Morgunblaðið - 10.03.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
39
fclk f (**
fréttum L '
+ Robert Redford segist ætla
aö leggja kvikmyndaleik á hill-
una því hann sé aö verða of
gamall til aö vera „kyntákn".
Hann vill snúa sér algerlega aö
kvikmyndastjórn og er núna
meö tvær myndir í takinu. Fyrir
tveimur árum fékk hann
Óskarsverðlaun fyrir myndina
„Venjulegt fólk“, sem Háskóla-
bíó sýndi hér viö góöa aösókn.
Davíd Niven meö Hjördisi hinni sænsku í glaöari stund en nú er.
Liggur Niven fyrir dauðanum?
+ Hin sænska eiginkona leikarans fræga David Nivens, segir aö
hinn 73 ára gamli leikari sé aö niöurlotum kominn af þreytu, hann sé
máttfarinn og sjúkur af völdum vöövasjúkdóms. Yfirlýsingar Hjördís-
ar, en svo heitir konan, eru þvert ofan í opinbera yfirlýsingu frá
sjúkrahúsinu, þar sem Niven hefur dvaliö aö undanförnu og verið í
meöferð, um aö hann sé á örum batavegi og verði útskrifaður á
næstu dögum.
Niven dvelur í sjúkrarúmi á Wellington-sjúkrahúsinu í London og
Hjördís tjáöi fréttamönnum aö hann gæti varla talaö lengur, auk
þess sem hann væri smám saman aö lamast. „Læknarnir segja mér,
aö hann eigi eftir aö rífa sig upþ, en þaö þykir mér ótrúlegt eftir aö
hafa fylgst meö honum aö undanförnu. Honum hefur hrakaö með
hverjum degi,“ segir Hjördís.
Sue Ellen
vill skilja
+ Leikkonan Linda Gray, sem
leikur Sue Ellen, eiginkonu J.R. í
Dallas, hefur nú heldur betur glatt
slúöurdálkahöfundana í Holly-
wood, en hún hefur nú yfirgefiö
eiginmann sinn, Ed Thrasner, sem
hún hefur veriö gift í 20 ár.
Linda, sem nú 41 árs aö aldri, er
nú farin aö búa meö blaöafulltrúa
sínum, Richard Grant, en hann er
allmiklu yngri en hún.
Linda Gray og Ed Thrasner hafa
lengi búiö á litlum búgaröi fyrir
utan Los Angeles og eiga tvö börn
saman, Jeff, 18 ára, sem leggur
stund á háskólanám, og Kelly, 16
ára, en hún er á kafi í tónlistar-
námi.
+ Aödáendur Dustin Hoffmans
bíöa sjálfsagt meö óþreyju eftir
nýjustu myndinni meö honum,
Tootsie, leikstýröri af Sydney Poll-
ack. Hoffman segir sjálfur í viötali
viö Paris — Match: „Woody Allen
gat breytt sér í grænmeti, aörir í
COSPER
ri20t
(C PIB
L
Já, ástin min, hvernig get ég annað en hugsað til þín?
skrímsli eöa geimveru eins og ET
og hvers vegna ekki ég í konu?“
Annars var þetta ekki tekiö út meö
sitjandi sældinni fyrir Dustin, þaö
tók hann tvo mánuöi aö smábreyta
sér í konu. Fæturnir, bringuhárin
og hárin undir höndunum voru
rökuö annan hvern dag og oftast
var þaö gert í gufubaöi. Skinniö á
honum var teygt, augnabrýnnar
lagaöar og plokkaöar og daglega
var hann faröaður og naglalakkaö-
ur. Til aö líta sem kvenlegast út
varð að fela þaö sem náttúran
haföi skapað honum meö ótal líf-
stykkjum og í staöinn fékk hann
gervibrjóst og gervimjaömir.
Nú var ekkert eftir nema aö laga
röddina. Sjálfur hélt Dustin aö þaö
mundi aldrei heppnast aö finna
hinn rétta tón. Hann vann vikum
saman ásamt útlærðu háskólafólki
til aö ná röddinni sem kvenleg-
astri.
Til aö komast aö því hvort dul-
argervi hans reyndist í lagi fór
hann meö dóttur sinni í skólann til
að ræöa viö kennarann hennar og
kynnti sig sem frænku hennar. Og
viti menn, þaö tókst.
Hoffman var að því spurður
hvort hann mundi vilja vera kona.
Hann svaraöi þvi á þá leiö, aö aö
vísu væri hann eins og kona um
þessar mundir nema þaö, að hann
gæti ekki eignast barn og gefið
brjóst.
PLANTERS
Heildsölubirgðir:
Agnar Ludvigsson hf.
Nýlendugötu 21,
sími 12134.
Sérstaklega unnið dilkakjöt frá
Kjötbúð Suðurvers.
Fyrsta flokks hráefni valið af
kjötiðnaðarmönnum okkar.
Kjötið er fullmeirnað, sérpakkað og tilbúið
í frystikistuna.
Lambageirar
Rúllupylsa
Snitzel
Kæfa
London lamb
Kryddsteik
Lærissteik
Hakk