Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983
41
Agnar Kofoed-Han-
sen flugmálastjóri
í ágúst fyrir tuttugu og tveimur
árum stóðu tveir menn við Efsta-
skála í Tindfjöllum í kvöldskininu
og litu yfir hálendið. Tók annar
undir handlegg hins og benti á
hvítfölvan Hornklofa og Tindinn
eina. Bros þeirra og fas voru
merki þess að þarna voru nánir
vinir að ræða skemmtileg efni.
Þar sem tólf ára drengur stóð
innan við smárúðótta glugga skál-
ans heyrði hann ekki til mann-
anna nema óminn af röddunum.
Ef til vill voru þeir að minnast
fyrstu uppgöngunnar á Tindinn,
skálabyggingarinnar 1944, fjar-
lægra Alparisa eða einhverrar
veiðiferðarinnar — hver veit.
Þetta voru þeir Agnar Kofoed-
Hansen og Guðmundur Einarsson
frá Miðdal. Aðdáun drengsins á
þessum hnarreistu og víðförlu
mönnum var ef til vill svolítið
öfgakennd, en fölskvalaus samt.
Seinna þegar drengurinn óx úr
grasi og fór sjálfur í bland við
fjöllin, breyttist aðdáunin í virð-
ingu. Þá var Guðmundur látinn,
en Agnar sú lifandi fyrirmynd
sem gott var að líkjast. Enn voru
kannski öfgar með í huga ungl-
ingsins. Hann horfði á persónu-
töfra heimsmannsins og gleypti í
sig frásögn af ferð um hásléttur
Kenya og Tanzaníu á Kibó-tind
Kílimandjaró eða klifurferð á
Mont Blanc; svona vildi hann vera
og svona vildi hann gera.
Er unglingurinn varð fullvaxinn
og kynntist Agnari betur, kom
vinátta í stað virðingar unglings
og Agnar varð jafningi sér yngri
manns, þótt ekki yrðu samveru-
stundirnar margar.
Með fjölskyldu minni og fjöl-
skyldu Agnars Kofoed-Hansen var
einstök vinátta. Hvort sem mæst
var á Dyngjuveginum, Skóla-
vörðustígnum eða í birkilundum
Lynghóls í Miðdalslandi varð af
góður fagnaður. Þar kom ekki til
Agnar einn, heldur einig hun
Björg, dæmalaust reffileg og glað-
lynd, og krakkarnir sex.
Þegar Guðmundur frá Miðdal
lést 1963 gerðist Agnar einn
bakhjarla fjölskyldu minnar.
Hann aðstoðaði þegar þörf var á,
beðinn eða óbeðinn og fylgdist
með okkur yngri bræðrunum. Það
var dæmalaust gott að heyra í
honum, röggsömum og hvetjandi,
— hafandi lúmskt gaman af til-
burðum róttæklingsins til að
Sigurður Péturs-
son - Minningarorð
Fæddur 30. janúar 1955
Dáinn l.janúar 1983
„Hann Siggi P. er dáinn." Svona
barst mér andlátsfregn míns
gamla vinar, Sigurðar Pétursson-
ar, sem lést af slysförum í Chile á
nýársdag. Við frétt sem þessa
verður manni orða vant, „af
hverju hann, svona ungur og lífs-
glaður". En enginn fær ráðið sínu
skapadægri. Siggi er kallaður á
brott héðan í blóma lífsins, en
ættingjar og vinir standa efir
höggdofa og skilja ekki tilgang
þessa. Hugurinn hvarflar til
æskuáranna á Tómasarhaganum
þar sem við bjuggum hlið við hlið,
og síðan í Heimunum þar sem
einnig var stutt á milli heimil-
anna. Það eru góðar minningar
um skemmtileg ár og góðan fé-
lagsskap. Þó leiðir hafi skilið með
árunum og sífellt liði lengra á
milli þess er við hittumst hélst
vináttan alla tíð. Ég vil með þess-
um fátæklegu orðum minnast vin-
ar míns, Sigga P., blessuð sé minn-
ing hans.
Foreldrum, systkinum og öðrum
+
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
VIÐAR ÞÓR HAFÞÓRSSON,
Stelkshólum 4,
lést á barnaspítala Hringsins aö morgni 14. janúar.
Lilja Hjördís Halldórsdóttir, Hafþór Jónsson
og systkini hina látna.
ættingjum votta ég innilega sam-
úð mína og fjöskyldu minnar,
megi minningin um góðan dreng
hugga ykkur og styrkja á sorg-
arstundu.
Palli
t
Innilegar þakklr fyrlr auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jaröarför,
hlífar pálsdóttur.
Guö blessi ykkur öll.
Fyrir hönd vandamanna.
Skúli Pólsson.
breyta heiminum og hafa vit fyrir
ráðamönnum.
Agnar varð ekki nema 67 ára
gamall, jafn gamall aldavini sín-
um sem lést fyrir tæpum tuttugu
árum. Svo skömm ævi er allt of
stutt hverjum þeim sem sækir líf-
ið af jafn miklum þrótti og Agnar
gerði. Á móti kemur þó ein stað-
reynd: Inntak hvers lífshlaups
skiptir miklu máli þegar það er
metið. Hver sá sem fullnægir
þrám sinum og sóknarhug, um leið
og hann ver tíma sínum til þess að
bæta mannlíf og þjónusta alþýðu
manna, vekur ánægju flestra. Um
leið verður sá hinn sami fólki mik-
ill harmdauði.
Með þessum fáu orðum vil ég
kveðja Agnar Kofoed-Hansen
fyrir hönd fjölskyldu minnar. Ég
veit líka að ég get tekið mér bessa-
leyfi til þess að gera það einnig í
nafni íslenskra fjallamanna, sem
munu minnast hans þegar þeir
leggja til atlögu við stórfjöll í Ölp-
um suður.
Ari Trausti Guðmundsson
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast i síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. f
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu til-
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu linubili.
+ t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför. KRISTJÖNU GUÐMUNDSDÓTTUR
frá Hjöllum. Sigríður Kristjánsdóttir, Lillý Kriatjánsson,
Björn Kristjánsson, Auður Axelsdóttir,
Ari Kristjánsson, Hulda Sigurðardóttir,
Halldór Kristjánsson, Hjördís Jónsdóttir,
Aöalsteinn Kristjánsson, Anna Hjartardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför systur okkar, mágkonu og frænku,
ÁSTU HALLDÓRSDÓTTUR,
Laugarvatni.
Sérstakar þakkir til nágranna hennar á Laugarvatni fyrir alla veitta
aðstoö.
Guórún R. Guömundadóttir, Bjarney Ágústsdóttir,
Halldór S. Guðmundsson, Ásta Böövarsdóttir,
og systkinabörn.
+
Þökkum auösýnda samúö og hlýhug við andlát móöur okkar,
fósturmóöur, tengdamóöur og ömmu,
INDÍÖNNU JÓNSDÓTTUR,
Laugarnesvegi 85, Reykjavík.
Bryndís Brynjólfsdóttir, Oddur Benediktsson,
Anna Jóhannsdóttir, Magnús Sigurðsson,
Jónína Lilja Jóhannsdóttir,
Guðbrandur Ingimundarson, Pálína Árný Árnadóttir
og barnabörn.
HILDUR -
kursus i dansk for voksne
Nýstárleg kennslubók í dönsku
HILDUR er samin til notkunar með sjónvarps- og útvarps-
þáttum sem Ríkisútvarpið mun flytja á næstu vikum.
Efnið er ætlað þeim sem hafa einhverja undirstöðu í dönsku máli.
í bókinni eru fjölmargir kaflar úr verkum danskra höfunda um
Danmörku og dönsk málefni. bá eru í bókinni greinar um málfræði,
æfingar og verkefni um málnotkun og myndar bókin, útvarps- og
sjónvarpsþættimir þannig heild viðfangsefna.
Notið þetta einstæða tækifæri, fylgist með spennandi
framhaldsþáttum í sjónvarpi og útvarpi og hressið um leið
upp á dönskukunnáttuna með skemmtilegu heimanámi.
Bókin HILDUR fæst í bókaverslunum og Skólavörubúð-
inni Laugavegi 166.
Verð kr. 335.-
NÁMSGAGNASTOFNUN
Útsendingartímar Ríkisútvarps:
Sjónvarp - laugardagar kl. 18.00 Útvarp - mánudagar kl. 17.40
miðvikudagar kl. 18.35 fimmtudagar kl. 17.45