Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 33 Grace og lífið Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson Grace Jones. Living My Life. Island ILPS 9722/Fálkinn. Eitt er víst að Grace Jones er ekki aðlaðandi í útliti. Stúlkan er með eindæmum undarleg og er mesta furða að hún skuli setja mynd af sjálfri sér utan á þær plötur sem hún sendir frá sér. En hversu einkennileg sem Grace er vekur umslagið alltaf eftirtekt. Þannig er því háttað með nýjustu plötu Grace Jones, „Living my Life“. Umslagið er hvítt með útklipptri mynd af stúlkunni. Kannski ekki svo ýkja merkileg þar sem hún lítur næsta „eðlilega" út. En þegar betur er að gáð þá er þessi mynd klippt út með beinum línum, samt er myndin ósköp eðlileg. Hvað sem því líður, þá er tónlist- in á „Living my Life“ mun meira aðlaðandi en sú sem skrifuð er fyrir henni. Tónlistin er skrýtið samansafn af softrokki, poppi og reggae, sem er mest ráðandi. Augnablik! Reggaeið á ekki skylt við Bob Marley. Takturinn er mjög svipaður í gegnum öll lög- in. Bassinn fylgir og skapar þétt- an bakgrunn þar sem sándið er frekar miðjukennt. Söngur eða rödd Grace leggst síðan ofaná ásamt gítar. Áslátturinn og hljómborðið gefa hina ýmsu „effekta" sem gera tónlistina svífandi og seiðandi. A síðustu plötu tókst Grace mjög vel upp og er hún afbragðs góð. Sú nýja er ekki síðri. Að vísu er ekkert lag eins og „Liebertango" en það kemur ekki að sök. „Living my Life“ er dálítið þung í byrjun og hún þarf dálítinn tíma. Af einstökum lögum er erfitt að velja það besta. „Everybody hold still" er þó mjög gott. Fyrir þann óþreyjufúlla væri ekki úr vegi að spila það nokkrum sinn- um áður en hlustað er á hin lög- in. Á hlið eitt eru þrjú lög og er aðeins eitt þeirra eftir Grace eina. Eitt semur hún með trommaranum Sly Dumbar og eitt er eftir Melvin Van Peebles. Á hlið tvö eru fjögur lög og eru þau öll samin af Grace og Barry Reynolds. Reynolds þessi hefur einnig samið mikið af lögum með Marianne Faithful og spilað á plötum hennar sem gítarleikari. Þetta er býsna athyglisverður náungi og verður fjallað um ný- útkomna sólóplötu hans innan tíðar. Fyrir núverandi Grace Jones- aðdáendur er þessi plata engin spurning. En þá er ekki þar með sagt að hún eigi ekki erindi til allra hinna. Það má að minnsta kosti kynna sér hana og þá í engu stressi. FM/AM Þessi auqlýsinq er um meiri peninga en þiq órar fyrir HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS HEFUR VINIMINCINN Leiðrétting HÖFUNDUR greinarinnar „ís- landssagan á myndband eða verð- um við rituðum heimildum að bráð?“, sem birtist í blaðinu á föstudag, er Olafur M. Jóhannes- son. Nafn hans féll þvi miður niður. — Þá misritaðist „þrem“ í stað „þeim“ í 10. línu í 3ja dálki. Þar átti að standa: „... einna mesta eftirtekt af þeim leikverk- um ...“ o.s.frv. — Biðst blaðið velvirðingar á þessum mistökum. HITABLÁSARAR í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI AJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI I k*1—^ ab. | kVAREFAKTA, Vottorð fráVdönsku |neytendastofnuninni um rúmmál, kælisvið frystigetu, gangtíma á klst, einangrun og orkunotkun við raun- veruleg skilyrði. /rOniX HATÚNI 6A • SÍMI 24420

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.