Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 2

Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983 Leikrit eftir Svein- björn og Kjartan tek- in upp í sjónvarpi Útvarpsráð samþykkti á fundi sín- um á fostudaginn að veita rösklega eina milljón króna til íslenskrar leik- ritagerðar í sjónvarpi á þessu ári, að því er Hinrik Bjarnason fram- kvæmdastjóri Lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær. Hinrik kvað fjárveitinguna væntanlega duga til upptöku á um 160 mínútum, eða sem svaraði 3 til 4 leikritum. Þegar hefði verið sam- þykkt að ráðast í gerð tveggja leik- rita, annað væri eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson, og hitt eftir Kjartan Ragnarsson. Báðir hefðu þeir verið meðal þeirra er skiluðu inn hug- myndum í kjölfar auglýsingar sjónvarpisins sl. sumar. Þá sagði Hinrik ákveðið að ráðast í upptöku á einu verka Þjóðleikhússins, enska leikritinu Tvíleik, sem bæði ætti erindi til fólks nú og hentaði vel til sjónvarpsupptöku. Fyrir utan framangreinda fjár- hæð til leikritagerðar sagði Hinrik vera fyrir hendi 200 þúsund króna fjármagn, er varið yrði til gerðar barnaleikrits fyrir sjónvarp. Nýr sendiherra Breta á íslandi Mr. RICHARD Thomas hefur nú verið skipaður sendiherra Bretlands á íslandi. Núverandi sendiherra Breta á íslandi, William McQuillan, sem verið hefur hér á landi í tvö ár, er nú að hætta störfum og fer hann af landi brott í næstu viku. Richard Thomas er síðan væntanlegur hingað til lands á næstunni. Richard Thomas var fæddur í London 1938 og hlaut menntun sína í Merton College í Oxford. Thomas gekk í þjónustu hins opinbera árið 1961. Síðasta staða hans var sendiráðunautur brezka sendiráðsins í Prag og þar var hann einnig skrifstofustjóri sendi- ráðsins. Thomas er kvæntur og á þrjú börn. Kosningasjónvarp ákveðið: Kjördæmadagskrá — flokkakynningar og hringborðsumræður ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sín- mínútur hver, það er að segja þeir um í gær fyrirkomulag kosningasjón- varps, en ekki er endanlega ákveðið hvaða fyrirkomulag verður haft á í út- varpi, en endanlega verður gengið frá því næstkomandi þriðjudag, sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Markúsi Erni Antonssyni, útvarps- ráðsmanni. Sá háttur verður á hafður, að við framboðskynningu fá flokkarnir 20 Seðlabankinn eykur afurða- ián út á skreið SEÐLABANKIN.N hefur nú ákveðið að auka afurðalán af skreið. Útlánin fara í gegn um viðskiptabanka við- komandi fyrirtækja og munu útlán hefjast á næstu dögum, eða þegar gagnavinnslu lýkur. Nemur hækkunin 60 til 65 milljónum króna. Að sögn Davíðs Ólafssonar, Seðla- bankastjóra, er hér um leiðréttingu frá síðasta ári að ræöa og eru orsak- irnar aðallega tvær. Hækkanir á út- lánum vegna skreiðar hefðu verið talsvert minni en á útlánum til hliðstæðra afurða á síðasta ári, meðal annars hefðu útlán á Nígeríu- skreið verið stöðvuð frá því í april og fram á sumar. Síðan hefðu útlán- in verið tekin upp aftur en hækkanir verið minni en á öðrum afurðum. Inn í þetta fléttuðust einnig geng- ismunamál. Ákveðið hefði verið að taka gengismun af skreið í fram- haldi gengisfellingarinnar í ágúst, en nú væri hætt við að taka geng- ismun og hefði það þau áhrif að lán- in hækkuðu. Sagði Davíð, að þetta hefði staðið til um tíma og hefðu bæði stjórnvöld og skreiðarverkend- ur óskað þessa. listar sem bjóða fram í öllum kjör- dæmum landsins, Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Bandalag jafnað- armanna, Framskóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, en hins vegar fær Kvennaframboð 15 mínútur til umráða. Flokkakynningin hefst 11. apríl. Það nýmæli verður við flokka- kynninguna, að flokkarnir fá að- stöðu til að taka upp efni utanhúss og fá þeir tækjabúnað og mannskap frá sjónvarpinu til þess að vinna að þeirri dagskrárgerð. Þá verður um að ræða kjördæma- dagskrá, þar sem fram kemur full- trúi frá hverjum lista í hverju kjör- dæmi og fær hvert kjördæmi klukkutíma til umráða. Þar verður um að ræða hringborðsumræður fulltrúa flokkanna og kemur þessi kjördæmadagskrá til flutnings á tímabilinu frá laugardeginum 16. apríl til miðvikudags 20. apríl. Loks verða hringborðsumræður fulltrúa allra þeirra flokka, sem bjóða fram í öllum kjördæmum, föstudaginn 22. apríl, daginn fyrir kjördag. Magnús Bjarnfreðsson mun stýra umræðunum. Ástráður Bertelsen með kött sinn, sem lærbrotnaði er ekið var i hann fyrir 10 dögum, en er nú orðinn hinn sprækasti eftir aðgerð Gunnars Þorkelssonar, dýralæknis. Stálpinni í brotinn lærlegg á kettlingi Kópaskeri, 23. mars. MIÐVIKUDAGINN 16. mars gerði Gunnar Þorkelsson, hér- aðsdýralæknir í Norðaust- urlandsumdæmi, aðgerð á 4Vi mánaða gömlum ketti, sem hafði lærbrotnað. Hann setti brotið sam- an með stálpinna sem hann þræddi í gegnum lærlegginn. Hon- um til aðstoðar var Aðalsteinn Ás- geirsson, héraðslæknir á Þórshöfn. Forsaga málsins var sú, að ek- ið var á 4 ‘á mánaða gamlan kött á Kópaskeri um kl. 13 miðviku- daginn 16. mars og kom í ljós að hann hafði meiðst mikið. Eig- endur kattarins, Ástráður Bert- elsen og Sigríður R. Guðmunds- dóttir, brugðu fljótt við og óku með köttinn til Þórshafnar, en þangað eru um 120 km. Þegar þangað kom skoðaði Gunnar Þorkelsson, dýralæknir, köttinn en síðan var farið með hann í myndatöku til Aðalsteins Ás- geirssonar, héraðslæknis. Kom þá í ljós að kötturinn var lær- brotinn, en mjaðmagrindin heil. Þá ákváðu læknarnir að setja brotið saman. Stálpinni var þræddur í gegnum legginn, og sýnir mynd sem tekin var eftir aðgerðina að hún hefur tekist mjög vel. í dag, viku eftir aðgerðina, heimsótti ég sjúklinginn, og var hann þá hinn brattasti, farinn að ganga um og meira að segja sá ég hann stökkva upp á borð. — Tryggvi Arnór Kr. D. Hjálmars- son látinn LÁTINN er í Reykjavík Arn- ór Kr. D. Hjálmarsson, fyrr- um yfirflugumferðarstjóri, sextíu og eins árs að aldri. Arnór var fæddur í Unuhúsi í Reykjavík 30. mars 1922, sonur Hjálmars Diego Jónssonar, bak- ara, gullsmiðs og síðar fulltrúa tollstjóra í Reykjavík, og konu hans, Halldóru Friðgerðar Sigurð- ardóttur. Arnór lauk gagnfræðaprófi árið 1944, loftskeytaprófi 1943, svif- flugprófi 1941, ýmsum prófum hjá breska flughernum 1941 til 1945, og hann var við framhaldsnám í flugumferðarstjórn í Oklahoma í Bandarlkjunum 1953 til 1954. Hann starfaði sem flugumferðar- stjóri í New York 1954, hann var flugvallarstjóri á Keflavíkurflug- velli 1946 til 1947, flugumferðar- stjóri í Reykjavík 1945 til 1955 og hann var yfirflugumferðarstjóri 1955 til 1976. Arnór tók virkan þátt í félagsstörfum og honum var margvíslegur sómi sýndur á þeim vettvangi, svo sem innan Kiwan- is-hreyfingarinnar auk viðurkenn- inga er hann hlaut fyrir störf sín. Eftirlifandi kona hans er Guð- finna Vilhjálmsdóttir. Arnór Kr. D. Hjálmarsson íslendingur í Luxem- borg keypti DC-8 þotu Hefur leigt hana til Nígeríu í eitt ár, en Cargolux sér um viðhald og flugliða á vélina BIRKIR Baldvinsson, ilug- virki í Luxemborg, festi nýlega kaup á DC-8-62 þotu og hefur leigt hana til eins árs til aðila í Nígeríu. Þotuna keypti Birkir af Japan Airlines, en kaup- verðið hefur ekki verið gefið upp. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, er gangverð véla sem þess- Sýning um íslenska hestinn í Færeyjum FORNMINJASÖFNIN á íslandi, Grænlandi og á Færeyjum hafa með sér samstarf, m.a. í því formi að senda á milli landanna farandsýn- ingar um þjóðleg efni. Nú stendur yfir á Landsbókasafninu í Færeyj- um, íslensk sýning sem heitir „A hestbaki" og fjaliar um íslenska hestinn og þýðingu hans í gegnum aldirnar. Það er Árbæjarsafnið sem hefur sett saman sýninguna. Á sýning- unni eru 20 myndir ásamt ítarleg- um textum við myndirnar. Fær- eyska sýningin „Báturinn" hefur nýlega verið á flakki um Island, en hún sýnir þýðingu bátsins í þjóð- lífi Færeyinga. ara nú talið í kringum 2 millj- ónir dollara eða um 40 milljón- ir króna. Birkir Baldvinsson starfaði sem flugvirki hjá Cargolux þar til fyrir röskum þremur árum að hann hóf viðskipti með varahluti í þotur. Nú starfa sex manns hjá fyrirtæki Birkis, sem ber nafnið Loch Ness. Þotueigandinn nýi hefur gert samning við Cargolux um viðhald vélarinnar og áhafnir á þotuna, sem ber einkennisstafina TF-BBA og hefur verið skráð hérlendis. Gengið var frá kaupum á vélinr.i fyrir nokkru og var verð slíkra véla þá lágt, en hefur hækkað síð- an samfara lækkun olíuverðs. Vél- in er innréttuð til farþegaflugs og tekur um 180 farþega. Flugstjóri á vélinni er henni var flogið frá Tokyo, yfir Pólinn til Luxemborg- ar, var Ragnar Kvaran yngri. Nú er unnið að því að mála vélina í litum nýrra eigenda. Eins og áður sagði hefur hún verið leigð til far- þegaflugs í Nígeríu til eins árs, en mörg fyrirtæki höfðu áhuga á að leigja vélina, meðal annars E1 A1 í ísrael. Meðal íslendinga í Luxemborg er ánægja með þessi þotukaup Birkis og gera menn sér vonir um að tilkoma vélarinnar auki at- vinnuöryggi íslendinga þar. Nú þegar starfa sex fyrrum starfs- menn Cargolux hjá Birki og ís- lenzkir flugliðar, sem áttu á hættu að missa vinnuna hjá Cargolux, sjá nú fram á aukin verkefni. INNLENT Leiðrétting NAFN fermingarstúlku, sem ferm- ast á við Ásprestakall, misritaðist í blaðinu í g®r- B**n Keitir Sigurey Eiríksdóttir, Æsufelli 6. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.