Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
25
A: hled*lulœki, B: rafmagmmótor, C: stýring,
D: rafgeymar
E: rafgeymir
fyrir ljó» o.fl.
Fyrirkomulag hinna ýmsu hluta í dæmigeröum rafmagnsbíl.
„Hinn tröppulausi strætisvagn" — ástralski rafmagnsstrætisvagninn
sem Gísli talar um er trúlega sá lægsti ( heimi og gengur hérumbil
hljóðlaust.
Nú eru rafgeymarnir óneitan-
lega stór kostnaðarliður í rekstri
rafmagnsbíla — eru betri raf-
geymar ekki væntanlegir á mark-
að áður en langt líður?
„Það eru til orkumeiri geymar
en blýgeymarnir sem við notum,
t.d. nikkel-járngeymarnir, sem
hægt er að aka lengur á. En þessir
geymar eru líka dýrari og spurn-
ing hvort þörf er á lengri akst-
ursvegalengd á milli hleðslna en
blýgeymarnir gefa kost á.
Hins vegar er nú verið að gera
tilraunir með nýja tegund raf-
geymis, svonefndan ál-loftraf-
geymi. Ef þessi tegund geyma
kemst í gagnið gætu þeir skipt al-
gerlega sköpum fyrir rafmagns-
bílana, því með svona geymi væri
hægt að aka rafmagnsbíl 1000 km
vegalengd milli þess sem hleðslan
væri endurnýjuð."
Ál-loftrafgeymirinn
„Hér er ekki um hlaðanlegan
rafgeymi að ræða, — hann er ekki
hlaðinn heldur endurnýjaður að
lokinni notkun. í honum erun ál-
plötur sem eru í snertingu við loft
og vatn. Fyrir tilstilli sérstakra
hvata gengur álið í samband við
loftið og vatnið og myndar ál-
þríhydroxíð og rafmagn. Álþrí-
hydroxíðið mætti svo senda aftur
til álverksmiðjunnar þar sem úr
því yrði aftur unnið ál. Þegar orka
geymisins er búin eru settar í
hann nýjar álplötur og vatn. í bíl-
inn yrðu því settar álplötur á um
1000 km fresti í stað benzíns á
benzínbílinn á 300—400 km fresti,
og er áætlað að það taki 10—15
mínútur. Engin mengun er sam-
fara notkun álgeymisins.
Það er að vísu flest á huldu
varðandi þróun þessa rafgeymis
eða hvenær hann kemst í not, en
það eru bundnar við hann miklar
vonir. Hann myndi gefa okkur ís-
lendingum geysimikla möguleika.
Við gætum þá notað álplötur til að
knýja flest okkar ökutæki — og
jafnvel skipin."
Nú hefur einnig verið talað um
vetni sem eldsneyti á bíla.
„Það verður alltaf orkufrekara
að rafgreina vetni úr vatni og nota
það síðan til að knýja bílmótora
heldur en að nota rafmagnið beint
á rafgeyma í bílum. Þar að auki
þyrfti tanka undir vetnið sem
myndu þyngja bílinn, en þó ekki
að sama skapi og rafgeymar.
Vetnisbrennsla gæti hins vegar
hugsanlega komið til greina í skip-
Lítill tveggja manna rafmagnsbíll.
um — þar sem frekar væri hægt
að hafa vetnið í fljótandi formi."
Nú eru nokkrar tegundir raf-
magnsmótora notaðar í raf-
magnsbila — er ekki að vænta
framþróunar á því sviði?
„Jú, en þó er varla að vænta
mikilla breytinga hvað varðar
mótorana. Að langmestu leyti eru
notaðir jafnstraumsmótorar í
rafmagnsbíla en til eru aðilar sem
telja riðstraumsmótora eiga fram-
tíð fyrir sér á þessu sviði. Þeir síð-
arnefndu eru mun ódýrari og
þurfa minna viðhald en stýribún-
aður þeirra er dýrari og flóknari.
Sú öra þróun sem verið hefur í
rafeindabúnaði kann að gera
riðstraumskerfi hagkvæmari í
framtíðinni. Þetta breytir þó ekki
mjög miklu því nýtni rafmagns-
mótora, hvort sem um er að ræða
jafnstraums- eða riðstraumsmót-
ora, er þegar svo mikil að lítið
rými er fyrir framþróun í því
efni.“
Endurhleðsla við hemlun
„Sumir rafmagnsbílar eru
þannig útbúnir að þeir endurhlaða
geymana við hemlun. Þetta getur
munað allt að 15 prósent í aukinni
akstursvegalengd. Þessi búnaður
eykur kostnað hraðstýribúnaðar-
ins og því eru svolítið skiptar
skoðanir um það hvort hann borg-
ar sig. Þegar farið verður að
fjöldaframleiðs rafmagnsbíla
verður áreiðanlega unnt að nýta
marga hönnunarkosti sem ekki er
mögulegt við umbyggingu benz-
ínbíla, og auka þannig hagkvæmni
þeirra.
I Ástralíu hefur verið hannaður
mjög athyglisverður rafmagns-
strætisvagn, sem var hannaður
frá grunni sem rafmagnsbíll. Einn
rafmagnsmótor er tengdur við
hvort afturhjólanna og fyrir
bragðið þarf engin drifsköft né
hásingu. Þessi bíll er byggður úr
einingum þannig að unnt er að fá
hann í ýmsum lengdum. Mjög auð-
velt og fljótlegt er að skipta um
rafgeymasamstæðu í honum, og
þarf bíllinn ekki að stoppa nema
svo sem 5—10 mínútur meðan
skipt er. Þannig hefur vagninn
sömu akstursmöguleika og dís-
ilknúinn vagn. Ég hef reynt að
kynna þennan vagn hér en undir-
tektir hafa verið afar dræmar. Því
mætti bæta við að þennan stræt-
isvagn mætti smíða að mestu leyti
hér á landi. Ég hef rætt þann
möguleika við forstjóra fyrirtæk-
isins sem hannaði strætisvagninn,
og sýndi hann málinu mikinn
áhuga.“
Hvernig miðstöð er í rafmagns-
bílum — hita þeir sig einnig með
rafmagni?
„Nei, vegna þess hve nýtni
rafmagnsmótora er mikil er ekki
um að ræða neinn umframvarma
til upphitunar. í bíl Háskól-
ans er díselmiðstöð og finnst mér
hún sérlega hentug. Hún hefur
það framyfir miðstöðvar í venju-
legum bílum að hægt er að haga
kyndingunni eftir þörfum, óháð
akstri. Þannig er hægt að hita bíl-
inn upp þegar kalt er og þíða ís-
ingu af rúðum áður en ekið er af
stað. Svona miðstöðvar eyða ótrú-
lega litlu — ég mun t.d. ekki hafa
farið með nema 25 lítra af olíu
fyrsta árið sem ég var með raf-
magnsbílinn."
Mig langar að síðustu til að
spyrja þig hversu mikla raforku
þyrfti til að knýja alla þá benzín-
bíla sem nú eru í notkun á íslandi?
294 millj. benzínlítra —
2.200 gígawattstundir
„Það myndi ekki valda neinum
óleysanlegum vandamálum varð-
andi orkumarkaðinn í heild þótt
allir bílar landsmanna væru raf-
magnsbílar — sem mundi þýða
um 68 prósent aukningu á allri
raforkuframleiðslu hér á landi.
Spurningin er frekar hvernig þessi
orkunotkun myndi dreifast á
orkutoppana, en það er varla
ástæða til að velta slíku fyrir sér
að svo komnu. Við getum litið á
hvernig þetta dæmi kemur út
fyrir árið 1981.
Öll benzínnotkun hér árið 1981
var um 294 milljónir lítra. Ef allir
bílar hefðu verið rafbílar má
lauslega áætla að raforkunotkun
þeirra hefði orðið um 2.200 gíga-
wattstundir eða um 68 prósent af
heildarraforkunotkun það ár. Nú
er óraunhæft að ætla að rafbílar
geti komið í stað allra benzínbíla.
Ef þeir hefðu hins vegar leyst 30
prósent benzinbíla af hólmi, hefði
heildarraforkunotkunin aukizt um
20 prósent. En svo skrítið sem það
er, erum við nú eina landið í heim-
inum þar sem dýrara er að reka
rafmagnsbíla en venjulega bíla að
því að ég bezt veit, þó við séum
með heimsins hæsta benzínverð."
Viðtal: Hragi Oskarsson
PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í
NORÐURLANDSKJÖRDÆMI EYSTRA
Lárus Jónsson
alþingismaöur
Tryggjum honum efsta sæti á framboöslista
Sjálfstæöisflokksins og þar meö áframhald-
andi forystu í málefnum Norðlendinga.
Studningsmenn
SrJÚRNONARFRJEflSLA
Ritaranámskeið
Tilgangur námskeiðsins er aö auka hæfni ritara viö skipulagn-
ingu, bréfaskriftir, skjalavörslu og önnur almenn skrifstofustörf.
Ennfremur aö kynna nýjustu tækni viö skrifstofustörf og bréfa-
skriftir.
Efni.
— Bréfaskriftir og skjalavarsla.
— Símsvörun og afgreiösla viöskipta-
vina.
— Skipulagning og tíméstjórnun.
— Ritvinnslukynning.
Áhersla veröur lögð á aö auka sjálfs-
traust ritara með þaö fyrir augum aö
nýta starfsorku hans viö hin almennu
störf betur og undirbúa hann til að auka
ábyrgö sína og sjálfstæði í starfi í fram-
tíðinni.
Leiöbeinandi:
Jóhanna Svainsdóttir
•inksrltari
Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi
nokkra reynslu sem ritarar og innsýn í
öll almenn skrifstofustörf.
Staður: Síðumúli 23, 3. hæð.
Tími: 2.-4. febrúar kl. 14—18 og 5.
febrúar kl. 09—13.
Ragna Siguróardóttir
Guðjohneen
ritvinnslukennari
Letðbeinandi:
Tollskjöl og
verðútreikningur
Markmiö námskeiösins er aö auka þekkingu þeirra sem inn-
flutning stunda og stuöla þar meö aö bættum afköstum og
tímasparnaði hjá viökomandi aöilum.
Efni.
— Helstu skjöl og eyðublöð viö toll-
afgreiöslu og notkun þeirra.
— Meginþættir laga og reglugeröir er
gilda viö tollafgreiöslu vara.
— Grundvallaratriöi tollflokkunar.
— Helstu reglur viö veröútreikning.
— Gerö veröa raunhæf verkefni.
Námskeiöiö er einkum ætlaö þeim sem
stunda innflutning í smáum stíl og iön-
rekendum sem ekki hafa mikinn inn-
flutning. Einnig er námskeiöiö kjöriö
fyrir þá sem eru aö hefja eöa hyggjast
hefja störf viö tollskýrslugerö og verö-
útreikninga.
Staður: Síðumúla 23.
Tími: 1.—4. febrúar kl. 09—12.
Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma
82930.
Karl Garöarsson
viöskipta-
fræðingur.
STJÚRNUNARFÉLAG
ISLANDS SÍOUMÚLA 23 SfMI 82930