Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
37
Vörubílasýning!
Laugardag og sunnudag frá kl. 1 — 6
Sýnt verður allt það nýjasta
frá Mazda, Hino og DAF.
BÍLABORG HF. Smióshöföa 23
Viðar Þór Haf-
þórsson — Minning
Fæddur 15. desember 1978
Dáinn 14. janúar 1983
„I>ú (auð mín.s lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum röóurörmum þínum
og hvíli sa*U, þótt hverfi sólin bjarta
ég halla mér ad þínu föóurhjarta.
(M. Jochums.son)
Vegir Guðs eru órannsakanlegir
var það fyrsta sem okkur kom í
hug er við heyrðum um andlát
litla elskulega frænda okkar.
Hann sem var svo skýr og yndis-
legur og brosið hans bjarta og
hreina er eitt af því sem maður
aldrei gleymir. Því fannst okkur
við verða að setjast niður og skrifa
nokkur kveðjuorð og þakka fyrir
allar yndislegu samverustundirn-
ar sem við áttum með honum. Þær
voru ekki fáar og eru nú sem perl-
ur í minningunni.
Síðastliðið ár var honum erfitt
þar sem hann þurfti að dvelja
langdvölum á sjúkrahúsi en aldrei
heyrðist æðruorð frá litla frænda
og alltaf hitti maður hann með
bros á vör. En hann var heldur
ekki einn því við hlið hans stóðu
foreldrarnir sem dvöldust öllum
stundum hjá honum og studdu
hann og styrktu.
Elsku Daddi minn og Lilja,
Tommi og Þórunn, þið hafið misst
mikið, en minnumst þess að
traustið á Hann sem öllu ræður er
það sem öll sár læknar að lokum.
Guð styrki ykkur og styðji alla tíð.
Að lokum langar okkur að þakka
öllu starfsliði og læknum á barna-
deild Hringsins 7-C og D fyrir allt
það sem þau gerðu fyrir hann litla
frænda okkar. Jafnframt þakkir
til starfsfólksins á sérdeild Múla-
borgar fyrir þann tíma sem hann
dvaldi þar og naut æfinga. Guð
blessi þessu fólki störf þess og
vilja.
Ó sólarfaðir aigndu nú hvert auga
en sér í lagi þau sem tárin lauga
og sýndu miskunn öllu því sem andar
en einkum því sem böl og voði grandar.
(M. Jorhumsson)
Dæja og Dóra
Viðar Þór er dáinn. Þessi litli
frændi okkar fæddist 15. desem-
ber 1978 og er því aðeins fjögurra
ára þegar hann hverfur okkur úr
jarðnesku lífi. Við dánarbeð lítiis
barns vakna svo margar spurn-
ingar, sem erfitt verður að fá svör
við. Af hverju fékk hann ekki að
lifa. Af hverju hjálpaði Drottinn
honum ekki að yfirbuga sjúkdóm-
inn sem hann barðist við frá fæð-
ingu, og þó sérstaklega allt síð-
astliðið ár. Á slíkri stundu finnum
við vanmátt okkar betur en
nokkru sinni áður. Þetta síðasta
ár dvaldi hann að mestu á barna-
deild Hringsins á Landspítalanum
í umsjá einstaks hjúkrunarfólks
og lækna og það eitt er víst að þar
er valinn maður í hverju rúmi.
Starfsliði öllu færum við bestu
þakkir fyrir þá alúð og umönnun
sem þau veittu honum. Alla daga,
sem Viðar Þór var á spítalanum
gat hann treyst því, að mamma og
eða pabbi, kæmu til að auðvelda
honum dvölina þar. Samt var það
tilhlökkunarefni að geta sagt
mömmu að Björn læknir hefði gef-
ið honum helgarleyfi, hann mætti
fara heim. Foreldrar hans eru
Lilja Hjördís Halldórsdóttir og
Hafþór Jónsson sem ásamt bróður
og systur sjá á bak hugljúfum syni
og bróður. Já, mikil er sorg ykkar,
en við vitum að trúin á algóðan
Guð auðveldar ykkur að ganga í
gegnum þá þraut sem ykkur hefur
verið lögð á herðar.
Lilja mín og Daddi. Við eigum
ásamt ykkur, afa og ömmu, ljúfar
minningar, sem aldrei gleymast,
minningar um lítinn dreng sem nú
verður lagður í hinstu hvílu milli
afa og ömmu sem þegar hafa tekið
hann í arma sína. Guð styrki þá og
styðji sem nú eiga um sárt að
binda.
Kveðja frá starfsfólki og börnum
á Hvolpadeild, Múlaborg
Viðar Þór Hafþórsson fæddist
þann 15. desember 1978 og andað-
ist 14. janúar 1983. Foreldrar hans
voru þau Lilja Hjördís Halldórs-
dóttir og Hafþór Jónsson, stýri-
maður, og eftirlifandi systkini
Þórunn Jónína, sem verður 7 ára í
þessum mánuði, og Tómas Bolli,
15 ára. Á Hvolpadeildina í Múla-
borg kom Viðar seint í marsmán-
uði 1980 og var síðan hjá okkur
meira eða minna, á milli þess sem
hann þurfti að dveljast á sjúkra-
húsi vegna langvarandi og erfiðs
lungnasjúkdóms, sem dró hann að
lokum til dauða.
Þrátt fyrir að líkamleg fötlun
setti sitt mark á Viðar Þór, var
hann einstaklega skemmtilegur og
skýr drengur. Átti hann auðvelt
með að „sjarmera" starfsfólkið
hérna alveg upp úr skónum, svo
oft reyndist erfitt að neita honum
um nokkurn hlut. Huggun er það
foreldrum Viðars Þórs og systkin-
um að síðustu jól og áramót og
síðustu helgarnar sem hann lifði,
fékk hann að koma heim af
sjúkrahúsinu og vera hjá þeim og
var vonum framar hress og kátur.
Margar skemmtilegar minningar
eigum við á Hvolpadeild um Viðar
Þór, þó að vera hans hér væri í
heild ekki löng, vegna tíðrar
sjúkrahúsvistar hans. Þau Lilja og
Hafþór, foreldrar Viðars, voru
mjög áhugasöm og virk í foreldra-
félaginu hér og var Hafþór lengi
formaður þess. Við dáðumst að
styrk þeirra, bjartsýni og dugnaði
í veikindum Viðars og allt fram til
síðustu stundar.
Nú eftir mikil og erfið veikindi,
sem virtust ekki eiga nema einn
Móðursystkini
hljóma gegnum dauúans nilt
þai er kveijan: Kom lil mín!
Krislur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuö hans í hóndum,
hólpin sál meö Ijóssins óndum."
(SB 1886 — B. Halld.)
endi, þó að rofaði til á milli, er
gott fyrir lítinn ljúfan dreng að fá
hvíld „uppi hjá Guði“ eins og
blessuð börnin segja.
Við, starfsfólkið á Hvolpadeild
og börnin hér, sendum Lilju og
Hafþóri, Þórunni og Tomma okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
„lA*gg ég nú bæöi líf og önd
Ijufi Jesú í þína hönd
síöasl þegar ég sofna fer
sitji (>uös englar yfir mér.“
(llallgr. Pétursson)
wá■—
xVskriftar-
síminn er 830 33
Utgerðarmenn —
fiskverkendur
Éigum nú fyrirliggjandi
— Karfahreistrara (minni gerö)
— Löndunarmál úr áli.
— Haröfiskvals.
— Fiskþvottavél.
Viö minnum einnig á okkar framleiöslu á frystitækj-
um, færiböndum og ýmsum sérútfærslum fyrir útgerö
og fiskvinnslu. Ávallt viöbúnir.
'Dclémiðfan ‘Kteiiur /.
Hfcl LIJHRAUNI 16 18 — PÓSTHÓLF 220 — 222 HAFNARFIRÐI - SÍMAR: 50139 - 50539
Kúplingar
í f lesta bíla
Höfum einnig kúplingsbarka, kúplingsiegur og
kúplingskol. Viógeröarsett í kúplingsdælur og
ust n.r
hjörulióskrossar.
The Gomplete Glutch.
na
Síöumúla 7-9, sími 82722.
„Hví var þesHÍ beður búinn,
barnið ka*ra þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin