Morgunblaðið - 10.03.1983, Page 7

Morgunblaðið - 10.03.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 7 Leitið ekki langt yfir skammt Til sölu er B80 tölva ásamt fjölda viðskiptaforrita. Með vélinni fylgir: 64K innra minni (stækkanlegt), 180 Cps matrixprentari, B-9481 diskadrif 2x4,6 Mb = 9,2 Mb, 1 casettustöö, B-9249 150 LPM línuprentari, B-9289-17 diskettulesari, 30 stk. útskiptanlegir seguldiskar. Nánari upplýsingar veita Finnbjörn eða Ólafur í síma 85933. Viðtaistími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekiö á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viötalstíma þessa. ^ Laugardaginn 12. marz veröa til vlötals Hulda Valtýs- ^ dóttir og Vilhjálmur G. Vilhjálmsson. ^ HEIÐRUÐU ÓPERUGESTIR OKKur er þaö einstöK ánægja aö geta boöiö yKKuraö lengia fetöyKKar í íslensKuÓperuna. T.d. með þvíað njóta kvöldverðarfyrir óperusýningu, í notalegum húsakynnum okkar hér við hliðina, eða ef þið eruð tíma- bundin, að njóta hluta hans fyrir sýningu og ábcetis eða þeirrar hressingar sem þið óskið að sýningu lokinni. reim sem ekki hafa pantað borð með fyrirvara, bjóðum við að velja úr úrvali ýmissa smárétta, eftir sýningu, á meðan húsrúm leyfir. J\ðeins frumsýningark völdin fram- reiðum við fullan kvöldverð eftir sýningu. Við opnum klukkan 18 öll kvöld, fyrirþá sem hafa pantað borð. (Annars kl. 19). M eð ósk um að þið eigið ánægju- lega kvöldstund. ARNARHÓLL A horni Hveiýisgötu og Ingólfsstnvtis. Bordapantanirfsima 18833. ..... ' Stuðningsmenn Gunnars '/^oddsen safna undirskriftum: „Ánægður i undirtektimar __ segir Benedikt Bogason verkfræðingur Gleöi Þjóðviljans Ánægja Þjóðviljans yfir því að verið er að skora á Gunnar Thoroddsen til sérframboðs leynir sér ekki og birti blaðiö forsíðufrétt um málið í gær, þar sem forgöngumaðurinn Benedikt Bogason, „arkitekt“ ríkisstjórnarinnar, er kallaður til vitnis um að gleði Þjóðviljans sé á rökum reist. Og ríkis- fjölmiðladeild Framsóknarflokksins heldur áfram aö birta fréttir úr flokksmálgagninu Tímanum um áskoranir á Gunn- ar. Hafa morgunfréttamenn hljóðvarpsins ekki í annan tíma veriö jafn iðnir við að segja innlendar stjórnmálafréttir og af pólitískum afskiptum Benedikts Bogasonar. Fimlega varist Sverrir Hermannsson, forstjóri Framkvæmda- stofnunar rikisins, varðist fimlega í sjónvarpsþættin- um A hraðbergi á þriðju- dagskvöld, sneri vörn í sókn og sýndi fram á að þessi stofnun væri í raun ekki sú ófreskja í kerfinu sem menn vilja vera láta. Má segja um þennan þátt Sverris hið sama og haft var á orði fyrr á tímum um helstu umskipti í stjórn- málabaráttu við tilkomu útvarps og þó sérstaklega sjónvarps að þá dygði ekki lengur að lýsa andstæðingi sínum sem alvondum á prenti, því að hann gæti sjálfur afsannað allt hið illa með beinum kynnum við fólkið í gegnum þann miðil sem veitti honum milliliðalausan aðgang að því. Kftir þátt Sverris þurfa þeir sem harðast hafa gagnrýnt Framkvæmda- stofnunina að ná vopnum sínum að nýju og færa sterk málefnaleg rök fyrir gagnrýni sinni til að j>au vegi upp á móti málfiutn- ingi forstjórans. Raunar hrifsaði Sverrir öll vopnin til sín þegar hann lýsti því yfir, að ekki væri hann ómissandi úr forstjórastólnum og væri fús til að víkja fyrir emb- ættismanni, enda væri allt skipulag stofnunarinnar og sjóðakerfið í heild sinni tekið til endurskoðunar. meira að segja þyrfti að sjá til þess að ekki ættu þing- menn einir sæti í stjórn stofnunarinnar. Kn um setu þingmanna í stjórn- inni eru engin lagaákvæði, þar þarf aðeins hugar- farsbreytingu í þingsölum við kjör manna í stjórn þessarar stofnunar, eins og bankaráða. Sveigjanleiki Sverris í afstöðunni til stofnunar- innar kom fyrirspyrjendum greinilega í opna skjöldu. Sjálfir hafa þeir lent í rimmu innan hins opinbera stjórnkerfis og hótað að segja af sér störfum við stjórn þáttarins Á hrað- bergi, cf ekki yrði farið að óskum þeirra. Og yfirleitt eru sjónvarpsáhorfendur vanari því aö talsmenn opinberra stofnana birtist á skjánum og bíti í skjaldar- rendur til varnar hinu opinbera vígi en að for- stöðumenn þeirra segi eins og Sverrir, að auðvitað hljóti það að vera kapps- mál að ná friði um starf- semi stofnunar sem þess- arar og því verði að leita eftir málamiðlun sem flest- um sé að skapi. Framsóknar- menn í Bonn Hér í Staksteinum hefur áður verið vakin athygli á þeirri áráttu Þórarins Þór- arinssonar, ritstjóra Tím- ans, að eigna framsóknar- mönnum kosningasigra í öðnim löndum. Hefur Þór- arinn farið inn á hinar ólíklegustu brautir í þessu efni. Á sínum tíma var John Lindsay, frambjóð- andi demókrata í borgar- stjóraembættið f New York, lýstur framsóknar- maður. Franklin D. Roose- velt, fyrrum Bandaríkja- forseta, hefur af Þórarni Þórarinssyni verið lýst sem miðjumanni og því tilheyr- andi Framsóknarflokkn- um. Charles de Gaulle, fyrrum Frakklandsforseti, var einnig framsóknarmað- ur að mati Þórarins og jafnvel Jóhannes Páll páfi II hefur verið dreginn inn í Framsóknarfiokkinn. í forystugrein Tímans í gær er því lýst yfir að Helmut Kohl, nýendur- kjörinn kanslari Vestur- Þýskalands, sé framsókn- armaður. Það er svo sannarlega heppilegt fyrir fórnarlömb þessarar pólitísku sjúk- dómsgreiningar Þórarins Þórarinssonar, að niður- stöðurnar skuli birtast í jafn fálesnu blaði og Tím- anum og Þórarinn segi ekki frá þein fyrr en Ijóst er, að hinn nýi framsóknar- maður hafi unniö kosn- ingasigur. Leitað til Chile Þessi skrif Þórarins Þór- arinssonar um framsókn- armenn í útlöndum eru dæmigerð fyrir þær ógöng- ur, sem menn komast í hér á landi, þegar þeir ætla að fara slá sér upp á kostnaö útlendinga. Þórarinn hefur verið iðinn við það undan- farin ár að Ifkja stefnu Sjálfstæðisflokksins við stefnu Margaret Thatchers og Ronald Reagans. Nú passar þaö ekki lengur af því að í Ijós kemur að efna- hagsstarfsemin í Bretlandi og Bandaríkjunum er að taka nýjan kipp á heilbrigö- ari grunni en áður. Ætlar Þórarinn augsýnilega að I nota sigur Kohl í V-Þýska- landi til að fikra sig inn á sömu braut og þau Thatch- er og Reagan hafa farið. Þeim pólitísku loftfimleik- um Tímans verða gerð nánari skil í Staksteinum síðar. Þjóðviljinn sér enga leið færa til aö eigna sér llel- mut Kohl og hann getur ekki heldur með góðu móti haldið áfram að sverta Sjálfstæðisflokkinn með því að úthúða Thatcher og Reagan. Við þessar að- stæður hafa þeir Þjóðvilja- menn ákveðið aö fara í smiðju til Ólafs R. Gríms- sonar, þingflokksformanns og fyrrum prófessors í stjórnmálafræðum, og beð- ið hann að hanna nýja línu til að ráðast á Sjálfstæðis- flokkinn vegna atburða í útlöndum. Olafur, sem í sovéskum blöðum er kalK aður Mr. Ó. Grímsson þeg- ar þau vitna til kenninga hans um íslensk öryggis- mál, var ekki lengi að finna Þjóðviljalínuna: Við segjum bara að Sjálfstæð- isflokkurinn fylgi sömu efnahagsstefnu og herfor- ingjarnir í Chile! Ekki vant- ar frumleikann frekar en fyrri daginn og svo er unnt að skáka í þvt skjólinu að enginn hér á landi viti um þróun efnahagsmála I Chile. KAUPTU AÐEINS ÞAÐ BESTA KAN rúmiö er framleitt úr massívri lakkaöri furu, sérlega sterkt og vandaö rúm. Stærðir b. 160 x h. 55 x I. 205 cm, náttborö b. 45 x h. 55 d. 40 cm. Takmarkaðar birgðir Rúm 4.470,- Náttb. 900.- Dýna 1.180.- Settið allt 8.630.- KAUPTU G0TT ÞEGAR PÚ GETUR ÞAÐ HDSOAGNAEÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 • 110 REYKJAVfK 8 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.