Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 19 Fannfergi á Patreksfirði MIKIÐ fannfergi hefur verið á Patreksfirði sem annars staðar á land- inu. Þessar myndir, sem hér fylgja, tók ljósmyndari Morgunblaðsins á Patreksfirði, Jón Pétursson, á dögunum og má um þær segja, að sjón sé sögu ríkari. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins, hafa samgöngur til og frá Patreksfirði verið dræmar. T.d. var ekki unnt að fljúga til Patreksfjarðar í hálfan mánuð, þar til síðastliðinn miðvikudag. Þá fengu mena lokspóetog dagblttð, aem eltki höfðu sést þar fyrr á árinu. Afstaða þjóðkirkjunn- ar til fóstureyðinga I SAMBANDI við undirbúning og umræður vegna löggjafar um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barn- eignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir samdi starfshóp- ur á vegum kirkjunnar umsögn um greinargerðina með upphaflega frumvarpinu haustið 1973. Meginatriði umsagnarinnar voru ítrekuð í sérstöku bréfi til alþing- ismanna í marz 1975, er málið var til meðferðar Alþingis eftir endurskoð- un frumvarpsins. Af gefnu tilefni óskar biskup ís- lands eftir því að Morgunblaðið birti fyrrgreint bréf og fer það hér á eftir: í tilefni umræðha þeirra, er orð- ið hafa um fóstureyðingar vegna framkomins frumvarps á alþingi, leyfum við okkur að minna á ítar- lega umsögn um þetta mál, sem send var alþingi og fjölmiðlum ár- ið 1973, um leið og við bendum á eftirfarandi atriði: 1. Viðhorf okkar til fóstureyð- inga hljóta að mótast af lífs- og manngildismati kristinnar trúar, þar sem rétturinn til lífs er undir- staða allra mannréttinda. Þessum rétti fylgir sú skuldbinding að virða jafnan rétt allra manna til lífs. Virðing ein nægir þó hvergi. Nauðsynlegt er að tryggja hverj- um manni þennan rétt með því að skapa honum viðunandi lífsað- stæður. 2. Fóstur er mannlegt líf í móð- urkviði. Réttur þess markast af tilveru þess einni saman án tillits til þess, hversu langt eða skammt það er komið á þroskaferli sínum til fæðingar sem fullburða mannsbarn. Við leggjum áherzlu á, að réttur fósturs til lífs sé við- urkenndur og þeim rétti ekki rugl- að saman við annan rétt. 3. Við teljum um alvarlegan misskilning að ræða, þegar það er talið vantraust á konum og skerð- ing á sjálfsákvörðunarrétti þeirra, ef sjálfdæmi þeirra um lif fósturs er ekki virt í þessu. Þá er ekki litið á fóstur sem sjálfstætt líf, heldur aðeins sem hluta af lífi og líkama móður. Krafan um frjálsa fóstur- eyðingu að ósk konu miðar við þann vanda, að barn sé óvelkomið, og sá vandi skal leystur með dauða barnsins. Hér er krafizt einhliða réttar til að ákvarða líf og dauða. 4. Við erum þeirrar skoðunar, að vernda beri frjálsan ákvörðun- arrétt einstaklingsins. í mannlegu samfélagi eru frelsi einstaklings- ins þó ætið takmörk sett, og al- mennri löggjöf er fyrst og fremst VERÐLAGSSTOFNUN hefur nýlega sett reglur um verðupplýsingar veit- ingahúsa. Meginreglur eru, að framvegis er veitingahúsum gert skylt að hengja upp fyrir framan inngöngudyr vandaðar auglýsingar er greini að- gangseyri. Þá hefur veitingahúsum verið gert að taka skýrt fram í aug- lýsingum í fjölmiðlum hver að- gangseyrir er þau kvöld, sem hann er hærri en almennur aðgangseyrir (þ.e. rúllugjald). Að auki eru ítrekuð fyrirmæli um að festa skuli upp verðlista, þar sem fram kemur verö á helstu veitingum, sem á boðstólum eru. í verðinu skal söluskattur og þjónustugjald vera innifalið, segir í frétt Verðlagsstofnunar. ætlað að tryggja gagnkvæman rétt einstaklinganna. í iöggjöf um fóstureyðingu á þetta sjónarmið tvímælalaust að koma fram í því, að fyllsta tillit sé tekið til réttar - móðurinnar og réttar fóstursins. Við teljum, að réttar fóstursins sé ekki gætt í löggjöf, þar sem aðeins er sett sem skilyrði, að aðgerð sé framkvæmd fyrir 12. viku með- göngu. 5. Löggjöf um fóstureyðingar er í hverju landi vísbending um, hvern rétt menn ætla fóstrinu og hve dýru verði þeir selja þennan rétt. Það er álit okkar, að löggjöf um fóstureyðingar, sem virðir að vettugi rétt fóstursins, gangi í berhögg við kristna trú og al- menna skoðun á mannréttindum. Ennfremur segir: Þá hefur Verð- lagstofnun ákveðið að veitingahús- um, sem bjóða upp á sérstök skemmtiatriði eða skemmtidagskrá, sé óheimilt að taka sérstakan að- gangseyri (þ.e. hærri aðgangseyri en rúllugjald) af gestum eftir að skemmtiatriðum er endanlega lokið. Enn fremur skulu aðgöngumiðar, sem seldir eru inn á sérstök skemmtiatriði, vera rifgataðir og skal á þann hluta miðans, sem kaup- andi heldur eftir, prentað verð mið- ans og nafn viðkomandi veitinga- staðar. Þessar reglur eru allar í gildi frá 7. janúar sl. og hafa verið birtar í Lögbirtingablaðinu. Nýjar reglur um verðupp- lýsingar veitingahúsa Naustiö endurvakti fyrir um þaö bil 27 árum. þann fágæta gamla góða siö aö bjóöa íslendingum sannan þorramat á þorranum Viö höfum alla tíö lagt metnaö okkar í aö hafa þorramatinn sem allra beztan, enda er hann oröinn heimsfrægur, — aö minnsta kosti á íslandi. Nú enn einu sinni gengur þorrinn í garö og viö förum aö gera allt klárt í húsinu fyrir okkar árvissu matargesti í Naust- inu, ennfremur höfum viö nú ákveöiö aö bjóöa öllum tæki- færi til aö njóta þorrabakka okkar. Pantíð nú tímanlega í srnia 17758 Já nú geta allir pantaö þorrabakka Naustsins og fengiö þá senda heim í eigin boö og veizlur stærri og smærri. Fyrir sérveizlur, er jafnvel hægt aö fá matinn í trogunum okkar vinsælu. í bökkunum okkar eru allir þorraréttirnir svo sem: rúgbrauö, flatkökur, hangikjöt, rófustappa, sviöasulta, haröfiskur, lundabaggar, bringukollar og hrútspungar. Veröiö fyrir manninn á Nausts-þorrabakkanum þessum líka gæöa bakka aaa — hinum eina sanna er aðeins kr. XXII-" ekki mikiö sé miöaö viö gæöi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.