Morgunblaðið - 10.03.1983, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
21
Allt og hvað eina
Myndlíst
Bragi Ásgeirsson
Það hefur talsvert gengið á í
fjölmiðlum vegna opnunar list-
sýningar Margrétar Guðmunds-
dóttur í Listmunahúsinu við
Lækjargötu. Á íþróttamáli væri
hægt að skilgreina það á þann
veg, að listakonan hafi fengið
„fljúgandi start". Minnist ég
þess, að annarri listakonu, Karó-
línu Lárusdóttur, var tekið á
svipaðan hátt og bar enda marg-
frægan árangur. Menn verða
áreiðanlega að sætta sig við, að
þrennt hafi forgang um þessar
mundir, þegar fjölmiðlar eru
annars vegar, og það er hið
fyrsta, hvort viðkomandi sé svo
lánsamur eða vera búsettur í út-
landinu, hvort listamaðurinn sé
kona eða hvort hann sé undir
þrítugu. Annað, svo sem gæði og
nafnfrægð, virðist hafa næsta
lítið að segja, enda virðist slíkt
ekki vega þungt, þegar þetta
þrennt er annars vegar. Hið
fyrsta af þessu þrennu er land-
lægt en hitt er innflutt og á
sama trausta grunni og tertu-
botnar ...
Þetta er undarlegt upphaf á
listdómi og ætti frekar heima í
almennri yfirlitsumræðu (mynd-
listarvettvangi), en þetta hefur
vakið mikla athygli undanfarið,
einkum vegna þess að ágætar
sýningar mæta hér afgangi
vegna ákafans við að rækta
ofannefnt. Þá er erfitt að þegja,
en þessu er svo sannarlega ekki
beint gegn listamönnunum sjálf-
um heldur fjölmiðlum, sem ger-
ast hlutdrægir eins og lands-
feðurnir. En til hvers eru lista-
menn að strita í áratugi hér á
hjara veraldar, — afla sér nafns
í mörgum tilvikum langt út fyrir
landsteinana, en er svo jafnvel
ýtt til hliðar út af tískutildri og
óþolandi snobbi mörlandans
fyrir öllu, er kemur að utan?
Undirritaður er og hefur alltaf
verið mjög hlynntur því, að
myndlistarmenn fái sem rífleg-
asta umfjöllun í fjölmiðlum,
einkum í samræmi við augljósa
verðleika, en síður fyrir allskon-
ar duttlunga og hlutdrægni, svo
sem kunningskap, kynferði og
flokkskírteini. Það er máski ekki
hlutdrægni að geta sýningar
óvenjuvel, en verður það um leið
og það gerist á kostnað annarra
sýninga, sem í gangi eru.
Það er einnig mikil spurning,
hvort þetta sé hollt fyrir við-
komandi listamenn, hvort þeir
hafi bein til að þola slíkt með-,
læti í upphafi ferils sins, jafnvel
áður en myndir þeirra eru komn-
ar upp á vegg á fyrstu sýningu.
En líkast til gleymist að hugsa
um þessi meginatriði hér í ein-
angruninni, þótt allir alvöru-
fjölmiðlar erlendis séu vel minn-
ugir þessa. En nóg um það að
sinni.
Við snúum okkur að List-
munahúsinu og listakonunni,
Margréti Guðmundsdóttur, er
þar sýnir um þessar mundir.
Margrét hefur víða komið við,
frá því að hún lauk stúdentsprófi
frá MA árið 1962. Stundað list-
nám í K-höfn, útskrifast sem
listfræðingur frá Stokkhólms-
háskóla og seinna lýkur hún
prófi í uppeldisfræði. Stundað
nám í vefnaði og hönnun og ver-
ið í einkanámi í myndlist. Yfir-
leitt virðist manni nám hennar í
myndlist lausara í sér og stop-
ulla en bóknámið, og kemur það
því nokkuð á óvart, að hún skuli
reyna að hasla sér völl á þessum
vettvangi. Alténd virðist mennt-
unargrundvöllur Margrétar
stórum traustari á bóknámssvið-
um. Á sýningunni í Listmuna-
húsinu er áberandi byrjanda-
bragur og yfirlýsingar Margrét-
ar í fjölmiðlum hafa ekki yfir sér
svip hinnar mótuðu listakonu.
Ennþá veit ég t.d. ekki um lista-
mann, er málar það sem hann
langar ekki til að sjá sjálfur, —
einfaldlega hlýtur öll list að vera
sjálfstjáning — einnig þegar
menn sjá heiminn í gegnum
gleraugu annarra.
Margrét virðist vera mjög
upptekin af svonefndri „kvenna-
list“ (sbr. kvennabókmenntir),
og á það víst aðallega að vera
tjáning ástarbríma, eftir sýn-
ingu hennar og ummælum í fjöl-
miðlum að dæma. Við því er ekk-
ert að segja, hvernig menn óska
eftir að nálgast þetta afbrigði
sérlistar, þótt ýmsum finnist það
veikasti hlekkurinn í allri kven-
réttindabaráttunni. Þó hlýtur
ástarbrími að vera annað og
meira en blóðlítið táknmál um
þau líkamssvæði, er bera þá at-
höfn aðallega uppi. Margur
myndi skilgreina þessi form sem
tákn bældra kennda gerandans,
sem ekki hefur ennþá hlotið
þann myndræna þroska að fram
komi rismikil meðhöndlun efni-
viðarins. Blóðmeiri þóttu mér
einþrykk-myndir listakonunnar
(monotypur).
Til að myndir virki ástríðú-
þrungnar, þurfa þær að afhjúpa
ríkar kenndir gerandans til
þeirra athafna, sem lýst er, en
mér virðist listrænn þroski
Margrétar enn ekki vera nægur,
til þess að formin í myndum
hennar virki sannfærandi.
Dregið saman í hnotskurn þá
virka myndir hennar áberandi
flatar og stífar i teikningu og
hinar mýkri myndir eru áber-
andi hrifmestar ...
- O -
Ég get ekki orða bundist vegna
þess að í viðtali hampar Margrét
mjög hinni ágætu mexíkönsku
listakonu, Frida Kahlo, og segir
hana hafa verið nær óþekkta, áð-
ur en kvennahreyfingin kom
verkum hennar á framfæri. Hér
er því miður gróflega rangt farið
með staðreyndir, að ég best veit.
Ein hinna frægu sjálfsmynda
Kahlo er mér t.d. í fersku minni,
en hún var með á hinni miklu
sýningu á mexíkanskri list, er
gekk um Evrópu upp úr 1950. Ég
sá hana a.m.k. á tveim stöðum og
m.a. á Liljevalchs Kosthall í
Stokkhólmi árið 1952. Sýn-
ingarskrána prýðir m.a. heil-
síðumynd af einu málverka
Frida Kahlo, en hún átti 6 mynd-
ir á sýningunni, hina elstu frá
1937, en hina yngstu frá 1949.
Þar sem hér var verið að kynna
úrval mexíkanskrar listar, er
fráleitt að fullyrða, að kvenna-
hreyfingin hafi fyrst uppgötvað
ágæti hennar!
Til viðbótar þessu má geta
þess að Kahlo var gift hinum
fræga málara Diego Rivera og
var hann jafnframt kennari
hennar í málaralist. Rivera þessi
útvegaði m.a. Trotsky landvist-
arleyfi í Mexíkó en Kahlo hús-
næði. Hún var jafnframt vinur
Edsel Ford og Nelson Rockefell-
er. Þekkti Marchel Duchamp,
Wassily Kandinsky og Pablo
Picasso. Hinn síðastnefndi skrif-
aði í bréfi til vinar síns Rivera:
Hvorki ég, Derain né þú getum
málað jafn fögur höfuð og Frida
Kahlo. Peggy Guggenheim tók
verk eftir Kahlo í safn sitt „Art
of this century". Fræðisetn-
ingapáfi súrrealistanna, André
Breton, skrifaði mikið lof um
hana í höfuðverk sitt „Súrreal-
isminn og málverkið". Hún var
talin í hópi manna líkt og Míró,
Dali, Max Ernst og Yves Tanguy.
Afþakkaði þó þann heiður því að
hún taldi sig ekki mála drauma
sína heldur veruleika sinn. Hún
var öll tengd raunveruleikanum
og fræg eru þessi orð hennar:
„Espero alegre la salida — y es-
pero no volver jamás — Frida."
(Ég vona að heiðríkja verði yfir
burtför minni, og ég vona að ég
snúi aldrei aftur.)
Stórmenni mexíkönsku þjóð-
arinnar fylgdu þessari miklu en
marghrjáðu konu til grafar er
hún lést árið 1954 aðeins 44 ára
að aldri.
Allt annað mál er að kvenna-
hreyfing Evrópu tók þessa konu
á arma sér árið 1977 — og verði
henni að góðu. Sjálf þurfti hún
aldrei á neinni kvennahreyfingu
að halda þótt kvennahreyfingin
virðist þurfa á henni að halda.
Annars má til sanns vegar
færa, að rykið hafi verið dustað
af mörgum mætum myndlistar-
manninum hin síðari ár, bæði af
konum og körlum. Endurnýjun
viðhorfa á sér stöðugt stað.
Bragi Ásgeirsson
Við fiystum verðið
á Philips
fiystikistunum
Það er eins og verðið á Philips
frystikistunum hafi verið fryst síðan í haust.
Að minnsta kosti er það nokkurn veginn óbreytt.
Ástæðan er reyndar sú að okkur hefur tekist
að fá fram 2.410.00 króna verðlækkun á
260 lítra kistum og 2.320.00 króna
verðlækkun á 400 lítra kistum.
Frysta verðið er sem hér segir:
260 lítra Philips frystikista kr. 11.990.00
400 lítra Philips frystikista kr. 13.990.00
Utborgun er aðeins 3.000.00 krónur
og við erum sveigjanlegir í samningum.
Heimilistæki hf
Sætúni 8 Hafnarstræti
s. 15655 - s. 20455