Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
Og enn er skrifaö um
CLASH
— margir segja hana bestu rokkhljóm-
sveitina frá dögum Rolling Stones í kringum
1970 en aörir eru því ósammála
Fyrir nokkru var þeim tilmælum beint til lesenda Járnsíðunnar, að
þeir létu í sér heyra, skriflega eða símleiðis, og bæru fram óskir og
ábendingar um efni. Einn þeirra, sem hafði samband við síðuna eigi
alls fyrir löngu, fór fram á þaö, að greinar um Clash og Dire Straits
yröu birtar á Járnsíðunni.
Joe Strummer sýnir tilþrif í heimsklassa á tónleikum Claah í New Orleans.
Við þeirri bón var sjálfsagt að
verða og hér á eftir kemur saman-
tekt um Clash. Reyndar má geta
þess, að fáar erlendar hljómsveitir
síðari árta hafa hlotiö eins rækilega
umfjöllun í blöðum hérlendis og ein-
mitt Clash. Greinin um Dire Straits
kemur væntanlega mjög fljótlega.
Úr því farið er að ræða um slíkt
sakar ekki að geta þess, að grein
um Dexys Midnight Runners,
hverra plata „Too rye ay“ var kjörin
besta plata siðasta árs af íslenskum
gagnrýnendum, er væntanleg innan
tíðar. Þá er á döfinni opnukynning á
nokkrum þekktustu þárujárnssveit-
um heims.
„Clash hafa lítið nýtt fram að
færa í tónlistarheiminum. Þeir leika
venjulegt kraftmikið rokk, sem að
vísu fær á sig nokkuð sérstakan
blæ vegna textanna.“
Þannig var skrifaö um Clash í
Morgunblaðinu, árið 1979 (löngu
áður en Járnsíðan kom til sögunn-
ar). Þótt þessi ummæli séu þriggja,
bráðum fjögurra ára gömul er um-
sjónarmaður Járnsíðunnar í einu og
öllu sammála því sem þarna var
skrifað. Hvað það eiginlega var,
sem gerði það að verkum, að Clash
náði þeim vinsældum sem raun ber
vitni verður ekki auöskiliö sisona.
„Oft hefur því verið haldiö fram,
að nú standi Clash jafnfætis Rolling
Stones eins og þeir voru í kringum
1968. Eitt sinn var það skrifað í
blaö í Englandi, aö það sem setti
Clash skör hærra en aðrar hljóm-
sveitir, væri afstaöa þeirra til rokks-
ins. Þeir skilja rokkið og leika það á
sama hátt og Stones gerðu forðum
og á þann hátt má segja, að
hljómsveitin hafi tekið sig út úr
þeim farvegi, sem flestar nýbylgju-
hljómsveitir hafa fylgt, þ.e. að
hneyksla almenning og berjast
gegn stofnunum, hvaða nöfnum
sem þær nefnast.“
Þetta var einnig ritað í Moggann
1979. Frá því þetta var sett á blað
hefur heil ósköp drifið á daga sveit-
arinnar og hún meira að segja
heimsótt okkur Islendinga. Hreint
ekki allir, sem leggja þaö á sig á
þessum síöustu og verstu tímum. Á
síðasta ári átti sveitin hins vegar í
hinum mestu brösum með eigin
meðlimi. Fyrst hvarf Joe Strummer,
en fannst loks aftur. Varla var hann
fyrr kominn í leitirnar en trommar-
inn Topper Headon hætti.
Það mun hafa verið á því herrans
ári 1976, að Clash var stofnuö. Það
voru þeir Joe Strummer, Perry
Chimes, Mick Jones og Paul Sim-
enon, sem voru frumkvöðlarnir í
sveitinni. Chimes gafst fljótlega upp
og við sæti hans að baki trommu-
settinu tók Topper Headon. Ef
marka má þær sögur, sem gengu af
ráðningu trommuleikarans, hafa
þolrifin heldur betur verið reynd í
viðkomandi. Clash reyndi alls 206
trymbla og aðeins einn stóðst próf-
ið.
Hljómsveitin vann sér ótrúlega
fljótt fylgi í Lundúnum og þá var
komiö að plötufyrirtækjum að slást
um bitann. Það voru einkum CBS
og Polydor, sem blönduðu sér í
slaginn og þeir fyrrnefndu höfðu á
endanum betur. CBS þarf þó ekki
að naga sig í handarbökin fyrir vik-
ið, en hætt er þó við að svo hefði
getaö farið ef ekki hefðu komið til
hinar geysilegu vinsældir Clash.
Tölur um fyrirframgreiöslu til fjór-
menninganna, sem nefndar hafa
verið en aldrei staðfestar, eru nefni-
lega svimandi háar.
Þótt þeir hjá CBS þurfi ekki að
naga neglurnar, er hætt við því að
eigendur Marquee-klúbbins fræga
við Wardour-stræti í Soho gerðu
slíkt ef þeir renndu í huganum aftur
til ársins 1976. Þá skelltu þeir nefni-
lega hurðum á Clash, er sveitin
reyndi að komast þar inn til hljóm-
leikahalds. „Enga helvítis pönkara
hér," var viðkvæðið. Þess má til
gamans geta, að sveitir á borð viö
Who og Rolling Stones, ásamt
fjöldamörgum, léku í Marquee á
fyrstu mánuðum æviskeiðsins.
Fyrsta plata Clash leit dagsins
Ijós í apríl 1977 og bar einfaldlega
nafniö „The Clash“. Sú næsta,
„Give ’em enough rope" kom út í
nóvember 1978 og „London call-
ing“ var sú, sem tryggði framann
endanlega. Síðan hafa tvö albúm
komið út, „Sandinista" (þreföld) og
„Comþat rock“. Óþarfi er að telja
upp allar litlar plötur sveitarinnar.
Eftir „London calling" skrifaði
gagnrýnandi í hiö geysivirta timarit
„Downbeat" eftirfarandi: „The
Clash hafa skapað sígilda rokk-
plötu, sem er mælikvarði á stööu
rokksins og eftir henni veröa aðrar
bestu rokkplötur þessa áratugar
dæmdar.“ Sá er um plötuna fjallaði
lét sig ekki muna um að klykkja út
með því að segja, að „London call-
ing“ væri besta rokkplata, sem gef-
in hefði veriö út síðan „Exile on
Main Street" kom út hjá Rolling
Stones.
Clash hefur alla tíð verið mjög
umdeild hljómsveit og fariö sínar
eigin leiðir utan hljóðversins. Þeim
félögum fannst það t.d. bara
skrambi sniöugt, að engin af fyrstu
litlu plötunum sem þeir gáfu út
skyldi komast hærra en i 28. sæti
breska vinsældalistans. Samkvæmt
pönkhugsuninni voru vinsældir
aukaatriði og meðlimir Clash voru
þeirri hugsun trúir. Til að kynda enn
frekar undir þeim ummælum.að
þeir væru ekki allir þar sem þeir
væru séðir, þvertóku þeir meö öllu
að koma fram í sjónvarpsþáttunum
„Top of the pops„ og „Old grey
whistle test“, sem flestar sveitir á
þessum létu sig þó hafa aö koma
fram í á þessum tíma.
Það voru þessar neitanir, sem
m.a. gerðu það að verkum, aö
hljómsveitin fékk fljótt á sig póli-
tískan stimpil. Þeir voru ófaír í Bret-
landi á þessum árum, og reyndar
enn þann dag í dag, sem héldu því
fram, að Clash væri dæmigerð
„vinstrisinnuð" hljómsveit.
Sennilega eru það þó textar
Clash, sem öðru fremur ráða því
undir hvaöa hatt sveitin er sett. Þeir
fjalla flestir um þjóðfélagsleg
vandamál af einu eða öðru tagi og
þaö veröur ekki aö Clash skafiö, aö
hljómsveitin getur flestum öörum
betur sett saman texta. Ein skýring-
in á beinskeyttum tectum er vafalít-
iö sú staöreynd, að Mick Jones og
Paul Simenon eru báðir aldir uþp í
Brixton-hverfinu, rétt sunnan
Thames. Það hverfi hefur nú um
tveggja ára skeið veriö miðpunktur
óeirða og átaka lögreglu og ungl-
inga á Bretlandseyjum.
Hvað svo sem um Clash verður í
framtíöinni leikur vart nokkur vafi á,
að hljómsveitin hefur náö að hrista
hressilega upp í rokkheiminum
beggja vegna Atlantshafsins. Clash
hefur farið sínar eigin leiðir að
mestu, stoliö stefi hér og þar eins
og allir, en verið hugsjónum sínum
býsna trú. Þaö er allténd meira en
hægt er aö segja um marga aðra.
Mick Jones þungbúinn é svip á tónleikum.