Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANLIAR 1983 41 Frönskunámskeið fyrir starfsfólk í hótel- og ferðaþjónustu Z4. janúar hefst sérstakt frönsku- námskeið á vegum Alliance Franc- aise fyrir fólk sem starfar við hótel- eða feröaþjónustu. Námskeiðið er ætlað þeim sem lært hafa frönsku í a.m.k. tvö ár og þurfa að hafa samskipti við frönskumælandi ferðamenn. Nánari upplýsingar fást á franska bókasafninu, Laufásvegi 12, kl. 17—19, alla virka daga. Fróðleikur og skemmtun fyrirháa semlága! „Allar persónur að bíða eftir bíngóvinningiu — litið inn á æfingu Herranætur á Prjónastofunni Sólinni Herranótt, leiklistarklúbbur Menntaskólans í Reykjavík, hefur aö þessu sinni ráðist í að setja upp verk Halldórs Laxness, Prjónastof- an Sólin, og verður það frumsýnt á mánudaginn. Allt var á öðrum endanum í Hafnarbíói þegar blm. Mbl. leit þar inn á æfingu hjá Herranótt. Það er ekki ofsögum sagt af fjaðrafokinu að tjaldabaki og leik- stjórinn, Andrés Sigurvinsson, hafði hlaupið þrisvar fram hjá áð- ur en blm. varð ljóst að þetta var ekki einn af leikurunum. Það var ekki fyrr en Andrés gaf fyrirskip- un um að allir ættu að drífa sig í búningana og koma upp á svið að einhver regla fór að komast á þetta. Gífurlegt skrjáf heyrðist þegar leikararnir tíndust einn af öðrum inn á sviðið, enda ekki að furða því allir búningarnir reynd- ust vera úr plasti. „Karl Aspelund, okkar stoð og stytta, hannaði leikmynd og bún- inga, en það var Andrés sem sagði: „Hugsaðu PLAST." Það er Sólborg prjónakona sem gefur þessar upp- lýsingar en Edda Arnljótsdóttir fer með hlutverk hennar: „Verkið? Ekki gekk nú vel að sýna það í Þjóðleikhúsinu ’62 en ætli áhorf- endur hafi nokkuð skilið verkið, ekki gerði ég það svona fyrst. En síðan höfum við unnið svo mikið með þetta og kafað það djúpt í hverja persónu að hvert um sig höfum við nú okkar skilning á Prjónastofunni," sagði Edda. Nú kom aðvífandi Ibsen Ljósdal eða Hafliði Helgason, hann sagði um sitt hlutverk: „Boðskapur Ibsens Ljósdal er Allsnægtaborðið, hann gæti verið tákn leiðtoga, trúboða eða heimspekings. Sólborg er eins- konar lærisveinn hans.“ Þórdís Arnljótsdóttir, sem er nú í þriðja sinn í Herranótt þrátt fyrir yfirvofandi stúdentspróf, sagði um hlutverk sitt sem Þrídís: „Hún skiptist í þrjár persónur. Fyrst er hún falleg, miskunnar- laus kona sem tekur þátt í fegurð- arsamkeppninni, sem Örkrumlu- mannafélagið og Fegurðarstjórinn standa fyrir. Sú framkvæmd fer í vaskinn. Þrídís verður sturluð og kemur næst fram sem Bombu- kastarinn, sem verður valdur að heimsendi og þáttaskil verða. Síð- asti þáttur gerist handan heims- ins eftir dauðann og er Þrídís þar í gervi Maríu í Magdölum. Annars væri langt mál að ætla að útskýra allt leikritið, það verður hver að skilja það á sinn hátt. En þetta hefur verið unnið á mettíma, skipulagning og sam- vinna hefur verið mjög góð en að sjálfsögðu hefur þessi dugnaður komið niður á náminu. Skólayfir- völd mættu sýna okkur meiri skilning og fylgjast betur með öllu því sem við afrekum, þó ekki séu einkunnirnar háar. Við fáum þarna mikla og ómetanlega reynslu, sem verður seint metin." Herranótt er elsti leikklúbbur landsins, setti fyrst upp í Skál- holti á 18. öld svo það má segja að þar hafi nú margir stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í gegnum árin.“ Nú var að hefjast rennsli og síð- ustu forvöð að ná tali af leikstjór- anum. „Það sem við höfum viljað hafa að leiðarljósi eru orð Hall- dórs sjálfs: „Prjónastofan er ver- öld í sjálfri sér, smáheimur eins og okkar," sagði Andrés. „Við reyndum fyrst og fremst að ein- blína á manneskjuna í hverjum karakter, væntingar hennar bæði raunverulegar og óraunverulegar. Niðurstaðan af vinnunni var að allar þessar persónur ættu eftir eina tölu á bingóspjaldi og biðu Fríöur hópur Herranætur íklæddur plasti. Mvnd Mbl./KE Andrés Sigurvinsson leikstjóri. eftir að fá vinninginn. Við vonum að áhorfendur eigi eftir að hafa eins gaman af þessu og við, það er ómæld vinna sem liggur að baki þessu og hefði ekki verið mögulegt án hjálpar þeirrar Karls Aspelund og Kjartans Ólafssonar, en sá síð- arnefndi sá um hljómlist og leik- hljóð, sem eru stór hluti sýningar- innar.“ m.e. Þrídís, Ibsen Ljósdal, Sólborg og Fegurðarstjórinn, talið fri vinstri. Mjad Mbl./KE Þar sem Bahus hefur hætt framleiðslu á CðVsllCr vegghúsgögnum gefum við 20% staðafgreiðsluafslátt meðan birgðir endast. r Ennfremur er 20% afsláttur af nokkrum gerðum af hjónarúmum. HÚSGAGNASÝNING í DAG. Tokum aö okkur klæönmgar á husgögnum. Gerum verötilboö yöur aö kostnaöarlausu. Bólsturverkstæði Skeifunnar Sl*ei&n- • ^mifNiin/Pni - Qími Smiðjuvegi 6 - Sími 44544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.