Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 SIGTRYGGUR SIGTRYGGSSON AF IMNLíNDUM VCTTVANBI 14—16.000 íslending- ar taldir búa erlendis Langflestir á Norðurlöndum, eða 8—9.000 sem og í Ástralíu, en þar voru íslendingar flestir um 1970. f Þýskalandi og Kanada eru eink- um blandaðar fjölskyldur fs- lendinga og þarlends fólks. í Bandaríkjunum eru konur miklu fleiri en karlar og mjög mikið um, að þær séu giftar Banda- ríkjamönnum, og eru þá börn þeirra, fædd í hjónabandi, bandarískir borgarar, eins þótt þau hafi fæðst hér heima. Rúm- lega 400 konur með lögheimili ytra samkvæmt þjóðskrá eru skráðar sem giftar varnarliðs- manni, hvað sem síðar hefur orðið, og um 200 aðrar eru skráð- ar sem giftar öðrum Bandaríkja- mönnum. Sumir þeirra hafa ver- ið varnarliðsmenn við hjú- skaparstofnun. Samkvæmt hjónavígsluskýrslum presta, safnaðarstjóra og dómara til Hagstofunnar hafa rúmlega 500 íslenskar konur gifst varnarliðs- mönnum og „sérfræðingum" hjá varnarliðinu á árabilinu 1954—79. Þessar giftingar voru að meðaltali 26 á ári 1954—60, 27 1961-65, 15 1966-70 og 15 1971—79. — íslenskar konur giftar varnarliðsmönnum með lögheimili hér á landi 1. desem- ber 1982 samkvæmt þjóðskrá voru 86 talsins. Langstærsta félag íslendinga erlendis En snúum okkur þá aftur að Norðurlöndunum sérstak- lega og Félagi íslendinga á Norðurlöndum, en það er lang- stærsta starfandi félag íslend- inga á erlendri grund. Deildirnar í félaginu eru alls 15 og meðlim- atalan samtals yfir 7.000 manns. Félag fslendinga á Norður- löndum var stofnað 1. maí 1976 og nefndist þá Samband fslend- inga- og námsmannafélaga í TALIÐ ER að 14—16 þúsund manns, fæddir á fslandi, séu nú búsettir erlendis, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Hefur íslendingum í útlöndum fækkað um 800 frá því þeir voru flestir árið 1981, en það ár og í fyrra fluttu í fyrsta skipti í langan tíma fleiri íslendingar hingað heim en fluttu til útlanda. Langflestir Islendingar búa á Norðurlöndunura eða 8—9 þúsund, þar af um 3.500 í Svíþjóð, um 3.000 í Danmörku, um 1.500 í Noregi og 200—250 í Finnlandi, Færeyjum og Grænlandi. Námsmenn eru meðtaldir í þessari tölu. Talið er að um 4.000 fslendingar búi í Bandaríkjunum og um 1.000 í Kanada. Hér á þessum Innlenda vettvangi, sem reyndar fjallar um fsiendinga á erlendum vettvangi, verður fyrst og fremst rætt um íslendinga á Norðurlöndum og öflug samtök þeirra, en áður gluggum við aðeins í skýrslur Hagstofunnar um íslendinga búsetta erlendis. Meira en 500 konur giftust varnarliðsmönnum ar segir að í Svíþjóð búi einkum alíslenskar fjöl- skyldur og eru börn innan 15 ára aldurs 31% af mannfjölda með lögheimili í Svíþjóð samkvæmt þjóðskrá 1. desember 1982. f Noregi og einkum þó Danmörku eru einhleypingar fleiri og blandaðar fjölskyldur að þjóð- erni. Á Bretlandi fjölgar fslend- ingum lítið, en þar búa miklu fleiri konur en karlar og í blönd- uðum fjölskyldum. fslendingum í Luxemborg hefur fækkað frá því að þeir urðu flestir 1980, en þar eru alíslenskar fjölskyldur Frá kosningafundi, sem íslendingafélagið í Osló hélt nýverið með íslenzkum stjórnmálamönnum. Þar var fjölmenni og margt skrafað. Um kvöldið var 60 ára afmæli fslendingafélagsins í Osló haldið hátíðlegt. Mannaráðningar við Blindrabókasafn íslands Greinargerð frá fjórum stjórnarmönnum 1. Að undanförnu hafa orðið nokkur blaðaskrif og umræða í út- varpi vegna mannaráðninga við nýstofnað Blindrabókasafn ís- lands. Meiri hluti safnsstjórnar hefur hlotið þar ámæli fyrir að hafna umsókn Arnþórs Helgason- ar um starf deildarstjóra við námsbókadeild. Af þessu tilefni vilja undirritað- ir stjórnarmenn koma upplýsing- um og athugasemdum á framfæri. f janúar sl. voru auglýstar 6 stöður við safnið. Um þær bárust alls. 5 umsóknir, þar af ein um tvær stöður. Auk þess bárust 2 umsóknir um aukastörf. Stjórnin réð ágreiningslaust í deildar- stjórastarf í útláns- og upplýs- ingadeild og starf bókavarðar og aðstoðarmanns í sömu deild og ennfremur í starf deildarstjóra í tæknideild. Enginn sótti um stöðu tæknimanns i tæknideild. Þá var og lausráðinn starfsmaður í hluta- starf. Um deildarstjórastarfið í námsbókadeild bárust tvær um- sóknir og var hvorugur umsækj- enda samþykktur í það starf. Ann- ar umsækjandinn sótti jafnframt um starf bókavarðar í útláns- og upplýsingadeild og var veitt það. Hinum umsækjandanum, Arnþóri Helgasyni, var án umsóknar boðið starf tæknimanns í tæknideild, sem í raun er hið sama og hann hefur gegnt í Hljóðbókasafni Borgarbókasafns og Blindrafé- lagsins síðan í árslok 1980. Um þá ákvörðun var full samstaða í stjórninni. 2. Hlutverk Blindrabókasafns fslands er lögum samkvæmt að sjá blindum, sjónskertum og öðrum þeim, sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt, fyrir alhliða bókasafnsþjónustu. Með öðrum þeim er átt við hreyfihamlað fólk, meðal þeirra rúmfasta með skerta líkams- krafta, og ólæsa og treglæsa vegna greindarskerðingar, skorts á lestr- arfærni og vegna skynrænna lestrarörðugleika. Námsbókadeild er ætlað það hlutverk að afla og gefa út námsefni fyrir ofan- greinda aðila, einkum i sambandi við framhaldsnám og sjálfsnám. Starfi deildarstjóra má skipta í þrjá þætti: I. Upplýsingaöflun. Deildarstjóri þarf að afla sér upplýsinga um og koma á sambandi við þá sem þurfa á þjónustu námsbókadeildar að halda. Hér er ekki aðeins um að ræða nemendur í framhaldsnámi, heldur einnig fólk í endurmenntun og sjálfsnámi. n. Atbugun og val á námsgögnum og ítarefni. Mikilvægt er að deild- arstjóri nái skjótri og góðri yfir- sýn yfir það efni sem stendur sjá- andi og blindum til boða í námi og starfi, geti metið það og aðlagað eftir þörfum. Hér er um að ræða markað, sem sjáandi maður á fullt í fangi með að fylgjast með, ekki aðeins bækur á svartletri, heldur einnig mynd- efni og upptðkur. Val þessa efnis byggist í flestum tilfellum ekki á lestri orð fyrir orð, heldur hraðri athugun á t.d. texta, myndefni og uppsetningu. Athugun á slíku efni felur í sér heimsóknir og nána samvinnu við ýmsa aðila, svo sem Námsgagna- „Meðfylgjandi er grein- argerð fjögurra stjórn- armanna í stjórn Blindrabókasafns ís- lands varðandi ráðn- ingu í stöður við safnið. — Það er ósk okkar að fjölmiðlar birti greinar- gerðina óstytta. Elfa Björk Gunnarsdóttir, Kristín H. Pétursdóttir, Margrét F. Sigurðardóttir, Ólafur Jensson." stofnun, bókasöfn, útgáfufyrir- tæki og aðrar stofnanir sem gefa út og hafa á boðstólum námsgögn og ekki síður ítarefni. III. Úrvinnsla efnis. Hér reynir mjög á hæfileika deildarstjóra til að ná góðri yfirsýn yfir innihald og uppsetningu efnis, og mat hans á því, hvernig aðlaga verður þetta efni til endurútgáfu. Sem dæmi um forvinnu má nefna, að þegar vinna á bók, þar sem texta og mynd er blandað saman, yfir á blindraletur, þarf oft að gera umtalsverðar breyt- ingar á uppsetningu og oft um- skrifa texta, ef efni á að vera að- gengilegt og komast óbrenglað til skila. Velja þarf úr efninu og stækka hluta þess, s.s. skýr- ingarmyndir, línurit o.fl., allt eftir mikilvægi þess. Við teljum, að þrátt fyrir þau hjálpartæki, sem blindur maður á kost á við lestur svartleturs, sé það mjög erfitt og næstum óframkvæmanlegt fyrir hann að sinna þessu starfi nema með stöð- ugri aðstoð sjáandi manns. Sú tækni, sem nú er notuð af blindum við lestur svartleturs, er notkun svokallaðs Optacon-tækis, en sú tækni er bundin því að lesa eina línu í einu og lestrarhraði verður því takmarkaður og útilokar „yfir- lits“-lestur. Erfitt er að greina myndefni með þessu tæki og sömuleiðis er yfirsýn yfir uppsetn- ingu mjög takmörkuð og seinunn- in. 3. í samræmi við það, sem hér hefur verið sagt, tók meiri hluti stjórnar þá ákvörðun að hafna Arnþóri Helgasyni í umrætt deild- arstjórastarf, en bauð honum að gegna áfram sínu fyrra starfi við safnið. Við mat á hæfni umsækjanda verður jafnan að líta á það, hverja hæfileika hann hefur til starfsins og hvað kann að skorta á, að hann fullnægi þeim kröfum sem starfið gerir. Þetta á jafnt við um fatlaða menn sem aðra. Stjórn Blindrabókasafns ís- lands vill að sjálfsögðu leitast við að skapa fötluðum starfsskilyrði innan safnsins. Það má þó ekki verða til þess að stofnunin nái ekki að sinna hlutverki sínu á þann hátt, sem annars væri unnt. 4. I greinargerð sem Starfs- mannafélag Blindrafélagsins hef- ur sent fjölmiðlum, eru nokkur at- riði, sem ástæða er til að gera at- hugasemdir við: 1. Það er rangt að meirihluti stjórnar Blindrabókasafns íslands hafi gengið þvert á þá stefnu Blindrafélagsins að stuðla að þvi að blindir og sjónskertir fái vinnu við sitt hæfi. öll stjórnin er sammála um, að nauðsynlegt er og sjálfsagt að búa fötluðum eins mörg og fjölbreyti- leg atvinnutækifæri og unnt er. Stjórn safnsins hefur nú þegar ráðið sjónskertan mann í fullt starf, blindan mann í 60% starf og býður blindum manni fullt starf þar að auki. Þetta eru 2,6 stöðu- gildi blindra á móti 3 sjáandi, sem nú er þegar búið að ráða. Auk þess verður ein staða í fullu starfi aug- lýst og í hana vill meiri hluti stjórnar ráða sjáandi mann. Hlutfallið þarna er því 2,6 blindir og sjónskertir á móti 4 sjá- andi og er þetta margfalt hærra hlutfall en í hliðstæðum stofnun- um á hinum Norðurlöndunum. Leitað hefur verið upplýsinga það- an og kemur þá í ljós, að í Svíþjóð eru 20 blindir á móti 70 sjáandi og í Noregi 2 blindir á móti 40 sjá- andi. Hér má einnig koma fram, að deildarstjórar í námsbóka- deildum þessara stofnana, svo og í Danmörku eru sjáandi kennarar. 2. Sagt er að stjórnin hafi hafn- að blindum einstaklingi án þess að gera sér nokkra grein fyrir hæfni hans i starfi. Þetta er rangt. Stjórnin hefur hafnað þessum ein- staklingi í ákveðið starf, en boðið honum annað, að vel athuguðu máli. 3. f greinargerð Starfsmannafé- lagsins kemur fram sú skoðun, að menntamálaráðherra hafi úr- skurðarvald um það, hverjir eru ráðnir til starfa við safnið. Er vitnað í 4. grein laga um Blindra- bókasafn íslands. Við undirrituð teljum, að túlka beri lagagreinina svo, að ráðu- neytið segi til um í hvaða stöður skuli ráðið, en stjórnin ráði vali manna í stöðurnar. 5. Það er von okkar, að greinar- gerð okkar skýri þau sjónarmið, sem liggja til grundvallar ákvörð- un stjórnar um mannaráðningar við safnið. Einungis málefnaleg afgreiðsla þessa máls getur stuðlað að eðli- legri uppbyggingu þessarar mik- ilvægu stofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.