Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 Sveinn Björnsson, formaður stjórnar SVR: Aðför Verðlags- stofiiunar að SVR ÞAÐ er hætt við að margur ruglist í ríminu á aðal- og aukaatriðum í far- gjaldastríði því sem Verðlagsstofnun heyr nú gegn Reykjavíkurborg. Verður ekki annað séð, að stofnunin ætii að taka ómakið af borgarstjórn og reka SVR sjálf eða sjá til þess að þjónusta sú sem SVR veitir Reykvík- ingum verði stórlega skert með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir þann stóra hóp fólks, sem treystir á þessa þjónustu vegna atvinnu sinnar, skólagöngu eða af öðrum ástæðum. Vil ég skora á alla borgar- fulltéua og reyndar Reykvíkinga að snúa bökum saman gegn bola- brögðum Verðlagsstofnunar, svo að yfirráðaréttur Reykvíkinga sjálfra yfir þessu lífsnauðsynlega fyrirtæki þeirra, verði ekki tekinn yfir af óskyldum og óábyrgum að- ilum. Markmið SVR er að veita þeim borgarbúum, sem þurfa á almenn- ingsvagnaþjónustu að halda, góða þjónustu á sanngjörnu verði. Með góðri þjónustu á ég við at- riði eins og vel uppbyggt leiða- kerfi, en endurskoðun þess er ein- mitt að nálgast lokaáfanga. Ég á einnig við tíðni ferða, stuttar gönguvegalengdir á milli bið- stöðva og heimila og vinnustaða. Einnig spilar hér inn í góður vagnakostur, stundvisi vagnanna, þokkalegar biðstöðvar, öryggi þjónustunnar og e.t.v. umfram allt, að komast fljótt á milli áfangastaða. Læt ég þessi dæmi nægja. Nái Verðlagsstofnun fram vilja sínum er spurningin aðeins sú, hvaða fórnir verður að færa í sam- drætti þjónustunnar, til þess að endar nái saman. í þessu sam- bandi er fróðlegt að vitna í bréf frá breskum ferðamanni til for- MAMIYA U ER FÆDD. HUN ER 35MM, 11,5CM Á BREIDD, 6,5CM Á HÆÐ, VEGUR 230G 0G SEGIR BÍÍÍB! Náöiröu öllu þessu? . Þó nýja MAMIYA U sé.eins og þú sérð, ótrúlega fyrirferöar- litil, er hún samt meðal fullkomnustu 35 mm myndavéla á markaönum. Enda má segja aö fæðing hennar hafi gengið framar vonum í alla staði. Hún er hlaðin tækninýjungum þó hún beri það ekki utan á sér. Engu var til sparað svo þessi knáa myndavél yrði eins auðveld í meðförum og skilaði jafn frábærum myndum og raun ber vitni um. 1 Mjög fullkominn Ijósmælir vinnur með lokaranum sem stillir á réttan hraða og Ijósop eftir birtuskilyrðum hverju sinni allt frá f. 2,8 á hraða 1 /8 úr sek. til f. 16 á hraða 1/500 úr sek 2. Þegar hraðinn fer niður fyrir 1/30 sek. lætur vélin vita að nota þurfi þrífót eða flass með því að gefa frá sér bæði hljóð (bíííb) og Ijósmerki. 3. Mjúkur afsmellari kemur í veg fyrir að vélin hreyfist þegar smellt er af og gefur því skarpari myndir. 4. Innbyggt lok fyrir linsuna. Ef lokið er fyrir er ekki hægt að smella af. § -<• 5. Sjálftakari. 6. Veró frá kr. 3.540—3.650 § MAMIYA U - TEKUR ALLT NEMA PLÁSS. I HfíNS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR AUSTURVER UMBOÐSMENN S. 20313 S. 82590 S. 36161 UMALLTLAND Sveinn Björnsson stjóra SVR, Eiríks Ásgeirssonar, fyrir rúmum fjórum árum: „Ég varð mjög undrandi og hrif- inn, að borg á stærð við Reykjavík, skuli geta boðið upp á tíða al- menningsvagnaþjónustu, en einn- ig auðskilið leiðakort, tvær hring- leiðir og leiðakerfi sem spannar alla borgina." Þessi vitnisburður var SVR og borginni til sóma, enda að mínum dómi verðskuldaður. Er það sanngjarnt að óskyldir og óábyrg- ir aðilar verði til að eyðileggja svona orðstír? Ég minntist einnig á sanngjarnt verð. Auðvitað má deila um hvað sé sanngjarnt verð. Á að bera það saman við hvað kostar að aka ákveðna vegalengd í einkabíl, eins og t.d. margir einstæðir foreldrar og skólanemar gera í dag og fá engu ráðið um síhækkandi bensín- verð, tryggingar o.s.frv. Eða á að bera þetta saman við fargjöld með almenningsvögnum erlendis eða t.d. í Kópavogi. í Reykjavík er gert ráð fyrir að fargjöld standi undir rekstri að frátöldum afskriftum og vöxtum. Með sífellt stækkandi borg, /” fjölgun einkabíla og tilsvarandi fækkun og stöðnun farþegafjölda, hefur þetta mark ekki náðst. Hef- ur því borgarsjóður orðið að hlaupa í skarðið. Er á þessu ári gert ráð fyrir að borgarsjóður greiði 30 milljónir króna til rekstrar SVR, auk rúmlega 21 milljónar króna til fjárfestingar. Tóku fargjaldaákvarðanir borgar- innar við gerð fjárhagsáætlunar 1983, mið af því að fargjaldatekjur næmu 77,8 hundraðshlutum af rekstrargjöldum. Þótt þetta sé nokkru hærra hlutfall en tíðkast hefur, verður með engu móti sagt að fargjöld samkvæmt þessu séu ósanngjörn og standast reyndar hvaða samanburð sem er. En Verðlagsstofnun segir einfaldlega: Tapið skal vera meira. I upphafi ákveður borgarstjórn fjárhagsáætlun borgarinnar og fyrirtækja hennar hverju sinni og þar með tekjuþörf þeirra. Far- gjöldin eru uppistaðan i tekjuöfl- un SVR og bregðist þau af ein- hverjum ástæðum, er rekstrar- grundvöllurinn brostinn, því lán- tökur til rekstrar leysa engan vanda, eins og dæmin sanna. Það er á ábyrgð borgarstjórnar, að SVR svari þeim þörfum og markmiðum sem ég minntist á í upphafi. Hvað sem öllum vísitölu- leik líður og blekkingum til að falsa vísitöluna, komast borgar- fulltrúar ekki undan þeirri ábyrgð að tryggja eftir mætti fjárhags- og rekstrargrundvöll SVR, frekar en annarra borgarfyrirtækja. Þessi ábyrgð hvílir ekki, eins og dæmin sanna, á vísitöluleikhúsinu Verðlagsstofnun. Ef slá mætti á léttari strengi og gera ráð fyrir að Verðlagsstofnun vilji þrátt fyrir allt vel, ætti hún að flytja burt úr höfuðborginni og hætta að nota ímyndaða reykvíska fjölskyldu í leiksögugerð sinni. Sé það svo, að Verðlagsstofnun hafi við einhver lög að styðjast í aðför sinni að rekstri SVR, er ein- sýnt að þau lög eru úrelt, ef ekki alger tímaskekkja, sem þarf að uppræta hið fyrsta. Helgi Skúlason og Lilja Þórisdóttir í hhitverkum sínum. Frumsýning Hússins á laugardag NÝJASTA íslenska kvikmyndin, Húsið, verður frumsýnd laugardag- inn 12. mars næstkomandi í Há- skólabíói kl. 17.00. Kvikmynda- gerðin befur tekið rúmt ár og heild- arkostnaður við gerð myndarinnar er rúmar 4 milljónir króna. Um 60 þúsund áhorfendur þarf til að endar nái saman. Húsið — trúnaðarmál er gerð eftir handriti Egils Eðvarðssonar, Snorra Þórissonar og Björns Björnssonar og framleiðandi er Saga Film. Leikstjóri er Egill Eð- varðsson, kvikmyndatökumaður Snorri Þórisson, leikmyndir gerir Björn Björnsson og framkvæmda- stjóri er Jón Þór Hannesson. Tón- list semur Þórir Baldursson og að- alhlutverk myndarinnar leika Lilja Þórisdóttir og Jóhann Sig- urðarson. Auk þeirra koma marg- ir þekktir leikarar fram í mynd- inni, m.a. Helgi Skúlason, Þóra Borg, Róbert Árnfinnsson, Bríet Héðinsdóttir, Baldvin Halldórs- son, Margrét Ólafsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Árni Tryggvason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Borgar Garðarsson og fleiri. Klippingu myndarinnar önnuð- ust Egill Eðvarðsson og Snorri Þórisson, hljóðstjórn Sigfús Guð- mundsson, búninga gerði Dóra Einarsdóttir og förðun Ragnheið- ur Harvey. Gunnlaugur Jónasson útvegaði leikmuni og Þorgeir Gunnarsson hafði umsjón með þeim. Aðstoðarkvikmyndatöku- maður var Sigmundur Arthúrs- son, aðstoðarmaður hljóðstjóra Jón Kjartansson og aðstoðar- tæknimaður Ágúst Baldursson. Aðstoðarmaður leikstjóra var Ingibjörg Briem. Auk þessara lögðu margir hönd á plóginn, t.d. við gerð leikmyndar, en stór hluti myndarinnar er tekinn í upptöku- sal í Reykjavík. Auk þess fóru upptökur fram í Keflavík, á Húsa- vík og síðast en ekki síst í Vínar- borg, þar sem hluti myndarinnar gerist. Söguþráður myndarinnar er bæði dularfullur og spennandi og vilja framleiðendur ekki rekja hann frekar en orðið er heldur benda tilvonandi biógestum á að bregða sér í Háskólabíó og sjá með eigin augum nýjasta framlagið til íslenskrar kvikmyndagerðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.