Morgunblaðið - 21.01.1983, Síða 5

Morgunblaðið - 21.01.1983, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 5 Doktorsvörn við Háskóla íslands: Um uppruna og aldursagnadansa DOKTORSVÖRN fer fram við Há- skóla íslands næstkomandi laug- ardag. Þá mun Vésteinn Ólason, dósent við Háskola fslands verja ritgerð sína, „The Traditional Ballads of Iceland: Historical Studies". Af því tilefni var Vé- steinn inntur eftir efni ritgerðar- innar. „Ritgerðin er um kvæði sem ýmist hafa verið kölluð sagna- dansar eða fornkvæði," sagði Vésteinn. „Þetta eru þjóðkvæði sem hafa verið skrifuð upp eftir munnlegri geymd og geta því verið til í mörgum ólíkum af- brigðum. Þekktast af þessum kvæðum er líklega kvæðið Ólaf- ur liljurós. Það eru rúmlega hundrað kvæði sem teljast til þessa flokks. Meðal þess sem ég geri í ritgerðinni er að taka hvert þessara kvæða fyrir sig og bera þau saman við önnur kvæði. Mörg þeirra eru einnig til er- lendis, því kvæðin hafa borist á milli þjóða og ég ber þau saman við þessi erlendu kvæði. Aðaltilgangurinn hefur verið að reyna að átta sig á hvaðan kvæðin hafa borist og hvað hægt er að komast langt með að ákvarða aldur þeirra. Sú niður- staða sem ég kemst að, er að þau hafi borist hingað frá Norður- löndunum sem er í samræmi við það sem hingað til hefur verið talið. Nokkur hluti þeirra hefur borist frá Noregi og nokkur hluti frá Danmörku. Þau kvæði sem hafa borist hingað frá Noregi, tel ég að hafi komið hingað fyrir siðaskipti, einhvern tíma á 15. öld og jafnvel fyrr, það er ekki hægt að segja af eða á um það. Þá tek ég einnig fyrir uppruna rímna í tengslum við þessi kvæði, því þetta tvennt hefur löngum verið tengt saman. Mín hugmynd er sú að rímurnar séu ekki komnar af þessum kvæðum, eins og yfirleitt hefur verið talið, heldur séu þær undir áhrifum frá enskum og þýskum kvæðum sem eru líkari þeim og ég tek ýmis dæmi til að sýna fram á það. Þetta má segja að sé aðal- viðfangsefnið í ritgerðinni." — Er það eitthvað sem kemur einkanlega á óvart í niðurstöð- unum? „Það sem má segja að sé helsta nýjungin í ritgerðinni, eru hugmyndirnar um uppruna rímnanna og að vissu marki líka um uppruna vikivaka kvæða. Hvað sagnadansana sjálfa snert- ir, er það helst sú niðurstaða að flestir þeirra, sem komnir eru hingað fyrir siðaskipti, séu komnir frá Noregi." — Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú semur ritgerðina á ensku? Vésteinn Ólason „Til þess liggja tvær ástæður. I fyrsta lagi vildi ég að niður- stöður mínar væru aðgengilegar erlendum fræðimönnum, sem hafa áhuga á þessu viðfangsefni, en lesa ekki íslensku nema að litlu leyti. í öðru lagi gaf ég út á íslensku fyrir þremur árum lítið kver um þessi efni, „Sagna- dansa", þar sem helstu niður- stöðurnar eru settar fram á að- gengilegri hátt fyrir íslenska lesendur. Þar að auki eru margir Islendingar vel læsir á enska tungu, vilji þeir kynna sér efni ritgerðarinnar," sagði Vésteinn Ólason. Doktorsvörnin hefst klukkan 14.00 í hátíðarsal Háskóla ís- lands. Henni stjórnar Gunnar Karlsson, deildarforseti heim- spekideiidar, en andmælendur verða þeir dr. Erik Sönderholm og Jón Samsonarson. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Stjórnarskrárnefnd: Munum skýra frá athuga- semdum í þingflokknum FULLTRÚAR SjálfstKðisflokksins í stjórnarskrárnefnd geröu fyrirvara um skýrslu stjórnarskrárnefndar og létu eftirfarandi greinagerð fylgja skýrslunni: Eins og fram kemur í inngangi að þessari skýrslu áskilja allir nefnd- armenn sér rétt til að gera fyrir- vara um einstakar greinar fram- anritaðra tillagna um breytingu á stjórnarskránni. Við undirritaðir höfum gert okkar athugasemdir við einstakar greinar, sem við teljum ekki ástæðu til að skýra nánar í þessari skýrslu en munum gera grein fyrir þeim i þingflokki Sjálfstæðisflokksins, sem tilnefndi okkur i nefndina. Það er okkar skoðun að það flýti ekki fyrir lausn stjórnarskrármálsins að skjalfesta öll ágreiningsatriði fyrr en þau hafa verið rædd innan hvers þing- flokks og milli stjórnmálaflokk- anna. Ef þá hefur ekki tekist að jafna ágreining er eðlilegast að okkar dómi að lagðar séu fram breytingartillögur þegar málið er komið til umræðu á Alþingi. Alþingi samþ. þingsályktun 6. maí 1978 um skipan nefndar til að gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá og taka sérstaklega til meðferðar kjördæmaskipan, kosn- ingaákvæði stjórnskipunarlaga, skipulag og starfshætti Alþingis óg kosningalög. Þessi nefnd átti að skila innan tveggja ára álitsgerð og tillögum. Nefndin var skipuð haust- ið 1978 og kom saman til fyrsta fundar 1. des. 1978. Því miður voru störf nefndarinnar stopul og oft leið langur tími á milli funda. Þetta gerði það m.a. að verkum að nefnd- in hefur farið langt fram úr þeim tíma sem henni var ætlaður og enm þá eru eftir töluverð störf óunnin. í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar var gert ráð fyrir að stjórnarskrárnefnd lyki störfum fyrir árslok 1980, „þannig að Al-> þingi hafi nægan tíma til þess að ljúka afgreiðslu stjórnarskrár-og kjördæmamálsins fyrir lok kjör- tímabilsins". Kjördæmamálið hefur verið mik- ið rætt opinberlega og ætti því að vera auðvelt að ljúka afgreiðslu þess. öðru máli gegnir um stjórn- arskrármálið, þvi breytingar á stjórnarskránni hafa litla umræðu fengið meðal þjóðarinnar og er það varhugavert að afgreiða það með miklum flýti. Matthías Bjarnason, Tómas Tómasson. Þörungavinnslan á Reykhólum: Bjartar horfur í markaðsmálum - en hallarekstur varð á síðasta ári „HORFUR eru nú bjartar i markaðsmálum Þörungavinnslunnar, en síðasta ár varð okkur erfítt fjárhagslega þrátt fyrir mikla framleiðsluaukningu á þangmjöli. Kostnaður varð mjög mikill og gengisskráning var óhagstæð framan af árinu. Það var hallarekstur á síðasta ári, en árið 1981 var hagnað- urinn um 2,8 milljónir," sagði Vilhjálmur Lúðvíksson, stjórnarformaður Þörungavinnslunnar á Reykhólum, í samtali við Morgunblaðið. „Þá urðum við fyrir nokkrum skakkaföllum vegna verkunar þorskhausa á síðasta ári. Gæða- kröfur vegna skreiðarverkunar hafa verið mjög í mótun á undan- förnum árum og sérstaklega verk- unar á hausum. Við höfum í nokk- ur ár flutt út vélþurrkaða þorsk- hausa, loðnu og kolmunna og það hefur gengið mjög vel. A síðastlið- nu vori voru þorskhausar hjá okkur dæmdir óhæfir til útflutn- ings. Þetta var töluvert magn og fjárhagslegt tjón gæti orðið allt að 1,5 milljónir króna, ef ekki verður hægt að nýta þetta á annan hátt. Hvað lá þar að baki get ég ekki fyllilega sagt um, en það munu þó fyrst og fremst vera breyttar gæðakröfur, þannig að það, sem áður var hægt að flytja út, er ekki hægt að flytja út lengur. Auðvitað lærum við af þessu og ljóst er, að við verðum að gera þetta öðru vísi en áður, en við ætlum okkur að halda þessari framleiðslu áfram. Við verðum þá að gera þetta í nán- ari samvinnu við Framleiðslueft- irlit sjávarafurða. Starfsemi Þörungavinnslunnar hefur nú legið niðri um hávetur- inn, en stefnt er að því að ná eins mikilli framleiðslu á þessu ári og afköstum og unnt verður. Það horfir vel í markaðsmálum og við stefnum að því að gera það sem hægt er í ár. Það var komið þannig á tímabili að markaðir voru tak- markaðir fyrir framleiðslu okkar, en horfur eru bjartari nú. Við finnum fyrir því að gæði þang- og þaramjöls okkar eru meiri en víð- ast hvar annarstaðar og höfum fengið mikið af fyrirspurnum, jafnvel frá Frakklandi, sem hefur framleitt mjög mikið af hliðstæðu mjöli og við erum byrjaðir að selja þangað," sagði Vilhjálmur. Myndir af Gilitrutt í ANDDYRI Norræna hússins verð- ur í dag opnuð sýning á teikningum Brian Pilkington við söguna um Gili- trutt, en sagan með myndunum kom út hjá Iðunni nú fyrir jólin. Auk myndanna, sem í bókinni eru, sýnir Brian Pilkington ýmsar skissur, sem hann vann fyrir út- gáfuna, sem og myndir, sem ekki eru í bókinni. Brian Pilkington hefur haldið fjórar málverkasýningar og hann myndskreytti Astarsögu úr fjöll- unum sem kom út í hittifyrra og bók um jólasveininn, sem kom út á síðasta ári. Á myndinn er Brian Pilkington að vinna mynd af Gilitrutt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.