Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 Er þörf nýrra skatta á bifreiðaeigendur? Bensínskattur 1982 264 milljónir - hærri en 1978 á föstu verðlagi - engin króna hækkunarinnar fór til vegagerðar! — eftir Láurs Jónsson alþingismann Alþingi fjallar nú um vegaáætlun til næstu fjögurra ára. Þetta er fyrsU vegaáætlunin síðan langtímaáætlun í vegamálum var samþykkt einróma á Alþingi eftir að fjárveitinganefnd hafði unnið eina tillögu úr tillögum sjálf- stæðismanna og aðstandenda ríkisstjórnarinnar. Þar voru þau markmið sett að árið 1983 skyldi 2,2% af þjóðarframleiðslu varið til vegamála, 1984 2,3% og 1985 og síðar 2,4%. Á fyrsta ári langtímaáætlunar í framkvæmd er skorið svo hressilega niður framlag ríkissjóðs til vegamála að til þess að nálgast markið sem sett var fyrir nokkrum mánuðum er ráð fyrir því gert skv. stjórnarfrumvarpi að leggja á nýjan skatt sem er miðaður við þunga hverrar bifreiðar og er talinn hækka skattbyrði bifreiðaeigenda um 125 millj. króna á þessu ári. Þessi skattheimta er réttlætt með lækkun innflutningsgjalds. Á það er þó að líta að þessi nýi skattur kemur í kjölfar gífurlegra skattahækk- ana á benzín umfram verðlagshækkanir á undangengnum árum. Ekkert af þeirri skattahækkun hefur farið til vegagerðar, þvert á móti ríkisframlög til vegamála hafa verið lækkuð en lántökur auknar. Þannig hefur framkvæmd- um verið haldið uppi með ávísun á framtíðina. Skattahækkun á benzín: Á meðfylgjandi súluritum sem eru gerð af Vegagerð ríkisins að ósk fjárveitinganefndar sést á mynd I hvernig skattar á benzín hafa hækkað síðan 1978 (fast verðlag m.v. 1982). Skattahækkun- in milli áranna 1978 og 1982 nem- ur 264 millj. króna reiknað á föstu verðlagi (ársins 1982). Skyggði hluti súluritsins sýnir að sá hluti benzínskatta sem fer til vegagerð- ar, þ.e.a.s. benzíngjaldið svonefnda, hækkar ekki á sama tíma. Söluskattur og tollar á benz- ín sem renna í ríkissjóð en ekki til vegagerðar hækkuðu svo mjög vegna gífurlegrar hækkunar á innflutningsverðlagi benzíns á þessum tíma. Verðhækkun benz- íns var því notað til svo freklegrar skattahækkunar, sem raun ber vitni. Lítil aukning heildar- framlaga — þrátt fyrir stórauknar lántökur Á súluriti nr. II er sýnt hvernig Lárus Jónsson lántökur hafa verið auknar til vegagerðar á undanförnum árum. Þær hafa verið tvöfaldaðar að raungildi milli áranna 1978 og 1982 eða aukist um 106 millj. króna á föstu verðlagi. Á sama tíma sem skattar hafa hækkaða í heild á benzín, sem að framan seg- ir, og lántökur auknar hafa heild- arframlög ríkissjóðs og vegasjóðs til vegamála sáralítið aukist eða einungis um 37 millj. króna milli framangreindra ára 1978—1982 (sjá súlurit nr. III). Er þörf á nýjum skatti nú? Á Alþingi í fyrra var samþykkt ný langtímaáætlun í vegamálum. Á það var Iögð áhersla í umræðum um þessa áætlun sem samkomulag varð um að hverfa bæri frá þeirri stefnu undangenginnav>ára að þyngja skatta á umferðina en skera niður framlög til vegagerðar af samtímatekjum. Við fjárlaga- afgreiðslu í vetur var þetta ein- mitt gert. Framlög til vegagerðar voru skorin niður, þrátt fyrir skattahækkanir á öllum sviðum, og eftir skilið „gat“ í vegaáætlun sem nú á að fylla með nýjum skatti sem nemur 1 kr. á hvert kg. allra bifreiða í landinu. Þessi nýi skattur leggur 125 millj. kr. nýja skattbyrði á bifreiðaeigendur til viðbótar stórhækkun almennra skatta síðustu árin. Auðvitað væri ekki þörf á þessum viðbótarskatti, ef staðið væri við þá eðlilegu stefnu að skera ekki niður þau framlög sem varið er af sameigin- legum sjóði landsmanna til vega- mála á fyrsta ári nýrrar langtíma- áætlunar í vegamálum. Dæmigert um vinnubrögð Framsóknar og Alþýðubandalags Sú stefna í skattheimtu, lántök- um og raunverulegum framlögum til vegamála, sem hér hefur verið lýst, er dæmigerð fyrir stefnu Framsóknar og Alþýðubandalags á öðrum sviðum ríkisfjármála og framfaramála undangengin ár. Frá árinu 1978 hafa þessir flokkar ráðið lögum og lofum í þessum efnum. Samgönguráðherra hefur sérstaklega hrósað sér af sam- þykkt langtíiifíaáætlunar í vega- málum. Þau vinnubrögð og stefna sem hann hefur í framkvæmd hennar á fyrsta árinu sýna í reynd hver hugur fylgir máli. Lagerinn Smiðjuvegi 54 Kópavogi 15% afsláttur af lága veröinu aöeins í LÆGSTU PRÍSAR í BÆNUM í dag rymkum fyrir miklu magni af nýjum fatnaöi Opin mánudag kl. 12—18, þriöjudag kl. 12—22, miövikudag kl. 12—18, fimmtudag kl. 12—18, föstudag kl. 12—22, laugardag kl. 10—16. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.