Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 31 Myndir/ Sigurgeir Jónasson þar til bakað var árla dags. Það var í rauninni furðulegt hvað hitinn hélst lengi í ofninum eftir að hætt var að kynda. Áður fyrr var mun meira unn- ið í höndunum í bakaríum lands- ins, en fyrsta hrærivélin, sem keypt var til landsins, kom ein-' mitt í Magnúsarbakarí og er hún ennþá notuð á stundum. Sams konar hrærivél kom um leið í Bernhöftsbakarí til Sigurðar Bergssonar, bróður Magnúsar, en hann var annar lærlingurinn, sem Magnús tók. í samtali við fjölskyldu Sig- mundar, sagði Dóra, að oft hefðu samgönguerfiðleikar sett strik í reikninginn með hráefni og t.d. nefndi hún, að á bolludaginn fyrrum hefði oft verið beðið milli vonar og ótta hvort skipið kæmi í tæka tíð með rjómann. Alltaf kom rjóminn en i eitt skipti var ekki hægt að byrja að setja á bollurnar fyrr en kl. fjögur um daginn. Sigmundur hafði orð á því, að áður hefði mannlífið ver- ið mun betra, hæggengara og manneskjulegra, en með aukn- um samgöngum hefði þetta farið úr böndum. Fyrsti skápofninn í bakaríi á landinu kom í Magnúsarbakarí og einnig fyrsta hraðgenga hrærivélin, sem gat hrært í 200 brauð á tveimur mínútum. „Upp úr því var öllu hent í hrærivélina í einu en áður voru menn harðir á því, að allt yrði að fara í vélina í réttri röð, annars blandaðist deigið ekki rétt og t.d. urðum við að brjóta eitt egg í einu,“ sagði Sigmundur. Nú býður Magnúsarbakarí upp á 80 tegundir af brauði og kökum og að staðaldri eru bakaðar 40—50 tegundir daglega. „Nú er vítamínbrauðið allsráðandi," sagði Bergur, „og við notum sér- stakt mjöl, tröllamjöl, til þess að hjálpa brauðinu. Bæði hefast það betur með þessu mjöli og einnig geymist það mun betur. það hefur einnig sýnt sig, að stór brauð seljast betur og grófu brauðin eru alltaf að vinna á.“ Áður voru allar tvíbökur og bollur tvíslegnar, nú er allt unn- ið í vélum. Einn maður lagar nú allt deigið fyrir bakaríið, áður var unnið í miklum hita og kófi, nú hefur vélvæðingin gert bak- aríin að venjulegum vinnustöð- um og fólk vinnur sína vinnu í innifötum. Þeir gamalreyndu eru samt ekki sáttir við breyt- inguna á hitastiginu og oft sagð- ist Sigmundur hafa þurft að fara í lopapeysuna við baksturinn vegna kulda eftir að tæknin tók völdin. Við vélvæðinguna hefur fækkað um helming við fram- leiðsluna. Bergur sagði, að þeir legðu mikla áherslu á brauðin. Nú væru mjöltegundir orðnar svo miklu fjölbreytilegri og betri enda samkeppnin mun meiri á markaðnum. „Þetta er nú orðið aðallega spurning um að vera hugmyndaríkur," sagði Bergur. Tólf manns vinna í Magnús- arbakaríi en áður voru tvö bak- arí, Brauðgerð Karls O.J. Björnssonar og Félagsbakaríið, sem í daglegu tali var kallað Vogsabakarí eftir hinum róm- uðu bökurum og persónum þess fyrirtækis. Áður var brauðgerð- in verulega árstíðabundin eftir aflabrögðum og veiðitímabilum en nú er þetta jafnt allt árið. Þeir bræður í Magnúsarbak- aríi ætia að selja framleiðsiu sína á afmælisdaginn eftir verð- lista 23. janúar 1923 og þá mun rjómakakan t.d. aðeins kosta 23 aura og snúðurinn 7 aura. „Þá urðum við að brjóta eitt egg í einu“ Nokkrir af starfsmönnum í Magnúsarbakaríi ásamt Dóru og Sigmundi, Vilborgu og Bergi. Magnúsarbakarí í Eyjum 60 ára: Um áramótin 1979—80 leigja þau svo bakaríið sonum sínum, Bergi og Andrési, og hafa þeir rekið það síðan. Til gamans má geta þess, að það munu ekki vera mörg fyrirtæki hér í Eyjum, sem hafa verið í sömu ættinni í 60 ár. Frá árinu 1914—47 var kynt með kolaofni í bakaríinu og það varð því veruleg breyting þegar það breyttist. Þegar kolaofninn var þurfti að kynda allt í botn á kvöldin og síðan að loka fyrir til þess að halda ofninum heitum Við afgreiðslu í Magnúaarbakarii. Tveir af starfsmönnum f Magnúsarbakaríi með brauðhleifana. Andrés, Sigmundur og Bergur. bakaríinu í rösk 30 ár, eða til ársins 1957, er hann seiur Dóru, dóttur sinni, og tengdasyni, Sig- mundi Andréssyni, bakaríið og allt húsið. Þau starfræktu svo bakaríið þarna á Heimagötunni til ársins 1967 þegar þau flytjast í nýtt hús, sem þau reistu á Vest- mannabraut 37 (Gunnarshólma) og opna þar 7. janúar 1967. Magnús hafði útskrifað eina tíu bakara og margir af þeim hafa verið og eru vel kunnir í stétt- inni ennþá. í gosinu 1973 fór Heimagata 4 undir hraun og á sjálfan gosdaginn varð bakaríið 50 ára, svo heldur var það léleg afmælisgjöf, sem það fékk frá máttarvöldunum? Állar vélar og annað var flutt upp á land og um átta mánaða skeið var Magnús- arbakarí rekið á Eyrarbakka. En hinn 16. september sama ár fluttust þau hjónin aftur til baka og hófust handa við að hreinsa og byggja upp aftur. Og þann 16. október var Magnúsarbakarí komið aftur í gang af fullum krafti. Það er ugglaust einstætt að rótgróið fyrirtæki og þar að auki bakarí fái eldgos i afmælisgjöf á fimmtíu ára afmælinu. Einhverjum fyrirtækjum hefði slíkt riðið að fullu en Magnúsarbakarí þoldi hit- ann og hefur síðan hefast á eðli- legan hátt eins og góðu brauði sæmir. Blaðamaður Morgunblaðs- ins heimsótti Magnúsarbakarí í til- efni 60 ára afmælisins 23. janúar en það ber upp á sama dag og upphaf eldgossins í Heimaey, sem hófst 23. janúar 1973. Árið 1923, hinn 23. janúar, kaupir Magnús Bergsson hús- eignina Heimagötu 4 (Tungu) ásamt bakariinu. Það hús var þá eitt af stærstu og myndarlegustu húsum hér í Eyjum. Það var vel byggt og vandað til þess og var öll mölin, sem notuð var í steyp- una, sótt út í Klettsvík í skjögt- urum. Húsið var byggt árið 1914. Þegar Magnús kaupir er hann aðeins 24 ára gamall, nýút- skrifaður bakari og var að koma úr eins og hálf árs viðbótarnámi í Danmörku. Hann stofnsetti Hótel Berg og starfrækti ásamt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.