Morgunblaðið - 21.01.1983, Page 15

Morgunblaðið - 21.01.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1983 15 Njósnarinn Blunt enn í sviðsljósinu: Átti að ná skýrslum leyni- Þjóðverja - um viöræður foringjans og hertogans af Windsor London, 20. janúar. AP. MÁL njósnarans, Anthony Blunt, fyrrverandi listráðgjafa Elísabetar Bretadrottningar var á ný til um- ræðu í dag, er blaðið Daily Ex- press skýrði svo frá, að Blunt hefði verið falið það verkefni 1946 að ná með leynd öllum skýrslum Þjóðverja af viðræéum hertogans Veður víða um heim Akureyri 6 snjóél Amsterdam 5 rigning Aþena 14 skýjaö Beirut 16 heióskirt Berlín 1 heióskírt BrUssel 7 skýjaó Buenos Aires 29 heiðskírt Chicago +5 skýjað Oublin 5 heiðskírt Fonoyjar 7 skýjað Frankfurt 4 skýjað Genf 4 haiðskírt Helsinki +7 heiöskirt Hong Kong 14 skýjað Jerúsalem 11 heíöskirt Jóhannesarborg 26 heióskírt Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Kairo 17 heiöskirt Kanarleyjar 18 skýjaö Lissabon 15 heiöskírt London 6 haiöskírt Los Angeles 20heióskírt Madrid 14 heiðskírt Mallorca 10 léttskýjaö Mexíkóborg 18 heióskírt Miamj 21 skýjaö Montreal +17 skýjaó Moskva 0 akýjaö Nýja Oelhi 20 heiðskírt New York +6 heiöskírt Ósló 0 skýjaö París 8 heiðskírt Peking +1 heiðskírt Róm 15 heiöskírt San Francisco 12 heiöskírt Stokkhólmur +5 skýjaö Tel Aviv 16 heiöskfrt Tókíó 9 heiðskírt Toronto +10 heiðskírt Vancouver 11 rigníng Vín 9 heiöskírt Reykjavik 3 súld af Windsor og Hitlers og annarra háttsettra nazista. Frásögnin í Daily Express er eftir Chapman Pincher og kemur þar fram, að menn úr gagnnjósnasveitum Breta hafi skýrt sér svo frá, að Blunt hafi verið valinn til þessa hlutverks af hálfu brezku kon- ungsfjölskyldunnar, eftir að yfir- menn Blunts hefðu fullyrt, að honum væri „algerlega treyst- andi“. Margaret Thatcher skýrði brezka þinginu frá því í nóv- ember 1979, að Blunt hefði njósnað fyrir Sovétríkin í síðari heimsstyrjöldinni og síðar, er hann starfaði fyrir brezku leyniþjónustuna. Pincher heldur því fram nú, að á árinu 1937, tveimur árum fyrir upphaf stríðsins, hafi brezka konungsfjölskyldan og ríkisstjórnin komizt í mestu vandræði, er hertoginn og kona hans heimsóttu Hitler í Berlín, en bæði voru grunuð um að vera hlynt Þjóðverjum. Segir Pinch- er, að vitað sé, að nazistaleið- toginn hafi verið „mjög ánægð- Anthony Blunt ur með viðræður sínar við her- togann, sem hafi talað þýzku og sumir helztu sendistarfsmenn Þjóðverja hafi verið svo hrifnir, að þeir hafi jafnvel stungið upp á, að hertoginn yrði aftur gerð- ur að konungi Bretlands, ef Bretland gæfist upp“. Pincher heldur því enn fram, að þýzk skjöl, sem náðst hafi í stríðslok 1945, leiði það í ljós, að þýzka leyniþjónustan hafi hler- að samtöl hertogans við bróður hans, Georg konung VI. Gerðist þetta, á meðan hertoginn dvald- ist í Austurríki rétt eftir að hann sagði af sér árið 1936. Forskot íhalds- flokksins hef- ur tvöfaldast Lundúnum, 20. janúar. AP. AÐ SÖGN Gallup-stornunarinnar hafa vinsældir Margareth Thatch- er, forsstisráðherra Breta, hafa narri tvöfaldast eftir að hún hélt í fimm daga heimsókn til Falklands- eyja fyrir skömmu. I könnun stofnunarinnar, sem birt var í Daily Telegraph í dag, kom í ljós, að Thatcher myndi vinna yfirburðasigur yrði efnt til kosninga nú. Thatcher hefur frest til maíloka á næsta ári til að efna til kosninga, en stjórn- málaspekingar telja að kosn- ingar verði fyrr. Skoðanakönnunin var gerð strax eftir að Thatcher sneri heim frá Falklandseyjum og sýndi að íhaldsflokkurinn hefur nú 12,5% fylgi umfram Verka- mannaflokkinn. í desember var munurinn aðeins hálft sjöunda prósent. I könnuninni svöruðu kjósend- ur því til í 44% tilvika, að þeir myndu greiða íhaldsflokknum atkvæði sitt yrði efnt til kosn- inga nú, 31,5% sögðust myndu kjósa Verkamannaflokkinn, 22% kosningabandalagið og 2% aðra flokka. í desember fékk íhaldsflokkur- inn 41% fylgi, Verkamanna- flokkurinn 34,5%, kosninga- bandalagið 22 og aðrir flokkar 2,5%. Fylgi íhaldsflokksins náði há- marki skömmu eftir sigurinn í Falklandseyjastriðinu. Þá mun- aði 20% á fylgi hans og Verka- mannaflokksins. Bandaríkin, ísrael og gyð- ingar eru „óvinir mannkyns“ New York, 20. janúar. AP. BANDARÍKIN, ísrael og gyðingar eru almennt séð „óvinir mannkyns" í augum hryðjuverkahópa um allan heim, sem njóta stuðnings Sovét- manna, að því er háttsettur banda- rískur embættismaður segir. Elliott Abrams, aðstoðar- mannréttindaráðherra Banda- ríkjanna, sagði á alheimsþingi gyðinga, að mannréttindastefna Ronald Reagans, Bandaríkjafor- seta, væri raunhæft svar við sam- vinnu hópa, m.a. stjórn Sandinista í Nicaragua og frelsishreyfingu Palestínumanna. „Það, sem bindur Kúbumenn, Víetnama, stjórn Sandinista, PLO og Sovétmenn saman er sameig- inlegt hatur þeirra á Bandaríkja- mönnum, sem í þeirra augum eru djöflar holdi klæddir, óvinir alls mannkyns," sagði Abrams m.a. í ræðu sinni. Hann hélt áfram og sagði: „Þótt Bandaríkjamönnum veitist með öllu útilokað að skilja þetta er það staðreynd, að til er pólitískt afl í heiminum í dag, afl sem í ofanálag nýtur stuðnings Sovétmanna." Abrams lét ekki þar við sitja heldur hélt því fram, að þær þjóð- ir og stuðningshópar, sem væru hliðhollir Bandaríkjamönnum væru engu betri. Sagði hann þær mynda með sér afl, sem hefði óheilaga þrenningu að leiðarljósi og sú þrenning væri heimsvalda- stefna, síonismi og nýlendustefna. Abrams sagði, að heimsvalda- stefnan ætti fyrst og fremst við Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra á Vesturlöndum, nýlendu- stefnan við bandamenn á meðal ríkja þriðja heimsins og síonism- inn sneri eðlilega fyrst og fremst að Israelum. Rændu flugvél, en gáfust upp skömmu eftir lendingu Djibouti, 20. janúar. AP. ÞRÍR flugræningjar gáfust upp í dag eftir að þeir höfðu neytt Boeing-707 þotu frá Suður-Yemen til þess að londa í Djibouti og átt i skotbardaga við áhöfn vélarinnar. Formaður OPEC-samtakanna á fundi með írönum 1 Teheran Nirosia, Kýpur, 20. janúar. AP. HAJI Yahya Dikko, formaður OPEC, Samtaka olíuútflutningsríkja, kom í dag til Teheran til þess að eiga viðræður viö þarlenda ráðamenn olíuiðnaðarins, að því er IRNA, opinbera fréttastofan í íran skýrði frá. Að sögn fréttastofunnar var að- alumræðuefni fulltrúanna neyð- arfundur OPEC-ríkjanna, sem halda á í Genf á sunnudag. Þar verður fjallað um framleiðslu- kvóta einstakra ríkja, en deilur um kvóta hafa að undanförnu virst líklegar til að leiða til sundr- ungar innan samtakanna. Ferð Dikko kemur beint í kjöl- far fundar íhaldssamari olíuráð- herra Arabaríkjanna, sem staðið hefur undanfarna daga. Undir forystu Saudi-Araba hafa ráð- herrarnir lýst yfir þungum áhyggjum sínum af hugsanlegu olíuverðstríði vegna þess, að sum aðildarríkjanna hafa framleitt mun meiri olíu en þeim var ætlað samkvæmt kvótaskiptingu sam- takanna. íran, Nígería, Alsír, Líbýa og Venesúela eru þau ríki samtak- anna, sem helst hafa farið fram úr sínum framleiðslukvóta. I kjölfar þess hafa þau boðið olíu á talsvert lægra verði en 34 dollara tunnuna, sem er samþykkt lág- marksverð samtakanna. Olíuráðherra Líbýu, Kamal Hassan Maghur, sem sat fund olíuframleiðsluríkja Arabaland- anna í Bahrain fyrr í vikunni, kom einnig til Teheran á þriðju- dag. í frétt frá JANA-fréttastof- unni í Líbýu í gær kom fram, að svo virtist sem Líbýumenn mundu hallast að stefnu íhaldssamari Arabaríkjanna. Sagði ennfremur í fréttinni, að þeir hefðu lýst sig fúsa til viðræðna um verðbreyt- ingar. I fréttinni voru ónefnd aðild- arríki OPEC einnig sögð eiga sök á því ástandi, sem nú hefði skap- ast innan samtakanna, með því að tvöfalda leyfilega olíuframleiðslu sína, samkvæmt kvótaskiptingu samtakanna. Virðist helst, sem hér sé verið að vega að írönum, sem að undanförnu hafa framleitt 3,2 milljónir fata af olíu á dag í stað umsaminna 1,2 milljóna. Tveir farþeganna slösuðust í skotbardaganum og var þeim leyft að yfirgefa vélina áður en til upp- gjafarinnar kom. Þegar ræningj- arnir höfðu gefist upp gátu allir farþegar vélarinnar, rúmlega 100 talsins, og áhöfn hennar farið frá borði. Að sögn flugvallarstarfsmanna í Djibouti tókst þremur úr áhöfn vélarinnar að komast út úr henni á meðan skotbardaganum stóð, en hann hófst skömmu eftir að vélin hafði lent. Hinir úr áhöfninni læstu sig inni í flugstjórnarklef- anum. Ekki var vitað um þjóðerni ræn- ingjanna, né heldur hverjar kröf- ur þeirra voru, en þeir úr áhöfn- inni, sem sluppu fyrst úr vélinni töldu að hér hefðu menn úr PLO, eða stuðningssamtökum þeirra, verið á ferð. Herflutningavél, sem hafði sér- þjálfaða sveit innanborðs og ætlað var að ná vélinni úr höndum ræn- ingjanna var hins vegar meinað að lenda á flugvellinum í Djibouti að sögn embættismanna. Hver ástæðan fyrir neituninni var er ekki vitað. ISLANDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Mare Garant 22. jan. City of Hartlepool 4. jan. Mare Garant 16. feb. City of Harttepooi 23. feb. NEW YORK Mare Garant 21 jan. City of Hartlepool 3. feb. Mare Garant 15. feb. City of Hartlepooi 22. feb. HALIFAX Stuölafoss 28. jan. Hofsjökull 11.feb. BRETLAND/ MEGINLAND FELIXSTOWE Alafoss 24. jan. Eyrarfoss 31. jan. Alafoss 7. feb. Eyrarfoss 14. feb. ANTWERPEN Alafoss 25. jan. Eyrarfoss 1. feb. Alafoss 8. feb. Eyrarfoss 15. feb. ROTTERDAM Alafoss 26. jan. Eyrarfoss 2. feb. Alafoss 9. feb. Eyrarfoss 16. feb. HAMBORG Álafoss 27. jan. Eyrarfoss 3. feb. Alafoss 10. feb. Eyrarfoss 17. feb. WESTON POINT Helgey 18. jan. Helgey 1. feb. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 21. jan. Mánafoss 28. jan. KRISTIANSAND Dettifoss 24. jan. Mánafoss 31. jan. MOSS Dettifoss 21. jan. Mánafoss 28. jan. HORSENS Dettifoss 25. jan. Mánafoss 2. feb. GAUTABORG Dettifoss 26. jan. Mánafoss 2. feb. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 27. jan. Mánafoss 3. feb. HELSINGBORG Dettifoss 28. jan. Mánafoss 4. feb. HELSINKI Hove 31. jan. GDYNIA Hove 2. feb. THORSHAVN Oettifoss 19. feb. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR - fram og til baka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ISAFIROI alla þrtöiudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.