Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983
5
Síra Jakob Jónsson, dr. theol.
Hljódvarp kl. 16.20:
Gamanið í guð-
spjöllunum
í hljóóvarpi kl. 16.20 er dagskrár-
liður sem nefnist „Gamanið í guð-
spjöllunum“. Dr. Jakob Jónsson
flytur sunnudagserindi.
Dr. Jakob sagðist fyrst fara
nokkrum orðum um séreinkenni
kímninnar yfirleitt og síðan heim-
færa þau til dæma í guðspjöllun-
um. Hann sagðist telja, að ýmis-
legt í predikun Jesú og kennslu,
svo og frásögnum um hann, yrði
skiljanlegra í ljósi kímninnar en
án hennar.
Árið 1965 gaf dr. Jakob út dokt-
orsritgerð sína „Humour and Ir-
ony in the New Testament", um
kímni í Nýja testamentinu, þar
sem hann bar hana saman við
sams konar stílfyrirbæri í ritum
rabbíanna frá svipuðum tima.
Á dagskrá sjónvarps kl. 16.10 er
þáttur í bandaríska framhalds-
myndaflokknum Húsið á sléttunni
og nefnist hann Smiðurinn. — Á
myndinni eru John Bleiter og
Matthew Laborteaux í hlutverkum
Isaac Singermans smiðs og Alberts
Ingalls.
Sjónvarp kl. 22.05:
Blái vasinn
— eftir sögu
Agöthu Christie
Á dagskrá sjónvarps kl. 22.05 er
þáttur í breska sjónvarpsmynda-
flokknum Kvöldstund með Agöthu
Christie og nefnist hann Blái vas-
inn. Leikstjóri er Ceryl Coke, en í
aðalhlutverkum Derek Frances,
Robin Kermode, Isabelle Spade og
Michael Aldridge.
Ötulum námsmanni og golf-
leikara, Jack Hartington, verður
ekki um sel, þegar hann heyrir
hrópað á hjálp úti á golfvelli,
þótt þar sé engan mann að sjá.
En þetta er aðeins upphafið að
ráðgátu bláa vasans.
Sjónvarp kl. 21.30:
jr
Ar elds
og ösku
Á dagskrá kl. 21.30 er raynd sem
sjónvarpið lét gera um eldgosið í
Heimaey, sem hófst 23. janúar 1973,
fyrir réttum áratug. Myndinni lýkur
ári síðar, um það bil sem uppbygging
er að hefjast á Heimaey. Kvikmynd-
un: Þórarinn Guðnason. Hljóð: Mar-
inó Olafsson. Umsjónarmaður og
þulur: Magnús Bjarnfreðsson.
Mynd þessi var sýnd í sjón-
varpsstöðvum víða um heim
skömmu eftir að hún var gerð, en
hefur ekki áður verið sýnd hérlend-
is.
Fyrírtiyggja
I feröamálum
Þúgeturbyríaðstraxi
SL-ferðaveltunni
SL-ferðaveltan gerir farþegum okkar
kleift að búa nú þegar í haginn fyrir
nœsta sumar, safna á auðveldan hátt
álitlegum farareyri og skapa sér þannig
ánœgjulegt sumarleyíi, laust viö hvimleið-
ar fjárhagsáhyggjur.
SL-ferðaveltunni svipar til venjulegrar
spariveltu, - nema í einu grundvallaratriði
- sem einmitt gerir gœfumuninn.
Líkt og í spariveltunni leggur þú
mánaðarlega inn ákveðna upphœð á
Ferðaveltureikning í Samvinnu-
bankanum og íœrð upphœðina síðan
endurgreidda í einu lagi að 3ja til 9
mánaða sparnaði loknum, ásamt láni frá
bankanum jafnháu sparnaðarupphœð-
inni. Þú heíur þannig tvöfalda upphœð til
ráðstöfunar að ógleymdum vöxtunum.
Sérstaða SL-ferðaveltunnar er síðan
fólgin í því að þú greiðir lánið á 5-11
mánuðum, 2 mánuðum lengri tíma en
venja er til. Samvinnuíerðir-Landsýn
fjármagnar framlengingu endurgreiðslu
tímans, hver greiðsla verður léttari og
sumarleyíið greiðist upp án íyrirhafnar.
Þökk sé SL-ferðaveltunni og fyrirhyggju
þinni.
Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um,
-tryggðu þér tvöfaldan ferðasjóð strax.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SL-ferðavelta - nýr lánamöguleiki
SPARNAÐAR- TÍMABIL MÁNAÐAR- LEGUR SPARNAÐUR SPARNAÐURÍ LOK TÍMABILS LÁN FRÁ SAMVINNU- BANKA RÁÐSTÖFUN- ARFÉMEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGR. ENDURGR. TÍMI
3 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 3900.00 7800.00 11700.00 3900.00 7800.00 11700.00 7974.00 15948.00 23922.00 865.70 1731.50 2597.20 5mánuðir
5 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 6500.00 13000.00 19500.00 6500.00 13000.00 19500.00 13512.50 27040.00 40552.50 1066.20 2132.50 3198.70 7 mánuðir
7 mánuðir 1300.00 2600.00 3900.00 9100.00 18200.00 27300.00 9100.00 18200.00 27300.00 19233.00 38481.00 57729.00 1200.60 2401.20 3601.80 9 mánuðir
9 mánúðir 1300.00 2600.00 3900.00 11700.00 23400.00 35100.00 11700.00 23400.00 35100.00 25150.50 50301.00 75451.50 1305.50 2611.00 3916.50 11 mánúðir
Gert er ráð fyrir 42% innlánsvöxtum og 42.964% útlánsvöxtum svo og lántökukostnaði (stimpil- og lántökugjaldi). Vaxtakjör eru háð ákvörðun Seðlabankans. Framangreind vaxtakjör gilda frá 1.11. 1982.
0183-1