Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 27 Götumynd frá Taipei. Háþróuð tæknimenntun hefur gert Taiwan-búum kleift að ráðast í ýmsar stórframkvæmdir. — Hér sjást vegir byggðir á brúm í útjaðri Taipei. Fjær til vinstri á myndinni er Grand Hotel. heimsókn á meginlandi Kina 1972, var því í raun í fullu samræmi við þessa stefnu Taipei-stjórnarinnar, en þar segir að allir Kínverjar báðu megin Taiwan-sunds viður- kenni að aðeins sé til eitt Kína og að Taiwan sé hluti þess. Árið 1979 viðurkenndu Banda- ríkin síðan Peking-stjórnina formlega og tóku upp stjórnmála- samband við hana. Taipei-stjórnin segir að með þessu hafi Banda- ríkjamenn aðeins verið að viður- kenna stjórn yfir ákveðnu land- svæði, þ.e. meginlandi Kína, en að það nái ekki til Taiwan, sem Pek- ing-stjórnin ráði ekki yfir. Pek- ing-stjórnin geti t.d. alls ekki litið á það sem afskipti af innanríkis- málum sínum, þótt Bandaríkin láti Taiwan hernaðaraðstoð í té eða þótt Taiwan-búar kaupi vopn frá öðrum ríkjum. Við getum ekki svikið allt þetta fólk Staða mála virðist hér óneitan- lega flókin. Og enn kemur upp í hugann spurningin: Hvers vegna lýsir stjórn eyjarinnar ekki yfir sjálfstæði Taiwan? Svarið er á reiðum höndum. Hefði það verið gert fyrir 20 árum eða í síðasta lagi, þegar Taipei- stjórnin missti sæti sitt hjá SÞ., hefði landið sennilega hlotið við- urkenningu meiri hluta ríkja heims — en það er ekki hægt leng- ur, aðstæður í heiminum hafa breyst það mikið á sl. tuttugu ár- um. Áhrif Peking-stjórnarinnar hafa aukist það mikið að þrýsting- ur þaðan myndi fæla aðrar þjóðir frá því að viðurkenna Taiwan eða gera þeim það ókleift. I öðru lagi er Kína eitt ríki og fulltrúar á síðasta löglega kjörna þinginu eru hér. Enn getum við bent á það, þar sem um % hlutar þeirra eru enn á lífi. I þriðja lagi væru það svik við þær milljónir manna á megin- landinu, sem líta vonaraugum til Taiwan um „frelsi“. Og það væru svik við um 20 milljónir landflótta Kínverja sem búa í öðrum löndum og líta á Taiwan sem einu vonina um frjálst, sameinað Kína, Kina sem byði þá aftur velkomna heim. Við getum ekki svikið allt þetta fólk. í fjórða lagi yrði það sem boð til Peking-stjórnarinnar um að gera innrás á Taiwan. Ef Taiwan sliti sig frá Kína gætu kommúnistar notað það sem afsökun fyrir slíkri innrás. Þeir myndu segja að eitt fylki landsins væri að rífa sig laust frá hinum og kljúfa þjóðina. Það væri sama og ef t.d. Alaska segði skilið við Bandaríkin og lýsti yfir sjálfstæði. Vilja ekki „stíga skrefin aftur á bak“ Taiwan-búar eru þó ekki allir sammála þessari röksemdafærslu, sérstaklega yngra fólkið, sem hef- ur ekki eins sterk tilfinningabönd við meginlandið og hinir eldri. Það veit hver reginmunur er á lífskjör- um þess og jafnaldra þess á meg- inlandinu og vill ekki „stíga skref- in aftur á bak“. Það undraði mig hve umræður um þessi mál eru frjálslegar og opinskáar á Taiwan. Ungur menntamaður sagði t.d. að dag- draumar um sameiningu héldu ekki fyrir honum vöku. Sú samein- ing — á þeim forsendum, sem stjórnvöld á Taiwan væru að gæla við — yrði ekki um sína daga, barna sinna og sennilega ekki barnabarna. Hann gagnrýndi stjórnvöld fyrir að einblína á þessa draumsýn. Ef til vill væri þó of seint að stofna sjálfstætt ríki nú, Taiwanar yrðu að sætta sig við ástandið eins og það væri og neyta allra krafta til að viðhalda því, halda áfram uppbyggingunni og bæta enn lífskjörin. En þó hann gagnrýndi stjórn- völd kvaðst hann ekki æskja ann- ars stjórnarfyrirkomulags. Hér þyrfti sterka stjórn og samhenta. Sá glundroði, sem ríkti víða í lýð- ræðisrikjunum, væri ekki til eftir- breytni. Sér væri nóg ef einstakl- ingurinn væri frjáls til athafna er kæmu þjóðinni til góða og ekki þyrfti hann að kvarta undan því að hann hefði ekki tjáningarfrelsi svo mjög sem hann hefði haldið skoðunum sínum á loft. Engan skal undra, þegar fram- tíðin er svo óviss, þótt íbúar Tai- wan séu kvíðnir. Sérstaklega bera þeir ugg í brjósti um framvindu mála eftir að Peking-stjórnin tek- ur við stjórn Hong Kong, sem verður eigi síðar en 1997, þegar leigusamningurinn við Breta rennur út. Þeir hafa ekki trú á að Hong Kong verði söm og áður, þótt meginlandsmenn segist engu ætla að breyta þar. í grein í „The China News“ í Taipei segir að kommúnistar muni að sjálfsögðu bjóða Taiwan að sameinast meginlandinu og ekki yrði hróflað þar við neinu. En slík loforð væru marklaus, kommún- istarnir myndu aldrei leyfa að tekjur manna í fámennasta fylki ríkisins væru tíu sinnum meiri en í hinum. Hver framvinda mála verður veit enginn. Framtíðin ein fær úr því skorið, hvað verður um þetta eyland, sem eins og „svífur í lausu lofti“. EFTIR I>()RBJ()RN GUÐMUNDSSON Þakka innilega hlýhug og hveöjur þann 7. janúar s.l. GleÖilegt ár. Þórunn Jakobsdóttir frá Neskaupstað Kleppsvegi 10 Reykjavík. Psoriasis og exemsjúklingar Ákveðíð er aö stofna til 2ja hópferöa fyrir psori- asis og exemsjúklinga til eyjarinnar Lanzarote, 4. apríl og 11. apríl. Dvalið verður á heilsustööinni Panorama. Fyrirkomulag veröur með svipuöum hætti og í fyrri feröum. Þeir, sem hafa áhuga á aö taka þátt í þessum feröum, vinsam- lega fáiö vottorð hjá húösjúkdómalækni um þörf á slíkri ferö og sendiö þaö merktu nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingayfirlæknis, Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, 3. hæö. Umsóknir veróa aö berast fyrir 20. febrúar. Tryggingastofnun ríkisins. Samtök psoriasis og exemsjúklinga I Kápuútsala Útsala á kápum, frökkum, úlpum o.fl. Gerið góð kaup. 4. Ilvmpis- Verzlanahöllin Laugavegi 26. Plorgnwl [ítíjiilb | Gtx)an daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.