Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 21 Borgarrid á fundi ásamt helstu embættismönnum borgarinnar: Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, Páll Líndal borgarlögmaður, borgarfulltrúarnir Birgir ísl. Gunnarsson, Gísli Halldórsson, Auður Auðuns, borgarstjórinn Geir Hallgrímsson, Jón Tómasson skrifstofustjóri, borgarfulltrúarnir Kristján Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, Óskar Hallgrímsson og Gústaf A. Pálsson borgarverkfræóingur. Gunnlaugur lengst til hægri og Pétur Benediktsson, sendiherra fylgdu dr. Kristni Guómundssyni utanríkis- ráðherra á fund Gruenters yfirhershöföingja Evrópuher- aflans, er ráðherrann kom í fyrsta skipti til höfuðstöðva NATO. Ólafur Thors forsætisráðherra ásamt Gunnlaugi Pét- urssyni fastafulltrúa Islands á NATO-fundi í París. Fyrir aftan þá situr Hörður Helgason. Alfatraðir í Dölum um 1930. Gunnlaugur er alinn upp í baðstofunni, sem er annað hús frá vinstri á myndinni. verjar veittu leyfi til þess að hann færi til Stokkhólms. — Ég bauðst þó til að segja upp 18. júní 1944, daginn eftir að Is- land varð lýðveldi. En danska utanríkisráðuneytið kvað ekki ástæðu til að svo ágætur starfs- maður hætti, sagði Gunnlaugur brosandi. Ég hafði verið beðinn um að fylgjast með 17. júní hátíðahöld- unum á íslandi í gegnum útvarpið. Heyrði ræðu Sveins Björnssonar. Ég hafði tvo ritara mér við hlið, sem tóku niður. Það heyrðist sæmilega. Sveinn vitnaði í Þorgeir Ljósvetningagoða og það efni þekkti ég raunar svo vel að það var mér auðvelt. Daginn eftir samdi ég svo skýrslu, sem fór til Kristjáns konungs. Nils Svenn- ingsen ráðuneytisstjóri fór með hana og konungur spurði hver hefði gert þessa skýrslu. Þegar honum var sagt að það væri ungur íslendingur, sem starfaði i utan- ríkisþjónustu Dana, spurði hann: „Er han paalidelig?" Svenningsen sagði mér seinna frá þessu. — Lentir þú ekki í neinum erf- iðleikum við þýzka hernámsliðið? — Nei, nei. Mér leið ágætlega í Danmörku á stríðsárunum. Hafði góða íbúð, þokkaleg laun en mikla vinnu. Við höfðum vaktir í utan- ríkisráðuneytinu allan sólarhring- inn. Þangað komu Þjóðverjar með allar tilkynningar, þegar eitthvað gerðist. Ef unnin voru skemmdar- verk einhvers staðar til dæmis og þeir tóku gísla af lífi, þá kom her- flokkur til okkar og tilkynnti það. Maður var þarna til að taka við slíku, og vakti þá upp ráðherra eða ráðuneytisstjóra, eftir því sem efni stóðu til. Við vorum í beinu símasambandi við amtmanninn á Jótlandi, en þar var það oft að eitthvað gerðist. Maður var á skrifstofunni frá kl. 9—5 og átti svo næturvakt a.m.k. 3—4 sinnum í mánuði frá kl. 12 á miðnætti til 8 að morgni. Fór þá heim úr vinn- unni og borðaði og kom aftur, en átti frí fram að hádegi daginn eft- ir. Vann á nóttunni eða las reyf- ara, ef ekkert gerðist. Vitanlega var herlögregla og einhver áhætta að vera á ferli eftir að myrkvað var, en ég hafði sérstakan passa. Ég lenti sem sagt aldrei í neinu og ekki aðrir íslendingar, svo að ég vissi. En danskir menn voru tekn- ir af lífi. Mér er sérstaklega minn- isstætt þegar tilkynning kom um að sonur eins fulltrúans hjá okkur, ungur stúdent, sem tekinn hafði verið til fanga, hefði verið líflát- inn í hefndarskyni fyrir einhver hryðjuverk. Þegar hann var jarð- settur í Holmenskirkju voru leikn- ir Passíusálmar Hallgríms Pét- urssonar, því faðir hans var góður Islandsvinur. Þetta kom mjög við mann. — Umgekkstu íslendinga i Kaupmannahöfn. Þekktirðu til dæmis Kamban? — Sigfús heitinn Blöndal efndi 3—4 sinnum á vetri til hádegis- verðar í veitingahúsi á Strauinu. Hann var forkólfur í félagsskapn- um Kólfur, sem hann hafði stofn- að. Þar komum við, sem störfuð- um í utanríkisþjónustunni. Og þarna hitti maður Kamban, Hall- dór Kristjánsson tekni, stundum prófessor Skúla Guðjónsson, sr. Hauk Gíslason prest við Holm- enskirkju, Jón Helgason prófessor og fleiri. Sigfús var mjög skemmtilegur maður og félags- lyndur og bauð stundum heim. Lék sjálfur á gítar og var mjög almennt fróður maður fyrir utan sína sérgrein. Kona hans var sænsk, hámenntuð og skemmtileg. Samgangur var töluverður milli þessara Islendinga. — En þú þurftir leyfi Þjóðverja til að fara frá Höfn, sagðirðu? — Það hafði fyrir löngu verið sótt um það héðan að heiman að ég kæmi til starfa í íslenzku utan- ríkisþjónustunni. Átti fyrst að fara heim um Portúgal, en síðan áformað að ég færi til hjálpar Finsen, sendiherra íslands í Stokkhólmi. Beiðni um brottfar- arleyfi fyrir mig hafði lengi legið án þess að svar fengist, þar til allt í einu kom í ársbyrjun 1945 leyfi til að ég mætti fara til Stokk- hólms. En tekið fram að ég mætti alls ekki fara heim til íslands. í stríðslok var mikið að gera í sendi- ráði íslands í Stokkhólmi. Þar var verið að smíða Svíþjóðarbátana svokölluðu og íslenzkir ferðamenn streymdu þangað með fullar hend- ur fjár eftir stríðið. Komu heilu flugvélafarmarnir af ferðatnönn- um í viðskiptaerindum. Nú, og í árslok 1945 fluttist ég svo heim í utanríkisráðuneytið í Reykjavík. Viðskiptin í utanríkisráðuneytinu Undirrituðum blaðamanni Mbl., sem skömmu seinna fékk sumar- starf í utanríkisráðuneytinu, stendur Gunnlaugur Pétursson enn fyrir hugskotssjónum, er sækja þurfti skjalapakka upp í viðskiptadeildina til hans. Hann sat þá við skrifborðið og talaði í síma, las hraðritara fyrir bréf um leið og sinnti þeim sem stungu nefinu i dyragættina, án þess að missa þráðinn nokkurs staðar við allar þessar truflanir. Þagnaði í miðri setningu og hélt svo áfram með hana, þegar aftur gafst tóm. — Ég var fljótlega gerður deildarstjóri í viðskiptadeild utan- ríkisráðuneytisins, segir Gunn- laugur. Hún tók við af samninga- nefnd utanríkisviðskipta, sem var lögð niður og starfsemin flutt í utanríkisráðuneytið. Þó var áfram starfandi ráðgjafarnefnd forustu- manna í ýmsum útflutningsgrein- um. Það var vitanlega útflutning- ur sjávarafla og kom sér nú vel að hafa verið sjómaður. Pétur Bene- diktsson var þá sendiherra í Moskvu. Hann var gjarnan sendur ásamt samninganefndum til að semja um sölur, en ég var á hinum endanum, til að samræma hér heima. Þetta var tími hafta og tví- hliða verzlunarsamninga milli þjóða. Við seldum mest til Bret- lands, Rússlands og Póllands og fengum vörur á móti. En vöru- skiptasamninga þurfti að gera milli stjórnvalda. Það var óhemju mikil vinna við þetta. Pétur Thor- steinsson kom til mín í viðskipta- deildina sem fulltrúi og tók svo við af mér. En þegar Pétur Thor- steinsson var gerður sendiherra í Moskvu, var viðskiptadeild utan- ríkisráðuneytisins svo niðurlögð og störfin flytjast í viðskiptaráðu- neytið. Ég tel að utanríkisráðu- neytið hafi sett niður við það. Nú er enn verið að ræða um hvar þessi störf séu bezt komin og skiptar skoðanir. En ég er enn þeirrar skoðunar, að þótt þetta hafi verið ágætlega leyst í viðskiptaráðuneytinu, þá sé drýgra til langframa að utanríkis- þjónustan hafi utanríkisviðskiptin á hendi. — Varst þú alfarið með þessi mál í utanríkisráðuneytinu á þess- um árum? — Ég þurfti auðvitað að vera í sambandi við margar stofnanir og vann í raun undir stjórn þriggja ráðherra, Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, Jóhanns Jós- epssonar sjávarútvegsráðherra og Emils Jónssonar viðskiptaráð- herra. Jafnframt þessu hafði Bjarni Benediktsson gert mig að for- manni í flugvallanefnd. Sú nefnd gekk undir nafninu Gunnlaug- anefndin, því í henni voru Gunn- laugur Pétursson, Gunnlaugur E. Briem, ráðuneytisstjóri, og Gunn- laugur S. Briem, póst- og símamálastjóri. En 1950 sendi Bjarni mig svo til London til að verða fulltrúi utanríkisráðherra í Atlantshafsbandalaginu, sem hafði starfandi fulltrúanefnd í London. Jafnframt var ég sendi- ráðunautur í íslenzka sendiráðinu og mér sérstaklega falin viðskiptamál. En til Bretlands seldum við þá fiskafurðir skv. tví- hliða viðskiptasamningum. Maðurinn sem bjarg- aði vörnum Grænlands — Svo þú varst fulltrúi Islands, þegar verið var að leggja grunninn að starfsemi NATO? — Það var einmitt þarna í London sem fulltrúanefnd NATO-landanna gekk frá fyrir- komulagi samstarfsins og rekstr- artilhögun. Síðan hefur lítið gerst á því sviði, sýnist mér, segir Gunnlaugur. Og þótt við höfum ekki her, reyndi ég að fylgjast vel með. Það er mín skoðun að við höfum tekið varnarmál okkar lausatökum. Hefðum átt að taka meiri þátt í starfsemi NATO og þjálfa menn til þess. Við höfum sett okkur fyrirvara og leggjum ekki fram fé til starfseminnar að nokkru nemi. En íslenzka ríkis- stjórnin ber ábyrgð á öryggi ís- lands. Dvöl varnarliðsins er samn- ingsbundin á ábyrgð íslenzku rík- isstjórnarinnar og því ber okkur skylda til að fylgjast eftir megni með öllum varnaráætlunum. Ég reyndi að gera það meðan ég starfaði við þetta og sendi alltaf skýrslur heim um varnaráætlan- irnar. 1952 var talið nauðsynlegt vegna Evrópuþjóðanna að flytja aðalstöðvar NATO frá London til Parísar. Aðeins tvær þjóðir voru á móti því, íslendingar og Norð- menn. — í fyrstu var setzt að í bráða- birgðabyggingu úr spónaplötum við Palais de Challot í París, held- ur Gunnlaugur áfram frásögn sinni. Ég fékk skrifstofu beint fyrir neðan skrifstofu Ismays láv- arðar, framkvæmdastjóra NATO þá. Og svo hljóðbært var í þessari byggingu að við heyrðum hvor í öðrum, þegar talað var í síma. Ég man að ég var einhvern tíma að tala heim, þegar aðstoðarmaður framkvæmdastjórans kom með skilaboð. Hvort ég vildi vinsam- legast nota símann næst þegar ég þyrfti að tala til íslands. Þetta var samt mjög þægilegt að hafa bæki- stöð sína þarna, því þá þurfti ekk- ert að vera að bera með sér skjala- bunka og loka þá inni annars stað- ar. Hermálanefndin starfaði í Washington, en síðan fengum við fastafulltrúarnir varnaráætlan- imar til Parísar. Samkvæmt því sem ég sagði áðan, þá fór ég vand- lega yfir allt slíkt. Éitt sinn sá ég í varnaráætlunum að fyrst ætti að senda her til Bretlands og Evrópu ef ófriður brytist út, en ekki fyrr en í næsta áfanga til íslands og Grænlands. Ég fór snarlega í her- fræðingana og sagði þeim að það kæmi ekki til greina. Þetta mun- dum við íslendingar aldrei sam- þykkja. Svarið var að Danir væru búnir að samþykkja þetta vegna Grænlands. Ég yrði að tala við Dani. Ég sagði að það kæmi ekki til mála. Bar mig svo saman við góðan kunningja minn, breska herráðsforingjann, sem þá var formaður í nefndinni. Hann sagði þetta alveg rétt hjá mér. Hann mundi styðja minn málstað þegar kæmi á nefndarfundinn. Daginn fyrir ráðherrafund fór ég svo á hernaðarnefndarfund til undir- búnings málum og lagði fram breytingartillögu við varnaráætl- unina. Danski fulltrúinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og bað um fundarhlé. Herforingjar Dana voru búnir að samþykkja áætlun- ina. Þegar fundur hófst aftur, stóð SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.