Morgunblaðið - 10.03.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1983
23
Fidel Castro, forseti Kúbu, tekur í höndina á Indiru Gandhi við komu
Castros á leiðtogafund óháðu ríkjanna í Nýju Delhí í gær.
Leiðtogafundur óháðu ríkjanna:
Gemayel og Assad
ávörpuðu fundinn
Lést í
fangelsi
Pretorfa, Suóur Afríku, 9. mmrs. AP.
SKÆRULIÐI úr samtökum
sem bönnuö eru í Suður-
Afríku fannst látinn í fanga-
klefa sínum í Pretoríu í gær.
Hann hafði „að því er virtist
hengt sig,“ eins og lögreglan
komst að orði.
Síðan handtökur án saksóknar
hófust í Suður-Afríku árið 1963,
hefur það hent sig öðru hvoru að
fangar hafa fundist látnir í klef-
um sínum og hefur opinbera
skýringin verið sjálfsmorð. Síðan
1963 hafa, með umræddum svert-
ingja, 57 slíkir fangar látið lífið
með þessum hætti. Allir nema
einn hafa verið svartir á hörund.
Sá sem hér um ræðir hét Sim-
on Mndawe, og var handtekinn í
lok febrúar og hafði hann undir
höndum ágætis hríðskotabyssu af
sovéskri gerð.
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heilsar Fuad Mohieddin,
forsætisráðherra Egyptalands, f Kairó í síðastliðinni viku, en Carter var í
einkaheimsókn í Egyptalandi í viku, áður en hann heimsótti ísrael.
Heimsókn Carters
mótmælt í Betlehem
Nýju Delhí, 9. m»rs. AP.
AMIN Gemayel, forseti Líbanon,
ávarpaði í dag fund óháðu rfkjanna og
sagði að hann myndi aldrei leyfa að
land sitt yrði að „leikvelli byltinga eða
stríða annarra."
Hann sagði að Líbanir stæðu nú f
sérstaklega erfiðum samningavið-
ræðum við Israela um brottflutning
alis erlends herliðs frá landinu og
sagði að Líbanir væru ákveðnir f að
taka allar ákvarðanir f ljósi þjóðar-
hagsmuna, en sagði ekki frekar frá
framgangi samningaviðræðnanna.
Hafez Assad, Sýrlandsforseti, tal-
aöi á undan Gemayel og gagnrýndi
hann harðlega útþenslustefnu ísra-
ela, en minntist ekki á sýrlensku
hermennina sem enn eru f Lfbanon
og þarlend stjórnvöld hafa farið
fram á að verði á brott sem fyrst.
Milljón dollarar á
mínútu í vopnagerð
Ottawa, 9. mars. AP.
FRAMKVÆMDASTJÓRI Samveldislandanna, Shridadh Ramphal, gagn-
rýndi vígbúnaðarkapphlaupið harðlega á viðræðufundi um afvopnunarmál og
efnahagslega uppbyggingu um helgina. Sagði hann að viðhald vopnabúranna
og stækkun þeirra hamlaði efnahagslegri uppbyggingu bæði í þróuðum ríkj-
um og þróunarríkjum.
„Á hverri mínútu er einni millj-
ón dollara varið til vígbúnaðar-
kapphlaupsins og þó fjöldi ríkis-
stjóra geri sér fulla grein fyrir
hvers lags vitleysa þetta er, þá
verður ekkert að gert meðan risa-
veldin, Sovétríkin og Bandaríkin,
gefa sig ekki. Svo miklu er eytt í
vopn, að ekki þyrfti annað en að
snardraga úr því til að koma efna-
hagi heimsins á betri kjöl,“ sagði
Ramphal. Hann bætti því við, að
ef ekkert lát verður á vígbúnaðin-
um, verður árið 2000 eytt 2 millj-
ónum dollara á hverri mínútu að
meðaltali í vopn. Loks sagði hann,
að á árunum 1977 til 1981 hafi ver-
ið seld vopn fyrir 120 til 140 millj-
arða dollara. Þróunarlönd keyptu
fyrir tvo þriðju hluta þeirrar upp-
hæðar.
Betlemhem, 9. mars. AP.
MIKLAR óeirðir brutust út á vesturbakkanum og Araba-
hverfum Jerúsalem í dag, þegar Palestínumenn mótmæltu
heimsókn Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.
Carter kom til Betlehem síðdegis í dag til viðræðna við
arabíska borgarstjórann Elias Freij, sem er hófsamur Palest-
ínumaður.
Um 100 bflar
skullu saman
París, 9. mars. AP.
UM 100 bifreiðir skullu saman á
hraðbraut í norðurhluta Parísar í
gærmorgun og tepptist umferð í
nokkrar klukkustundir.
Svartaþoka olli óhappinu svo og
öðrum mun smærri í sniðum víðar
í Frakklandi. 16 manns slösuðust,
4 alvarlega, er eldjir braust út f
nokkrum bifreiðum.
ísraelskir hermenn fylgdust
með komu hans af nærliggjandi
þökum og reynt var að hindra
unga Palestínumenn sem reyndu
að kveikja eld eftir götunni.
Talsmaður lögreglunnar í Jerús-
alem sagði að þrettán palestínsk
ungmenni hefðu verið handtekin
eftir að hafa grýtt lögreglubifreið-
ir og nokkrir hafi særst í átökum
sem brutust út.
Nemar í háskólanum í Betlehem
slepptu allri mætingu í skólann til
að mótmæla komu Carters og
grýttu flöskum og steinum að
lögreglu, sem reyndi að hafa hemil
á þeim.
Þjálfa Líbýumenn hrydju-
verkamenn í 34 búðum?
Kairó, 9. mars. AP.
EGYPSKA tímaritið Akher Saa
greindi frá því í gær, að Líbýu-
raenn starfræki 34 æfingarbúðir
fyrir skæniliða og hryðjuverka-
menn. Blaðið hefur fréttina eftir
leyniþjónustu Súdan, sem segist
hafa komist á snoðir um búðirnar,
er hún rannsakaði meinta byltingu
sem Líbýumenn ætluðu að standa
fyrir í Súdan í síðasta mánuði.
Hefur blaðið eftir leyniþjón-
ustumönnum, að í búðunum sé
þjálfað fólk frá mörgum þjóð-
löndum til alls kyns hryðjuverka
og skærustarfsemi. Er búðunum
ýmist skipt eftir þjóðerni lærl-
inganna eða þá eftir því hvað
kennt er á hverjum stað. Þannig
segir blaðið að sérbúðir séu fyrir
Egypta, Palestínumenn, Súdani,
Chad-búa, íraka, Japana, og
Suður-Ameríkumenn. Auk þess
segir blaðið að margir „nemend-
anna“ tilheyri hryðjuverkasam-
tökum á borð við Rauðu her-
deildirnar á Ítalíu og Aðskiln-
aðarhreyfingu Baska á Spáni.
Sérbúðir eru fyrir Líbýumenn.
MALLORKA
einmitt það sem þig dreymir um?
TlLBOÐSVERÐ.um páskana!
Bjóðum sérstakt tilboðsverð um páskana.
Dæmi: 4 manna fjölskylda, hjón með tvö
börn, 5 og 10 ára
verð kr. 9.850.-
á mann, samkvæmt gengi 20.1. 1983.
Mallorka er vöknuð af vetrardvalanum líf og fjör, sólskin og
sjór. Páskaferðin er tilvalið tækifæri. til að taka forskot á
sumarið, páskarnir eru einnig mjög heppilegur timi því
aðeins fáir vinnudagar fara í fríið, þú átt því mest allt
sumarfríið enn eftir.
Komið og leitið nánari upplýsinga, nýr litprentaður bæklingur,
og video. • q
mdivtKc
Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580.
w
))*
/