Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 43 himbrimi einn mikill hafði að hálfu leyti gleypt mjög stóran silung og stóð aftari hluti urrið- ans út úr goggi veiðifuglsins. Ekki var urriðinn dauður og braust um gífurlega, en him- briminn sleppti ekki, reyndar vafamál hvort hann hefði getað það. Fór orrahríðin fram ýmist ofan vatnsborðs eða neðan þess og endaði með sigri himbrimans. Veiðimenn geta sagt ýmsar sögur af áræði og græðgi him- brimans í fæðuöfluninni. Ein slík saga er sögð í nýlegu tíma- riti sem fjallar um íþróttir. Þar er stutt rabb við Analíus Haag- vag, hinn kunna stangarveiði- mann og fluguhnýtara. Hann segir þar veiðisögu og er vett- vangurinn Elliðavatn hjá svo- kölluðu Þingnesi. Hann segir orðrétt: „Ekki hafði ég kastað lengi þegar ég sá himbrimahjón synda við hólmann sem ég var staddur hjá. Gaf ég þeim engan sérstakan gaum. En þar kom að bleikja tók fluguna mína. Ég var á góðri leið með að landa henni, þegar rifið var í hjá mér með slíku offorsi að ég hafði næstum fyrstu ekki, hvað valda mundi, en kenndi um töfrum Húsafells- manna, en hann var þarna í landhelgi þeirra. Brátt sá hann þó, að sá, er bar línuna upp til skýjanna, var himbrimi einn mikill. Og furðanlega stór sýnd- ist hann í þokunni. Alllengi glímdi veiðimaður við flugdreka þennan, og það þóttist hann vita, að önglar sínir væru fastir í skolti hans. Svo fór að lokum, að himbriminn losnaði af, en veiði- maður hélt veiðarfærum sínum." Aræði og kraftur himbrimans kemur ekki einungis fram í fæðuöfluninni, hann þykir einn- ig afar árásargjarn er hann ver egg sín og unga. Til eru sögur um grimmd himbrimans og hefur Sigurjón Samúelsson á Hrafna- björgum í Ögurhreppi, N-ísa- fjarðarsýslu, sagt greinarhöf- undi eina slíka. Hrafnabjörg standa við bakka Laugarbóls- vatns, en úr því rennur Laugar- dalsá, kunn og skemmtileg lax- veiðiá. Laugarbólsvatnið er fullt af urriða og himbrimar hafa lengi synt tígulega um vatnið. Eitthvað var þó orðið langt síðan misst stöngina í vatnið. Skipti það engum togum að augnabliki síðar kemur himbrimi upp úr vatninu með bleikjuna mína í kjaftinum og hreinlega reif hana af önglinum og flaug með hana í burtu. Það eina sem eftir var á önglinum var kjaftbeinið úr bleikjunni. Þannig fór um þann feng.“ Fyrir kemur að himbriminn ætlar sér um of. Frá einu slíku tilviki greinir Björn J. Blöndal í bók sinni „Vatnaniður". Fer frásögnin hér á eftir: „Það er vornótt á Arnarvatnsheiði. Ein- mana göngumaður er þar á ferð. Hann kemur að Sesselíuvík og tjaldar þar rétt hjá báti Húsa- fellsmanna. Svo tekur hann bát- inn og rær út á Arnarvatn. Nótt- in er hljóð og lág þokuský yfir vatninu. Ferðamaðurinn rær all- langt frá landi, setur saman veiðistöng, og að agni hefur hann lítinn málmfisk, silfurlit- an. Þegar hann telur sig hafa gefið út nægilega af línunni, leggur hann flatan stein yfir hana á botninum á bátnum svo að ekki flækist á hjólinu, er fisk- ur kippir í. Bátverji hefur líklega hálfdottað við róðurinn. Hann var þreyttur maður. En hann hrekkur við, er hann lítur á hjól- ið og sér, að nær öll línan er runnin út af því. Grípur hann þá stöngina, en verður þess brátt var, er honum þykir með ólíkind- um, að línan leitar frá vatninu upp til skýjanna. Sá hann í að þeir höfðu verpt þar, en fyrir fáum árum gerðist það svo að himbrimahjón verptu á vatns- bakkanum og fylgdist heimilis- fólkið á Hrafnabjörgum vel með gangi mála. Varpið gekk sinn gang, fuglarnir skiptust á um áleguna og dag einn góluðu þeir mikið, tveir litlir ungar voru komnir á flot. Ungarnir voru enn mjög smáir, er álftir tvær komu skyndilega fljúgandi og settust grunlausar skammt frá varpstað himbrimans. Var nú fylgst með frá Hrafnabjörgum hver við- brögð himbrimanna yrðu. Eftir dálitla stund hurfu þeir sjónum, en síðan hnykktist ein álftin heiftarlega við, og svo aftur og aftur. Fataðist henni greinilega, en hin álftin flaug skelkuð á brott. Hin svam illa til reika um, en svo fór að hún var ekki lengur í tölu lifenda. Himbrimarnir sneru sér að ungum sínu, en fáum dögum síðar rak álftar- hræið á land. Var það athugað og komu í ljós djúp stungusár á kvið fuglsins, eins og hnífsár, en nef himbrimans er sannkallaður hnífur. Þótti nú ljóst hvað himbrimarnir höfðu gert. í bók Landverndar um íslenska fugla er þess getið að himbrimar leiki þann leik að kafa undir fugla og vinna þeim mein með hættu- legum nefjum sínum. Fleiri sög- ur af þessu tagi eru því örugg- lega til. Ein er í bók Björns Blöndal, „Sagnir og sögur". Er sagan ein af sögnum Jakobs Þorsteinsson- ar frá Húsafelli. Frásögnin hefst þar sem Jakob er að leita að sauðum fram á heiðinni fyrir ofan Örnólfsdal í Borgarfirði. Hann getur þess að þar sé vatn sem Hrólfsvatn heitir og að hann hafi vitað þar um him- brimahreiður. Við grípum inn í frásögnina er leikurinn tekur að æsast. „Þegar ég nálgaðist tang- ann sá ég eitthvað dökkt á sundi í átt að hólmanum. í fyrstu hélt ég að þetta væri önd. En sá fljótt að þetta var mórauð tófa. Hún skreið á land og læddist í átt að hreiðrinu. Himbrimahjónin voru rétt við hólmann. Þegar þau sáu tófuna ráku þau upp fárleg ösk- ur. Og þegar refurinn ætlaði að taka eggin, hjuggu báðir fugl- arnir hann með sínum hvössu nefjum. Ég hljóp fram á tang- ann og hrópaði. Þegar tófan varð mín vör stökk hún í vatnið og synti í att að norðurlandinu. Himbrimarnir eltu hana og hjuggu í skrokkinn. En fljótlega köfuðu þeir undir hana og héldu árásinni áfram. Ég sá tófuna lyftast upp úr vatninu. Sýnilegt var að henni dapraðist mjög sundið er hún nálgaðist norður- landið. En á land komst hún og gat skriðið spöl frá bakkanum. Þar lagðist hún niður, og lét höf- uð snúa að vatninu. En af him- brimahjónunum er það að segja að þegar tófan var komin á land, hófu þeir sig til flugs og settust rétt við hólmann." Himbriminn á sinn sess í ís- lenskri þjóðtrú eins og vænta mátti. Einkum hafa menn haft stundum illan bifur á hrollvekj- andi gólum hans og er einkum tilkomumikið að hlýða á násöng- inn frammi á reginöræfum í svartaþoku. í eina tíð trúðu menn því að gól hans væri út- burðarvæl. En menn töldu sig einnig geta spáð í veðurhorfur eftir því hvernig þessi tilkomu- mikli flugdreki hagaði sér. Þannig var sagt að himbriminn „taki í löppina" ef hann gólaði mikið á sundi. Það þýddi að von var á votviðri. Hins vegar var sagt að himbriminn vissi „af vind í stél sér“ ef hann gaulaði mikið á flugi. Það þýddi að von var á vaxandi vindi. Hvaða dóm sem menn kunna að leggja á slíka hluti væri ekki ráðlegt að ýta til hliðar með þjósti. Skal lítil saga sögð hér því til árétt- ingar. Laxveiðimaður er staddur við góðan veiðihyl við eina af minni ám Borgarfjarðar. Þetta er ofar byggð og laxinn tregur. Hann er hins vegar sístökkvandi og margir stökkva með óvenju- legum tilþrifum. Allt í einu heyrir veiðimaðurinn mikið gól hátt í loftinu og er hann hugar að því sér hann himbrima fljúga fram og til baka með miklum óhljóðum. Eftir nokkra stund hverfur himbriminn sýnum, en hrafn kemur fljúgandi. Til hans heyrast sérkennileg smellandi tómahljóð og hann lætur sig detta 10—20 metra reglubundið. Þetta finnst veiðimanni ein- kennileg hegðun dýranna og er hann íhugar nánar hvað valda muni, tekur hann eftir því að úti ríkir óvenjuleg kyrrð. Hárið bærist ekki á kolli hans og nátt- úran er einkennilega hljóð. Síðar um daginn hvessti mjög og hið versta veður með rigningu og roki var komið áður en kvöldaði. Skyldi ekki mega tengja veðra- breytinguna við sérkennilega hegðun dýranna, himbrimans, hrafnsins og laxanna. Vissu þau hvað í vændum var? Hvað sem því líður, hversu frekur og áræðinn himbriminn kann að vera og hvort eitthvað misjafnt sé um hann að segja, sem ólílegt er, þá er hann ómiss- andi þáttur í náttúru landsins, einkennisfugl heiðardala og fjallavatna, afar fallegur með töfrandi en dálítið óhugnanlega rödd. Forvitnilegur flugdreki sem unnendur náttúru landsins hlakka jafnan til að hitta á nýj- an leik er dag tekur að lengja og vorar í lofti. BÓKASÖFN — KENNARAR — SAFNARAR BÓKAMENN — FRÆÐIMENN — GRÚSKARAR Tilboð til 20. jan. 83 VERALDARSAGA POLITIKEN — VERDENSHISTORIE ÓmitMitdi fróðtoik*- eg uppsláttarvark (21 bindi). Vagna umkomu- laga við Politikan torlagið gatum vi« boðið þatta glaaailaga vark á aáratðku tilboðaverði til 20. jan. **3. Mannkynssaga nútímans í nútímalegum búningi Politiken forlag er aö hefja útgáfu á mannkynssögu í 21 blndl, sem m.a. leysir af hólmi Mannkynssögu Qrimbergs (Verdenshistorie). I þessu nýja verki kemur fram árangur vísindalegra sagnfræölrannsókna nútímans og einnig eru bækurnar prýddar þúsundum mynda í lit og svart/hvítu. Myndir og texti er settur upp þannig að hvort skýri annaö á sem bestan hátt. Útgáfutími Fyrsta bindiö, .Fra urtid tll nutid", annaö bindi, „Historiens rödder" og þriöja bindiö „Flodrigerne" eru þegar komin út. Síðan koma út fjögur bindi á ári á u.þ.b. þriggja mánaöa fresti þangaö til allt verkiö er komiö út, voriö 1987. Nýjungar Fyrsta bindiö felur í sór mjög áhugaveröar nýjungar, þar eru m.a. dregn- ar upp meginlínur sögunnar. Ritverkiö í heild einkennist af samhengi atburöa, þar sem litiö er á málin af víöum skilningi. Sagan er ekki lengur saga konunga og höföingja, heldur er lögö áhersla á lífskjör manna í aldanna rás, mannfjölda, akuryrkju, trúmál, hugmyndaþróun o.s.frv. Ávöxtur 6 ára undirbúnings Politikens Verdenshistorie er skrifuö af 21 sagnfræöingi frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Allir hafa verið valdir til starfs vegna þekkingar og ritfærni. Meira en 7500 myndlr og kort bæta viö og kryfja 7000 síöna texta til mergjar. 6 ára undirbúnlngsvinna er grundvöllur þessa ritverks, sem er stærsta og best myndskreytta mannkynssaga sem gefin hefur veriö út á Noröurlandamáli. Tilboð til 20. jan. '83 Afsláttur: 2.333,60.- Við bjóðum þár þetta glæsilega verk á sárstöku tilboðsverði til 20. janúar 1983. Verö til 20. janúar: 14.264,20.-. Verð eftir 20. janúar 16.597,80.-. Viljir þú notfæra þár þetta einstaka tækifæri þá vinsamlegast fylltu út kaupsamninginn hár fyrir neðan og sendu hann til okkar. „Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær.“ POLITIKEN VERDENSHISTORIE: 1—21 KAUPSAMNINGUR Undirrit(uöXaöur) skuldbind mig til þess aö kaupa í áskrift .... sett af Politiken Verdenshistorie 1—21 á sérstöku kynningarverði: Kr. 679,20 hvert bindi, alls kr. 14.264,20 meö söluskatti. Kynningarverö þetta gildir fyrir pantanir sem berast fyrir 20. janúar '83. Verö eftir 20. janúar er kr. 790,40 pr. blndi eöa kr. 16.597,80 meö söluskatti. Afsláttur er því kr. 2.333,60. Verð er miöað við gengi 10. janúar '83 og er áskilinn ráttur til aö breyta verði bókanna eftir gengi dönsku krónunnar og öðrum ófyr- irsjáanlegum atriðum, sem áhrif hafa á verömyndun, svo sem hækkun söluskatts. Verkið afhendist mór gegn greiöslu eftir því sem bindin koma út. Fyrstu þrjú bindin strax, siöan fjögur bindi á ári á timabilinu 1983—1986. Verkinu lýkur meö bindi nr. 20 og 21 voriö 1987. □ Greiðist við móttöku hvers bindis. □ Sendist í póstkröfu. Nafn: Heimilisf. Nafnnr.: Sími: LAUGAVEGI 118v/HLEMM 105 REYKJAVlK — SlMI: 29311

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.