Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 t SIGRfOUR JÓNASDÓTTIR, Njaröargötu 25, andaðist i Heilsuverndarstöö Reykjavíkur 20. janúar. Vandamenn. t Eiginmaöur minn, HALLDÓR JÓNSSON, Leysingjaatööum, lézt í Vífilsstaðaspítala 21. janúar. Oktavía Jónasdóttir. t Móöir mín, STEFANÍA HELGA STEFÁNSDÓTTIR, Eiríksgötu 33, veröur jarösungin frá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 23. janúar kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á aö láta liknarstofnanir njóta þess. Stefán Bjarnason. t Systir okkar og frænka, ÞÓRHANNA BJARNEY ÁRNADÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. janúar kl. 10.30 f.h. Guöjón Árnason, Anaís N. Árnadóttir, Árný Ólafsdóttir Crame, William A. Crame. t Aluðar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug viö andlát oo útför a MAGNÚSAR JÓNASSONAR, Smáratúni 13, Selfossi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkrahúss Suöurlands fyrir góöa hjúkrun. Sesselja Halldórsdóttir, synir, fósturdóttir og fjölskyldur. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát ög útför móöur okkar, tengdamóöir og fósturmóöir, HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR, Grettisgötu 26. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar Landspítalans. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Ólafur Alexandersson, Esther Haraldsdóttir, Edda Alexandersdóttir, Guöbjörg Guömundsdóttir, Guömundur Kristjánsson, Helga Zoéga. t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, UNA EINARSDÓTTIR, Vatnastíg 10, sem lést 12. janúar, veröur jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánu- daginn 24. janúar, kl. 13.30. Ásta Magnúsdóttir, Einar Einarsson, Einar Magnússon, Sigrún Guðlaugsdóttir, Inga Maríe Magnúsdóttir, Eberg Elefsen, Ingíbjörg Pálsdóttir og barnabörn. t Konan mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSDÍS INGÓLFSDÓTTIR, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. janúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag íslands. Guðjón Eymundsson, Ingólfur Guðjónsson, Susan M. Guójónsson, Áslaug Sif Guöjónsdóttir, Karl F. Garöarsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Jón Ssevar Jónsson, Bergljót Guðjónsdóttir, Helgi B. Ingólfsson, Hörður Guðjónsson og barnabörn. Minning — Þorleifur Júlíus Eggertsson Fæddur 31. júlí 1898 Dáinn 10. janúar 1983 „Glaðr ok reifr skyldi gumna hverr, uns sinn biðr bana.“ Þessi forna speki Hávamála kemur mér í hug, er ég minnist frænda míns, Leifa í Arholti, eins og hann var alltaf nefndur af flestum þar vestra á mínum uppvaxtarárum. Hann var glaður og reifur, er ég sem lítill drengur man eftir hon- um sem ungum manni, hvort sem það var í starfi eða leik. Hann var glaður og reifur sem kennarinn okkar barnanna í litla skólanum í sveitinni, er hann reyndi að koma okkur til nokkurs þroska. Hann var glaður og reifur, er ég mörgum árum seinna kom til hans á þær sjúkrastofnanir og hæli, sem urðu hlutskipti hans að dvelja á í ára- tugi. Eg man hann ávallt prúðan og hógværan, glaðan og góðlátan. Úr svip hans geislaði gleðin og lífs- krafturinn. Það var einmitt þetta innra sólskin, gleðin og trúin á al- mættið, sem styrkti hann í hinum mörgu orrustum við höfuðbölvald lífsins, sem hann að lokum hneig fyrir. Þorleifur Júlíus Eggertsson fæddist á Skálará í Keldudal í Dýrafirði 31. júlí 1898 og var því á 85. aldursári er hann lést á Reykjalundi 10. janúar sl. Foreldrar hans voru Eggert Andrésson skipstjóri og bóndi á Skálará og kona hans, Þórdís Jónsdóttir — sæmdarfólk. Þeim varð 5 barna auðið. Þau voru þessi: Þorbergur, Magnús, Ástríð- ur, Þórlaug og Þorleifur, sem var yngstur. Þau eru nú öll látin. Áuk þess ólu þau upp frá bernsku tvær stúlkur, Guðríði Gestsdóttur og Ingibjörgu Guð- mundsdóttur, sem báðar eru á lífi. Leifi ólst upp í vestfirskum fjalldölum, fyrst í Keldudal til 9 ára aldurs en svo í Haukadal, því þangað fluttust foreldrar hans og systkini. Þótt kjörin væru á stund- um kröpp, munu hamingja og lífs- gleði hafa einkennt hans bernsku- og æskuheimili. Æskustöðvarnar voru honum kærar og þangað kom hann meðan stætt var. Sveitin hans er líka stórbrotin og fögur. Á aðra hönd tíguleg fjöll og fell með grösugum dölum en á hina töfrandi fjörðurinn, blár og tær. í þessu svipmikla umhverfi drakk hann svo í sig tign og fegurð landsins, þrautseigju og kraft bú- endanna, sem entust honum til hinstu stundar. Þarna lifði hann öll sín bestu æviár. Innan við tvítugsaldur gerðist Leifi barnakennari í Haukadal og Keldudal, eftir tveggja vetra nám í Núpsskóla. Kennslan lék í höndum hans. Hann var vinsæll og dáður kenn- ari. Hafði sérstakt vald á íslensku t Hjartanlegar þakkir fyrir auösýndan hlýhug og samúö viö andlát og útför BJARTMARS PÁLMASONAR, Hringbraut 56. Snunn Sigríður Guöjónsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö fráfall og jaröarför VALS G. SIGURMUNDSSONAR, Álftamýri 4. Ásta Jónsdóttir, Sigurbjörg Hermannsdóttir og aöstandendur. f t Þökkum auösýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför móöur okkar, SIGRÍÐAR KRISTÓFERSDÓTTUR frá Breiöavaði. Kristjana Haraldsdóttir, Einar Haraldsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför GÍSLA GUDMUNDSSONAR, Suöurgötu 79, Hafnarfiröi. Sigurrós Scheving Hallgrímsdóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Sigurbergur Sveinsson, Pálína Gísladóttir, Sigurgeir Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum innilega samúö og vinarhug viö fráfall og jaröarför fööur okkar, tengdafööur og afa. JULÍUSAR ÞÓRMUNDSSONAR, bónda, Laugabæ, Bæjarsveit, Borgarfiröi. Sigurbjörg Júlíusdóttir, Þorgeir örn Elíasson, Þorfinnur Júlíusson, Kristín Jakobsdóttir, Þorsteinn Júlíusson, og barnabörn. máli, bæði í ræðu og riti og skrif- aði fagra rithönd. 19. janúar 1924 var mikill ham- ingjudagur í lífi Leifa, þá gekk hann að eiga unga og glæsilega konu, Jóhönnu Guðjónsdóttur, Þorgeirssonar bónda á Arnarnúpi í Dýrafirði og konu hans, Elín- borgar Guðmundsdóttur, og hófu þá búskap í Árholti. Þótt efnin væru í fyrstu lítil, vegnaði ungu hjónunum vel, þau voru samhent og lífið blasti við þeim. í Árholti eignuðust þau börnin sín 4 en þrjú eru á lífi. Þau eru: Þórdís Magnea, Jón Snorri og Guðmunda Markúsína, allt vel gert og myndarfólk. Munu afkom- endur Árholtshjóna, Jóu og Leifa, vera 30. Árin liðu. Húsbóndinn kenndi á vetrum, stundaði sjó á sumrum og annað, er til féll, og allt bjargaðist vel. En eftir 20 ára farsælt kennara- starf í Haukadal og Keldudal fékk hann einn þann illkynjaðasta sjúkdóm, berkla, sem herjað hefur íslenska þjóð, og barðist við hann hetjulegri baráttu í áraraðir. Þetta olli því, að brugðið var búi 1942 og flutt til Reykjavíkur því nú þurfti langtímum að dvelja á sjúkrahúsum. Eftir að hafa gengið í gegnum óvenju erfiðar aðgerðir og dvalið árum saman á Vífilsstöðum, lá leiðin 1949 á Heilsuhælið á Reykjalundi, sem þá hafði nýlega hafið starfsemi sína. Þarna var honum lífið bærilegt, miðað við það, sem á undan var gengið. Fljótlega hlóðust á herðar hans hin margvíslegu störf, því maður- inn var félagslyndur, trúverðugur og gæddur ýmsum forystuhæfi- leikum. Hann var aðalhvatamaður að stofnun iðnskóla á staðnum og síð- an kennari hans í mörg ár. Hann var í forystusveit ýmissa samtaka á Reykjalundi og í stjórn SÍBS um árabil. Á Reykjalundi dvaldi Leifi í 33 ár eða þar til yfir lauk. Öll hin miklu veikindi og löngu fjarvistir Leifa frá ástkærri konu og börnum var honum þung og sár lífsreynsla. Það þurfti karlmenni til að láta eigi bugast, er heilsan brast á besta aldri og dvelja svo helming ævinnar og vel það innan veggja sjúkrahúsa, en hann átti trúna, vonina og kærleikann. Þetta voru erfiðir tímar fjöl- skyldu hans, en hún stóð styrk og traust í brotsjóum lífsins og reyndi að létta honum hans þungu byrðar eins og best varð á kosið. Eiginkonan var hin styrka stoð, sem stóð eins og klettur úr hafinu í blíðu sem stríðu, hvernig sem brimaldan braut. Og frændi lét ekki deigan síga, þótt syrti í álinn. Gamanyrði fuku af vörum hans, þá síðast er ég hitti hann. „Glaður og reifur til síðasta dags.“ Þökk sé Árholtshjónunum fyrr og síðar. Þangað var alltaf gott að koma og til þeirra að leita. Með söknuði og þakklæti í hug kveð ég góðan frænda og vin og votta eftirlifandi eiginkonu hans, börnum þeirra og öðrum ættingj- um og vinum samúð mína og minnar fjölskyldu. „Kar þú í friði frióur uurts þig blf.vsi HafAu þökk fyrir allt all(.“ Jón Þ. Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.