Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 Rolf Johansen fímmtugur Hann er orðinn þjóðsagnaper- sóna í lifanda lífi og það fyrir langa löngu. Þó verður kappinn aðeins fimmtugur í dag. Sumt grandvart og guðhrætt fólk heldur því sem næst fram, að Rolf Jo- hansen hafi selt skrattanum sálu sína eins og doktor Faust eða Galdra Loftur. Svo ótrúlega skjót- ur og lygilega fljótur varð frami hans og frægð á stjörnuhimni viðskiptalífsins, að jaðraði við fjölkyngi og galdra. Slíkar kynja- sagnir og Drakúlusögur spinnast iðulega í kringum nútíma krafta- verkakarla og gullriddara við- skiptataflsins, sem þora að tefla djarft. Rolf Johansen er marg- slungin og misskilin manngerð en óhversdagsleg og litskrúðug. Hann á sér ekki ófáa aðdáendur meðal ungra athafnamanna. Ekki eru þeir heldur svo fáir meðal sameignarmanna og sósíalista, sem líta hann öðrum augum. Fyrr á árum var engu líkara en margri Gróunni á Leiti þætti hann einn ljúfasti bitinn og sætasta hnoss- gætið á milli tannanna. Slíkar mannorðshakkavélar hafa brætt úr sér eða eru þagnaðar fyrir löngu, ekki hvað sízt er menn komust að raun um, að Rolf er alls fjarri því að vera í beinu sam- bandi við illu öflin. Aftur á móti er hann í nánum fjölskyldu- tengslum við æðsta geistlega vald- ið í landinu. Hann og biskupinn, sá elskulegi og svipbjarti séra Pét- ur, eru svilar. Þeir eru kvæntir glæsilegum systrum af Matthías- arkyni. Báðar voru þær stálheppn- ar að hljóta ekki hið rismikla Matthíasarnef ættarinnar í vöggugjöf, sem vart gæti talizt „lækkert" í kvenásjónu samkvæmt viðurkenndum fegurðarlögmálum tízkunnar. Það tignarlega og víðfræga nef átti vitaskuld ekkert erindi inn í þetta afmælisspjall, en það klæddi engan betur en öðling- inn, sjálfan eiganda þess, hið ást- sæla þjóðskáld vort séra Matthías. Aftur á móti sverja þær systur, Kristín Rolfs og biskupsfrúin, sig að öðru leyti mjög í ættina hvað sjarma, húmor, hjartahlýju og góðar gáfur snertir. Margt fleira en mágsemdin við biskupsvaldið er skemmtilega mótstætt og andstæðukennt við þann margsjóaða heimsmann, Rolf Johansen. Til dæmis er hann gamall Samvinnuskólasveinn hug- sjónamannsins mikla, Jónasar frá Hriflu, eins og gömlu Samvinnu- skólapiltarnir Silli og Valdi, Ás- björn ' ólafsson, Albert Guðmundsson og Venni Bjarna. Enginn þeirra varð kaupfélags- stjóri í Krummavík en allir urðu meðal litríkustu auðmanna lands- ins. Einu sjáanlegu tengsl Rolfs við Samvinnuhreyfinguna í dag eru, að hann kaupir Kátiljáka og Bjúikka hjá Sambandinu á víxl, til eigin afnota. Foreldrar hans eru Thulin heit- inn Johansen, skrifstofustjóri á Reyðarfirði, sonur Rolfs gamla Jo- hansen, verzlunarmanns á Seyð- isfirði og umboðsmanns Thorefé- lagsins á Akureyri og síðar kaup- manns á Reyðarfirði. Hann var sonur Thorlin (Þórlinds) Johansen yfirréttarlögmanns í Stafangri og Kittýar Ormsdóttur överland, blaðamanns i Stafangri og USA. Móðir afmælisbarnsins, þess glað- asta skattakóngs landsins, er Þor- gerður Þórhallsdóttir, sem enn er við góða heilsu. Hún er dóttir hér- aðshöfðingjans Þórhalls Daníels- sonar kaupmanns og athafna- manns á Höfn í Hornafirði, Sunn-Mýlings og gamals gagn- fræðings frá Möðruvöllum, sem gekk í verzlunarskóla í Khöfn. í móðurætt móður sinnar er Rolf náinn frændi þeirra dugmiklu og hugkvæmu framkvæmdamanna, eins og Einars í Nesi í Höfða- hverfi, Þveræinga í Dalsmynni og Garðverja úr Fnjóskadal, sem settu hvað mestan svip á hákarla- ævintýrið mikla við Eyjafjörð á öldinni sem leið. Þaðan kemur honum sjálfsagt drifkrafturinn. Anna Ásmundsdóttir, langamma Rolfs, var systir þess stórsnjalla og stórmerka Einars í Nesi, sem var frumkvöðull flestra fram- kvæmda og framfara við Eyja- fjörð og á Norðurlandi á síðustu öld ásamt Tryggva gamla Gunn- arssyni. Sumir fræðaþulir eru þeirrar skoðunar, að aldrei hafi í allri athafnasögu þjóðarinnar bor- izt jafn vænn og kærkominn gróði í greipar þeirra, sem að þessu merkilega framtaki stóðu og á það jafnt við um þá sem fengust við útgerð, veiðar og verkun. Amma Rolfs, Ingibjörg Friðgeirsdóttir í Garði, var tæknísk alsystir þeirra Þverársystkina: Garðars Gísla- sonar, stórkaupm., séra Ásmundar á Hálsi, séra Hauks við Holmens- kirkju í Khöfn, Ingólfs læknis í Borgarnesi og Auðar prests- maddömu á Skútustöðum. Þau og Ingibjörg í Garði voru systkina- börn í báðar ættir og áttu því alla sömu afana og áana, ömmur og formæður eins og alsystkini. Ef Rolf ætlar sér að fram- kvæma eitthvað nýtt nær hann jafnan settu marki. Hann magn- ast og vex við hverja raun. Honum er eiginlegra að stofna til nýrra fyrirtækja en halda í horfinu eða hjakka í sama farinu. Ævintýra- mennskan er honum í blóð borin. Kornungur var hann kominn á millilandaskip til að sjá heiminn og kynnast lífinu. í Rio de Janeiró hlaut hann djúpa hnifsstungu í síðuna eins og ameríski rithöfund- urinn, Jack London, á flakki sínu um heiminn. Eflaust var það lag veitt út af ástamálum, því að Rolf var snemma upp á kvenhöndina. Konur á suðrænum baðströndum kunnu í þann mund að meta slík skylmingaör og skinnsprettur ást- arinnar, sem gerðu kappann að töfrandi „töffara" í augum hinna ungu og ólgandi seniorina. Sjávar- seltan svellur honum í æðum. Ennþá siglir hann skemmtifleyi sínu út á flóa, eins og grískur skipakóngur um Eyjahafið. Með- byrinn hefir fleytt honum á fjar- læg mið viðskiptaheimsins, allan sjó til Austurlanda fjær. Hann hefir haft meðbyr í hjúskap og átt barnaláni að fagna. Þau hjón, Kristín og Rolf, eiga tvo syni og fjórar fagrar dætur, sem springa nú út eins og sóleyjar í túni og verða gjafvaxta hver af annarri. Því má með sanni segja um Rolf, að hann sé dætrumprúður eða dætrumprýddur, eins og málsnjall og orðhagur skólamaður komst eitt sinn að orði um séra Björn í Bólstaðarhlíð, sem átti níu dætur, er allar giftust prestum. Það mun hafa verið fyrir um aldarfjórðungi, að ég kynntist Rolf. Þá leigði hann skrifstofu í húseign tengdaföður míns á Grettisgötu 3, er síðar komst í eigu Alþýðubandalagsins. í takt við ritúalið hafa þeir Allaballar sjálfsagt sótthreinsað og sterilis- erað skrifstofu Rolfs og slotið allt áður en inn var flutt. Þá átti Rolf alltaf nægan tíma aflögu til að spila „pikkí“ og Hornafjarðar- manna við hæruskotinn og há- aldraðan afa sinn, heiðursmann- inn Þórhall í Höfn. Þá fann ég hlýjar hjartarætur bærast og brenna í Rolf. Það er fallegt að sýna öldruðum og hrumum hlýju og hafa ofan af fyrir þeim í ein- semd ellinnar. Rolf er hjúasæll og gerir vel við sitt starfsfólk, sem sumt hefir unnið hjá honum um langt árabil. Slfkt er ekki þýð- ingarminna til velfarnaðar en hjúahylli við búrekstur í gamla daga. Þeir ánægðu skila drýgstu dagsverki. Á þessum gömlu, horfnu en glöðu árum var oft gaman að gægjast í glas með Rolf, þeim ör- geðja og skemmtilega stemmn- ingsmanni. Hann er stórveitull og örveitull höfðingi, eins og hann á kyn til. Fjörið var feikilegt. Mikið var talað og malað, glamrað og gambrað og sungið og sprungið. Iðulega var ég mun hressari eftir á, eins og að hafa farið í andlega og líkamlega hundahreinsun. Þá voru menn líka ungir og hraustir. Þá svall Hrólfi eða Rolf móðurinn til stórræða og stórframkvæmda. Nú er hann allur að stillast og DAGUKIM ÞEGAK ÓLI BORÐADI SÓSOTA MEÐ SKEIÐIOTI Dagurinn þegar Óli borðaði sósnna með skeiðinni, er bókin sem vakti athygli á jólabókamarkaðnum. Vegna þess að hún er skemmtileg; Fimm smásögur eins og þær voru í gamla daga. Drep findin stíll og svo er boðskapur undir yfirborðinu. Bókin er eftir Ásgeir Þórhallsson, upprennandi rithöfimd. Ef þig langar í skemmtilega og ódýra bók þá er þetta hún. BÓKIN FÆST í ÖLLUM BÓKABÚÐUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.