Morgunblaðið - 10.03.1983, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.03.1983, Qupperneq 48
TJöföar til X Xfólksíöllum starfsgreinum! VJterkurog kX hagkvæmur auglýsingamiðill! fttúrjjuu&Infoifo fHí»r|jnnI»lafoifo FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983 Steingrímur Hermannsson í gærkyöldi: „Okkur hefiir lengi langað til að losna úr þessari stjórn“ „Nýr meirihluti á Alþingi sem á að taka ábyrgð á stjórn landsins“ SAMHUÓÐA ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR sem lagðar voru fram af fulltrúum þriggja flokka, Sjálfstæðisflokks, Alþýðubandalags og Alþýðu- flokks, í báðum þingdeildum í gærkvöldi þess efnis að Alþingi lýsi yfir þeim vilja sínum, að þing verði kvatt saman eigi síðar en 18 dögum eftir næstu kosningar, varð til þess að verulega hrikti í rfkisstjórnarstoðunum og töldu menn að til tíðinda gæti dregið í stjórnarsamstarfinu. „Okkur hefur lengi langað til að losna úr þessari ríkisstjórn," sagði Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins aðspurður um hvort tillögurnar hefðu áhrif á stjórnarsamstarfið. „Ég lít svo á að það sé með þessu kominn nýr meirihiuti á Alþingi og finnst þá að hann eigi að taka ábyrgð á stjórn landsins," sagði hann einnig. 51 árs langamma VEGNA forsíðufréttar Mbl. (gær um yngsta langafa ( heimi sem er 55 ára var Mbl. bent á, að fyrir nokkrum dögum varð Sigurlína Jakobsdóttir langamma 51 árs gömul. Hún eignað- ist dóttur sína, Sigrúnu Harðardótt- ur, þegar hún var 19 ára. Sigrún eign- aðist svo dóttur, Helgu Hjörleifsdótt- ur, þegar hún var að verða 16 ára og Helga eignaðist svo 10 marka dreng um daginn, en Helga er að verða 17 ára gömul. Meðfylgjandi mynd var tekin af Sigurlfnu ( heimsókn á fæð- ingardeild Landspftalans f gær og það er langömmubarnið, sem hjúkr- unarkonan heldur uppi. Þær fréttir fékk Mbl. frá Heimsmetabók Guinn- ess að af ýmsum ástæðum sé aldur á langöfum og -ömmum ekki skráður. Söluviðræður við Portúgali: Engar kröfiir um veiðiheimild — en breyttur andi vegna samninga við Kanada og viðræðna við Norðmenn Framsóknarmenn hafa verið mjög andvígir þeim hugmyndum hinna flokkanna sem fram hafa komið samhliða tillögum í kjör- dæmamálinu, að þing verði kvatt saman hið fyrsta að loknum kosn- ingum og að gengið verði til kosn- inga á ný á árinu. Þeir túlka þenn- an tillöguflutning sem leið að því marki. Óvenjulegt er að þings- ályktunartillögur séu fluttar í deildum, en sú leið er valin, sam- kvæmt heimildum Mbl., þar sem Jón Helgason framsóknarþing- maður er forseti sameinaðs þings og gæti því haft áhrif á meðferð málsins. Forustumenn Framsóknar létu í ýmislegt skína í gærkvöldi vegna framkominna tillagna, en ekki var þó boðað til þingflokksfundar eftir að tillögurnar sáu dagsins ljós, þannig að forustumenn flokksins virtust ekki þurfa á vegarnesti þaðan að halda fyrir ríkisstjórn- arfund sem haldinn verður árdeg- is. Höfðu ráðherrar Framsóknar þó á orði í gærkvöldi að þar gæti ýmislegt gerst. Aðrir viðmælend- ur Mbl. höfðu velflestir litla trú á því að tii þess kæmi að Framsókn- arráðherrarnir segðu sig úr ríkis- stjórninni, þeir myndu bíða átekta og sjá hver framvindan yrði. Þá er annað stórmál varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á dagskrá sameinaðs Alþingis í dag, að sögn forseta, Jóns Helgasonar. Það er þingsályktunartillaga þess efnis að álmálið svonefnda skuli tekið úr höndum iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttormssonar. Alþýðu- bandalagsmenn hafa haft i hótun- um um að ganga úr ríkisstjóminni verði tillagan samþykkt. Hjörleif- ur Guttormsson var spurður í gærkvöldi hver viðbrögð Alþýðu- bandalagsins yrðu ef tillagan næði fram að ganga. Hann svaraði: „Ég er nú ekki búinn að sjá fram á að hún verði samþykkt. Við skulum sjá til og skoða málin í samhengi." Það ríkti mikil spenna vegna þessa f þinghúsinu f gærkvöldi og mátti í umræðum í þingdeildum greina hversu alvarlegur ágrein- ingur er orðinn milli alþýðu- bandalagsmanna og framsóknar- manna, því þingmenn og ráðherr- ar flokkanna sendu þar hvorir öðrum tóninn í umræðunum, svo eftir var tekið. Morgunblaðið gerði í gærkvöldi ítrekaðar tilraunir til þess að fá umsögn Gunnars Thoroddsen, for- sætisráðherra, um þá staðhæfingu Steingríms Hermannssonar, að nýr meirihluti væri orðinn til á Alþingi, sem ætti að taka ábyrgð á stjórn landsins. Gunnar Thorodd- sen sat lengi á tali við Friðjón Þórðarson og Pálma Jónsson í þinghúsinu í gærkvöldi, en er hann stóð upp og blaðamaður Morgunblaðsins óskaði eftir sam- tali við hann sagði forsætisráð- herra: Ég hef engan tíma til að tala við Morgunblaðið. í viðtali í fréttatíma útvarpsins í gærkvöldi sagði Gunnar Thor- oddsen að sér dytti ekki í hug að eyða orðum að gagnrýni Olafs Ragnars Grímssonar á hann vegna stjórnarskrárfrumvarps þess, sem ráðherrann hefur lagt fram. Hann kvað það eingöngu lagt fram til kynningar. Þá sagði Gunnar Thoroddsen að ákvörðun um hugsanlegt framboð hans í al- þingiskosningum yrði ekki tekin fyrr en þingi væri lokið. Ljósm.: EmilU Bj. Björnsdóttir. Kirkjulistarsýning verður opnuð á Kjarvalsstöðum hinn 19. mars nk. þar sem sýndir verða nýir og gamlir trúarlegir og kirkjulegir munir. Þessi mynd var tekin í gær, er ætlun- in var að taka niður f kirkjunni á Keldum í Rangárþingi altar- istöflu eftir Ámunda Jónsson frá því 1792. Ekki tókst að ná töflunni niður í gær, og verður gerður annar leiðangur að Keldum til að ná í hana. Ámundi smiður var kunnur að þvf að gera á kirkjumuni sfna ýmsa hluti til dægradvalar fyrir unga kirkjugesti og þá sem þótti stólræða prests helst til löng. Á þessari altaristöflu má til dæmis sjá á fjórum stöð- um töluna 448, og legðu ferm- ingarbörnin eða aðrir rétt sam- an. fékkst út talan 1792, sem er smíðaár töflunnar. Sitt til hvorrar handar töflunnar eru forn trélíkneski af Guðsmóður með barnið og Páli postula. Þau eru talin úr kaþólskum sið, en á öldum áður var klaustur á Keldum. Það eru þeir Jóhannes Kjarval (t.v.) og óðinn Grfms- son bifreiðastjóri, sem hér sjást kanna festingar töflunnar. Sjá f miðopnu: „Kirkju- klukka frá 13. öld og skírnar- fontur frá 1804 flutt til Reykjavíkur í gær.“ „NEI. Það hafa þeir ekki gert. En þeir hafa tilkynnt okkur, að svo oft hafi íslenzk stjórnvöld sagt þeim, að veiðiheimildir við ísland komi ekki til greina, að þeir telji ekki rétt að vekja máls á þeim að þessu sinni,“ sagði Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, er Mbl. ræddi við hann í Lissabon í gærkvöldi. Þar er Friðrik ásamt fleiri forsvarsmönnum SÍF í fisk- EFTIR fundahöld forseta Al- þingis í gærkvöldi virtust menn helst á þeirri skoðun, að þingrof færi fram nk. mánudagskvöld, en fram til dagsins í gær var stefnan sú að Ijúka þingstörfum á föstudag. I gærkvöldi var reiknað með, þó enginn gæti fullvrt um það, að eldhúsdags- umræður yrðu á mánudags- sölusamningum og Mbl. spurði hann fyrst hvort Portú- galir hefði í viðræðunum sett fram kröfur um veiði- heimildir við ísland. „Það er allur gangur á þessu ennþá, en ég á von á því, að línur skýrist á föstu- daginn," svarði Friðrik, er Mbl. spurði hann um gang viðræðnanna. Spuringu Morgunblaðsins um það, hvort honum fyndist sami kvöldið í beinni útsendingu út- varps og sjónvarps og strax að þeira loknum færi fram þingrof. Mbl. ræddi ítrekað við Jón Helgason, forseta sameinaðs Alþingis, í gær til að grennsl- ast fyrir um hvort ákvörðun um þingrof lægi fyrir. Jón svaraði því þá til að hann andi í þessum viðræðum sem fyrri, svaraði Friðrik á þá leið, að svo væri ekki og markaðist breytingin af auknum fiskveiðiheimildum Portúgala við Kanada og samningaviðræðum þeirra við Norðmenn. Friðrik sagði, að viðsemjendur þeirra hefðu skýrt þeim frá þessum mál- um, án þess þó að fara ná- kvæmt út í viðræðurnar við Norðmenn. hefði ekkert heyrt frá forsæt- isráðherra og það væri hann sem taka ætti ákvörðun um þingrofið. Aftur á móti sagði Helgi Seljan, forseti efri deildar, að þó valdið til þing- rofs væri í höndum forstis- ráðherra væru aðrar leiðir til að slíta þinghaldinu. Þingrof á mánudag?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.