Morgunblaðið - 10.03.1983, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 5
Fundur um
6, Reykjavík, í dag.
Fundurinn er haldinn á vegum
félagsmálaráðuneytisins og Sam-
bands ísl. sveitarfélaga að frum-
kvæði félagsmálaráðherra.
Á fundinum munu verða rúmlega
100 manns, sveitarstjórnamenn
víðsvegar af landinu og frá lands-
hlutasamtökum sveitarfélaga.
Fundurinn hefst kl. 9 árdegis með
ávarpi félagsmálaráðherra og
formanns Sambands ísl. sveitarfé-
laga. Síðan munu fulltrúar lands-
hlutanna flytja stutt framsöguer-
indi.
Eftir hádegi verður starfað í um-
ræðuhópum, en síðdegis verður
sameiginlegur fundur.
Hljómsveitakynn-
ing í Hafnarfirði
EFNT verður til hljómsveitakynningar
í félagsheimilisálmu íþróttahússins við
Strandgötu í Hafnarfirði kl. 21 í kvöld,
fimmtudag, á vegum Æskulvðsráðs
bæjarins.
Fimm hafnfirskar hljómsveitir
verða kynntar: D og D, Omicron,
Ónefni, Fílharmoníusveitin og
Vaka. Kynnir verður Davíð Þór
Sveinsson. Þá munu unglingar sýna
nýjustu vortískuna. Aðgangseyrir er
kr. 25.
sameiningu
sveitarfélaga
ALMENNUR fundur sveitarstjórna-
manna um sameiningu sveitarfélaga
verður í samkomusalnum í Borgartúni
Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í kvöld:
Heimsþekktur trompetleikari
leikur með hljómsveitinni
í KVÖLD mun einn fremsti tromp-
etleikari heims, Rolf Smedvig,
leika í Háskólabíói á tónleikum
með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Smedvig flytur Trompetkonsertinn
eftir Haydn, en sá er af flestum
talinn einn fegursti konsert sem
saminn hefur verið fyrir þetta
hljóðfæri. Það er Páll P. Pálsson
sem stjórnar, en tónleikarnir hefj-
ast klukkan hálf níu.
Tvö önnur verk verða flutt á
tónleikunum. Fyrst er það tón-
verkið „Snúningur" eftir Austur-
ríkismanninn Werner Schulze,
en þetta verk er tileinkað Sin-
fóníuhljómsveit íslands og Páli
P. Pálssyni. Schulze samdi
verkið sérstaklega í tilefni af
Austurríkisferð Sinfóníunnar
árið 1981 og er Páll P. Pálsson
eini maðurinn sem hefur stjórn-
að verkinu.
Lokaverk tónleikanna verður
svo önnur sinfónía Síbelíusar,
eitt glæsilegasta tónverk þjóð-
legrar rómantíkur og — að
Finnlandíu undanskilinni —
vinsælasta verk Síbelíusar.
Trompetleikarinn
Rolf Smedvig
Rolf Smedvig á sér langan
frægðarferil að baki, og í dag er
Werner Schuize, höfundur Snún-
ings, við píanóið.
hann fyrsti trompetleikari hjá
Sinfóníuhljómsveitinni í Boston
(Boston Symphony). Hann fædd-
ist í Seattle á vesturströnd
Bandaríkjanna og hóf fimm ára
gamall að læra á trompet. Faðir
hans var fyrsti kennari hans og
brátt tóku þeir feðgar að leika
saman opinberlega við mikinn
fögnuð áheyrenda. Sem einleik-
ari með hljómsveit kom Smedvig
fyrst fram 13 ára gamall, en þá
lék hann einleikskonsert með
Sinfóníuhljómsveit Seattleborg-
ar. Stóð honum þá til boða styrk-
ur til að stunda nám við Juill-
iard, merkasta hljóðfæraskóla í
New York, en þáði hann ekki
sökum þess að honum bauðst
einnig að gerast nemandi Arm-
ando Ghiattalla, sem þá var
fyrsti trompetleikari í Boston.
Eftir að hann lék trompetleik í
Messu eftur Leonard Bernstein,
þegar hún var frumflutt undir
stjórn höfundar við opnun
Kennedy Center í Washington,
hefur Smedvig verið talinn með-
al bestu trompetleikara i heimi.
23ja mínútna Snúningur
Tónverkið Snúningur eftir
Austurríkismanninn Werner
Schulze er í 5 hlutum og tekur 23
mínútur í flutningi. Schulze
samdi verkið fyrir þremur árum,
sérstaklega fyrir Sinfóníu-
hljómsveit íslands og Pál P.
Pálsson í tilefni af Austurríkis-
för hljómsveitarinnar 1981.
Schulze er 31 árs gamall og fjöl-
hæfur tónlistarmaður. Hann
kennir við Tónlistarháskólann í
Vínarborg, spilar á fagot og
sjaldgæft hljóðfæri sem neft er
heckelphon, semur tónverk og
hefur skrifað fjórar bækur um
tónlist á miðöldum. Verkið
Trompetleikarinn Rolf Smedvig.
Hann er fyrsti trompetleikari Sin-
fóníuhljómsveitarinnar í Boston.
Snúningur er stærsta hljóm-
sveitarverk Schulze til þessa og
hefur fengið góða dóma í Vín. A
tónleikunum á morgun mun
Schulze sjálfur leika á heckel-
phon. Schulze hefur verið stadd-
ur hérlendis undnfarið og spilaði
m.a. í blásarakvintett með aust-
urrískum félögum sínum á
Kjarvalsstöðum um daginn.
011
fót
fynr
feraiing-
araar
Þessi geysivinsælu ferming-
arföt hafa slegið i gegn.
Mjög hagkvæm lausn á fatn-
aöi fermingar-stúlkna og
drengja.
Einnig
★ kjólar
★ pils/toppar
★ blússur
★ skyrtur
★ slaufur
★ leðurbindi og fl.
KARNABÆR B
f LAUGAVEGI 66 - GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22
citn cnÁ oi/mTiDAnrM ocncc
Sími Irá skiptiborði 85055.
SIMI FRA SKIPTIBORÐI 85055
Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055