Morgunblaðið - 10.03.1983, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
Sækja um að fá að taka
„ráðherrasveinspróf“
TVÆR KONIJR, sem starfað hafa
sem textainnritarar í yfir 10 ár, hafa
sótt um til iðnfræðsluráðs að fá að
taka sveinspróf sem setjarar, en
samkvæmt iðnfræðslulögum geta
þeir sem starfað hafa yfir 10 ár í
ákveðnum iðngreinum sótt um að fá
að taka sveinspróf. Ef leyfi fæst og
viðkomandi nær prófi fær hann
sveinsréttindi, svokallað
„ráðherrasveinspróf, en það er þó
með þeim takmörkunum, að við-
komandi getur ekki orðið meistari í
greininni.
Iðnfræðsluráð hefur ekki af-
greitt beiðnimar tvær, en Félag
bókagerðarmanna hefur sam-
kvæmt heimildum Mbl. boðað til
almenns félagsfundar á mánu-
dagskvöld þar sem þetta mál verð-
ur m.a. á dagskrá, en þetta eru
fyrstu konurnar sem starfað hafa
sem textinnritarar, sem sækja um
að fá að gangast undir sveinspróf.
Málið snýst um það hvort
Einar Benediktsson telst
vera bátur eða togari
Vestmanneyjum, 9. mars.
Mál skipstjórans á togveiðiskipinu
Einar Benediktsson BA 377, sem land-
helgisgæsluvélin TF—SÝN tók að
meintum ólöglegum veiðum út af Vík í
Mýrdal á þriðjudag, kom fyrir rétt hjá
bæjarfógetaembættinu f dag. Var þar
af hendi saksóknara ríkisins lögð fram
formleg kæra á hendur skipstjóranum.
Réttarahaldið hófst f dómsal
embættisins kl. 11.00 í morgun. I
réttinum véfengdi skipstjórinn ekki
Fóru á einka-
flugvél í Vasa-
gönguna
„Það hefur miklu meira en
hvarfiað að okkur að fara aftur á
næsta ári þvf þetta var slíkt ævin-
Eri,“ sagði Gunnar Pétursson á
afirði, er Morgunblaðið ræddi við
hann í gærkvöld.
Gunnar var einn sex skfða-
göngumanna, sem létu sig ekki
muna um að bregða sér til Sví-
þjóðar í einkaflugvél um síðustu
helgi til þess að taka þátt f hinni
árlegu Vasagöngu. Gunnar sagði
þessa hugmynd hafa blundað í
honum og félögum hans um
margra ára skeið, en ekki orðið af
henni fyrr en nú og þá að frum-
kvæði Sigurðar Aðalsteinssonar
á Akureyri. Hann tókþátt f göng-
unni í fyrra og bauð Isfirðingun-
um að koma með sér nú.
Alls hófu 10.030 gönguna og
allir utan 60 luku henni. Gengin
var 90 kílómetra vegalengd. Auk
þeirra félaga tóku fjórir íslenskir
íæknar, búsettir í Svíþjóð, þátt i
göngunni.
Þröstur, sá eini sexmenning-
anna sem er í fullri þjálfun, stóð
sig mjög vel, varð nr. 347 og kom
í mark á 4:44,16 klst. Sigurður
Aðalsteinsson varð nr. 3062,
Gunnar varð 4407. í röðinni,
Halldór Margeirsson varð númer
5140, Óskar Kárason varð 6160. í
röðinni og Sigurður Jónsson varð
númer 7543. Sigurvegari varð
Svisslendingurinn Konrad Hall-
enbarter og lauk hann göngunni
á 3:58,08 klst.
Þess má geta, að Gunnar tók
þátt f Vasagöngunni árið 1952.
Sagði það hafa verið f alla staði
gerólfkt. Keppendur þá aðeins
400 og brautin nánast aðeins
skógarstígur. Nú væru keppendur
alltaf yfir 10.000 og brautin mjög
fullkomin.
Keldnasamkomu-
lagið staðfest
RAGNAR Arnalds fjármálaráðherra
hefur staðfest samkomulag Reykja-
víkurborgar og raenntamálaráðuneyt-
isins um landaskipti á Keldna- og
Keldnaholtssvæðinu fyrir hönd fjár-
málaráðuneytisins, og hefur bréf þar
að lútandi verið sent borgarstjóra,
samkvæmt upplýsingum sem Mbl.
fékk hjá Davíð Oddssyni, borgar-
stjóra.
Undanfari staðfestingar fjár-
málaráðherra var samþykki fjár-
veitinganefndar, sem samþykkti
fyrir sitt leyti að fjármálaráðherra
staðfesti samninginn, enda verði
heimild um það sett í næstu fjár-
lög.
mælingar Landhelgisgæslunnar og
neitaði því ekki að skipið hefði verið
að veiðum á þessum slóðum. Hins
vegar taldi skipstjórinn sér heimilt
að stunda veiðar allt upp að 4 mfl-
um, þar sem vélastærð skipsins væri
innan við eitt þúsund hestöfl. Aftur
á móti segja skrár Siglingamála-
stofnunar að vélastærðin sé 1.095
hestöfl, en skipum með svo aflmikl-
ar vélar eru óheimilar veiðar innan
12 mflna markanna. Málið snýst þvf
um hvort Einar Benediktsson telst
vera bátur eða togari.
Rannsókn málsins og vitnaleiðsl-
um lauk sfðdegis og var málið þá
tekið til dóms. Er Jón R. Þorsteins-
son héraðsdómari í forsæti dómsins
og meðdómendur Angantýr Elfas-
son, fyrrverandi skipstjóri og
Tryggvi Jónsson vélvirki.
Þegar Mbl. hafði samband við Jón
L. Þorsteinsson kl. 22.00, sat dómur-
inn enn á rökstólum og sagðist Jón
ekki geta sagt til um það, hvenær
dómsniðurstaða lægi fyrir, það gæti
dregist eitthvað því þetta væri all-
sérstætt mál.
—hkj
Stöðvarfjörður:
Lionsmenn salta þorskhrogn
Aðal fjáröflunarleið
Lionsklúbbs Stöðvarfjarðar er
söltun þorskhrogna. Fer hún
þannig fram að skipverjar á
skuttogaranum Kambaröst
hirða öll þorskhrogn um borð f
skipinu og ísa í plastkassa, en
Lionsfélgar sjá síðan um að
hreinsa hrognin og salta í landi.
Myndirnar eru teknar þegar
klúbbfélagar eru að slá til eftir
söltun og gera sig klára í þá
næstu. Hrognin eru flutt til Svi-
þjóðar og er verð fyrir tunnu
1.000—1.100 sænskar krónur.
Lætur nærri að Lionsklúbbur
Stöðvarfjarðar fái netto um
2.000 ísl. krónur fyrir tunnu. I
síðustu söltun voru saltaðar 14
tunnur og er verðmæti þeirra því
ca. 28.000 kr. Steinar.
Stjórnskipunarfrumvarp forsætisráðherra:
Frumvarp flokksfor-
manna tekið upp orðrétt
Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, lagði síðla gærdags fram á Alþingi
frumvarp til stjórnskipunarlaga um stjórnskrá lýðveldisins íslands. Frum-
varpið er í níu köflum og 84 greinum. I 28. grein frumvarpsins er tekið upp
frumvarp fiokksformanna, sem samkomulag tókst um millí þingfiokka, til
breytinga á kjördæmisákvæðum stjórnarskrárinnar.
I greinargerð með frumvarpinu
eru helztu breytingar og nýmæli
talin þessi:
,1) Lýðræði, þingræði og jafn-
rétti skulu vera grundvallarreglur
stjórnskipunarinnar. Stjórnvöld
ríkisins fari með vald sitt í umboði
þjóðarinnar.
2) Þingræðisreglan staðfest með
því að ríkisstjórn skuli njóta stuðn-
ings meirihluta Alþingis eða hlut-
leysis. Hún skuli þvf aðeins mynd-
uð, að forseti hafi gengið úr skugga
um að meirihluti þings sé henni
ekki andvígur.
3) Hafi viðræður um stjórnar-
myndun ekki leitt til nýrrar ríkis-
stjórnar innan átta vikna, er for-
seta heimilt að skipa rfkisstjórn.
4) Breytt ákvæði um skipun og
setningu ríkisstarfsmanna.
5) Samningar íslands við önnur
ríki skulu allir kunngerðir Alþingi.
6) Forseti getur aðeins rofið Al-
þingi með samþykki þess sjálfs.
Þingrofsrétturinn er þannig veru-
lega þrengdur.
7) Alþingismenn haldi umboði
sfnu til kjördags.
8) Synjunarvaldi forseta er
breytt. Frumvarp fái ekki lagagildi
fyrr en að lokinni þjóðaratkvæða-
greiðslu, sé það þar samþykkt.
9) Heimild til bráðabirgðalaga
þrengd frá því sem nú er.
10) Aiþingi starfi í einni mál-
stofu.
11) Kosningaaldur lækkaður og
lögheimilisskilyrði rýmkuð.
12) Veruleg breyting er gerð á
ákvæðum um nefndir Alþingis og
vald þeirra.
13) Nýtt fyrirkomulag á endur-
skoðun ríkisreikninga.
14) Landsdómur lagður niður.
15) Ákvæði um ríkissaksóknara
tekin í stjórnarskrá.
16) Skýrt fram tekið að ráðherrar
fara með vald forseta nema á
tveimur sviðum, við stjórnarmynd-
anir og staðfestingarneitun.
17) Akvæði tekin upp um Hæsta-
rétt og dómsmálakaflinn allur gerð-
ur ítarlegri.
18) Mannréttindakaflinn gerður
miklum mun ítarlegri. Ný mann-
réttindi tekin upp í kaflann.
19) Mun ítarlegri ákvæði um rétt-
indi sveitarfélaga landsins.
20) Bann við afturvirkni skatta-
laga.
21) Ákvæði um auðlindir lands-
ins.
22) Ákvæði um náttúruvernd.
23) Ákvæði um heimild til þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
24) Ný ákvæði um það hvernig
stjórnarskránni verði breytt.
25) Umboðsmaður eða ármaður
Alþingis. Hlutverk hans að kanna
kærur vegna meintra misgerða yf-
irvalda gagnvart borgurunum."
f greinargerð segir ennfremur:
„Fyrir liggur að samkomulag hefur
tekizt milli allra þingflokkanna um
breytingar á kjördæmisákvæðum
stjórnarskrárinnar. Hafa formenn
flokkanna lagt fram á Alþingi
frumvarp þess efnis um breytingu á
stjórnarskránni. Svo horfir sem
frumvarp formannanna muni verða
samþykkt á Alþingi næstu daga. í
samræmi við þessa afstöðu mikils
meirihluta alþingismanna, er texti
1. greinar kjördæmafrumvarps for-
mannanna tekinn upp í 28. grein
frumvarps þessa."
f greinargerðinni er hinsvegar
minnt á hugmyndir um kjördæma-
málið, sem settar voru fram í
skýrslu stjórnarskrárnefndar frá 2.
desember 1982, og hugmynd, merkt
A3, talin æskilegust, að dómi for-
sætisráðherra, flutningsmanns
frumvarpsins. Þar er gert ráð fyrir
60 þingmönnum, fækkun í hverju
kjördæmi um 1, en samtímis bætt 8
uppbótarþingmönnum við tölu
landskjörinna (sem nú eru 11) svo
þeir verði samtals 19. „í stað þess
að nú er fyrsti uppbótarþingmaður
hvers flokks ákveðinn eftir at-
kvæðatölu, annar eftir hlutfalli og
svo koll af kolli, yrði uppbótar-
þingsætum úthlutað eftir atkvæða-
tölu, nema þriðji uppbótarmaður
kæmi inn á hlutfalli."
Samþykkt Verðlagsráðs:
Verðlagsstjóri hefur
unnið á grundvelli laga
og samþykkta ráðsins
VERÐLAGSRÁÐ var kallað saman til fundar í gær, í tilefni fréttar sem
Morgunblaðið hafði eftir Skúla Jónssyni hjá VSÍ, um að Vcrðlagsrað
standi ekki að baki vcrðlagsstjóra um lögbann og kæru á SVR. A fundi
Verðlagsráðs var gerð eftirfarandi samþykkt:
„Verðlagsráð telur, að verðlags- málið, vísaði aðeins til samþykkt-
stjóri hafi unnið á grundvelli laga
og þess sem samþykkt hefur verið
í ráðinu í því máli er varðar far-
gjaldahækkanir SVR.“
í samtali við Morgunblaðið í
gær kvaðst Georg Ólafsson verð-
lagsstjóri ekki vilja tjá sig um
ar Verðlagsráðs.
Skúli Jónsson kvaðst í gær-
kveldi ekki vilja tjá sig um málið,
og Davíð Oddsson borgarstjóri
kvaðst ekki hafa fengið neinar
fréttir af fundi Verðlagsráðs.