Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.01.1983, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JANÚAR 1983 43 gosafmæli i Eyjum ELDGOSIÐ í Heimaey hóst 23. janúar 1973 og í dag eru því lidin 10 ár frá upphafi þessara miklu nátt- úruhamfara i íslenskri byggð. Nær 5.500 íbúar Heimaeyjar flúðu eld- stöðvarnar um nóttina og má segja Eyjasjómenn létu engan bilbug á sér finna og skiluðu sínum hlut þritt fyrir gosið. I>að var hrikalegt að sjá húsin fara undir hraunflóðið. Fagurlist við Urðaveg að snúast niður undan þunga hraunsins og eldur er kominn í húsið. Aska hreinsuð af húsþökum, en það var gert dag eftir dag og viku eftir viku. að nær allur Eyjaflotinn, um 100 bátar, hafi verið notaður í flutn- ingana til fastalandsins. Gosið stóð yfir í liðlega fimm mánuöi, var mest í upphafi en rénaði síðan hægt og sígandi. Unnið var víðtækt björgun- arstarf og var hart barist. Gossprungan náði frá eystri enda flugvallarins og í hafnar- mynnið eða um 2 km vegalengd. Á fyrstu dögum eldgossins þéttist sprungan fljótt og gígamyndun hófst miðsvegar á sprunginni í landi Kirkjubæjar. Ekki leið á löngu þar til fyrstu húsin urðu hraunflóðinu að bráð og næstu mánuði var það martröð fyrir Vestmanneyinga að fylgjast með því hvaða hús og hverfi hyrfu næst undir hraunflóðið. Þá lagðist aska í miklum mæli yfir bæinn og kepptust flokkar björgunarmanna við að hreinsa hana af húsþökum og koma þannig í veg fyrir skemmdir. Flutningur á tækjum og búnaði Vestmanneyinga til fastalandsins hófst eftir fáa daga þegar sýnt var að hraunflóðið og askan myndi eyðileggja mannvirki. Öll vinna nema björgunarstörf féll niður í Eyjum og þannig lagðist í dá um sinn þessi stærsta verstöð lands- ins. Sjómenn héldu þó sínu striki og stunduðu sjó þrátt fyrir nátt- úruhamfarirnar og lönduðu í öðr- um verstöðvum. Eitt fyrirtæki í Eyjum, Fiskimjölsverksmiðjan hf., lét þó hvergi bilbug á sér finna og slíkt var harðfylgi þeirra manna, að þeir hófu þræðslu á loðnu þótt gjósandi eldfja.ll væri í aðeins um 1 km fjarlægð. Það var ævintýralegt að fylgjast með bar- áttumerkinu úr reykháfum gúan- ósins gegn gosmekkinum og eld- fjallinu. 240 millj. rúmmetra af hrauni runnu í eldgosinu en gú- anóið bræddi jafnt og þétt. Séð yfir hluta Eyjabyggðar sumarið 1982. Til hægri er Helgafell og til vinstri nýi granninn Eldfellið og Kirkjubæjarhraun. Fyrstu gosnóttina, Kirkjubæjarmenn reka kýrnar til slátrunar. V'irnarliðsvélar flytja tæki og búnað Eyjamanna til lands. Fyrstu mánuðina var höfuð- áhersla lögð á að hreinsa ösku af húsþökum og jafnframt var askan notuð í varnargarða gegn hraun- flóðinu þar til vatnskæling hófst af kappi. En þegar líða tók á gosið og það rénaði hófst öskuhreinsun- in úr bænum og alls voru hreins- aðar um tvær milljónir tonna af ösku úr byggðinni og fjöllunum í kring. Stóð sú hreinsun fram á ár- ið 1974 að mestu. Alls eyðilögðust 400 af 1.200 húsum Vestmanneyinga, en Eyja- skeggjar fengu aðsetur í flestum byggðarlögum landsins um sinn. Áður en tilkynnt var formlega um goslok var Eyjafólk byrjað að flytjast heim en þorri þess hafði staðið í ótrúlegri baráttu og vand- ræðum vegna þróunar mála. Bætti þó mikið úr skák að Eyjaskeggjar nutu mikillar gestrisni af hálfu fastalandsmanna. Hægt og sígandi fóru hjólin svo að snúast í rétta átt fyrir upp- byggingu Eyjabyggðar og má segja að hraðinn hafi sífellt verið að aukast frá goslokum. Margt hefur verið vel gert þó æði margt sé ógert. Að goslokum voru það 1.700 Vestmanneyingar, sem ekki sáu sér fært að snúa aftur til heimabyggðar sinnar og aðallega af völdum vandræða vegna tjóns í eldgosinu. Talið var samkv. skýrslum, að eldgosið hefði kostað 8.000 millj. gkr. Mikið endurbyggingarstarf hef- ur átt sér stað. Bjartsýni hefur ráðið ferðinni síðustu tíu árin hjá Vestmanney- ingum og í júlímánuði munu þeir halda upp á 10 ára gosafmæli og munu þá væntalega koma i heim- sókn erlendir aðilar frá þeim þjóð- um, sem lögðu hönd á plóginn og aðstoðuðu í náttúruhamförunum í Eyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.