Morgunblaðið - 27.03.1983, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. MARZ 1983
Átvaglið í djúpinu
Af meydómi kerlingar
Eftirfarandi sögur er að finna í
þjóðsagnasafni Brynjólfs Jónsson-
ar frá Minna-Núpi sem ber heitið
„Tillag til alþýðlegra fornfræða":
„Prestur og stúdent voru á bæ
saman. Þeir þrættu einu sinni um
það, hvort þær stúlkur, sem aldrei
hefðu átt barn, væru hreinar
meyjar. Stúdent sagði það væri
ekki, en presturinn sagði þær væri
það víst. Þeir slógu veð um það og
settu mikið undir. Þar var sextug
kerling á bænum, sem enginn vissi
til, að tapað hefði meydómi sínum.
Loft var í baðstofunni, og svaf
kerling í öðrum karminum. Hún
vissi ekkert af veðjan þeirra. Um
kvöldið segir stúdent presti, að
hann ætli að yfirheyra kerlingu
um nóttina og skyldi hann vera
undir loftinu og heyra tal þeirra.
Prestur vildi það, því hann bjóst
ekki við öðru en kCrling mundi frí-
kenna meydóm sinn. Um kvöldið
lét stúdent þjónustustúlkuna færa
sér messusloppinn (rykkilínið) og
fór í það um nóttina og vafði hvítu
trafi um höfuðið og gekk að rúmi
kerlingar. Tunglið skein á hann
inn um gluggann. Kerling vaknaði
við það, að hvítklæddur maður tók
á henni. Hún varð drauðhrædd og
kallaði upp: „Drottinn minn, hver
ert þú?“
„Eg er engill," segir hann,
„sendur til að spyrja þig að, hvað
margir karlmenn hafa með þig
haft um þína daga. Segðu nú rétt
frá, þá færðu fyrirgefningu allra
þinna synda, annars ekki.“
„Ég man það ekki gjörla," segir
kerling, „þeir eru margir, ég held
þeir séu seytján."
„Þér ríður á að segja eins og þú
manst réttast," segir hann, „svo
þú fáir fyrirgefningu allra þinna
synda.“
„Já,“ segir hún, „seytján — sey-
tján, sagði ég, og átjándi prestur-
inn hérna á bænum."
Hinn fór í burt ánægður og um
morguninn eftir gjörði hann
presti tvo kosti að gjalda sér veðfé
allt strax, sem sumir segja hafi
verið 5 hundr., eða hann segði
yfirvöldunum það, sem hann hefði
komizt að. Prestur tók þann kost-
inn að gjalda.
„Djöful þann, sem
drumbinn bar“
Karl bjó í koti hjá Útskálum í
Garði. Einu sinni sem oftar gekk
han á reka. Þá fann hann tré-
drumb á Útskálarekanum og bar
hann heim til sín í laumi. Næsta
sunnudag eftir fór hann til kirkju.
Þegar hann kom inn í kirkjuna,
var prestur kominn upp í stólinn,
og það hittist á, að þegar karl rak
inn höfuðið, sagði prestur: „ ...
rak út djöful þann sem dumbi
var“. Karli heyrðist hann segja:
„Djöful þann, sem drumbinn bar,“
og hugsar hann hafi meint til sín
og verið að skipa að reka sig út. Þá
varð karlinn illur í skapi og kall-
aði upp: „Það hafa fleiri stolið af
rekanum þínum heldur en ég.“
Allsherjarguð
Kerling í Flóanum kom frá
kirkju og sagði við karlinn sinn:
„Mér fannst ekki til að heyra til
prestsins í dag. Hann var alltaf að
tala um Allsherjarguð, það er
sjálfsagt einhver nýr guð, þessi
Allsherjar.“
„Hvernig heldurðu það geti
komið nýr guð?“ segir karlinn.
„Það er líkast til,“ segir kerling,
„að hann hafi komið núna á
Bakkaskipinu."
EFTIRFARANDI frásagnir af há-
karlinum er að finna í bók Bjarna
Sæmundssonar „FISKARNIR"
sem út kom árið 1926:
„ ... Hárkarlinn er afar gráðug-
ur fiskur, þótt hann sé ef til vill
ekki gráðugri en aðrir fiskar; en
það ber æði mikið á græðgi hans,
af því að hann er svo stór og
þurftafrekur. Hann etur eða
gleypir bókstaflega allt sem að
kjafti kemur, bæði lifandi og
dautt, bæði ætt og óætt. Ekkert
sjódýr er svo stórt, að hann geti
ekki gert sér mat úr því. Hann
gerir sér hæveskulaust til góða af
hvalskrokkum hjá hvalföngurum,
álítur sig hafa forgönguréttinn að
framliðnum félögum sínum, þar
sem þeir hanga á seilum hákarla-
manna og breytir eftir því eða
hirðir þá, ef þeim er hleypt í botn.
Smáhveli (hnísu, höfrunga) og seli
gleypir hákarlinn í heilu líki, jafn-
vel fullorðna blöðruseli; landdýr
smáir hann heldur ekki: Við Noreg
hefir heilt hreindýr (hornalaust)
fundist í hákarlsmaga, og sagt er,
að hann hafi gleypt hund á sundi,
dauðan kött og hrútshaus með
hornum. Kafandi sjófugla (t.d.
svartfugla) grípur hann oft o.fl.
Annars er fiskur hans daglega
viðurværi, einkum hinir stærri
fiskar, svo sem þorskur, langa,
heilagfiski, svartaspraka, karfi,
sæúlfar, hrognkelsi, skata, síld,
loðna o.fl.: en hann getur líka ver-
ið lítillátur og gert sér gott af því,
sem smærra er, svo sem krabba-
dýrum, smokkfiskum, sæbjúgum,
sæfíflum og beitu á önglum, en þá
tekur hann oft bæði önglana og
álitlega búta af lóðinni með. Ann-
ars getur hann líklega heyrt það
hjá hákarlamönnum fyr meir, að
það væri mikill siður hjá Mörland-
anum, að skola hákarlinum niður
með dönskum snapsi. Vildi hann,
höfðinginn í sjónum, ekki vera
minni en þeir á landi og heimtaði
því vestindiskt romm eða a.m.k.
danskt kornbrennivín með sel-
spikinu og hrossakjötinu, sem há-
karlamenn vorir bjóða honum
uppá, sem beitu. Það hefur víst
komið fyrir, að partar af sjó-
drukknuðum mönnum hafi fundist
í hákarlamögum, en hákarlinn er
engin mannæta að eðlisfari, skipt-
ir sér, að sagt er, ekki af mönnum,
sem detta útbyrðis. Sem dæmi
uppá, hve mikið hann getur látið í
sig í einu, má geta þess, að úti
fyrir Eyjafirði veiddist eitt sinn
hákarl, sem hafði gleypt sel á
stærð við uxa og 14 þorska að auki
og annar með stóran blöðrusel,
marga þorska og nokkra bita af
hákarli í maganum. í einum
(mögrum tunnuhákarli), sem
veiddist við Vestmannaeyjar, var
1 stór hnísa í 4 bútum, 1 hálfvaxin
og 1 fóstur og ein stórlanga, hálf-
melt ...
... hann er sagður mjög
lyktnæmur og finnur fljótt, ef
eitthvert hræ fellur til og það er
víst af þeirri ástæðu, að til
hákarlabeitu er haft úldið hrossa-
kjöt eða kjöt og selspik, sem legið
hefur í rommi eða spritti ... Sagt
er að hákarl hafi gengið alllangt
inn sem
Eitt sinn kom Kjarval á fund í
Félagi ísl. myndlistarmanna.
Kvaddi hann sér hljóðs þegar í
upphafi fundarins og hélt stutta
ræðu á þessa leið:
„Áður er ég kom á þennan
fund, var ég að lesa í „Vísi“, og
sá þar, að auglýst var eftir
gráum ketti, sem hefði tapast.
Eins og þið vitið, þá er frost og
kuldi núna, svo að nærri má
fram í Eyjafjarðará um vetur, til
þess að vitja um skrokk af hesti,
sem fórst í vök í ánni. Menn segja
iíka að hann geti verið fljótur í
ferðum, t.d. hákarl sem gleypti
eitt sinn hrútshaus á Borðeyri,
átti að hafa veiðst daginn eftir úti
á Gjögri (um 50 km frá Borðeyri)
og annar, sem gleypti köttinn á
Hjalteyri.fékkst næsta dag við
Grímsey ...
... Hákarlinn má telja einn af
vorum nytsamari fiskum, og
mætti sennilega hagnýta sér hann
miklu betur en gert er, bæði
fiskinn (i kjarnfóður) og skrápinn
og jafnvel uggana (ef Kínverjar
vildu borga þá eins og aðra háfisk-
ugga), en hann er líka skaðræðis-
gripur, sem etur feikn af verð-
mætum fiski af ýmsu tægi og ger-
ir oft mikið tjón á veiðarfærum og
efamál, að gagn það sem nú er að
honum, vegi upp á móti tjóninu
sem hann gerir. Væri því senni-
lega ástæða til þess að fækka hon-
um að miklum mun með því að
veiða hann sem mest og slá þar
með tvær flugur í einu höggi."
hvarf
geta, að aumingja kettinum líður
ekki vel, ef hann er að flækjast
úti. En þar sem þetta félag hefur
fátt gert sér til frægðar, þá er
það tillaga mín, að við slítum
þessum fundi nú þegar og förum
allir að leita að kettinum. Það er
náttúrlega alls ekki víst, að við
finnum köttinn, en mér þykir
líklegt, að getið verði um okkur í
blöðunum."
FÍM og köttur-
Sértilboð á
páskaeggjum
Seljum öll okkar
páskaegg á
innkaupsverði.
Vöruvalið
aldrei meira.
£V
ss
Verið
velkomin.
SS-búðirnar
um alla borg