Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 35 Guðrún Ágústsdótt- ir - Minningarorð Fædd 22. nóvember 1897 Dáin 17. janúar 1983 Elskuleg tengdamóðir mín, Guðrún Ágústsdóttir, lézt á Hrafnistu í Reykjavík mánudag- inn 17. þ.m., en þar dvaldi hún um nokkurra ára skeið. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, mánudag. Eg kynntist Guðrúnu og manni hennar, Halli Þorleifssyni, og heimili þeirra fyrir rúmum 30 ár- um og nú við andlát Guðrúnar leita á hugann dýrmætar minn- ingar. Það var oft þröngt setinn bekk- urinn á Barónsstíg. Þangað voru ævinlega velkomnir vinir og ætt- ingjar að ógleymdum hinum fjöl- mörgu söngfélögum. Ekki gafst alltaf tóm til að undirbúa gesta- komur, en brugðist við af gjöfulli gestrisni eftir því sem við var komið, glaðst og gert gott úr öllu. Var hreint aðdáunarvert að sjá hve húsfreyja gat verið rösk til verka, auk þess sem hún var ósjaldan kölluð að hljóðfærinu til að annast undirleik eða að taka á annan hátt þátt í söng og tóngleði vinanna. Það er vel kunnugt, að Guðrún hafði undurtæra töfrandi söng- rödd og eru þeir ófáir, sem notið hafa tóna hennar og túlkunar í söng. Tók hún þátt í uppfærslum margra meiriháttar tónverka um árabil, oft sem einsöngvari. Þá söng hún, ásamt manni sínum, í kór Dómkirkjunnar í Reykjavík í áratugi. Átti söngstarfið þar og kirkjan sterk ítök í þeim báðum. Ennfremur söng hún við leikhús og um áraraðir við útfarir. Aldrei gleymdust henni hinir dimmu dagar spönsku veikinnar veturinn 1918, en þá var nánast jarðsungið frá morgni til kvölds. Eignaðist hún vegna alls þessa tiltrú og vin- áttu fjölda þeirra, sem unnu brautryðjendastörf í tónlistarmál- um á Islandi. Vinnudagur hennar var því oft langur og strangur, en hún lét ekki á sjá. Heimilið og börnin fjögur þurftu sitt. Hópurinn stækkaði og barnabörnin eignuð- ust athvarf hjá afa og ömmu. Allt- af var unnt að liðsinna og létta undir ef einhver þurfti á að halda, börnin, vinirnir eða ættingjar. Vissulega er einlæg vinátta ævin- lega gagnkvæm. Naut hún þess og þakkaði. Þegar litið er til baka verður manni ljóst, að ævistarf Guðrúnar hefur verið þrekvirki. Enginn vafi er á því, að þátttaka hennar í söngstarfi hefir oft verið henni þörf hvíld. Guðrún missti mann sinn fyrir rúmum 9 árum. Nokkru eftir andlát hans fór heilsu henn- ar að hraka og naut hún þá um skeið umönnunar dóttur sinnar, Önnu, og síðar dvaldi hún um tíma hjá sonardóttur sinni, Ágústu Kristinsdóttur, eða þar til hún flutti að Hrafnistu í Reykjavík fyrir u.þ.b. fimm árum. Ég hlýt að hugsa til hjúkrunar- og starfs- fólks Hrafnistu, þar sem Guðrún naut hinnar bestu umönnunar. Fjölskylda hennar flytur þessu fólki einlægar þakkir. Þakklátust var þó Guðrún sjálf, enda ein- staklega ljúf og glaðvær. Guðrún var á 86. aldursári, þegar hún lést. Ég minnist nú þeirra hjóna, Guðrúnar og Halls, með virðingu og þakklæti. Hlýhugur þeirra og hjálpfýsi er okkur leiðarljós. Guð blessi minningu þeirra. Dóra Þegar ég frétti að amma Dúna væri látin, brutust fram í huga mér minningar sem tengdust henni, og þá um leið afa, Halli Þorleifssyni. Þau áttu yndislegt heimili að Barónsstíg 65 hér í Reykjavík, og hændumst við systkinin mjög að því heimili. Eru fyrstu minni mín í sambandi við það þegar eldri systir mín stjórn- aði ferðalagi með mig og yngri bróður okkar á þríhjóli frá heimili okkar í Hlíðunum, alla leið upp á Barónsstíg. Þá mun ég hafa verið fjögurra ára og bróðir minn tveggja ára. Var þetta hin mesta glæfraferð, og að sjálfsögðu farin í leyfisleysi. Vitanlega treystum við því að amma tæki vel á móti okkur eins og endranær, hvað hún og gerði, en ferðinni var hinsvegar ekki eins vel tekið heima í föður- húsum. En einhvernveginn var það nú svo, að við sóttu í að heim- sækja ömmu og afa, og áttum við það sameiginlegt systkinin að heimsækja ömmu að skóla loknum nánast daglega í nokkur ár, og gilti þá einu þó við tækjum félaga okkar með. Allir voru jafn vel- komnir, og öllum þótti þeim vænt um ömmu. Þegar ég komst til vits og ára fór ég að gera mér grein fyrir hversu stórbrotinn persónu- leiki amma var. Þá gerði ég mér ljóst að ég hafði tekið það sem eðlilegan hlut að hún syngi betur en annað fólk. Og einnig þótti það eðlilegt, að ef amma var ekki heima þegar við komum í heim- sókn þá hlaut hún að vera á æfingu eða úti að syngja einhvers staðar, enda er óþarfi að taka það fram að heimilislífið á Barónsstíg var einn samfelldur söngur og tónlist, og þar ríkti samhugur og gleði. Það er víst ekki oft að hjón geta haldið upp á að hafa sungið saman á söngpalli kirkju sinnar í 50 ár samfleytt. En það gerðu amma og afi. Þegar amma var sextán ára kvennaskólastúlka, mun það hafa verið Sigfús Ein- arsson, tónskáld og organisti í Dómkirkjunni sem hvatti hana til að syngja með kór Dómkirkjunnar í Reykjavík. Þar kynntist hún afa. Þó má ætla að kirkjusöngurinn hafi ekki eingöngu leitt af sér gleði. Minnist ég þess er amma sagði mér frá þeim tíma þegar spánska veikin herjaði á lands- menn. Margar höfðu þær verið sorgarstundirnar þar sem amma, Áslaug ömmusystir og maður hennar, sr. Bjarni Jónsson, Dóm- kirkjuprestur, leituðust við að hugga og hjálpa. Er mér kunnugt um að þetta tímabil hafi reynst ömmu erfitt. En þær gleymast ekki gleðistundirnar í fjölskyld- unni þegar amma söng við píanó- undirleik Áslaugar systur sinnar. Ekki er lengra síðan en á áttræð- isafmæli ömmu fyrir rúmum fimm árum að þær tóku lagið saman. Bjuggum við amma þá í sambýli, og áttum við margar góð- ar stundir þegar hún tók fram myndir og rifjaði upp elskulegar minningar, m.a. frá glæsilegum söngferli sínum. Ég hika ekki við að fullyrða að hún hafi verið einn af brautryðjendum íslenskrar sönglistar, og má m.a. nefna það, að hún var fyrsti einsöngvari sem söng í útvarpi á íslandi. Þá mun hún einnig hafa verið einsöngvari í fyrstu óratoríuuppfærslu á ís- landi undir stjórn Páls ísólfsson- ar. Ekki hefur aðbúnaður til flutn- ings stórverka á þeim tíma verið góður, enda þurfti að leigja bif- reiðaverkstæði Steindórs Einars- sonar til að skapa aðstöðu fyrir óratoríuflutninginn. Samvinna þeirra Páls ísólfssonar og ömmu var bæði mikil og góð, enda mátu þau hvort annað að verðleikum. Mörg helstu tónskáld þjóðarinnar voru vinir hennar og komu þeir gjarnan til hennar til að heyra lög sín flutt í fyrsta skipti. Eftirminn- ileg var henni uppfærslan á leik- ritinu „Dansinn í Hruna", þegar Sigvaldi Kaldalóns samdi tónlist við verkið, en þá flutti hún m.a. í fyrsta skipti hið þekkta og yndis- lega lag „Ave María“ með kór. Heyrt hef ég að sú stund í leikrit- inu gleymist þeim ekki sem á hlýddu. Nú hefur röddin hennar ömmu þagnað í þessum heimi, en ég efast ekki um að hún hljómar í öðrum heimi við undirleik Áslaugar, og er ég illa svikin ef afi tekur ekki undir líka. Blessuð sé minning þeirra allra. Dúdda Það eru eingöngu hugljúfar minningar, sem leita á hugann þegar móðursystir mín, Guðrún Ágústsdóttir, er til moldar borin. Hún flutti með sér birtu og yl, hvar sem hún kom. Hún fæddist á ísafirði 22. nóv- ember 1897 og voru foreldrar hennar Ágúst Benediktsson verzl- unarstjóri þar, Jónssonar Þor- steinssonar prests í Reykjahlíð og kona hans Ánna Teitsdóttir veit- ingamanns Jónssonar. Ung að árum eða 1901, missti hún föður sinn og stóð þá móðir hennar uppi 26 ára gömul, ekkja með 3 ung börn. Hin systkinin voru Áslaug f. 1893, gift séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti og Snorri f. 1895, sem fór til Vest- urheims. Anna móðir hennar fór strax að vinna fyrir heimilinu með kennslu og rekstri matsölu. Árið 1911 flutti hún með börn sín til Reykja- víkur, þar sem Guðrún gekk í Kvennaskólann, en snemma varð hún að fara að vinna fyrir sér. Hún fékk í vöggugjöf undur- fagra söngrödd, en litla tilsögn fékk hún í söng, hafði hvorki efni né aðstæður til að stunda söng- nám að ráði. En marga gladdi hún með söng sínum og oft söng hún einsöng, en því miður eru ekki til nema örfáar upptökur með söng hennar. Árið 1921, 5. maí, giftist hún Halli Þorleifssyni söngstjóra. Hann var f. 15. apríl 1893 d. 7. jan. 1974. Hann hafði ágæta bassarödd og má segja að söngurinn hafi ver- ið þeirra sameiginlega áhugamál. Eldri Reykvíkingar minnast þeirra hjóna, því að þau tóku bæði mikinn þátt í sönglífi bæjarins og sungu í kirkjukór Dómkirkjunnar í áratugi. Það var einkar kært með þeim systrum, móður minni og Dúnu, eins og hún var alltaf kölluð, og spilaði móðir mín oft undir söng hennar. Bjuggu fjölskyldurnar hlið við hlið í Lækjargötu 12A og B í nokkur ár og var alla tíð dag- legur samgangur á milli heimil- anna. Seinna fluttu þau á Bar- ónsstíg 65 og vissum við systkinin að við vorum alltaf velkomin þar og okkur tekið opnum örmum. Dúna var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum og eins var hún allt- af boðin og búin að aðstoða, ef veikindi eða erfiðleikar steðjuðu að hjá vinum og fjölskyldunni, hversu annríkt sem hún átti. Ég held að ég hafi ekki þekkt óeig- ingjarnari konu og hjálpfýsi henn- ar var einstök. Hallur og Dúna eignuðust 4 börn, Ágúst verkstjóra, f. 1924, Kristinn óperusöngvara, f. 1926, Ásgeir framkvæmdastjóra, f. 1927, og Önnu Guðríði hjúkrun- arkonu, f. 1934, og auk þess ólu þau upp Björn Ágústsson sonar- son sinn, en hann dvelur nú í Ástr- alíu ásamt fjölskyldu sinni. Þau lifðu í farsælu hjónabandi í yfir 50 ár og stóðu saman í blíðu og stríðu. Hallur dó árið 1974 og þá fór heilsu Dúnu fljótt hrakandi. Var hún um tíma hjá Önnu dóttur sinni og sonum hennar, og einnig bjó hún í tvö ár með Ágústu Krist- insdóttur, sonardóttur sinni. Hún átti góð börn, sem reyndust henni vel og vildu þau og fjöl- skyldur þeirra allt fyrir hana gera. Síðustu árin dvaldi hún á Hrafnistu og var orðin hvíldar þurfi og þar fékk hún að sofna í friði eftir langan og gifturíkan ævidag. Gkkur systkinunum og fjöl- skyldum okkar er efst í huga þakklæti til hennar fyrir allan kærleika í okkar garð. Blessuð sé minning hennar. Ólöf Bjarnadóttir. Þórdís Torfadóttir Keflavík - Þórdís Torfadóttir, ein af elstu borgurum Keflavíkur, kvaddi okkur 16. þ.m. Þórdís var fædd 22. maí, 1895 að Asparvík í Kaldrana- neshreppi, Strandasýslu. Foreldr- ar hennar voru hjónin Anna Bjarnadóttir og Torfi Björnsson frá Hlíð í Kollafirði. Þau hjón eignuðust 8 börn og eru 5 þeirra á lífi, það elsta er 94 ára og yngsta 79 ára. Það þarf engan speking til að segja sér að oft hefur verið harðsótt til að metta alla þessa munna, en hjónin voru samhent og börnin gátu treyst því að mál- tíð væri til næsta dags. Faðir Þór- dísar fellur frá þegar hún er 9 ára og neyðist þá Anna til að leysa upp heimilið, yngsta barnið var þá nokkurra mánaða, en það elsta 17 ára. Börnin tvístruðust sitt í hvora áttina. Við getum gert okkur í hugarlund þá angist sem þessi hópur varð að þola að ógleymdri móðurinni. Einstæð móðir á þessum tíma hafði ekki úr miklu að velja. Þórdísi var komið fyrir á Skarði í Bjarnarfirði hjá frændkonu sinni, Valgerði Bjarna- dóttur, og manni hennar Bjarna Jónssyni, þar dvelst hún til tví- tugs, en upp frá því ræður hún ferðinni sjálf. Árið 1922 er Þórdís komin suður á land í atvinnuleit, þá kynnist hún manni sínum, Stefáni Jóhannessyni sjómanni, ættuðum héðan frá Keflavík. Aft- ur ber sorgin að dyrum hjá Þór- dísi, en hún missti mann sinn árið 1930 er hann fórst í lendingu í Stokkavörinni í Keflavík, ásamt þrem öðrum mönnum af mótor- bátnum Baldri. Þá stendur Þórdís ein uppi með þrjú ung börn, en þau eru Ástríður Guðný, Guðný Nanna og Torfi, sem öll eru búsett í Keflavík. Þá er Þórdís orðin ein- stæð móðir sjálf og mitt á kreppu- árunum. Við þessar hörmulegu að- stæður kom best í ljós sú hetju- lund, sem þessi munaðarlausa stúlka norðan af Ströndum hafði. Hún var ákveðin í því að börnin hennar þrjú skyldu alast upp hjá henni og hvergi annars staðar. Til að halda hópnum sínum saman þrælaði hún nótt sem dag. Þetta tókst henni með heiðri og sóma og var þar að auki fyrirvinna heimil- isins. Hún bað aldrei um hjálp, ef eitthvað vantaði var bara unnið meira. Börnin hennar bera þess merki að móðirin var heiðarleg og harðdugleg, því þau eru öll atorkufólk, sem hefur sett sér og sínum það fordæmi, sem móðir þeirra sýndi. Árið 1939 eignaðist Þórdís sitt fyrsta barnabarn, Stef- án Þór, sem hún ól upp þar til hann giftist. Þetta er í örfáum orðum lífshlaup Þórdísar Torfa- dóttur. Undirrituð þekkti Þórdísi vel, en með okkur myndaðist vinátta fyrir meira en 30 árum. Þórdís var afar greind og stálminnug, draumspök var hún með afbrigð- um. Það var unun að sitja með henni og hlusta á hana segja frá liðnum dögum þegar allt var svo ólíkt því sem nú er að við sem erum á miðjum aldri þekkjum það aðeins af lestri bóka. Hún hreif menn með sér í frásögnum sínum og var það fáu líkt sem ég hef upplifað. í huganum sá ég firðina hennar fyrir vestan, fjöllin og mannlífið allt. Sumt var að vísu Minning ekki fallegt, því fátækt almenn- ings á þeim tíma kom víða við. Ungu fólki á þeim árum, sem hafði hæfileika til menntunar, voru all- ar bjargir bannaðar. Þórdís var verðugur fulltrúi þessa fólks og megi margir af henni læra. Þór- dísi var gefin góð heilsa mestan hluta ævinnar, en árið 1962 varð hún að hætta útivinnu vegna heilsubrests. Þá tók við prjóna- skapur og önnur handavinna. Fyrir fáum árum síðan dapraðist sjón hennar mikið og þá gat hún ekki lesið meira, en dóttir hennar las fyrir hana fréttir og bækur, því ekki mátti missa af því sem var að ske hjá okkur eða úti í heimi. Hún fylgdist alla ævina með heimsfréttum og á seinni ár- um varð útvarpið vinur hennar. Hún las kynstrin öll af góðum bókum um ævina og miðlaði okkur hinum af þeim lærdómi. Það gust- aði oft um Þórdísi, því landsmálin voru heldur ekki afskipt, en hún hafði sínar fastmótuðu skoðanir alla ævina og lét þær óspart í ljos við vini sína og sína nánustu, þá var heldur ekki komið að tómum kofunum. í þessum fátæklegu línum hef ég reynt að draga fram þá mynd af Þórdísi sem margir þekktu, en ég hygg nú samt að fáir hafi vitað um það ljúfa hjarta sem undir sló. Hún fann ætíð til með þeim sem áttu um sárt að binda, enda skildi hún mannlífið betur en margur annar og var vinur smælingjans. Henni er þakkað fyrir þá visku, manngæsku og tryggð sem hún átti í svo ríkum mæli. Guðbjörg Þórhallsdóttir ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. t Þökkum innilega auösýnda samúö oa vinarhug viö andlát og útför SIGURBALDURS GÍSLASONAR. Börn og tengdabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.