múrari er skáld gott og hefur gefið út nokkrar bækur. Hann yrkir um ástina og í ljóðum SKIÐARAÐ REYKJAVIKUR OG GUÐMUNDUR JONASSON H.F. SKIÐAFERÐIR I BLÁFJÖLL 1983: Ekið samkvæmt eftirfarandi áætlun þegar skíðasvæðið í Bláfjöllum (Hveradölum) er opið: Símsvari fyrir Bláfjöll og Hveradali: 80111. Garðabær — Breiðholt Dagur Karla- braut VffHaat- vagur Silfur- tún BSÍ Öldu- aela akóli Kjöt °g Fiakur Fella- akóli Breió- holta- akóli Árbær - Shell Laugard. 9:45 9:50 10:00 10:00 10:15 10:25 10:35 Sunnud. 9:45 9:50 10:00 10:00 10:15 10:25 10:35 Mánud. 13:45 13:50 14:00 14:10 14:15 14:25 14:35 Þriöjud. 13:45 13:50 14:00 14:10 14:15 14:25 14:35 Þriöjud. 15:45 15:50 16:00 16:10 16:15 16:25 16:35 Þriöjud. 17:45 17:50 18:00 18:35 Miövikud. 13:45 13:50 14:00 14:10 v 14:15 14:25 14:35 Miövikud. 15:45 15:50 16:00 16:10 16:15 16:25 16:35 Miðvikud. 17:45 17:50 18:00 18:35 Fimmtud. 13:45 13:50 14:00 14:10 14:15 14:25 14:35 Fimmtud. 15:45 15:50 16:00 16:10 16:15 16:25 16:35 Fimmtud. 17:45 17:50 18:00 18:35 Föstud. 13:45 13:50 14:00 14:10 14:15 14:25 14:35 Vesturbær — Austurbær Dagur Borgar- tún 34 Mýrar- húaa- akóli If BSÍ Mikla- braut Réttar- holta- akóli Voga- ver Árbær - Shell Laugard. 9:30 9:45 9:50 10:00 10:10 10:20 10:25 10:35 Laugard. 13:30 13:45 13:50 13:55 14:05 Sunnud. 9:30 9:45 9:50 10:00 10:10 10:20 10:25 10:35 Sunnud. 13:30 13:45 13:50 13:55 14:05 Mánud. 13:30 13:45 13:50 14:00 14:10 14:20 14:25 14:35 Þriöjud. 13:30 13:45 13:50 14:00 14:10 14:20 14:25 14:35 Þriðjud. 15:30 15:45 15:50 16:00 16:10 16:20 16:25 16:35 Þriöjud. 18:00 18:10 18:20 18:25 18:35 Miövikud. 13:30 13:45 13:50 14:00 14:10 14:20 14:25 14:35 Miövikud. 15:30 15:45 15:50 16:00 16:10 16:20 16:25 16:35 Miövikud. 18:00 18:10 18:20 18:25 18:35 Fimmtud. 13:30 13:45 13:50 14:00 14:10 14:20 14:25 14:35 Fimmtud. 15:30 15:45 15:50 16:00 16:10 16:20 64:25 16:35 Fimmtud. 18:00 18:10 18:20 18:25 18:35 Föstud. 13:30 13:45 13:50 14:00 14:10 14:20 14:25 14:35 Brottfarartímar úr Bláfjöllum: Laugardaga og sunnudaga Mánu- daga Þriðju- daga Miöviku- daga Fimmtu- daga Föstu- daga 16:00 18:00 18:00 18:00 19:00 19:00 19:00 22:00 22:00 22:00 Afgreiðsla: Bifreiðastöð íslands (BSÍ) sími 22300. Fargjöld báðar leiðir: 12 ára og eldri kr. 70.00 8—11 ára kr. 50.00 4—7 ára kr. 35.00 Afsláttarkort 1983, 16 teröir SKÍÐARÁÐ REYK JAVÍKUR kr. 720.00. Seld af bifreiðastjórum. GUÐMUNDUR JÓNASS0N H.F. SÍMI 83222. GEYMIÐ AUGLYSINGUNA Jorgen Bruun Hansen hans er í senn alvara og kímni auk þess sem þau eru oft í hæsta máta munaðargjörn og opinbera fölskvalausa hrifnæmi og samúð með mannfólkinu. Nokkrar bækur hans eru til sýn- is á sýningu hans í Nýlistasafninu og er ég greip í eina (Brev til Isi- dore), var hið fyrsta, sem ég rak augun í, ljóð, er hreif mig svo að ég keypti bókina á stundinni. „Af sorg og erotisk længsel/ græd jeg mig ustandselig í sövn —/ holdt op með at spise Wienerbröd/ til eftermiddagskaffen/ af had til denne verdens manglende/ inter- esse. Málverk Jörgens múrara eru einnig að vissu marki ljóð, í öllu falli eru þau í hæsta máta ljóðræn í litbrigðum, uppbyggingu og ým- iss konar kroti. Jörgen er að mála sig frá dökkum heimi með því að minnast yndislegra stunda á þann veg að teikna og mála í síbylju yfir ljóð sín, og vissulega er eitthvað létt og hrifnæmt yfir myndum hans. Með þessum myndum sínum sannar Jörgen áþreifanlega, að hann á einnig erindi inn á svið málaralistarinnar því að mynd- irnar eru gerðar af furðulegu skynrænu öryggi. Slíkt gera þeir einir er hafa æðar til málverksins. Sýning Jörgens er um margt frábrugðin mörgum þeim sýning- um er gist hafa þennan stað og í þá veru mjög gilt tillegg og viðbót við kynningu aðstandenda safns- ins á nútímalist. Svo ber að þakka Jörgen múrara fyrir heimsóknina og vonar undir- ritaður að hann eigi eftir að gista landið sem oftast og miðla okkur af þekkingu sinni og lífsgleði. Dökkrauð hryssa tapaðist DÖKKRAUÐ hryssa á sjöunda vetri tapaðist úr girðingu á bænum Ytri- Tindstöðum á Kjalarnesi í júlíbyrj- un. Hryssan var bandvön, járnuð, skeifustærð 11%, með bláan bandspottá um háls. Hún var ómörkuð, frekar stygg. Þeir sem kunna að búa yfir vitneskju um afdrif hryssunnar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunn- ar Sigurðsson í síma 66555. Kennslubók 1 dönsku — til notkunar með útvarps- og sjónvarpsþáttum HJÁ Námsgagnastofnun er komin út ný 264 blaðsíðna kennslubók I dönsku, Hildur, sem er samin til notkunar með 10 sjónvarsþáttum og 20 hljóðvarpsþáttum sem Ríkisút- varpið sendir út frá 22. janúar, en efnið er unnið í samvinnu íslenskra og danskra aðila að framkvæði utan- ríkisráðuneyta Danmerkur og ln- lands. Efnið er fyrst og fremst ætlað þeim sem hafa einhverja undir- stöðu í dönsku máli og nýtist þvi elstu nemendum grunnskóla, framhaldsskólanemendum og full- orðnum segir í frétt frá Náms- gagnastofnuninni. Námsgagnastofnun mun fjöl- falda og dreifa sjónvarps- og hljóðvarpsþáttunum á mynd- og hljómböndum til skóla að loknum útsendingum Ríkisútvarpsins. Efni hljóðvarpsþáttanna mun frambúðar í framhaldsskólum og einnig verða gefið út á prentuðu við kennslu fullorðinna, segir í máli. Mun efnið því nýtast til fréttinni. Bókin flytur á Laugaveginn „Hér er aðstaða öll betri en á Skólavörðustígnum, og hér erum við sem óðast að setja okkur niður,“ sögðu þeir Gunnar Valdimarsson og Snær Jóhanns- son, forstöðumenn fornbókaverzlunarinnar Bókarinnar, er við litum inn til þeirra á Laugavegi 20b á föstudagsmorguninn, en þá voru þeir að leggja síðustu hönd á frágang innanbúðar, þar sem til stóð að opna verzlunina á nýjum stað í gærmorgun, laugardag. „Verzlunin flutti í húsið á Skólavörðustígnum 1964,“ sagði Gunnar í samtali við Mbl. Eigend- ur Bókarinnar eru „ýmsir bóka- menn“, eins og Gunnar orðaði það, og ýmsir hafa ráðið ríkjum í verzl- uninni. Gunnar hefur starfað í verzluninni í rúm fimm ár '6g Snær í rúm tíu. „Það var orðinn fastur punktur í lífi margra að líta við á Skólavörðustígnum, það var viss kjarni sem leit til okkar, ágætt fólk, sem stundar fornbókaverzl- anir, og við eigum von á því flestu hingað," sagði Gunnar, en nýja verzlunin er til húsa á horni Klapparstígs og Laugavegs. Gunnar sagði hlutafélagið Bók- ina hf. hafa verið stofnað í kring um 1960, og hefði verzlunin fyrst byrjað á Klapparstígnum. Hann sagði að til þeirra kæmu jafnan bókasafnarar, en einnig fengju þeir í heimsókn fólk sem læsi gíf- urlega mikið, til dæmis fengju þeir oft í heimsókn frúr sem renndu sér í gegnum eins og þrjár „pocket“-bækur á kvöldi. Þegar rætt var vítt og breitt um fornbókaverzlun við Gunnar kom hann víða við, en sagði að lokum:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.