Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
Prófkjör sjálfstæðismanna á Reykjanesi:
Fimm hafa þegar
ákveðið framboð
ALLIR þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins í Reykjaneskjördæmi, þau
Matthías Á. Mathiesen, Ólafur G.
Einarsson og Salóme Þorkelsdóttir,
kváðust í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær hafa ákveðið
að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í kjördæminu,
vegna næstu alþingiskosninga.
I’rófkjörið var ákveðið í síðustu viku
og fer væntanlega fram síðast í
febrúarmánuði næstkomandi.
í samtali við Morgunblaðið í
gær kvaðst Ellert Eiríksson í
Keflavík einnig hafa ákveðið að
gefa kost á sér í prófkjörið, og hið
sama sagði Sigurgeir Sigurðsson
bæjarstjóri á Seltjarnarnesi.
Morgunblaðið leitaði einnig til
Arndísar Björnsdóttur í Garðabæ,
Helga Hallvarðssonar, Ásthildar
Pétursdóttur og Richards Björg-
vinssonar í Kópavogi, og kváðust
þau ekki hafa tekið endanlega
ákvörðun af eða á um þátttöku í
prófkjörinu, og hið sama sögðu
þeir Davíö Sch. Thorsteinsson
iðnrekandi og dr. Gunnar G.
Schram prófessor.
Haraldur Gíslason viðskipta-
fræðingur, framkvæmdastjóri
Sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum, sem tók þátt í síðasta
prófkjöri, kvaðst hins vegar hafa
ákveðið að gefa ekki kost á sér nú.
Sjálfstædisflokkurinn:
Síðari prófkjörsdagur á Norður-
landi eystra og á Suðurlandi
í DAG er síðari dagur prófkjörs
Sjálfstæðisflokksins í tveimur kjör-
dæmum; Suðurlandi og Norðurlandi
eystra. í Morgunblaðinu í gær var
gerð nákvæm grein fyrir prófkjörs-
reglum, kjörstöðum og hverjir hafa
atkvæðisrétt, en á Suðurlandi eru
tólf frambjóðendur á fjórum svæð-
um, og fyrir norðan bjóða sjö menn
sig fram.
Frambjóðendur á Norðurlandi
eystra eru; Björn Dagbjartsson,
Halldór Blöndal, Júlíus Sólnes,
Lárus Jónsson, Svavar B. Magn-
ússon, Sverrir Leósson og Vigfús
B. Jónsson.
í Suðurlandskjördæmi eru þess-
ir frambjóðendur: Fyrir Árnes-
sýslu og Selfoss: Brynleifur H.
Steingrímsson, Óli Þ. Guðbjarts-
son og Þorsteinn Pálsson. Fyrir
Rangárþing: Egjgert Haukdal, Jón
Þorgilsson og Óli Már Aronsson.
Fyrir Vestmannaeyjar: Árni
Johnsen, Guðmundur Karlsson og
Kristján Torfason. Fyrir Vestur-
Skaftafellssýslu: Björn Þorláks-
son, Einar Kjartansson og Siggeir
Björnsson.
Strætisvagni stolið og
hann stórskemmdur
STRÆTISVAGNI var stolið í fyrri-
nótt þar sem hann stóð á Kirkju-
sandi og í ökuferðinni skemmdi
þjófurinn eða þjófarnir vagninn
mikið, samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar.
Vart varð við strætisvagns-
stuldinn laust fyrir klukkan 5.30
í gærmorgun, en vagninn fannst
síðar á horninu á Grenimel og
Hofsvallagötu og var hann stór-
skemmdur. Einkum voru
skemmdir á hlið hans og einnig
var öxull vagnsins brotinn. Þjóf-
urinn eða þjófarnir voru ófundn-
ir þegar síðast fréttist.
Þá var farið inn í íbúð við
Keilugranda 1 og einhverju stol-
ið þar.
Nú kreistum
viðalltúr
krónunm
og bjóðum þér splunkunýjan SKODA
á hlægilega lágu verði, eða
frá 89.520.- kr.
Um þetta þarf ekki fleiri orð!
JÖFUR
HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600
Pólýfónkórinn:
Stabat Mater eftir
Rossini flutt um páska
ÆFINGAR á næsta viðfangsefni
Pólýfónkórsins eru um það bil að
hefjast. Það er Stabat Mater eftir
Rossini, sem ráðgert er að verði
aðalviðfangsefni kórsins um
næstu páska, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Pólýfónkórnum, sem
Morgunblaðinu hefur borizt.
I tilkynningunni segir ennfrem-
ur:
Verkið var frumflutt í París ár-
ið 1842, en hefur aldrei verið flutt
á íslandi, þótt það sé í tölu vinsæl-
ustu og glæsilegustu kórverka.
Stabat Mater er samið fyrir
blandaðan kór, 4 einsöngvara og
sinfóníska hljómsveit. Sumar arí-
urnar eru meðal þeirra vinsæl-
ustu, sem Rossini samdi og er þá
langt til jafnað. Vonir standa til
að Kristján Jóhannsson tenór-
söngvari komi til landsins til að
taka þátt í flutningnum ásamt
hinni frábæru sópransöngkonu
Dorriet Kavanna.
Æfingar kórsins eru í Vörðu-
skóla og hefjast að nýju í næstu
viku. Verða tvær æfingar í viku
fram að tónleikum, sem ráðgerðir
eru dagana 1. og 2. apríl, undir
stjórn Ingólfs Guðbrandssonar.
Jafnhliða æfingum kórsins á
Stykkishólmur:
Hálka og vatnavextir
hamla samgöngum
Stykkishólmi, 22. janúar.
MIKLIK umhleypingar hafa verið hér
að undanförnu og samgöngur erfiðar
vegna þess. Meðal annars hafa rútu-
ferðir frá Reykjavík gengið erfiðlega
svo og áætlunarferðir flóabátsins Bald-
urs.
Heydalur er nú að verða ófær og
rútan frá Reykjavík var mjög lengi á
leiðinni hingað í gær vegna hálku og
vatnavaxta. Að sögn bílstjóra rút-
unnar var víða svo mikill vatnselgur
á vegum að erfitt var að geta sér til
um, hvar vegurinn væri. Vegna veð-
urofsa og hálku hefur ferðinni til
Reykjavíkur í dag verið frestað, en
reynt mun að fara aðra ferð að sunn-
an í dag. — Fréttaritari
meistaraverkum kórbókmennt-
anna fer fram raddþjálfun á veg-
um kórsins. Þátttaka í starfi Pólý-
fónkórsins hefur reynst mörgum
gott veganesti. Kórinn getur nú
bætt við sig söngfólki bæði í kven-
og karlaröddum, en einkum er
skortur á bössum. Þeir, sem áhuga
hafa á að taka þátt í næstu við-
fangsefnum kórsins eru beðnir að
hafa samband við stjórn kórsins í
símum 26611 á skrifstofutíma eða
82795 og 43740 á kvöldin. Þess má
um leið geta að kórnum hefur bor-
ist boð um söngför til Sikileyjar
og Suður-Italíu á næsta ári og eru
líkur á að þátttaka verði bundin
við þá, sem starfa með kórnum á
yfirstandandi ári. Standa vonir
til, að jafnvel verði sungið í Páfa-
garði í þeirri för.
Aðgangseyrir sundstaða:
Hækkar um 25%
að meðaltali
ÍÞRÓTTARÁÐ samþykkti á fundi
sínum sl. miðvikudag, hækkun á að-
gangseyri að sundstöðum borgarinn-
ar. Áðgangseyrir einstaklings verður
nú 15 krónur, en verð á afsláttar-
kortum verður 10,50 kr. hver miði.
Júlíus Hafstein, formaður
íþróttaráðs, sagði í samtali við
Mbl. að um reglulegar hækkanir
hafi verið að ræða á aðgangseyrin-
um, en hér væri hækkað heldur
fyrr en venjulega, þar sem sú
stefna hefði verið mörkuð af nú-
verandi meirihluta, að tekjur af
sundstöðum stæðu undir 70% af
rekstrarkostnaði þeirra, en ekki
undir 60%, eins og verið hefði.
Sagði Júlíus að hækkunin næmi
um 25% að meðaltali.
Þegar tillaga um fyrrgreinda
hækkun var borin upp í íþrótta-
ráði var hún samþykkt með 4 at-
kvæðum gegn 1. Þrír fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins í ráðinu og
fulltrúi Framsóknarflokksins
greiddu tillögunni atkvæði, en
fulltrúi Alþýðubandalags greiddi
atkvæði gegn henni.