Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
35
spekjast og endar sjálfsagt sem
mikil mynsturfyrirmynd borg-
aralegra dyggða. Rolf er aldrei
naumur eða smár né bugaður af
títuprjónsviðhorfum smákramar-
ans. Hann er stór i sniðum og
framkvæmir hlutina með reisn
eða lætur þá eiga sig með öllu.
Hann leikur djarft og spilar hátt
upp á stóra vinninginn. Fimm-
aurabissness og nánasarnurl er
honum fjarri skapi. Maðurinn er
snöggur og snar f margslungnum
snúningum viðskiptanna og skjót-
ur til ákvörðunar og kann afdrátt-
arlaust að segja: já eða nei. Hann
er frjálsmannlegur og allra
manna djarfastur í framgöngu og
fasi. Þó finnst mér stundum eins-
og bregði fyrir feimni í fari hans,
eiginleika, sem prýðir þennan
framsækna og hugmyndarfka at-
hafnamann fremur en hið gagn-
stæða. Rolf lætur aldrei bugast þó
að á móti blási. Með sjónauka
bjartsýninnar eygir hann jafnan
ljósið þegar syrtir í álinn. Þung-
lyndi er honum jafn fjarri og
tungl frá sólu. Létt lundarfarið,
glaðlegt viðmót og rausnarleg
risna gerir hann aðlaðandi. Þó að
skap Rolfs sé gott á það til með að
úfna eins og í nafna hans Göngu
Hrólfi þegar hann gekk berserks-
gang. Þá á einmitt geðið til með að
springa og hlaupa upp með óvænt-
um skruggum, þrumum og eld-
glæringum, sem hverfa jafn skjótt
og þær skullu á, eins og háttað er
um marga eldri og erilmædda eða
erilhrjáða forstjóra stórfyrir-
tækja. En kátinan og gleðin skipa
jafnan öndvegið í skaphöfn Rolfs,
sem skiptir mestu máli. Þess
vegna komast svo margir í gott
skap f návist þessa fjörmikla og
dýnamízka lífskrafts. Hvernig á
líka öðruvísi að vera um svo
skemmtilegan trúnaðarmann og
umbjóðanda jafn ljúfra veiga, sem
fljóta hingað norður í nepjuna frá
fjarlægum ströndum á vegum af-
mælisbarnsins, Happy birthday to
you! og dúddejí-dúddelí-dú!
Örlygur Sigurðsson.
Unglingurinn Rolf Johansen er
fimmtugur í dag. Þessi fáu orð
mín eru fyrst og fremst þakklæt-
isvottur, en síður en svo æviágrip
eða ættarskrá; þá yrði þetta að
þykkri bók. Þess verður þó að
geta, að hann er kominn af þekkt-
um athafnamönnum í báðar ættir,
útgerðar- og kaupmönnum. Rætist
þar hið fornkveðna að „sjaldan
fellur eplið langt frá eikinni",
hann er því trúr uppruna sfnum.
Rolf kom til Reykjavíkur korn-
ungur maður, blásnauður, lærði
eitthvað hjá Hriflu-Jónasi, stund-
aði síðan sjó- og sölumennsku.
Kynni okkar hófust á Grettisgötu
3 fyrir rúmum aldarfjórðungi, en
þar vorum við báðir til húsa. En
1960 fluttum við á Laugaveginn og
höfum hitzt nær daglega æ síðan.
Kaupsýsla er ekki sífelldur dans á
rósum, eins og margir virðast
álíta. Þar skiptast á skin og skúrir
ekki síður en á öðrum starfssvið-
um. Við Rolf höfum ótal sinnum
rætt vandamál líðandi stundar og
leitað úrlausna. Hann er allra
manna skjótastur að finna ráð og
veitir þau og greiðann sem jafnan
fylgir, af svo mikilli nærgætni og
listrænni smekkvfsi, að maður
verður næstum feiminn. Því fer ég
jafnan af hans fundi með þá til-
finningu, að ég hafi verið að gera
honum greiðann, en hann ekki
mér.
Rolf er öllum mönnum ólfkur
þeim sem ég hefi kynnzt, og yrði
of langt mál að tfunda það. En eitt
get ég þó ekki stillt mig um að
nefna: Hann hefur auka-skiln-
ingarvit. Danir kalla það „sjette
sans“, Þingeyingar rándýrsþef, en
í spjalli okkar Rolfs nefni ég þetta
aldrei annað en glópalán, og ég
hygg hann kunni því bezt. Ef til
vill er það þess vegna, sem alltaf
er leikur f Rolf og hann virðist
ætíð hafa tfma á meðan aðrir
rembast við að nota heilabúið nótt
sem nýtan dag án sýnilegs árang-
urs.
Rolf er löngu þjóðkunnur fyrir
umsvif sín og hefur lengi verið
eins konar þjóðsagnapersóna,
enda þótt árin séu ekki fleiri að
baki:
Margoft tvitugur
meir hefur lifað
svefnugum segg,
er sjötugur hjarði
J.H.
Rolf er umdeildur eins og flest-
ir, sem einhver töggur er f og
koma þar vel heim ljóðlínur G.
skólaskálds:
Höggunum er þeim hœttast við,
sem hœst ber á.
Hugmyndaflug og fjör Rolfs er
slíkt, að maður gæti fmyndað sér,
að hann ætti miklu meira ógert en
það sem honum hefur áunnizt.
Rolf er í fleiru lánsmaður en
viðskiptum. Hann á fagurt heim-
ili, sex mannvænleg börn og það
sem öllu gulli er dýrara, konuna
Kristínu Ásgeirsdóttur. Hún er
mikilhæf húsmóðir, eins og heim-
ilið ber með sér, glæsileg og gáfuð,
og tek ég þá dýpra í árinni en mér
er tamt. Við hjónin óskum fjöl-
skyldunni einlægrar hamingju.
Jóhann Friðriksson
frá Efri-Hólum
Ef þú heldur að það sé óskaplega
dýrt að breyta yfir í IBM System/34,
þá er kominn
tími til að þú
fáir réttar
upplýsingar
Pað er staðreynd að System/34 frá nokkrum vikum eftir að þú ákveður
IBMereinhagkvæmastatölvansem kaup á henni. Uppsetning og
hægt er að fá fyrir íslenskar að- undirbúningur er ódýrari en þú
stæður. IBM System/34 kom fyrst til heldur og þjónustan fyrsta flokks.
fslands 1978 og hefur allar götur IBM System/34 krefst ekki sérnáms í
síðan reynst frábær starfskraftur hjá tölvufræðum enda er hún notuð í
íslenskum fyrirtækjum.
System/34 hefur verið í stöðugri
þróun frá því að hún kom á markað-
inn og er því enn í dag í fullu gildi.
Nú býður IBM þér meðal annars tvær
nýjar gerðir af skermum. Annar
þeirra er litaskermur sem skilar 7
litum. Hann opnar þér nýja mögu-
leika í framsetningu á upplýsingum, System/34 hefur nýverið lækkað um
meðal annars á myndrænan hátt. 40% hérlendis vegna hagstæðrar
IDM , . . ... . , framleiðsluþróunar hjá IBM. Pú qerir
IBM System/34 getur verið komin i uwí , ID..JC . . a
í n ■ , . a , . . , þvi góð kaup i IBM System/34.
fulla vinnu fyrir starfsemi þina r 1
flestum greinum atvinnulífsins, ekki
síður hjá litlum fyrirtækjum en
stórum.
Þegar þú kaupir IBM System/34 ertu
því að fjárfesta í öruggu kerfi sem
hefur verið aðlagað íslenskum
verkháttum.
Það er staðreynd að kaupverð
Skaftahlíð 24 • 105 Reykjavik • Sími 27700
ÍSLENSK ÞEKKING-ALÞJÓÐLEG TÆKNI