Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 Nokkrar spurningar til formanna stjórnmálaflokk- anna vegna kjördæmamálsins — eftir Örn Björns- son, Gauksmýri V-Húnavatnssýslu Eftir þá einhæfu kynningu, sem átt hefur sér stað, hvað varðar kjör- dæmamálið, hafa vaknað hjá mér nokkrar spurningar, sem ég vona, að þið svarið, hver í sínu blaði. 1. Þjóðin byggir afkomu sína á öflun verðmæta, úrvinnslu þeirra og útflutningi og nú er spurt, hvert sé hlutfallið milli höfuðborgarsvæðisins og Vest- fjarða í útflutningsverðmætum þjóðarinnar. 2. Fjármagn þjóðarinnar er að mestu á höfuðborgarsvæðinu, svo sem m.a. tölur frá Fast- eignamati ríkisins sýna. Er rétt, að um 80% af veltufé bankanna á höfuðborgarsvæð- inu séu fengin frá landsbyggð- inni. 3. Nokkur undanfarin ár hefur 'töluvert verið rætt um dreif- ingu valds og stofnana um landið. Hvaða stofnanir er hér um að ræða og hvenær megum við dreifbýlisbúar vænta þeirra? Örn Björnsson 4. Staðreynd er, að þjóðin stendur nú frammi fyrir miklum vanda. Samdráttur virðist vera nær alls staðar, minnkandi afli, sölutregða á iðnaðarvörum og bændur hafa orðið að fækka búfénaði sínum. Hinn vinnandi maður mun ekki á næstunni hafa jafnmiklar tekjur og áður. En samdrátturinn virðist ekki eiga að ná til Alþingis, öðru nær, þar á að fjölga. Stutt er í kosningar og flestir flokkanna á höfuðborgarsvæðinu hafa þegar valið sér frambjóðendur. Tónninn hefur verið gefinn, hvað kjördæmamálið varðar. Heimtað er, að vægi atkvæða verði leiðrétt. Óréttlætið og rangindin séu slík, að nær óbúandi sé á höfuðborgarsvæð- inu af þessum sökum. Þetta ét- ur hver frambjóðandinn eftir öðrum og virðist hvergi örla á sjálfstæðri hugsun, né heil- brigðri skynsemi varðandi mal- ið. Því er spurt: a) Er ekki óeðlilegt að tala um fjölgun alþingismanna við nú- verandi aðstæður? b) Teljið þið, að fleiri alþingis- mönnum gengi betur að leysa vanda þjóðarinnar. c) Hefur nokkuð verið rætt um fækkun alþingismanna? 5. Hver er túlkun ykkar á orðun- um a) lýðræði, b) mannréttindi, c) jafnrétti? Blaóburóarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Freyjugata 28—49 Stórholt Flókagata 53—69 Úthverfi Skeiöarvogur Njörvasund, Karfavogur Nesvegur frá 40—82 Skerjafjöröur sunnan flugvallar Tjarnargata frá 39 Nesvegur frá Vegamótum Kópavogur Lyngbrekka iHstgttiiÞIafetb raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast Óskast til leigu Okkur hefur veriö falið að auglýsa eftir eftir- farandi húsnæði: 1. Sérhæö, einbýlis- eöa raöhúsi á höfuö- borgarsvæðinu. Leigutími 1—2 ár. 2. 3ja—4ra herbergja íbúö eöa sérhæð í Vesturbænum. Leigutími 1—2 ár. 3. Góöu skrifstofuhúsnæði u.þ.b. 70—100 fm. Stærra húsnæöi kemur þó til greina. 4. Verzlunarhúsnæði í austurborginni 80— 150 fm að stærð. Vinsamlegast hafiö samband viö skrifstofu okkar. Eignamarkaöurinn Hafnarstræti 20, s. 26933. (Nýja húsið við Lækjartorg) Daníel Árnason lögg. fasteignasali. Þekkt tískuverslun í Reykjavík óskar eftir ca. 100 fm húsnæði við Laugaveg. Góð leiga í boði. Tilboö sendist augldeild Mbl. fyrir 2. febrúar merkt: „T — 3595“. Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir lagerhúsnæöi við Laugaveg eöa Hverfisgötu, ca. 60—100 fm. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 10. febrú- ar, merkt: „L — 3596“. Lagerhúsnæði Verslunarfyrirtæki í Reykjavík óskar aö taka á leigu 1500—2000 fm húsnæöi undir lager og geymslur. Æskileg lofthæö 4—5 metrar. Gólfflötur þarf að vera í götuhæð. Hepþileg staðsetning: Skeifu og/eöa Múlasvæöi. Nánari uppl. í síma 86566. HAGKAUP Skeifunni. Útboð Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboöum í frágang innanhúss og pípu- lagnir í fjögur raöhús og fjóra bílskúra viö Aðalland 5—11, Reykjavík. Búiö er aö steypa upp og loka byggingunum. Útboösgögn veröa afhent á verkfræöistofunni Ferli, Suö- urlandsbraut 4, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboöi skal skilaö til Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar eigi síðar en kl. 14.00, þriðjudaginn 8. febrúar nk. Verktími er frá 19. febr. til 1. júní. Starfsmannafélag Reykja víkurborgar. Notaðar vinnuvélar til sölu Traktorsgrafa CASE 580F Traktorsgrafa M.F. 50B Traktorsgrafa M.F. 50 Beltagrafa O.K. RH9 Vökvagrafa Broyt X 2B Mokstursvél Michigan 125 B Jaröýta TD 20 C Jarðýta TD 8.B. Dráttarvél MF 65 m/iönaöarmoksturstækjum Járnhálsi 2, sími 83266. Nauðungaruppboð Annaö og siöasta uppboð á húseigninni Suöurengi 11, Selfossi, eign Þorbjargar Gísladóttur, áöur auglýst í 38., 43. og 47. tbl. Lögbirt- ingablaðsins 1982, fer fram á eigninni sjálfri föstudaginn 28. janúar 1983, kl. 14.00, samkvæmt kröfum Landsbanka íslands, lögmanna Jóns Ólafssonar og Ásmundar S. Jóhannssonar, Brunabótafélags íslands og innheimtumanns ríkissjóös. Baejarfógetinn á Selfossi. Málfundarfé- lagið Óðinn Almennur félagsfundur veröur haldinn í Val- höll, sunnudaginn 23. janúar kl. 14.00. Friörik Sophusson varaformaöur Sjálfstæöis- flokksins mun ræöa um stjórnmálavlöhorfiö. Stjórnin. Kópavogur — Spilakvöld Okkar vinsælu spilakvöld halda áfram þriöjudagskvöldiö 25. janúar, kl. 21.00, i Sjálfstæöishúsinu, Hamraborg 1—3. Góö kvöldverölaun. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Stjórn Sjálfstæóisfélags Kópavogs. Reykjaneskjördæmi Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi heldur fund miövikudaginn 26. janúar 1983 í Lynghálsi 12, Garðabæ, og hefst fundurinn kl. 21.00. Formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.