Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI Nkomo flúinn frá Zimbabwe Harare, Zimbabwe, 9. mars. AP. JOSHUA Nkomo, leiðtogi stjórnar- andstöðunnar i Zimbabwe flýði í dag land og er nú í nágrannaríkinu Botsw- ana, að þvi er embættismenn þar í landi skýrðu frá í dag. í opinberri til- Joshua Nkomo kynningu í Botswana segir að Nkomo hafa í hyggju aö halda kyrru fyrir í landinu meðan hann kannar leiðir til lausnar vandamálunum heima fyrir. f Harare, höfuðborg Zimbabwe, sagði talsmaður Mugabes forseta, að Nkomo hefði farið ólöglega úr landi, þar sem lögreglan hefði lagt hald á vegabréf hans fyrir nokkru síðan. Mugabe forseti er nú staddur á ráðstefnu ríkja utan hernaðar- bandalaga á Indlandi. Nkomo sakaði stjórn Mugabes nýlega um að hafa viljað ráða sig af dögum, þegar husleit var gerð á heimili hans. Hann hefur farið huldu höfði síðan. Nkomo sat áður í stjórn Mugabes, en er nú ákafur andstæðingur hennar. íranstjórn: Vill 50 milljarða dala stríðsskaða- bætur frá írökum Nýju Delhi, 9. marz. AP. ÍRANSSTJÓRN lýsti því yfir í dag, að hún væri reiðubúin til að binda enda á vopnaviðskipti við írak, ef írakar lýstu því yfir að þeir bæru ábyrgð á átökunum og reiddu jafn- framt af hendi 50 milljarða dollara í stríðsskaðabætur. Þetta kom fram í ræðu fulltrúa frans á ráðstefnu ríkja utan hern- aðarbandalaga í Nýju Delhi i dag. Fulltrúinn sagði að tjónið 9em fr- Semst í dag um lækkun olíuverðs? London, 9. marz. AP. Olíumálaráðherra Saudi- Arabíu sagði í kvöld að OPEC- ríkin myndu sennilega koma sér saman um sameiginlega verð- lækkun á morgun, fimmtudag. Olíumálaráðherrrar 13 OPEC-ríkja hafa setið á löng- um fundum í London undan- farna viku og reynt að ná sam- komulagi um verðlækkunina, en án árangurs. Yamani olíu- málaráðherra Saudi-Arabíu sagðist í kvöld vera vongóður um að samkomulag tækist inn- an sólarhrings. Hann sagði að ýmis ljón væru enn á veginum, en þeim yrði rutt til hliðar. akar hefðu valdið á mannvirkjum í fran næmi 200 milljörðum Bandaríkjadala og væri ekki nema sanngjarnt að írakar greiddu einn fjórða af því fé í bætur. Stjórn íraks hefur æ ofan í æ lýst því yfir að hún sé reiðubúin til að binda enda á stríðið milli land- anna og í gær sagði fulltrúi fraks á fundinum í Nýju Delhi að stjórn sín gæti sætt sig við „sanngjarnt alhliða samkomulag" um málið. Alsírstjórn hefur haft milli- göngu um friðarumleitanir milli Irana og fraka að undanförnu. Af hálfu Alsírmanna kom fram í dag að krafa írana um stríðsskaða- bætur væri eina meiri háttar hindrunin sem enn stæði í vegi fyrir þvi að friður kæmist á. as. Páll páfí 2. á fundi með Cordova forseta Hondur- Varsjá, Port-au-Prince, 9. marz. AP. JÓHANNES Páll páfi 2. mun fara I heimsókn til heimalands síns, Pól- lands, 16. júní nk. að því er greint var frá f Varsjá í dag. Páfi verður 6 daga í Póllandi og mun messa víðs vegar í landinu. Akvörðunin um heimsókn páfa var tilkynnt f dag að loknum fundi Glemps erkibiskups Páfi til Póllands í júní og Jaruzelskis hershöfðingja, leið- toga landsins. Páfinn er nú staddur á Haiti í lokaáfanga heimsóknar sinnar til Mið-Ameríku. Hundruð þúsunda heimamanna tóku á móti páfa á flugvellinum með erkibiskupinn á eynni og forseta landsins, Jean- Claude Duvalier, f broddi fylk- ingar. Páfi dvelur í tæplega hálfan sólarhring á Haiti en heldur þá heimleiðis að lokinni átta daga heimsókn til þessa heimshluta. Fyrr f dag hafði páfi verið í Honduras, Guatemala og Belize. Sovézk geislavopn út í geiminn um 1990? Washington, 9. marz. AP. SOVÉTSTJÓRNIN vinnur kapp- samlega að því að byggja upp hern- aðarlega yfirburði á öllum sviðum, þ.m.t. á sviði geimhernaðar, segir í nýrri skýrslu bandaríska varnar- málaráðuneytisins, sem gefin var út í dag. í skýrslunni segir að ekkert bendi til þess, að hinir nýju vald- hafar í Moskvu hyggist draga úr þessari hernaðaruppbyggingu á neinn hátt. í skýrslunni er ítarlega rakið með hvaða hætti Sovétmenn hafa bætt við vopnabúnað sinn á síð- V estur-Þýskaland: Græningjar hóta að ljóstra upp hernaðarleyndarmálum Kasparov vann fimmtu skákina Moskvu, 9. m*rz. AP. GARY Kasparov vann í dag fimmtu skák sína f einvíginu við Alexander Belyavsky og hefur nú forystu með þrjá vinninga gegn tveim. Tíu skákum er enn ólokið í einvíginu, sem er liður í áskor- endakeppni heimsmeistara- keppninnar. Bonn, 9. marz. AP. TVEIR leiðtogar umhverfisvernd- armanna, sem kosningu hlutu á v-þýzka sambandsþingið í kosning- unum á sunnudag, lýstu því yfir í dag, að þeir myndu að líkindum ekki halda leyndum leynilegum upplýsingum um staðsetningu kjarnorkuflauga NATO á þýzkri grund. Petra Kelly, einn af hinum nýkjörnu þingmönnum umhverf- isverndarmanna, sagði f dag á blaðamannafundi í Bonn að hún og félagar hennar væru þess al- búin að uppljóstra leyndarmálum af þessu tagi. „Ef ég frétti af stað- setningu eldflauganna mun ég segja almenningi frá því,“ sagði Kelly. Þessi ummæli hafa valdið mik- illi reiði meðal þingmanna ann- arra flokka, ekki sízt kristilegra demókrata, sem hafa hótað að beita sér gegn því að umhverfis- verndarmenn fái menn kjörna í varnarmálanefnd þingsins. Ýmsir þingmenn kristilegra demókrata hafa einnig áhyggjur af því að græningjarnir svonefndu muni ljóstra upp um ýmis önnur leynd- armál, sem talin eru varða öryggi ríkisins, og hugsanlega koma með því í veg fyrir aðgerðir gegn hryðjuverkamönnum. Petra Kelly nýkjörinn þingmaður umhverfisverndarmanna. astliðnu ári og hvar ný vopn hafa verið tekin í notkun. Þar segir að þær upplýsingar sem fram hafi komið á síðasta ári sýni svo ekki verði um villzt, að ásetningur Sov- étmanna sé sá að ná algjörum yfirburðum á öllum sviðum hern- aðartækni. Skýrsla þessi er birt á sama tíma og Reagan forseti leggur mikla áherzlu á það við bandar- íska þingið að það fallist á tillögur hans um hernaðarútgjöld. f skýrslunni kemur fram að Sovétmenn muni síðla á þessum áratug geta komið fyrir í geimn- um geislavopni sem grandað geti gervihnöttum. Þá segir að það sé eitt af markmiðum Sovétstjórnar- innar að koma fyrir mannaðri stöð úti í geimnum um 1990 þar sem hægt væri að koma fyrir vopnabúnaði. Weinberger, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi í dag, að skýrsla þessi sýndi svart á hvítu, að nauð- synlegt væri að koma fyrir nýjum eldflaugum í Evrópu ef viðræður stórveldanna í Genf um takmörk- un slíkra vopna í álfunni fara út um þúfur. Weinberger sagði að Sovétmenn hefðu ekki enn sýnt neinn raunverulegan áhuga á að ná samningum á fundunum í Genf. Hann sagði erfitt að skilja hvers vegna SS-20 flaugar Sov- étmanna vektu svo lítinn ugg í Evrópu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.