Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Tryggjum Guðmundi öruggt sæti eftir Guðlaug Gísiason fyrrverandi alþingismann Guðlaugur Gíslason í NÓVEMBER 1982 samþykkti fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum einróma að skora á Guðmund Karlsson al- þingismann að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu. Þegar kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks- ins hafði ákveðið prófkjörsregl- ur á fundi sínum í Eyjum í sama mánuði og ljóst var að velja þurfti þrjá frambjóðendur í prófkjörið úr Eyjum fékk Guð- mundur Karlsson stuðning nær ailra fulltrúaráðsmanna, eða 39 atkvæði af 43 mögulegum. Sýnir þetta svo ekki verður um villst, mikinn og góðan stuðning trún- aðarmanna flokksins við starf Guðmundar þau ár sem hann hefur setið á Alþingi. Guðmundur Karlsson var kjörinn á Alþing 1978 og hefur því setið rúm 4 ár á þingi. Á þessum tíma hefur hann unnið sér traust samþingsmanna og umbjóðenda, enda mikið leitað til hans þegar leysa þarf hin margvíslegustu mál sem upp koma innan Suðurlandskjör- dæmis. Þá kemur það Guðmundi mjög til góða að hafa starfað við undirstöðuatvinnuveg þjóðar- innar, útgerð og fiskvinnslu, en í Suðurlandskjördæmi er rekin þróttmikil útgerð, í Eyjum og öðrum sjávarplássum á strönd- inni. Guðmundur hefur setið í sjávarútvegsnefnd og samgöngu- nefnd, en þessir tveir mála- flokkar skipta miklu fyrir Sunn- lendinga. Nákvæmlega fyrir 10 árum, þegar eldgos kom upp á Heimaey, var leitað til Guð- mundar Karlssonar að stjórna björgunar- og uppbyggingar- starfi á Heimaey. Reyndi þá mjög á forystuhæfileika hans, en þá var unnið gífurlegt björgun- ar- og hreinsunarstarf í Vest- mannaeyjum, oft við hinar erfið- ustu aðstæður. Eru allir sem til þekkja sammála um að þar hafi verið unnið þrekvirki, ævintýri líkast, af þeim mönnum sem þar störfuðu. En bærinn var nær all- ur hreinsaður á tæpum þremur mánuðum sumarið 1973, enda unnið dag og nótt. Skapaðist þar með aðstaða fyrir Eyjamenn að hefja heimflutning strax sumar- ið og haustið 1973. Sem fyrr sagði hefur Guðmundur Karls- son veitt fiskvinnslufyrirtæki forstöðu en við því starfi tók hann á miklu erfiðleikatímabili í sjávarútvegi, árið 1967. Þegar starfi Guðmundar lauk við hreinsun Heimaeyjar var strax ráðist í að koma fiskvinnslunni í gang aftur, en fyrirtækið sem Guðmundur veitir forstöðu, skemmdist mikið í gosinu. Tókst að koma fiskvinnnslu í gang í Eyjum í vertíðarbyrjum 1974. Guðmundur Karlsson er þann- ig skapi farinn að hann hefur síður en svo sóst eftir auglýs- Guðmundur Karlsson ingastarfi fjölmiðla, eins og sið- ur er sumra fjölmiðlaskrumara, sem leitað hafa eftir setu á Al- þingi. Hefur hann unnið starf sitt á Alþingi af dugnaði og trúnaði og þykir mörgum gott að leita til hans með sín mál. Ég skora á stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi að veita Guðmundi brautargengi í prófkjöri flokks- ins nú um helgina, þannig að hann lendi í öruggu sæti á lista flokksins fyrir næstu alþingis- kosningar. Bendum við á að í víðlendu kjördæmi eins og Suð- urlandi, þar sem mikill útgerð og fiskvinnsla fer fram, er nauð- synlegt að nýta þekkingu Guð- mundar í sjávarútvegsmálum, en hann er sá eini af frambjóð- endum flokksins í kjördæminu sem starfað hefur að sjávarút- vegsmálum, og það um margra ára skeið. Guðlaugur Gíslason Tækjagjöf til Líffræði- stofnunar Háskóla Islands Frá afhendingu gjafarinnar til líffræðistofnunar Háskóla íslands. Á mynd- inni eru frá vinstri: Arnór Garðarson, prófessor, Heinz Pallach, sendiráðu- nautur í þýzka sendiráðinu, sem afhenti gjöfina, og Jakob K. Kristjánsson Morgunbladid/KÖE NÝLEGA barst Líffræðistofnun Há- skólans mjög góð gjöf frá Þýzka- landi. Er hér um að ræða rannsókn- artæki sem gefin eru af Alexander von Humboldt-stofnuninni í Vestur- Þýzkalandi og eru einkum ætluð til rannsókna og kennslu á sviði ör- verufræði. Tækin eru í þremur ein- ingum, að því er skýrt er frá í frétt frá stofnuninni: Safnað efni I sögu íslenzkra esperantista ÍSLENZKA esperanto-sambandið safnar nú efni um sögu esperantista- hreyfingarinnar á íslandi og hefur i því skyni verið tilnefnd 7 manna nefnd, segir í fréttatilkynningu frá íslenzka esperanto-sambandinu. I nefndinni eiga sæti: Friðrik Kristjánsson, Akureyri; Hallgrím- ur Sæmundsson, Garðabæ; Har- aldur Guðnason, Vestmannaeyj- um; Helgi Hannesson, Reykjavík; Ingimundur Ólafsson, Reykjavík; Jón Emil Guðjónsson, Reykjavík og Kristján Eiríksson, Laugar- vatni. I fréttatilkynningunni segir ennfremur: „Með skírskotun til ofanritaðs eru hér með allir þeir, er gætu látið í té heimildir og/eða gögn um þetta efni, vinsamlega beðnir að hafa samband við einhvern nefndarmanna. Þeir sem gætu veitt einhverjar upplýsingar um hreyfinguna hér á landi á fyrsta fjórðungi þessarar aldar, eru sér- staklega beðnir að láta í sér heyra. Gagnasöfnunin er forsenda þess að hægt verði að rita sögu íslensku esperanto-hreyfingarinnar." Fróóleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! 1. Litrófsljósmælir UV-VIS (gerð Hitachi) með bylgjusvið 200—900 nm. Með „digital" af- lestri og með hitunarbúnaði í mælihólfi til að halda mæli- glösum („cuvettum") við stöð- ugt hitastig meðan mæling fer fram. 2. Hitabað með dælu (gerð Haake) og með nákvæmum hitastilli. Ætlað til að halda hita á mælihólfi litrófsljósmæl- isins. 3. Skrifari eða síriti (gerð W & W) sem tengist við litrófsljós- mælinn. Verðmæti ofangreindra tækja (hingað kominna) er um 13.500 DM, sem er um 78.000 kr. miðað við tollgengi í október sl. Farið var fram á það við fjármálaráðuneytið að sölugjöld og öll aðflutnings- gjöld yrðu felld niður af gjöfinni og var það góðfúslega veitt. Gera má ráð fyrir að raunvirði gjafar- innar (með tollum, vörugjaldi og söluskatti, en án álagningar eða annars kostnaðar) sé a.m.k. 150 þúsund krónur. Með þessum tækjum má bæði mæla styrk flestra efna sem notuð aðjunkt. eru í líffræðilegum rannsóknum og einnig mæla virkni bakteríu- fruma eða ensíma þeirra. Við mælingar á líffræðilegri virkni er mjög mikilvægt að geta haldið hitastiginu stöðugu. Ætlunin er að nota þessi tæki fyrst og fremst til rannsókna á hitakærum örverum í hverum og laugum hér á landi, en þær rannsóknir hófust sl. vor við Líffræðistofnun Háskólans. Líffræðistofnun er mjög þakk- lát Alexander von Humboldt- stofnuninni fyrir þessa veglegu gjöf. Tæki þessi munu nýtast mjög vel til fyrrgreindra rannsókna og svo til kennslu í örverufræði og öðrum líffræðigreinum. Líffræði- stofnun átti ekki sambærileg tæki fyrir og auka því tækin verulega við rannsóknarmöguleika stofnun- arinnar. „Ferðin til Panama“, barnabók komin út ÚT ER komin hjá bókaforlaginu Svart á hvítu barnabókin Ferðin til Panama eftir Janosch. Janosch þessi er búsettur í Vestur-Þýska- landi. Ferðin til Panama var valin besta þýska barnabókin árið 1979. Aðalsöguhetjurnar í bókinni eru lítið tígrisdýr og lítill björn, sem eru perluvinir og búa sam- an í litla húsinu sínu við árbakk- ann. Þeir ákveða að leggja i langferð til landsins Panama, þar sem þeir hafa bitið það i sig að í Panama sé svo gott að vera. Vinirnir lenda í ýmsum ævin- týrum, sem eru hvert öðru merkilegra, en ferðalaginu lýkur svo á óvæntan en skemmtilegan hátt. Ferðin til Panama er lit- myndabók, 48 síður, og prentuð í Þýskalandi. Þýðandi er Guðrún Kvaran. Félagsfundur Lífs og lands STEINUNN Sigurðardóttir, rit- höfundur mun lesa úr verkum sin- um á félagsfundi Lífs og lands, sem haldinn verður í Skólabæ, Suðurgötu 36, næstkomandi mið- vikudag, 26. janúar, og hefst fund- urinn klukkan 20.30, að því er seg- ir í fréttatilkynningu frá Lífi og landi. Allir eru velkomnir á fé- lagsfundinn. Steinunn Sigurðardóttir Heimili: Staður: ÍÆfl of London Frccmon/ Sendist til: FREEMANS OF LONDON, Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfirði, sími 53900 Ég hlaklca til Vorsrns Sendið mér pprminarhstann strax

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.