Morgunblaðið - 10.03.1983, Síða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
„\Je.lkorr\inir\ til jARÐAl?. Er mammil
þ!n heimcx.?"
Þegar við gengum úr kirkjunni
missteig hún mamma sig!
HÖGNI HREKKVÍSI
Með
morgnnkaffinu
Snúðu bara ekki vinstri vanga að
sjónvarpstækjunum!
Eru þingmenn hræddir
við dóm þjóðarinnar?
Guðjón Högnason skrifar í
Málmey í Svíþjóð:
„Velvakandi.
Eins og öllum er kunnugt stend-
ur nú yfir endurskoðun á stjórn-
arskrá og kosningalögum á (s-
landi, allmikið hefur verið rætt og
ritað um þessi mál sem betur fer,
enda mikið í húfi þar sem um er
að ræða mannréttindi fólks í land-
inu. Ég hef reynt að fylgjast með
þessum skrifum en ég geri mér
Ijóst að margt af þessu hef ég ekki
séð, og viljandi vil ég ekki vera
ósanngjarn í garð nokkurs manns.
Eins og að líkum lætur eru þessar
greinar misjafnar; flestum höf-
undum þeirra ber þó saman um að
núverandi lög séu úrelt og ósæm-
andi nútíma menningarþjóð.
Best af þeim skrifum sem ég hef
séð er eftir konu og kom mér það
ekki á óvart, því það er staðreynd
sem ekki er þó almennt viður-
kennd að konur hafa hreinni og
sterkari réttlætiskennd, eru óeig-
ingjarnari og fórnfúsari en karlar.
Grein þessi birtist í Morgunblað-
inu 6. febrúar 1983, og ber nafnið
„Gárur“, höfundur hennar er Elín
Pálmadóttir. Þessi kona skrifar í
léttum og jafnvel gáskafullum tón
um hið mesta alvörumál af þekk-
ingu og rökfestu og verður fáu af
því á móti mælt af sanngirni. Er
það sannarlega ekki öllum hent að
hafa þvílíkt vald yfir penna sín-
um.
Margir áratugir eru liðnir síðan
fulltrúar Islands, samkvæmt
ákvörðun Alþingis, undirskrifuðu
við hátíðlega athöfn sáttmála
Sameinuðu þjóðanna og gáfu með
því drengskapar loforð um frelsi
og jöfn og aimenn mannréttindi í
landinu. Þótt ótrúlegt sé, hefur
þetta loforð aldrei verið efnt. Var
þessi ákvörðun bara tekin til að
sýna á sér sunnudagsandlitið á
meðal annarra þjóða? Eða hafa
alþingismennirnir aldrei skilið
þetta og skilja ekki enn þann dag í
dag? Því ekki efast ég um að bless-
aðir mennirnir gera eins vel og
þeir geta.
Eitt af grundvallarákvæðum
sáttmála Sameinuðu þjóðanna
gildir ekki á íslandi; þar er ekki
jafn og almennur kosningarréttur
og hefur aldrei verið, það fer allt
eftir því hvar þú býrð hvort at-
kvæði þitt er nokkurs virði eða
ekki. Jú, jú, ekki vantar það, þú
færð að kjósa þegar aldurinn leyf-
ir, en það er bara mest upp á grín,
því ef þú býrð í Reykjvík þá þarf
fjögur eða fimm atkvæði þar, til
þess að vega upp á móti einu í
fámennustu héruðum landsins. Ég
skal ekki dæma um hvort þessi
kosningalög voru nauðsynleg fyrir
hundrað árum síðan, vegna sam-
gönguerfiðleika og vankunnáttu
þegar það þóttu stór tíðindi ef gest
bar að garði úr öðrum landshlut-
um.
En þetta heyrir fortíðinni til því
í dag eru íslendingar sú þjóð sem
hefur besta almenna menntun í
heimi og er ég sannfærður um að
íslendingar óska fósturjörð sinni
sem mests sóma og farsældar og
skiptir þá engu máli hvar þeir
búa. Þeir sem sjá þessar línur
munu sjálfsagt hugsa hvað þessi
karlfauskur sem er búsettur er-
lendis og hvergi hefur kosningar-
étt eða kjörgengi er að leggja sig í
umræður um þessi mál og er
mönnum það vorkunn.
Við sem erlendis búum höfum
stundum heyrt á eftir okkur eina
og eina hjáróma rödd frá íslandi,
Patreksfirðing-
um til hróss að
dollan hefur
fengið að bíða svo
lengi á hillunni
Kristinn Snæland skrifar:
„Magnús Guðmundsson á Pat-
reksfirði skrifar í Velvakanda í
dag, 5. mars um innflutning á fiski
frá Noregi, nánar tiltekið fiskboll-
um. Nefnir Magnús þeta sem
dæmi um vitskert stjórnleysi
ráðamanna þjóðarinnar, þing-
manna og ráðherra. Björn Dag-
bjartsson segir í helgarviðtali í
DV þann sama dag: „Sérhver þjóð
fær þá stjórnendur sem hún á
skilið."
Ég er Birni hjartanlega sam-
mála og vil benda á Magnúsi Guð-
mundsyni sem ég gruna að sé góð-
ur sjálfstæðismaður á það að
hornsteinar stefnu Sjálfstæðis-
flokksins hafa verið: Frelsi, at-
hafnafrelsi, verslunarfrelsi og ein-
staklingsfrelsi. Allt eru þetta fög-
ur fyrirheit, en afleiðingin getur
m.a. orðið sú að einhver telji sér
hagkvæmt að norskar fiskbollur
séu til sölu í verslun á Patreks-
firði.
Loks þér til rækilegrar umhugs-
unar, Magnús minn: Ég tel það
verri vitleysinga, þá sem kaupa
norska fiskbolludós (þegar allir
vita að t.d. ORA framleiðir sams-
konar vöru) í stað íslenskrar eða
svo annað dæmi sé nefnt af
handahófi, því af nægu er að taka,
kaupa sér t.d. Gevalia-kaffi, þegar
þeir geta keypt í staðinn Kaaber,
Braga eða Blöndals-kaffi, allt ís-
lenskar gæðavörur.
Það eru vitleysingarnir sem
kaupa erlendu vöruna sem á að
skamma og kaup þín á norsku
fiskbolludósinni benda til þess að
þú sért einn af þeim.
Að lokum vil ég þó benda á að
Patreksfirðingum til hróss er sú
staðreynd að norska dollan hefur
fengið að bíða svo lengi í hillunni
að hún var orðin óseljanleg. Þeir
hafa m.ö.o. seilst eftir hinni ágætu
framleiðslu ORA, þegar velja átti
sér fiskbollur. Veljum vandað,
veljum íslenskt.
Með bestu kveðju."
Þessir hringdu . . .
Leiðindatugga
Sjónvarpsnotandi hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Mig
langaði aðeins til að koma þeirri
frómu ósk á framfæri við sjón-
varpið, að það hætti eða a.m.k.
drægi úr eins og mögulegt er að
angra menn með þessum inn-
heimtuauglýsingum sínum. Skelf-
ing sem þetta fer í taugamar á
mér og fleirum, að fá þetta fram-
an í sig tvisvar á kvöldi. Manni er
skapi næst að hætta við að borga
afnotagjaldið bara vegna þess.
Svona leiðindatugga kvöld eftir
kvöld og jafnvel tvisvar á kvöldi er
alveg fyrir neðan allar hellur. All-
ir sem ég hef talað við eru á einu
máli um, að þetta sé fráleitt. Það á
bara að láta nægja teiknuðu aug-
lýsinguna með karlinum og kerl-
ingunni; fólkið mætti kannski
vera fallegra. Einnig finnst mér
að Happdrætti Háskólans sé búið
að fullnýta baðkarsauglýsinguna.
Þess skal get-
ið sem gert er
Gamall maður hafði samband við
Velvakanda og sagði: — Þess skal
getið sem gert er, sagði Grettir.
Mig langar til að koma á framfæri
þakklæti mínu til lækna og annars
starfsfólks á skurðdeild Landa-
kotsspítala, en þar var ég nýlega
skorinn upp við kviðsliti. Ég er nú
að verða 95 ára gamall og hef farið
víða. Ég minnist þess ekki að hafa
fengið eins hlýjar og góðar mót-
tökur og ég mætti hjá starfsfólk-
inu þarna. Ég óska því öllu far-
sældar í lífi og starfi.
Hvers vegna
sumarbústaða-
eigendur frekar
en aðrir?
Hólmfríður Jensdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja:
— „Ég þakka Jóni Otta Jóns-
syni fyrir grein hans í Mbl. 2.
mars. sl., þar sem hann fjallar um
sýsluvegasjóðsgjald, sem sumar-
bústaðaeigendum er gert að
greiða. Ég hafði alltaf staðið í
þeirri góðu trú að allir íslendingar
sætu við sama borð að því er varð-
aði réttindi og skyldur, þangað til
ég fékk sendan reikning um að
mér bæri að greiða sýsluvega-
sjóðsgjald. Ég spyr því eins og Jón
Otti: Hvers vegna sumarbústaða-
eigendur frekar en aðrir sem um
vegina aka? Þó er það staðreynd,
að margir, sem búsettir eru í
sýslum landsins, eiga íbúðir í
Reykjavík og dveljast þar um