Morgunblaðið - 10.03.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
Stjórnarmenn í Félagi fslendinga á Norðurlöndum, talið frá vinstri. Jóhannes Pálsson, Álaborg, ritari, Árni
Guðmundsson, Gautaborg, meðstjórnandi, Árni Þór Sigurðsson, Osló, formaður, Gunnlaugur Júlíusson, Uppsölum,
meðstjórnandi, Sveinn Vilhjálmsson, Lundi, varaformaður. Á myndina vantar Sighvat Sævar Árnason, Kaupmanna-
höfn, gjaldkera.
Danmörku og Suður-Svíþjóð.
Stofnfélög þess voru starfandi
íslendingafélög í Álaborg, Árós-
um, Kaupmannahöfn, Oðinsvé-
um og Lundi ásamt Félagi ís-
lenskra námsmanna í Kaup-
mannahöfn. Markmið sam-
bandsins var að starfa að sam-
eiginlegum hagsmunamálum fé-
laganna og urðu ferðamál þegar
í byrjun helsti vettvangur
starfseminnar.
Aðildarfélögunum fór stöðugt
fjölgandi frá stofnun sambands-
ins, sem sýndi að þörf var talin á
tilveru þess og það talið megn-
ugt að sinna verkefnum sínum.
Þannig voru aðildarfélögin orðin
þrettán talsins eftir ársþingið í
október 1980 en þau voru auk
stofnfélaganna: íslendingafélög-
in í Málmey, Gautaborg (Val-
höll), Stokkhólmi, Uppsölum og
Osló auk námsmannafélaganna í
Gautaborg og Osló.
Á ársþingi sambandsins
haustið 1980 voru gerðar veru-
legar breytingar á lögum félags-
ins og mörkuð ný stefna í starf-
semi þess. Helsta breytingin var
sú að sambandinu var breytt í
félag og það gert að sjálfseign-
arstofnun. Nafninu var jafn-
framt breytt í Félag íslendinga á
Norðurlöndum en skammstöfun-
inni SIDS var haldið i nafninu
vegna auglýsingagildis hennar.
Sænsk-íslenska félagið í
Gautaborg og íslendingafélagið í
Jönköping gengu í félagið á árs-
þingi sl. haust.
2.000 manns ferðuð-
ust á vegum SIDS
Sem fyrr segir urðu ferðamál
fljótlega helsti vettvangur
starfseminnar hjá SIDS. Félagið
hefur staðið fyrir leiguferðum til
og frá íslandi um jól, páska og á
sumrin. Félagið hefur sent út-
boðsgögn til allra flugfélaga á
Norðurlöndunum og ætíð tekið
lægsta tilboðinu. Hafa Flugleið-
ir, Arnarflug, Sterling og
Maersk Air annast þessar leigu-
flugferðir, þar af Maersk Air tvö
sl. ár. Þessi starfsemi hefur sí-
fellt farið vaxandi og í fyrra fóru
t.d. 2.000 farþegar til og frá Is-
landi á vegum SIDS. Um pásk-
ana er áformuð leiguferð heim
til íslands með Maersk Air og
samkvæmt upplýsingum stjórn-
armanna í SIDS, er verðið á bil-
inu 5—6.000 krónur fyrir mann-
inn. Áformaðar eru ferðir í
sumar og hefur SIDS áhuga á
því að komast í samband við fé-
lagasamtök á íslandi, sem vilja
notfæra sér þessar flugferðir til
þess að komast í hópferðir til
Norðurlandanna.
Styrkir veittir til
menningarsamskipta
SIDS gerir meira en hugsa
um ferðamál íslendinga á
Norðurlöndum, það hefur á
stefnuskránni að huga að öllum
sameiginlegum hagsmunamál-
um íslendingafélaganna á Norð-
urlöndum, að sögn forráða-
manna þess. Á þess vegum er
starfandi menningarsamskipta-
sjóður, sem hefur úthlutað
styrkjum að upphæð samtals 39
þúsund danskar krónur sl. þrjú
ár eða sem svarar um 93 þúsund
íslenskum krónum. Til að gefa
hugmynd um starfið skal hér
birt yfirlit yfir úthlutanir úr
menningarsamskiptasjóði SIDS
sl. þrjú ár:
1980— 1981:
1. íslendingafélagið í Stokk-
hólmi til menningarviku
vegna heimsóknar Vigdísar
Finnbogadóttur forseta.
2. íslendingafélagið í Lundi til
Péturs Jónassonar vegna
tónleikaferðalags um Norð-
urlönd.
3. íslenska útvarpið í Malmö til
tækjakaupa vegna útvarps-
sendinga.
1981— 1982:
4. Framkvæmdastjórn Klaka-
móts, knattspyrnumóts ís-
lendinga í Skandinavíu.
5. Ráðstefna íslenskukennara í
Skandinavíu haldin í Kaup-
mannahöfn haustið 1982.
6. Ferðakostnaður vegna upp-
lestrarferðar skáldanna Ein-
ars Más Haraldssonar, Ein-
ars Kárasonar, Halldórs
Guðmundssonar og Stein-
unnar Sigurðardóttur.
7. Tímaritið „ÞAЄ í Gautab-
org vegna útgáfukostnaðar.
1982— 1983 1. úthlutun:
8. „ÞÓRHILDUR", blað Islend-
inga í Kaupmannahöfn.
9. Félag íslenskra námsmanna
í Kaupmannahöfn vegna 90
ára afmælishátíðar félagsins.
10. íslendingafélagið í Osló til
endurbóta á húsi félagsins við
Norefjell.
Að sögn formanns SIDS, Árna
Þórs Sigurðssonar, er það ein-
stakt í sinni röð að svona félaga-
samtök séu starfandi í þremur
löndum.
Úthafsveiðar á laxi:
Búnaðarþing
leggur áherslu
á öflugt samstarf
Atlantshafsþjóða
BÚNAÐARÞING hafði til umfjöllun
ar tvær þingsályktunartillögur sem
liggja fyrir Alþingi um úthafsveiði á
laxi og ályktaði af því tilefni m.a.:
„Búnaðarþing hvetur eindregið til
þess að Alþingi og önnur íslensk
stjórnvöld beiti sér fyrir því að efla
samstöðu þeirra Atlantshafsþjóða,
sem hér eiga sameiginlegra hagsmuna
að gæta, til þess að enn verði dregið
úr úthafsveiðum á laxi í N-Atlants-
hafi, og þær helzt lagðar af með öllu.
Búnaðarþing telur naumast, að
það litla sem vitað er um skiptingu
úthafslaxaflans eftir upprunalönd-
um réttlæti að Islendingar beiti sér
einir í þessu máli gegn grannþjóð-
um sínum. Hins vegar er ljóst að
þekking á hafgöngum og ferða- og
dvalarvenjum laxastofnana í
N-Atlantshafi er alltof lítil og mjög
brýnt úr að bæta. Meðan úthafs-
veiðar eru enn stundaðar í nágrenni
okkar þarf því að efla mjög rann-
sóknir á uppruna úthafsaflans og
þarf Alþingi að tryggja nægilegt fé
til þess að hægt sé að sinna því
verkefni hérlendis og jafnframt að
beita sér fyrir öflugu samstarfi Atl-
antshafsþjóða um það.
Búnaðarþing telur því, eins og
hér kemur fram, að Alþingi ætti að
hnika tillögum þessum á þann veg,
að höfuðáhersla sé lögð á samstöðu
þjóða um málin og samþykkja þær
síðan.“
VJterkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamióill!
Nýr, glæsilegur áfangastaður Útsýnarfarþega
„Gullströndin
í Albufeira"
Kynntur á PORTÚGALSHÁTÍÐ ÚTSÝNAR BR0ADWAY sunnudag 13. marz
Kl. 19.00 Húsiö opnaö — fordrykkur í boöi Ríkisferða-
skrifstofu Portúgals. Kvikmynd frá Portúgal,
happdrætti, músík. Mætiö sundvíslega og
missiö ekki af neinu.
Kl. 19.30 Veislan hefst. Tvíréttaður kvöldveröur. Verö
aðeins kr. 270.
Heiðursgestir:
J.C. Teiexeira frá portúgölsku ríkisferöa-
skrifstofunni Fernando Hipolito frá Viagens
Rawes í Algarve.
Ferðakynníng frá Portúgal
FEGURÐARSAMKEPPNI.
Þátttakendur í forkeppni Ungfrú og
herra Útsýn valdir úr hópi gesta.
c>
Hárskuröar- og hárgreiöslu-
sýning frá Hárgreiðslu-
og rakarastofunni
Klapparstíg. 24 módel sýna
árangur meistaranna.
Einsöngur:
Hinn frábæri tenórsöngvari,
Kristján Jóhannsson
píanóleikari, Guörún A.
Kristinsdóttir.
Tízkusýning: Módel ’79 sýna.
Portúgalski söngvarinn Joao Silva
skemmtir með Ijúfri, portúgalskri
tónlist.
Danssýning: JAZZ-SPORT.
Hinar fjölbreyttu sólarlandaferðir
Útsýnar kynntar á sjónvarpsskermi
í neöri sal frá kl. 22.00.
Happdrætti. Feröavinningur dreg-
inn úr miðum gesta, sem koma fyrir
kl. 20.00.
Bingó. Spilað um 3 Útsýnarferöir.
Dans. Hljómsveit Björgvins Hall-
dórssonar.
Diskótek:
Gísli Sveinn LoftssonT
Feróaskrifstofan
ÚTSÝN
Allir gestir fá ókeypis Polaroid-mynd viö komuna frá Mats Wibe Lund.
BKCADWAy
Forsala aðgöngumiða og boröapantanir í BROADWAY í dag
kl. 9—17, sími: 77500. Pantið miöa tímanlega. Spariklæðnaður