Morgunblaðið - 10.03.1983, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem minntust
mín, meö heimsóknum, gjöfum og skeytum á átt-
ræðisafmæli mínu 23. febrúar sl.
Þess hlýhugar og vináttu sem þar er að baki er
gott að njóta.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Björnsdóttir
fri Hörgsholti
Bóka
mark
aóurm
Góöar
bækur
Gamalt
verö
Bókamarkaöurmn
HÚSGAGNAHÖLUNNI,
ÁFITÚNSHÖFÐA
Bladburóarfólk
óskast!
Vesturbær Kópavogur
Granaskjól Hrauntunga
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir SVEIN SIGURÐSSON
Amnesty Intemational:
Sovésk yfirvöld beita
enn geðlækningum í
pólitískum tilgangi
Fyrir nokkru var skýrt frá því f fréttum, ad Samtök sovéskra geðlækna
hefðu sagt sig úr Alþjóðasamtökum geðlækna og kom sú frétt ekki ölium
á óvart. Á þingi Aiþjóðasamtakanna, sem haldið var á Hawaii-eyjum í
ágúst 1977, var eitt aðalumrsðuefnið misnotkun geðlækninga í pólitísk-
um tilgangi og var þá gerð um það samþykkt þar sem slíku framferði var
harðlega mótmælt og einkum vitnað til víðtækra sannana fyrir pólitískri
misnotkun geðlækninga í Sovétrfkjunum.
Aþeim tíma, sem síðan er
liðinn, hafa samtök geð-
lækna víða um heim gerst æ
harðari í fordæmingu sinni á
framferði sovéskra starfs-
bræðra sinna og var svo kom-
ið, að níu þjóðir, þar á meðal
Danir og Norðmenn, ætluðu að
krefjast brottreksturs Sovét-
manna úr samtökunum á þingi
þeirra, sem haldið verður á
sumri komanda. Sovétmenn
sáu hvert stefndi og ákváðu að
verða fyrri til.
Þau samtök, sem mest og
best hafa fylgst með pólitískri
misbeitingu geðlækna í Sov-
étríkjunum, eru Amnesty In-
ternational. Þau hafa með
reglulegu millibili látið frá sér
fara skýrslur um þessi mál og
verður hér á eftir vitnað til
þeirrar síðustu, sem dagsett er
9. mars þ.m.
í skýrslunni kemur fram, að
AI veit um nærri 200 manns,
sem haldið hefur verið með
valdi á sovéskum geðsjúkra-
húsum fyrir pólitískar sakir á
síðustu átta árum og að raunar
er talið víst, að sú tala sé
miklu hærri. Meðal þeirra,
sem látnir hafa verið dúsa á
geðveikrahælum mánuðum og
árum saman og oft sprautaðir
með sterkum lyfjum, er fólk,
sem vann sér það eitt til saka
að vekja athygli á þessari mis-
beitingu læknislistarinnar.
Amnesty International hef-
ur fengið vitneskju um 193 ný
tilfelli frá 1975 en þá sögðu
samtökin frá pólitískum föng-
um í Sovétríkjunum, sem
hefðu lýst því hvernig geð-
lækningum væri beitt gegn
heilbrigðu fólki og hvatt til að
komið yrði í veg fyrir það. í
þeirri skýrslu var greint frá
120 manns, sem orðið hefðu
fyrir barðinu á þessari með-
ferð á árunum 1969 til 1975
þannig að heildartalan er kom-
in yfir 300.
Hér er aðeins átt við mál,
sem AI hefur getað kannað
niður í kjölinn, en ekki þau,
sem eru eldri en frá árinu
1969, jafnvel þótt fólkinu hafi
enn verið haldið föngnu eftir
þann tíma. Svo er einnig um
þau mál þar sem ekki er alveg
ljóst hvort um samviskufanga
hafi verið að ræða.
Þrátt fyrir áskoranir geð-
lækna víða um heim og í
Sovétríkjunum sjálfum um að
þessari misbeitingu verði
Viadimir Bukovsky er einna kunn-
astur sovéskra andófsmanna.
Hann sat bæöi í fangabúöum og
geöveikrahælum, m.a. Serbsky-
geösjúkrahúsinu. Þessi mynd var
tekin af honum þegar hann hafði
verið látinn laus og fékk að flytjast
til Vesturlanda áriö 1976.
Bukovsky á Þingvöllum áríö 1979.
hætt, benda nýjustu upplýs-
ingar til, að fólki sé enn refsað
á þennan hátt ef það leyfir sér
að mótmæla eða gagnrýna yf-
irvöldin. AI nefnir um það
nokkur dæmi:
Yuri Ternopolsky, fluttur á
geðveikrahæli fyrir að hafa
samþykkt að hitta sænskan
blaðamann að máli; Dr. Al-
girdas Statkevicius, lettneskur
geðlæknir, settur á hæli eftir
að hann gekk til liðs við hóp
manna, sem vildu fylgjast með
mannréttindabrotum, og
presturinn Vello Salum, lokað-
ur inni á geðsjúkrahúsi fyrir
að segja söfnuðinum frá þjóð-
legum hefðum eistnesku kirkj-
unnar.
Sovéskir borgarar og þar á
meðal geðlæknar, sem hafa
reynt að vekja athygli á þess-
ari misbeitingu, hafa ýmist
sjálfir verið lokaðir inni á
stofnunum fyrir geðsjúka eða
verið reknir úr landi. Sovéskir
og erlendir geðlæknar, sem á
laun hafa kynnt sér mál sumra
þessara manna, hafa hins veg-
ar ekki fundið neitt, sem benti
til, að þeir væru haldnir geð-
rænum sjúkdómi.
Einn þessara manna, sem
þannig hafa verið rannsakaðir,
er Vladimir Tsurikov, verka-
maður frá Krasnoyarsk, sem
settur var þrisvar sinnum á
geðveikrahæli eftir að hann
sótti um að fá að flytjast úr
landi. Árið 1980 lýsti Tsurikov
því sjálfur hvers konar með-
ferð hann var beittur.
„Triftazinið olli því að ég
engdist sundur og saman og ég
réð ekkert við fæturna. ... ég
gat ekki gengið ... ég missti
meðvitund hvað eftir annað.
Ég féll og skall með höfuðið á
fólfið eða utan í múrveggin.
!g gat ekki sofið eða borðað
fyrir sársauka. Sulfazinið olli
því svo að ég fékk háan hita
u
Á mjög sérhæfðum geð-
sjúkrahúsum þar sem með-
ferðin er hvað ómannúðlegust
hefur það oft komið fyrir, að
pólitískum föngum hafi verið
alvarlega misþyrmt af dæmd-
um glæpamönnum, sem skip-
aðir hafa verið eftirlitsmenn á
þessum stofnunum.
Amnesty International
bendir á, að sovésk lög segi, að
því aðeins megi loka fólk inni á
geðveikrahæli, að það sé sjálfu
sér og öðrum hættulegt. I máli
þeirra hundruða samvisku-
fanga, sem látnir hafa verið
sæta þessari meðferð, hefur
ekkert komið fram, sem rétt-
lætir hana og hinir opinberu
geðlæknar hafa heldur aldrei
reynt að styðja hana læknis-
fræðilegum rökum.
Sv.