Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.01.1983, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JANÚAR 1983 t Eiginkona min og móöir okkar, GUDRÚN PÉTURSDÓTTIR, Stórholti 17, Reykjavík, lést 13. janúar. Sveinbjörn Tímóteuson og börn. Kveöjuorð: Þóra Hjartar + RÓSA MAGNÚSDÓTTIR, kennari, Nýja Lundi, Kópavogi, verður jarösungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 18. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á byggingasjóö Krabbameinsfélagsins. Gunnlaugur Geirsson. t Jarösunginn veröur hjartkær sonur minn, unnusti og bróöir, VALUR SIGURMUNDSSON, Álftamýri 4, frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 18. janúar kl. 15.00. Ásta Jónsdóttir, Sigurbjörg Hermannsdóttir og systkini hins látna. t Maðurinn minn, faðir okkar, sonur og tengdafaöir, JÚNÍUS KRISTINSSON, veröur jarösunginn frá Bústaöarkirkju, þriöjudaglnn 18. janúar kl. 10.30. Guörún Guólaugsdóttir, Ragnheiöur Júníusdóttir, Ævar Ágústsson, Ásgerður Júníusdóttir, Móeiöur Júníusdóttir, Kristinn Júníusson, Guölaugur Júníusson, Kristinn Júníusson, Margrét Guðnadóttir, barnabörn og systkini hins látna. Kædd 19. desember 18% Dáin 31. desember 1982 Nokkur síðbúin kveðjuorð, sem af ýmsum orsökum ekki hafa kom- ist á blað fyrr en nú, langar mig til að senda hinni látnu vinkonu minni og fjölskyldu minnar í þeirri trú að góðar hugsanir séu ætíð í gildi og nái því takmarki sem þeim eru ætlaðar. Ég var lítill, feiminn og ófram- færinn telpuhnokki, nýkominn til Suðureyrar, sem fyrir mér var ókunnugt þorp, og öllum ókunnug. Strax fyrsta daginn vatt sér að mér lítil telpa, yngri en ég, hún brosti sínu blíðasta brosti og sagði: „Á ég að vera með þér?“ Síðan tók hún í hönd mína og leiddi mig heim til mömmu sinnar. Mamma hennar átti sama blíða og bjarta brosið, hún sagði: „Komdu inn“, og þar með var ég komin inn að hjartarótum Þóru Hjartar, og margoft hef ég yljað mér við brosið hennar bjarta. Síð- an eru liðin 60 ár, en aldrei hefur brosið né hlýjan brugðist. Þetta var henni eiginlegt og svona var hún við alla. Þegar ég svo átti að lýsa því, hvernig hún væri, sagði ég það sem mér þótti fegurst og senni- legast: „Hún er næstum því eins falleg og góð og hún mamma". Þetta eru bernskuminningar mínar um Þóru Hjartar, og svona hafa eflaust fleiri hugsað. Fjöl- skyldur okkar voru samtíða um hríð á Suðureyri, síðan á Siglu- firði, og þegar við fluttum heim frá Noregi eftir síðustu heims- styrjöld urðum við svo að segja nábúar, því þá voru þau flutt til Andrews hitablásarar fyrirgaseðaolíu eru fáanlegir í fjölmörgum stærðum og gerðum Oi , f'"ÞI k Algengustu gerðirerunú fyri rliggjandi Skeljungsbúðin SíÖumúla33 símar 81722 og 38125 / Akraness, en við búsettum okkur í Reykjavík. Tími og fjarlægðir skipta ekki máli, þegar um vináttu er að ræða. Alltaf var viðmótið eins, aldrei skildi maður svo við Þóru, að mað- ur færi ekki glaðari og betur hugs- andi af hennar fundi. Ég hef oft hugsað um það eftir að ég komst til fullorðins ára, hvort fólk al- mennt gerði sér grein fyrir hvaða áhrif það getur haft á börn við fyrstu viðkynningu. Er viðmótið þannig, að það veki gleði og góðhug — veki traust og öryggi. sem allar líkur eru á að verði förunautur barnsins upp frá því, og hjálpar því að sigrast á mótlæti og erfiðleikum síðar meir. Éða mætir barnið kulda, hörku eða kæruleysi, sem getur orsakað ótta eða vonleysi og aukið van- máttartilfinningu þess, sem erfitt er að losna við og getur valdið ýmsum vandamálum, þegar það vex úr grasi. Það eru ekki allir sem eiga jafn auðvelt með að sigrast á slæmum og erfiðum minningum — en allir geta ornað sér ævina á enda við góðar og bjartar minningar. Gott fólk er eins og ljós á vegi, og hamingja er því hverju ung- menni að hafa fengið að kynnast því. Og þannig var Þóra Hjartar. Dóttir hennar, Sigríður — litla telpan broshýra, sem ég minntist á í upphafi þessa greinkorns, var alveg eins og hún. Éiginmaður Þóru, Friðrik Hjartar skólastjóri, sem látinn er fyrir allmörgum ár- um, var einnig gleðigjafi. Lögin og Ijóðin, sem hann lét okkur krakk- ana syngja hljóma enn fyrir eyr- um og minna á hugljúf æskuár. Nú er Þóra blessunin komin heim, og hefur án efa hlotið góða heimkomu. Ég ætla mér ekki þá dul að ræða um stað né ástand hinum megin við móðuna miklu, en Guð gaf henni gott veganesti í vöggugjöf, sem hú hefur óspart miðalað af — gleði og góðvild. Einhvern veginn finnst mér að vart muni hún hætta að brosa og klappa á litla kolla, þó hún sé horfin sjónum. Ég þakka henni af alhug fyrir þann skerf, er ég hlaut af hennar miklu hjartahlýju. Ég samgleðst henni fyrir að vera nú orðin laus við þessa heims stríð og þjáningar, sem hún varð að þola í veikindum sínum sl. 5 ár. Og þó ég viti að ástvinir hennar tregi hana, þá veit ég að þeim er líkt farið og mér í þessum efnum, en ég sam- gleðst þeim öllum fyrir það að hafa fengið að njóta hennar þó þetta lengi. Blessuð sé minning hennar. Hrefna Samúelsdóttir Tynes t Þökkum innilega öllum þeim sem auösýndu okkur samúö og vin- arhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengda- föður og afa, HALLDÓRS GRÉTARS SIGURÐSSONAR, skrifslofumanns, Laugarnesvegi 49. Ingibjörg Marteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Jaröarför mannsins míns, föður okkar, tengdafööur og afa, GÍSLA GUÐMUNDSSONAR, Suöurgötu 79, Hafnarfirói, fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi, þriöjudaginn 18. janúar kl. 14.00 e.h., Sigurrós Scheving Hallgrímsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Sigurbergur Sveinsson, Pálína Gísladóttir, Sigurgeir Kristjánsson og barnabörn. t Eiginmaöur minn og faðir, JENS VIGFÚSSON, veggfóðrarameistari, Laugarnesvegi 84, sem lést 7. janúar, veröur jarðsettur frá Fossvogskirkju, þriðjudag- inn 18. janúar kl. 15.30. Laufey Ásbjörnsdóttir, Byrgir Jensson og aörir vandamenn. t Faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, HÁKON ÓSKAR JÓNASSON, Hrafnistu, áöur til heimilis aö Rauðahvammi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 17. janúar kl. 15.00. Anna Hákonardóttir, Jónatan Aöalsteinsson, Katrín Hákonardóttir, Haraldur Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.