Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 Ólafur Ormsson mun skrifa um útvarp og sjónvarp í Morgunblaðið og hér á eftir fer fyrsta grein hans. Ólafur er ungur rithöfundur (fæddur 1943) og hafa komið út eftir hann tvær skáldsögur og tvær Ijóðabæk- ur. Hann er einn af ritstjórum Lystræningjans, sem er tímarit um menningarmál. hann upp og kvaðst styðja tillögu íslands, en óskaði eftir því að það sama gilti fyrir Grænland. Seinna hitti ég svo Ole Björn Kraft, sem þá var nýr utanríkisráðherra Dana, og var kynntur fyrir hon- um. „Gunnlaugur Pétursson? Það er maðurinn sem bjargaði vörnum Grænlands fyrir okkur," sagði ráðherrann. Og bætti við til að stríða sínum mönnum, að þetta sýndi bara að betra væri að hafa ólærða menn í herfræðum til að líta eftir slíku en hernaðarsér- fræðinga. Og það er mikið til í því að venjulegir diplómatar eru vel færir um að leggja mat á slikar áætlanir fyrir stjórnmálamenn- ina, ef þeir bara fylgjast vel með og setja sig inn í málin. Hernað- arsérfræðingar gera áætlanir, en síðan eru það engin sérstök vísindi að átta sig á þeim. íslenskir stjórnmálamenn og stjórnvöld hafa viljað láta hjá líða að fylgjast með hinni hernaðarlegu hlið mála og ekki hvatt til þess. Starfsmenn íslenzku utanríkisþjónustunnar ættu engu síður að fylgjast með varnaráætlunum en stjórnmála- legum þætti samstarfsins. Vitan- lega verða Islendingar að athuga sinn gang og taka þátt í sínum eigin öryggismálum. Ég vona að alþingi breyti ekki 75. gr. stjórn- arskrárinnar að marki við þá endurskoðun, sem nú fer fram, heldur Gunnlaugur áfram. Við höfum nú eignazt víðfeðma efna- hagslögsögu, sem við verðum vandlega að gæta. Við eigum sjálf að annast öryggisgæzlu landsins, eins og frekast er kostur. Vitan- lega verða þeir íslendingar, sem fást við þessi störf, að starfa undir lögboðnum aga. Við getum vel þjálfað sjómenn, flugmenn og tæknimenn til að taka við obban- um af þeim öryggis- og eftirlits- störfum, sem varnarliðið hefur nú með höndum, en NATO taki þátt í kostnaðinum. Við höfum of mikla vanmetakennd í þessum málum. Danir og Norðmenn hafa láta framkvæmdasjóð NATO byggja fyrir sig flugvelli og önnur varn- armannvirki. Og úr þeim sjóði voru byggðir margir flugvellir í Frakklandi á árunum sem ég var þar og þótti ekki tiltökumál. Nú er komin upp umræða hér heima um þessi mál. Ég held að þjóðinni liði betur að vinna þessi öryggisstörf sjálf. Við erum hvort eð er sjálf ábyrg fyrir öryggi okkar. Seldi sjávarafurðir í New York — Þú snerir svo alveg við blað- inu, Gunniaugur, og fórst að selja fisk. Hvernig stóð á því? — Ég sagði upp í utanríkisþjón- ustunni og hætti störfum snemma árs 1954. Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna bauð mér framkvæmda- stjórastöðu í New York. Það var miklu betur launað starf og það var dýrt að lifa í París með fjöl- skyldu. Raunar vissi ég ekki hve lengi ég yrði þar um kyrrt. Við fluttum því til New York og vorum þar í rösk 2 ár. Þetta var í raun- inni framhald á því starfi sem ég hafði áður haft í ráðuneytinu, fisksala á erlendum markaði. En við Jón Gunnarsson, sem stjórnaði hér heima, vorum ekki á sömu bylgjulengd. Elías Þorsteinsson, stjórnarformaður SH, vildi fá mig til að annast sölurnar í austan- tjaldslöndunum með aðsetri í Tékkóslóvakíu. Ég hafði ekki áhuga á því. Ég hætti því hjá SH. Þá vildi Olafur Thors og fleiri vin- ir mínir heima fá mig aftur í utan- ríkisráðuneytið. En Framsókn réði utanrikismálunum og taldi mig ekki sinn mann. Þegar Gunn- ar Thoroddsen, þáverandi borgar- stjóri, falaðist svo eftir mér til Reykjavíkurborgar, þá hoppaði ég á það. Reykjavíkurborg stendur sig vel — Þar varstu svo í 26 ár? — Já, ég var skipaður borgar- ritari, tók við af Tómasi Jónssyni, og hefi unað mér vel hjá borginni. Þar hefi ég starfað með sex borg- arstjórum og líkað vel við þá alla. Samstarfið við borgarfulltrúana úr öllum flokkum hefur einnig verið ánægjulegt. Þessir borgar- stjórar hafa verið gæddir mikilli starfsorku og pólitískri vinnu- gleði. Hafa gjörþekkt höfuðborg- ina, þarfir hennar og starfsemi. En að vísu hafði eini ópólitíski borgarstjórinn allt aðra afstöðu til framkvæmda. Mér hefur þó stundum fundizt að þeir mættu veita fénu meira í forgangsverk- efni en að vera með allt undir í einu. En í mörg horn er að líta í borg eins og Reykjavík. Reykja- víkurborg stendur sig vel. Hefur sterka fjárhagsstöðu, ef borið er saman við önnur sveitarfélög í landinu og jafnvel aðrar borgir, eins og t.d. Osló og Kaupmanna- höfn, sem nota allt sitt eigið fé í reksturinn. — Og þurfa svo alltaf að fram- kvæma fyrir lánsfé. Þú hefur nú líka haft með höndum lántökur fyrir borgina, ekki rétt? — Ég hafði t.d. mikið með höndum lántökur til Hitaveitunn- ar. A þessu tímabili var hitaveita lögð út í öll hverfi borgarinnar og til nágrannasveitarfélaganna. I upphafi þurftum við að fá ríkis- ábyrgð til erlendra lántaka, t.d. hjá Alþjóðabankanum. En þegar við tókum stórlán 1974, fengum við skuldabréfalán til langs tíma í Bandaríkjunum og þurftum enga ríkisábyrgð. Síðan hefur Reykja- víkurborg ekki þurft á því að halda. Er eina sveitarfélagið, sem ekki þarf rikisábyrgð eða banka- ábyrgð vegna erlendra lána. Getur því leitað eftir þeim beint, ef hún heldur sínum fjárhag í lagi. En það sparar mikið fé að losna við slíkar ábyrgðir og geta samið beint við erlendar peningastofn- anir. — Þú hefur þá verið ánægður með fjárhagsstöðuna þessa ára- tugi? — Þegar ég kom til borgarinn- ar voru forsendur að breytast til batnaðar. Þá reyndist vera góðæri framundan í landinu og vel stjórn- að á árum viðreisnarstjórnarinn- ar. Við höfðum því gott forskot framan af eða fram til 1970. Reykjavík hefur verið í farar- broddi í landinu, en hefur þó oft haft storminn í fangið vegna byggðastefnunnar og þess að þing- menn Reykjavíkur líta á sig sem þingmenn þjóðarinnar allrar. Átt- undi áratugurinn hefur verið erf- iðari en tíminn á undan vegna verðbólgunnar. Og þjónustan við borgarana er að verða svo víðtæk að hún er að fara fram úr því sem borgin hefur efni á. Þetta er vandamál hér og víðar og hvar- vetna mikið um það rætt, en stjórnmálamennirnir hafa ekki treyst sér til að spyrna við fótum. — Þessi ár hjá Reykjavíkur- borg hafa verið mjög skemmtileg- ur tími fyrir mig, sagði Gunnlaug- ur ennfremur. Ég var mjög hepp- inn að komast heim í tæka tíð til að geta menntað börnin okkar fjögur á íslandi. Elzti sonurinn tók þá strax landspróf og fór í menntaskóla. Ég hefi raunar verið mjög heppinn í mínu fjölskyldu- lífi. Kona mín verið mín stoð og stytta frá því við byrjuðum bú- skap í Kaupmannahöfn, og fjöl- skyldan öll samhent. — Að lokum, hvað gerir Gunn- iaugur Pétursson í frístundum sínum? — Ég les bækur. Er alæta á les- efni, þótt mikið sé af stjórnmála- efni og þjóðlegum fróðleik. Og ég reyni að halda heilsu með göngu- ferðum. Það fer ekki á milli mála að Gunnlaugi er það góð heilsubót. Hann sýnist þess albúinn að hefja nýjan þátt á lífsleiðinni af sama krafti og áður. — E.Pá. í stuttu spjalli um dagskrá út- varps og sjónvarps dagana sjöunda til þrettánda janúar er ekki unnt að gera öllum dagskrár- liðum skil og ég get þess vegna ekki ýmsra þátta sem hefðu átt heima í spjaili sem þessu, kannski gefst tækifæri til þess síðar að fjalla um þætti sem eru vikulega á dagskrá og framhaldsþætti. Flest- ir finna eitthvað við sitt hæfi í dagskrá útvarps og sjónvarps svo framarlega sem hið „margrómaða vídíó“ hefur ekki rænt menn viti, stund og stað. Dagskráin um þetta leyti árs í sjónvarpi og útvarpi er yfirleitt fjölbreitt og áhugaverð og styttir fólki stundir í skammdegi og veðraham. í útvarpsþætti Jón- asar Jónassonar, „Kvöldgestir", sem sendur var út frá Akureyri föstudagskvöldið 7. janúar, leyfði stjórnandinn hlustendum að heyra lagið „Lofið þreyttum að sofa“, sem Helena Eyjólfsdóttir söng við ljóð eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Jónas líklega minnugur þess að sjónvarpið sýndi myndir í fréttatíma fyrr um kvöldið af fólki sem var að niður- lotum komið vegna snjómoksturs af tröppum og frá heimkeyrslum við hús sín. Jónas Jónasson er snjall útvarpsmaður, fundvís á út- varpsefni sem höfðar til hlust- enda. „Kvöldgestir", þáttur Jónas- ar á föstudagskvöldum, er vinsæll útvarpsþáttur og fjölmargir munu hlusta reglulega á þáttinn. Jónas hefur sérstakt lag á að náigast viðmælendur sína þannig að úr verður notalegt spjall á síðkvöldi. Gestir Jónasar föstudagskvöldið 7. janúar voru Helena Eyjólfsdóttir söngkona á Akureyri og Sigurður Pétur Björnsson (Silli bankastjóri á Húsavík). Helena og Silli sögðu frá ýmsu forvitnilegu sem þau hafa upplifað. Einkum vakti at- hygli mína frásögn Silla af erfið- leikum í æsku, baráttu hans við berklaveikina. Hann hafði ætlað að læra til læknis en örlögin komu í veg fyrir þau áform. Silli gafst ekki upp heldur barðist hetjulegri baráttu við sjúkdóminn og ég veit ekki betur en að hann hafi sigrað þá raun. I dag stýrir hann banka á Húsa- vík og leikur við hvurn sinn fing- ur, bjartsýnismaður, skólaður í lífsins ólgu sjó. Eftir fréttir í sjónvarp, föstu- dagskvöldið 7. janúar var sýnd nýleg bresk fréttamynd, „Átökiri í Afganistan". Fram kom í þættin- um að frá því að Sovétmenn réð- ust með vopnavaldi inn í landið í desember árið 1979, í þeim til- gangi að festa í sessi leppstjórn sína í landinu, hafa tvær og hálf milljón manna flúið frá Afganist- an til Pakistan. Flóttinn undan kommúnismanum heldur áfram og ekki að vita hvar þetta endar. Alþýða Austur-Evrópu notar einnig hvert tækifæri sem gefst til að flýja sökkvandi skip. Villi- mannlegt árásarstríð sovésku heimsvaldasinnanna gegn afg- önsku þjóðinni hefur hingað til farið fram hjá Þjóðviljamönnum, kannski að þar verði einhver breyting á nú eftir að sjónvarps- þátturinn hefur verið sýndur. íþróttafréttamaður útvarpsins, Hermann Gunnarsson, kom að hljóðnemanum upp úr hádegi laugardag 8. janúar og fór á kost- um. Tilkynningar í hádegi um ófærð á þjóðvegum landsins af völdum snjókomu, trufluðu ekki íþróttafréttamanninn, hann reytti af sér brandara og hló að öllu saman. Hermann er engum líkur, hann getur jafnvel fengið menn í þunglyndiskasti í svartasta skammdeginu til að rísa úr rúmi og stökkva hæð sína af kæti yfir að vera til. Og þá er það „Helgarvaktin" í umsjá Hróbjarts Jónatanssonar og Arnþrúðar Karlsdóttur sem er í beinu framhaldi af íþróttaþætti Hermanns. Sá þáttur er æði mis- jafn, stundum beinlínis leiðinleg- ur, líkt og stjórnendur hafi misst allan áhuga á því sem þau eru að fást við. Þátturinn er byggður upp á viðtölum við fólk og leikin tón- list af léttara taginu. „Helgar- vaktin" var með skársta móti laugardaginn 8. janúar. Doktor Gunnlaugur Þórðarson lögmaður var gestur þáttarins. Hann sagði sögur af gleymsku manna og ein sagan vakti athygli mína, en hún er svona: Kunnur reykvískur menningar- frömuður ók á bíl sinum suður í Hafnarfjörð í viðskiptaerindum. Hann lagði bílnum í gangi fyrir framan húsakynni Sparisjóðs Hafnarfjarðar og dvaldi um stund í peningastofnuninni eða þar til hann hafði lokið þar erindum. Hann gengur út úr húsinu þegar Agatha Chriatia strætisvagn á leið til Reykjavíkur stoppar handan götunnar og menningarfrömuðurinn gerir sér lítið fyrir og stekkur upp í stræt- isvagninn og heldur með honum áleiðis til Reykjavíkur, bíl sinn skildi hann eftir í gangi á Strandgötunni í Hafnarfirði. Nýr flokkur tuttugu gaman- mynda frá árunum 1923—’29 hóf göngu sína í sjónvarpinu laugar- daginn 8. janúar klukkan hálf sjö og ég ákvað að taka símann úr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.