Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 37
Bandarísk skoðanakönnun:
Sjónvarpið hinn nýi heimilisarinn
— en flestir fylgjast lítið með því,
sem fram fer á skerminum
ÞAÐ orð hefur farið af Bandaríkjamönnum, að þeir væru miklir sjón-
varpssjúklingar.enda kom það fram í könnun, sem gerð var vestra nú
nýlega, að þeir sitja fyrir framan tækin í þrjár stundir á dag til jafnaðar,
rúman helming frítíma síns. Það kom líka fram í könnuninni, sem vakti
nokkra furðu, að flestir fylgjast lítiö sem ekkert með því, sem fram fer á
skerminum. Sjónvarpið virðist hafa öðlast svipaðan sess og arininn áður.
Fjölskyldan kemur þar saman og lætur fara vel um sig, spjallar um heima
og geima en gefur skjánum hins vegar minni gaum en ætla mætti.
Könnunin leiðir í ljós, að
Bandaríkjamenn eru mjög
heimakærir og þar stunda þeir
flest áhugamál sín að undan-
skildum líkamsæfingum og
skokki. Sex af hverjum tíu, sem
spurðir voru, sögðust sjaldan
fylgjast með sjónvarpinu þótt
það væri á og ekki láta það tefja
sig frá öðrum verkum á heimil-
inu. Jafnvel þeir, sem áhugasam-
astir eru um sjónvarpið, kváðust
jafnan lesa fyrir börn sín áður
en þau færu að sofa og gæta þess
að sjónvarpsglápið bitnaði ekki á
fjölskyldulífinu. Vegna þessa
draga þeir, sem könnunina
gerðu, þá ályktun, að „þótt sjón-
varpið sé ríkur þáttur í banda-
rísku fjölskyldulífi virðist það
ekki grafa undan einingu
fjölskyldunnar eða áhuga fólks á
félagsstörfum".
Blaðalestur er næstvinsælasta
frístundastarfið, tónlistarhlust-
un kemur þar á eftir, þá síma-
spjall við vini og vandamenn,
líkamsrækt, vinafundur, bók-
lestur, ýmiss konar tómstunda-
störf, garðyrkja og tímaritalest-
ur. Kynferðisleg atlot náðu ekki
nema 14. sæti. Það kom spyrj-
endunum ekki hvað síst á óvart,
að það eru gömlu góðu dyggðirn-
ar, sem fólk metur mest, þvert
ofan í þá þjóðfélagsmynd, sem
gjarnan er dregin upp í fjölmiðl-
um. Langflestir sögðu, að frí-
stundirnar ættu að vera ávöxtur
iðjuseminnar og 62% kváðust
meta vinnuna meir en frítímann.
Aðeins 15% sögðust fara á veit-
ingahús eða krá einu sinni eða
tvisvar í viku, sjö af tíu sögðust
ekki sóa frítíma sínum og sex að
honum væri best varið í hugðar-
efni hvers og eins. „Hinn púrit-
anski arfur þjóðarinnar heldur
velli þrátt fyrir allt,“ segir þjóð-
félagsfræðingurinn John Poll-
ock, sem stjórnaði könnuninni.
Meðal annarra atriða, sem
fram komu í könnuninni:
■ Tveir af tíu fullorðnum, eða
um 33 milljónir manna, eru ein-
mana í frítíma sínum. í þessum
hópi eru karlmenn flestir, eldri
og ómenntaðri en þeir, sem ekki
kváðust einmana.
■ Ef eiginkonan vinnur úti
verja feðurnir miklu meiri tíma
með börnum sínum en ef þeir
sæju einir fyrir heimilinu.
■ Aðeins 54% Bandarikja-
manna hafa kynmök a.m.k. einu
sinni í viku og 22% kváðust eng-
in hafa.
■ Fjögur helstu áhugamálin
af tíu tengjast fjölmiðlum: Lest-
ur blaða, bóka og tímarita og
sjónvarpið. Þrír fjórðu foreldra
sögðust hvetja börn sín til blaða-
lesturs.
■ 83% foreldra sögðu börn sín
hafa veitt þeim mikla lífsfyll-
ingu.
„Ef það er eitthvað eitt framar
öðru, sem Bandaríkjamenn leita
að, þá er það félagsskapurinn við
aðra tnenn," sagði Pollock.
Dagmar Rhodius
Bókmenntir
Bragi Ásgeirsson
í Nýlistasafninu sýnir um þess-
ar mundir ung listakona, Dagmar
Rhodius að nafni, nokkur verk sín.
Listakonan, sem er ættuð frá Bæj-
aralandi í Þýskalandi mun hafa
stundað nám í Hollandi og kynnst
þar íslenzkum listspírum er þar
voru í sama tilgangi. Kynni þessi
leiddu svo til að áhugi vaknaði hjá
henni tl að sýna hérlendis.
Listakonan vinnur á mjög
þröngu sviði og af hinum fáu
myndum sem hún sýnir að þessu
sinni er ógjörningur að dæma um
hvaða stefnu hún muni marka sér
í framtíðinni. Myndirnar eru ekki
allar úr varanlegu efni þar sem
hún teiknar m.a. beint á vegginn í
sumum tilvikum og er þá sem um
leik sé að ræða eða umhverfislist.
Hún notar mikið frumform í
myndir sínar og er þríhyrningur-
inn þar mjög áberandi. Ekki veit
ég hvort með því sé Dagmar að
skírskota til guðfræðinnar, heil-
ags anda, sonar og föður, en það er
allténd töluvert af upphöfnu svifi í
myndgerð hennar.
Glerplata, er hangir lóðrétt
niður úr loftinu og sem á er letrað
eitt lítið ævintýri um gamla
þreytta rottu, sem breytir sér í
leðurblöku, vakti athygli mína.
í heild er þetta lítil og yfirlæt-
islaus sýning, sem fer vel í þessum
húsakynnum.
Gunnar Valdimarsson (t.v.) og Snær Jóhannsson í hinum nýju húsakynnum
Bókarinnar við Laugaveg 20b. Fornbókaverzlunin hafði verið til húsa á
Skólavörðustígnum i tæpa tvo áratugi. MorKunblaðiA/ Kristján Einarsson.
„Ég óttast, að fyrr en vari verði
einhver þáttaskil í þessari grein,
þótt ekki vilji ég halda því fram að
bókmenningin ráðist hér í forn-
bókaverzlununum. En mér finnst
bókakaup vera að dala, og er ég
uggandi yfir þessari þróun. Ég get
til dæmis sagt þér, að fyrstu árin
sem ég starfaði kom hér mikið af
ungu fólki, allt oní sjö til átta ára,
og fékk sér einhverjar bækur,
jafnvel mikið af barnabókum, en
þessi hópur er alveg að hverfa, því
miður. Mér hrýs hugur við þessari
þróun. Ég held að myndabóka-
flóðið spili inn í þetta, og að sjálf-
sögðu sjónvarp og vídeó og annað
slíkt.“
ISUZU____
TROOPER
TROOPER
Orðið jeppi hefur frá fyrstu tíð merkt sterkbyggð bifreið
með drifi á öllum hjólum sem hentar jafnt á vegi sem
vegleysum og er einnig voldugt vinnutæki.
Isuzu uppfyllir allar þessar kröfur og gerir enn betur því
hann kemur til móts við kröfur nútímans um þægindi
aksturseiginleika og orkusparnað.
Isuzu Trooper er enginn hálf-jeppi. Það eina sem er hálft
hjá Isuzu T rooper er verðið sem er aðeins helmingsverð
sambærilegra vagna. Isuzu Trooper er:
Aflmikill en neyslugrannur
Harðger en þægilegur
Sterkbyggður en léttur
Isuzu Trooper hentar jafnt til flutninga á fólki sem far-
angri.
Isuzu Trooper má fá hvort heldur með bensín- eða
diselvél.
Sérgrein Isuzu bílaframleiðendanna er gerð pick-up
bíla með drifi á öllum hjólum og einnig hönnun vöru-
bifreiða og vinnuvéla.
Við hönnun Isuzu Trooper hefur verið beitt allri þeirri
reynslu og tækni sem hefur aflað Isuzu pick-up heims-
frægðar og vinnuvélum og vörubifreiðum Isuzu alþjóð-
legrar viðurkenningar.
Því til viðbótar kemur svo glæsileiki búnaöar banda-
rísku GM verksmiðjanna. Af því leiðir að Isuzu Trooper
er í engu ábótavant hvort heldur sem voldugu vinnu-
tæki eða veglegum ferðavagni.
Isuzu Trooper MMC Pajero ’77| Scout |Bronco|Suzuki
Hjólhaf 2650 2350 25401 23371 2030
Heildarfengd 4380 3920 42201 38631 3420
Breidd 1650 1680 1770 1755 1460
Veghæð 225 235 193 I 206I 240
HaBö ,1800 1880, 1660l 19001 1700'
..E.jginÞyngd 1290 1395 16801 16151 855