Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
Veður
víða um heim
Akureyri +5 snjókoma
Amsterdam 12 heióskirt
Aþena 20 heióskfrt
Barcelona 13 skýjaðr
Berlín 12 skýjaó
BrUseel 13 þoka
Chicego 3 snjókoma
Dublin 9 skýjaó
Frankfurt 11 skýjaó
Fœreyjar 6 skýjaó
Genf 13 heióskírt
Helsinki +2 skýjaó
Hong Kong 18 skýjaó
Jerúsaiem 11 skýjaó
Jóhannesarborg 23 akýjaó
Kaupmannahöfn 9 skýjaó
Kairó 20 skýjaó
Ussabon 18 heióskirt
London 12 skýjað
Los Angeles 20 heióskirt
Madrid 19 heiðskirt
Mallorca 16 heióskfrt
Malaga 16 héllskýjaó
Mexicoborgd 27 heióskfrt
Miami 21 rigning
Moskva +2 heióskirt
Nýja Dethí 25 skýjaó
IWW TOrK 4 rigning
(Mó 10 heióskirt
París 16 skýjað
Peking 6 hefóskirt
Perth 28 heióskírt
Raykjavik +2 léttskýjaó
Rio de Janeiro 34 heióskirt
Rómaborg 18 heióskfrt
San Francisco 19 skýjaó
Stokkhólmur 3 snjókoma
Tel Aviv 114 skýjaó
Tókýó 10 heióskfrt
Vancouver 11 rigning
Vínarborg 12 skýjaó
Aurskriður í Kína:
Fangarnir
borga
gistinguna
Hayward, Kalifomíu, 9. mars. AP.
SUMIR þeirra sem gista Santa
Rita fangelsið á næstunni
verða líklega að borga með
sér. Þannig er mál með vexti,
að fangelsisstjórinn ákvað að
rukka tilvonandi fanga þar
sem fjárhagur betrunarstofn-
unarinnar er mjög slakur.
Það er einkum ein tegund af-
brotamanna sem fær þessa nýjung
á sig. Það er fólk sem hefur gerst
brotlegt í umferðinni og vill held-
ur sitja inni um helgar en að
greiða háar sektir. Sagði fangels-
isstjórinn: „Fólk verður að gera
sér grein fyrir því að það verður
að greiða fyrir þann skaða sem
það veldur.“
Sýknuð um
manndráp
af gáleysi
Su Joae. 9. roars. AP.
FRÚ BETTY Mentry, sem sökuð v»r
um að hafa banaö 9 ára gömlum syni
sínum með því að setjast ofan á hann
og kæfa, var sýknuð um manndráp af
gáleysi.
Frú Mentry, sem er 100 kg, refsaði
syni sínum með þeim hætti sem frá
er sagt fyrir að leika sér með eld-
spýtur. Bar hún því við að félagsráð-
gjafi hafi hvatt hana til að beita
þyngd sinni er sonur hennar fengi
reiðiköst sin. Kviðdómur sýknaði
móðurina á þeim forsendum að ekk-
ert benti til þess að hún bæri enga
virðingu fyrir lifinu.
270 manns fórust
Peking, 9. mars. AP.
AURSKRIÐUR urðu meira en tvö
hundruð og sjötíu manns að bana í
Gansu-héraði í norðausturhluta Kína
á mánudagskvöld, að því er segir f
fregnum fréttastofunnar Nýja-Kína í
dag.
I dag hafði 33 verið bjargað úr
skriðunum og 277 manns höfðu
verið fluttir af hættuslóðum. Tutt-
ugu og tveir voru á sjúkrahúsum
þar sem gert var að sárum þeirra.
Öll mannvirki á þriggja ferkíló-
metra svæði eru grafin undir skrið-
unum.
Herinn mun aðstoða við björgun-
araðgerðir og allir vinnufærir
menn í nærliggjandi sveitum hafa
verið kallaðir til hjálpar.
Volvo-arnir voru margir gallaðir.
Volvo kallar inn tug-
þúsundir gallaðra bíla
Detroil, Michigan, 9. mars. AP.
VOLVO-verksmiðjurnar í Detroit
hafa kallað inn 31.420 bíla vegna
galla í kveikjukerfi. Kemur gallinn í
Ijós við gangsetningu bílanna. Geng-
ur hún ekki eins og í sögu.
Bílarnir sem um ræðir eru
tveggja og fjögurra dyra DL og
GL tegundir af árgerð 1982 og
framleiddir snemma á árinu.
Skutbílar eru einnig í hópnum.
Kveikjukerfin í þessum bifreiðum
eru tölvuknúin, og gallarnir eru í
tengingum. Ekki er vitað til þess
að gallarnir hafi valdið slysum, en
það voru kaupendur sem beindu
athygli framleiðenda á gallann.
Óeðlilega margir bílar voru færðir
til viðgerðar í ábyrgð og þótti
fjöldinn ekki einleikinn. Var því
gripið til þess ráðs að kalla bif-
reiðirnar til baka.
Culloden
í uppruna-
legt horf
CULLODEN, staðnum þar sem síðasta
landorusta var háð í Bretlandi, mun nú
verða komið f upprunalegt horf af
skoska þjóðminjafélaginu. Á þessum
stað, skammt frá Inverness, var herafli
Jakobíta undir stjórn Karls Stewart
prins sigraður í aprfl af enska hernum
undir stjórn hertogans af Cumberland.
Þjóðminjafélagið, sem átti nokk-
urn hluta staðarins, hefur nú keypt
108 ekrur að auki af landspildunni
og mun þar verða ruddur skógur til
að koma öllu f sem upprunalegast
horf. Vegur, sem nú liggur um or-
ustuvöllinn og yfir fjölda grafa Jak-
obfta, sem létust í orustunni, mun nú
verða færður og komið verður fyrir
fullkominni gestamóttöku þar sem
hægt verður að skoða myndir og
hlýða á fyrirlestra. Þess er vænst að
verkinu verði lokið vorið 1984.
Leiðrétting
MISTÖK urðu í fyrirsögn á frétt
um andlát breska tónskáldsins Sir
William Walton í gær. Þar átti að
sjálfsögðu að standa Sir William,
þar sem enski titillinn Sir stendur
ávallt með skírnarnafni.
Belgrad:
Sendiherra Tyrkja í
lífshættu eftir skotárás
BelKrsd, 9. mare. AP.
SKOTIÐ var á tyrkneska sendiherr-
ann í Júgóslavíu og bflstjóra hans í
Belgrad í dag og var sendiherrann
fluttur með hraði á sjúkrahús, þar
sem gert var að sárum hans. Hann
mun vera í Iffshættu að því er segir í
heimildum frá sjúkrahúsinu. Bflstjór-
inn mun hins vegar vera við betri
líðan.
Skotið var á bifreið sendiherr-
ans, Galip Balkar, þar sem hann
var ásamt einkabílstjóra sínum á
ferð um miðborgina. Samkvæmt
skýrslum vitna mun hafa komið til
skotbardaga milli lögreglu og
tveggja vopnaðra manna eftir til-
ræðið. Einn maður særðist og
nokkrir slösuðust í skotbardagan-
um.
Júgóslavneska fréttastofan
Tanjug sagði síðdegis í dag, að
tveir lögreglumenn hefðu sært
annan árásarmanninn, en hinn
hefði komist undan. Hinn særði
mun hafa verið fluttur á sjúkra-
hús, en talið er að sá sem komst
undan hafi stokkið upp í nálæga
bifreið og þvingað bílstjórann til
að aka sér á brott.
Lögreglan hefur lokað öllum
leiðum út úr borginni og leitar
mannsins ákaft.
Tyrkneska sendiráðið vildi ekk-
ert láta hafa eftir sér um málið í
dag, en lögreglan sagði að nánar
yrði sagt frá öllum atburðum sfð-
ar.
Hringt var í franska fréttastofu
I kvöld og tilkynnt, að armenskir
hryðjuverkamenn stæðu á bak við
árásina á sendiherrann.
r
skápar
Syrpuskápamir eru aö sönnu ekkert sérstaklega flókið fyrirbæri - heldur þvert á
móti. En í þeim sannar einfaldleikinn einmitt yfirburöi sína:
Staðlaðar einingar
lækka verö og stytta afgreiðslutíma.
Mismunandi breiddir
auðvelda þér að leggja skápana ''vegg í vegg."
Færanlegar innréttingar
bjóða upp á endalausa möguleika á breytingum
eftir börfum hverju sinni.
Einn, tveir eða tíu
syrpuskápar eru ávallt fáanlegir og bú getur bætt
við skápum hvenærsem bað hentar.
Greiðsluskilmalar
eru auðveldari viðfangs fyrir okkur vegna staðlaðrar
framleiðslu. Við bjóðum 1/3 út og eftirstöðvar á 6
mánuðum. „ .......
Spyrjið um bæklinginn