Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 Ein þjód — ein lög Opið bréf til áhugamanna um jöfnun kosningaréttar — 2. grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson, alþm. 1. grein gömlu lýðveldisstjórn- árskrárinnar hljóðar svo: „ísland er lýðveldi með þing- bundinni stjórn.“ í skýrslu stjórnarskrárnefnd- ar, sem send var þingflokkunum til umfjöllunar og afgreiðslu 11. janúar sl., hefur 1. grein verið breytt svo: „ísland er frjálst og fullvalda lýð- veldi. Lýðræði, þingræði og jafnrétti eru grundvallarreglur stjórnar- skipunar íslands. Stjórnvöld ríkisins fara með vald sitt i umboði þjóðarinnar." Nú, þegar stjórnarskrárnefnd hefur skilað til Alþingis tillögum sínum um endurskoðun stjórn- arskrárinnar í heild, ætti ekki að saka að skýra frá því, hver voru tildrög þess, að 1. grein var breytt með þessum hætti. Margir hafa spurt: Ef Jafnrétti" á að vera grundvallarregla stjórnskipunar lýðveldisins, hvernig fær það þá staðizt, að ætla að binda í stjórn- arskrá, að sumir íslendingar skuli áfram aðeins hafa þriðja part úr atkvæði, sumir tæplega hálft, en einstaka úrvalsmenn heilt og óskipt atkvæði? Mannréttindaskrá Það er viðtekin regla, að í stjórnarskrá megi ekki binda nein þau ákvæði, sem kveði á um mismunun þegnanna á einhverjum pólitískum forsendum. Stjórn- arskrá er fyrst og fremst mann- réttindaskrá. Hún er ekki bara venjuleg lög. Með stjórnarskrá er verið að setja grundvallarregl- urnar, ákveða sjálfar leikreglur þess pólitíska lýðræðis, sem við viljum hafa. Þar er með öðrum orðum kveðið á um þau réttindi og þær skyldur, sem þegnum ríkisins eru öllum sameiginleg. Það er beinlínis brot á anda stjórnarskrárinnar, að ætla að binda í stjórnarskrá pólitískt misrétti. Stjórnarskrá á að standa til frambúðar. Hún á að vera varanlegri en venjuleg laga- setning. Hvernig getur þá nokkr- um heilvita manni dottið i hug að ætla að stjórnarskrirbinda mis- vægi atkvæðisréttar, kveða á með varanlegum hætti um leikreglur, sem eiga að mismuna þegnunum á grundvelli pólitískra hleypi- dóma? Almennur og jafn kosningaréttur Það mun hafa verið á Húsavík- urfundi stjórnarskrárnefndar á sl. sumri, sem undirritaður lagði fram tillögu um að 1. grein stjórnarskrárinnar hljóðaði svo: „Lýðveldið ísland er frjálst og fullvalda ríki. Stjórnvöld rfkisins fara með vald sitt 1 umboði þjóðar- innar. Stjórnskipun rikisins byggist á grundvallarreglum lýðræðis og þingræðis. Foraendur þesn eru frjála skoðana- myndun og almennur og jafn kosn- ingaréttur. Með opinbert vald skal fara að lðgum.* Hér er ekki talað óljósum orð- um um Jafnrétti", en það hugtak má teygja og toga endalaust. Hér er skýrum orðum kveðið á um „frjálsa skoðanamyndun og al- mennan og jafnan kosningarétt." Ennfremur lagði ég til, að grundvallarákvæði um almenn mannréttindi yrði bundið í 2. gr. stjórnarskrárinnar. Hugmyndin er sú, að fyrst verði kveðið á um almennar grundvallarreglur. Aðrir kaflar og önnur ákvæði stjórnarskrárinnar eru í reynd aðeins nánari útfærsla á slíkum grundvallarreglum um lýðræði og mannréttindi. Tillagan um hin almennu mannréttindi í 2. gr. hljóðaði svo: „Allir þegnar rfkisins skulu jafnir fyrir lögum án tillits til trúar- bragða, lffsskoðana, kynþáttar, Iit- arháttar, uppruna, kynferðis, ald- urs, þjóðernis, tungumáls, þjóðfé- lagsstöðu eða efnahags.* Að loknum ítarlegum umræð- um í stjórnarskrárnefnd, var deg- inum ljósara, að meirihluti nefndarinnar hafnaði báðum þessum tillögum. Meirihluti stjórnarskrárnefndar var ekki tilbúinn til þess að samþykkja, að stjórnarskipun ríkisins skyldi byggjast á frjálsri skoðanamyndun og almennum og jöfnum kosninga- rétti. Með þessum hætti er Jafnrétt- ishugtakið* komið inn i 1. grein stjórnarskrárinnar. Það reyndist vera sú málamiðlun, sem meiri- hluti nefndarinnar gat sætt sig við. Pólitískt gæðamat í umræðum um stjórnar- skrármálið hefur mjög verið alið á því að landið byggi tvær þjóðir. Annar vegar þéttbýlisþjóðin á SV-horninu — borgríkið, eins og það heitir á máli framsóknar- manna, sumra. Þéttbýlisþjóðin er sögð njóta margvíslegra forrétt- inda, einkum vegna nálægðar við kjötkatla stjórnsýslunnar. Hins vegar er talað um dreif- býlisþjóðina. Með því er átt við þá íslendinga, sem byggja kjördæm- in sex. Þeir eru sagðir búa við skarðan hlut, einkum vegna fjar- lægðar við helztu þjónustustofn- anir ríkisvaldsins, sem flestar er að finna í höfuðborginni. Þess vegna er hún höfuðborg. Þessi tvískipting þjóðarinnar i borgríki og dreifbýli er síðan not- uð til að réttlæta það, að það þurfi 3—4 þéttbýlisbúa til að jafnast á við einn dreifbýl- ismann, þegar komið er inn í kjörklefann; þegar greiða skal at- kvæði um menn og málefni, stjórnmálastefnur og völd í al- mennum kosningum. Atkvæðisrétturinn er m.ö.o. veginn á pólitískan kvarða, eftir mati manna á félagslegri aðstöðu kjósandans, alveg eins og at- kvæðisrétturinn var áður fyrr bundinn við eign, efnahag eða kynferði, eða er reyndar enn í dag bundinn við litarhátt í sumum ríkjum heims. Þetta vekur upp a.m.k. tvær spurningar: 1. Fer félagsleg aðstaða einstakl- inga bara eftir búsetu? Hefur einstæð móðir í Breiðholtinu greiðari aðgang að þingmanni sínum, eða meiri áhrif á Al- þingi en t.d. atvinnurekandi á Þórshöfn eða á Kópaskeri? Væntanlega hvarflar ekki að neinum að halda þvi fram, minnugir Þórshafnarævintýr- is? — Þi eru heldur engin rök fyrir því, að hafa mismunandi at- kvæðisrétt eftir búsetu, enda er hann einstaklingsbundinn. 2. Fyrst félagsleg aðstaða er ekki búsetubundin, heldur tengd ótal öðrum þáttum (t.d. erfðir, eignir, tekjur, skólaganga, ólíkir hæfileikar o.s.frv.), vilja þeir sem þessu halda fram þá „ViÖ erum ein þjóð, ís- lendingar, aÖ vísu fámenn þjóö í stóru landi, þaö er illt verk að ala sundur- þykkju og úlfúð milli landshluta, milli höfuð- borgar og landsbyggðar, milli þéttbýlis og dreifbýl- is, með því að höfða til til- fínninga og bera fyrir sig falsrök.“ virkilega verðleikaflokka alla einstaka kjósendur, og skammta þeim atkvæðisrétt eftir slíku gæðamati? Og þá vaknar spurningin: Hverjir eiga að framkvæma gæðamatið? Þeir sem mest eiga undir atkvæð- unum, þ.e.a.s. þingmenn? Eða á að biðja félagsvísindadeild há- skólans (Ólaf Ragnar og félaga) að annast gæðamatið? Fornaldarviðhorf Það þarf ekki nema að spyrja slíkra spurninga til þess að kom- ast að raun um, að það er fráleit skoðun, að það eigi að skammta kjósendum atkvæðisrétt eftir ein- hvers konar félagslegu mati. Gæðaflokkun af þessu tagi lýs- ir fornaldarviðhorfum. Að binda slíkt misrétti í stjórnarskrá er mannréttindabrot. Ef við trúum á lýðræðislega meirihlutastjórn, hljótum við að krefjast þess, að allir séu jafnir, sem þátt taka i leiknum, að leikreglurnar sjálfar mismuni ekki þátttakendum. Þetta eru grundvallarsjónar- mið mannréttinda sem alls ekki er hægt að verzla með. Atkvæðis- réttur manna á ekki að vera fal- ur. Hér er því verið að bera sam- an ósambærilega hluti: Annars vegar ólíka aðstöðu einstaklinga í þjóðfélaginu (sem stafar af ótal ástæðum öðrum en búsetuvali) og hins vegar rétt allra einstaklinga til að hafa jafnan atkvæðisrétt þritt fyrir ólíkan efnahag, misjafn- ar tekjur, ólfka menntun, ólíka hæfileika og hvað eina sem nöfn- um tjáir að nefna. Dæmið um ólíka félagslega að- stöðu eftir búsetu einni saman, þ.e. munurinn í þeim efnum á dreifbýli og þéttbýli, hefur aldrei verið gert upp og verður aldrei gert upp með tölfræðilegri ná- kvæmni. Þeir sem aldir hafa verið upp í dreifbýli, og búið síðar á ævinni bæði í dreifbýli og þéttbýli, vita af eigin reynslu, að hvort tveggja hefur sína kosti og sína galla. Auð- vitað er olíukynding húsa dýr, sums staðar í dreifbýli. Auðvitað er dýrt að kosta mörg börn sam- tímis í framhaldsskóla. Auðvitað getur verið dýrt að þurfa um langan veg að sækja heilbrigðis- þjónustu. Allt er þetta nefnt sem óskostir við að búa f dreifbýli. En það hefur sína kosti líka: T.d. stuttar vegalengdir, sem þarf að aka til vinnu, fasteignaverð er víða í dreifbýlinu mun lægra en f Reykjavík. Óg staðreynd er það, að meðaltekjur launþega eru til mikilla muna hærri á mörgum stöðum í dreifbýlinu, en í Reykja- vik, sem er láglaunasvæði. Það kostar Reykjavík líka skilding að vera eins konar elliheimili þjóð- arinnar. Aðstöðumunur innan sama kjördæmis Þetta dæmi verður aldrei gert upp svo að óyggjandi sé og þótt það væri hægt, kemur það at- kvæðisrétti rfkisborgaranna ekki nokkurn skapaðan hlut við. Það er jafnfráleitt nú að miða atkvæðisrétt við búsetu, og það var á sinni t íð að meina konum um atkvæðisrétt eða binda hann við gilda bændur og búfjáreign. Og það er gersamlega út í hött að tala aðeins um þéttbýli eða dreifbýli í þessu viðfangi. Hin fé- lagslega mismunun er mest innan dreifbýlisins. Bóndi á Barðaströnd þarf að senda börn sín í burtu í framhaldsnám og sækja heil- brigðisþjónustu t.d. f Búðardal. Þéttbýlisbúi (í dreifbýli) eins og t.d. á Isafirði, hefur þessa þjón- ustu við hendina. Skv. þessari rökvísi ætti bóndinn á Barða- strönd að fá fimmfaldan at- kvæðisrétt á við ísfirðinginn, — innan sama kjördæmis. Hefur nokkur lagt það til? Hefur nokkur lagt það til, að konur, sem eiga alltof fáa full- trúa á Alþingi, fái það misrétti leiðrétt, með svo sem fimmföld- um atkvæðisrétti? Hefur nokkur lagt það til, að sjómenn, sem eru fjarri heimilum sínum og allri félagslegri þjón- ustu, sem nöfnum tjáir að nefna, lungann úr árinu, fái það bætt upp með margföldum atkvæðis- rétti? Því hefur heyrzt fleygt, að ís- lendingar myndu una þvf illa, t.d. á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að fara þar með minna en eitt atkvæði á móti þúsund milljón kínverskum. Hvers vegna þá að gera veður út af bara fimmföld- um atkvæðismisrétti í okkar eig- in félagsskap? Að bera saman hið ósambærilega Hér er enn verið að rugla sam- an óskyldum hlutum. Samvinna fullvalda ríkja á alþjóðavettvangi felur í sér eins konar samning. Alþjóðasamvinna fullvalda ríkja felur í sér nokkurt afsal fullveld- is. Þar á móti kemur, að þessi samvinna er gagnkvæm og upp tekin af fúsum og frjálsum vilja og á jafnréttisgrundvelli. íslend- ingar vilja ekki, að Kínverjar ráðskist með sín mál og breytir engu þótt okkur gangi böslulega sjálfum. Trúlega er þetta gagn- kvæmt. Hins vegar hefur það hingað til þótt lýðræðislegt sjón- armið, að Kínverjar, hver og einn, hafi jafnan rétt til áhrifa á sfn mál. Og íslendingar sömuleið- is. Við eigum hins vegar aðild að mannréttindayfirlýsingu Evrópu- ráðsins og Sameinuðu þjóðanna, en þar segir í 21. gr.: „Vilji þjóð- arinnar skal vera grundvöllur að valdi rfkisstjórnar. Skal hann látinn í lós með reglubundnum, óháðum og almennum kosning- um, enda sé kosningaréttur jafn og leynileg atkvæðagreiðsla viðhöfð eða jafngildi hennar að frjáls- ræði.“ Land, þjóð og tunga Við erum ein þjóð, íslendingar, að vísu fámenn þjóð í stóru landi. Það er illt verk að ala á sundur- þykkju og úlfúð milli landshluta, milli höfuðborgar og landsbyggð- ar, milli þéttbýlis og dreifbýlis, með því að höfða til tilfinninga og bera fyrir sig falsrök. Allir íslendingar, allir þegnar ríkisins, eiga að sitja við sama borð, að því er varðar stjórnar- skrárvernduð mannréttindi og pólitisk réttindi. Annars slftum við í sundur friðinn. Um kosn- ingaréttinn verður aldrei friður, meðan meirihluti þjóðarinnar nær ekki rétti sínum fyrir ofríki minnihlutans. Það er illt verk að standa fyrir slíkum óvinafagnaði. Menn eiga að láta af þeirri iðju. Pólitísk barátta fyrir jöfnun lífskjara og sem jafnastri aðstöðu til að njóta sameiginlegrar fé- lagslegrar þjónustu, er vitaskuld í fullu gildi. Á þeim vettvangi eru tvö mál öðrum stærri. Þau eru: 1) Að færa vald, fjármuni og ábyrgð frá stjórnarstofnunum ríkisins (Al- þingi, stjórnarráði og sérfræð- ingastofnunum), til sveitarfélaga og fjórðunga. 2) Það þarf að tengja alla lands- hluta við samgöngukerfi þjóðarinn- ar (vegir með varanlegu slitlagi og örugg flugþjónusta) og gera það að forgangsverkefni. Við dr. Gylfi Þ. Gíslason gerð- um það að tillögu okkar í stjórn- arskrárnefnd, að kjördæmaskip- unin yrði byggð á hinni gömlu fjórðungaskipan, ásamt höfuðborg- inni. Slík breyting væri rökrétt niðurstaða af kjördæmabreyting- unni 1959. Um leið vakti fyrir okkur að gera landsfjórðungana að máttarstoðum í stjórnkerfi landsins. Það gerist með því að færa verkefni (t.d. í skólamálum, heilbrigðismálum og verklegum framkvæmdum), frá ríkinu og stofnunum þess, til fjórðung- anna. Þeir eiga að vera nægilega öflugar stjórnsýslueiningar til þess að valda verkefnunum. Lýð- ræðislega kjörnir fulltrúar sveit- arfélaga og fjórðunga eiga síðan að hafa vald til að ákvarða for- gangsröðun framkvæmda í sínum fjórðungi. Til þess þarf að færa verkefni og tekjustofna frá ríki til sveitarfélaga og fjórðunga og fari þá saman valdið til að taka pólitískar ákvarðanir um for- gangsröðun framkvæmda og fjár- hagslega ábyrgð á þeim. Þetta er sú leið sem á að fara til að leiðrétta slíka félagslega aðstöðu eftir búsetu, eftir því sem það er hægt. Þetta á að gera strax. Um leið á að leggja fyrir róða heimskulegan meting milli byggðarlaga og landshluta. Allra sízt má nokkur íslendingur láta það heyrast af sínum vörum, að hann ætli samlanda sinum að vera hálfdrættingur á við sjálfan sig, eða þaðan af minna, þegar kemur að sjálfum leikreglum þess lýðræðisþjóAfélags, sem við viljum hafa. Ef við slítum í sundur lögin, þá slítur í sundur friðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.